Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 199ö
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: RJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Fllmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Þeir vissu og þögðu þó
Ríkisendurskoðandi vissi í meira en tvö ár af sukkinu
í Landsbankanum án þess að gera neitt í því. Hann hef-
ur því hag af, að málið sé einangrað við bankastjórana,
sem sögðu af sér. Hann er því ekki lengur marktækur
umsagnaraðili um hversu alvarlegt málið sé.
Ríkisendurskoðandi vísar til meintrar verkaskipting-
ar milli sín og endurskoðanda Landsbankans og enn
fremur til þess, að bankastjóramir hafi lofað bót og betr-
un fyrir tveimur árum. Hann taldi enga ástæðu til að
fylgjast með hvort loforð þeirra yrðu efnd.
Samkvæmt þessu hefur ríkisendurskoðandi talið sig
vera eins konar sálusorgara endurskoðanda bankans en
ekki eftirlitsmann af hálfu Alþingis. Hvorki bankaendur-
skoðandinn né ríkisendurskoðandinn létu meðvitundar-
laust bankaráð eða Alþingi vita um stöðuna.
Þetta sýnir auðvitað að Ríkisendurskoðun virkar ekki
ef nógu hátt settir menn lenda í vafasömum málum.
Þetta er umhugsunarefni fyrir Alþingi, sem valdi meðvit-
undarlausa bankaráðið og býr við ríkisendurskoðanda,
sem leynir Alþingi alvarlegum staðreyndum.
Við verðum að muna, að það var ekki Ríkisendurskoð-
un, sem vakti málið. Það var óbreyttur þingmaður, sem
kom skriðunni af stað. Og það var einn bankastjóranna,
sem óskaði eftir þeirri rannsókn, sem síðan var falin
hagsmunaaðilanum Ríkisendurskoðun.
Fleiri vissu en þögðu þó. Meðal þeirra er núverandi
bankaráðherra, sem fór sem óbreyttur þingmaður í lax
með einum bankastjóranna á kostnað bankans án þess
að neinir viðskiptahagsmunir væru í húfi. Hann vissi
vel, hvemig kunningjasiðferðið var í bankanum.
Þótt bankaráðherra vissi þannig af eigin reynslu, að
meðvitundarlausa bankaráðið gegndi ekki eftirlitshlut-
verki sínu, valdi hann sama meðvitundarlausa banka-
ráðsfólkið í nýtt bankaráð, þegar eigandavaldið var um
áramótin flutt frá Alþingi til ráðherrans.
Þannig em hagsmunir ráðherrans hinir sömu og rík-
isendurskoðandans, að málið sé einangrað við banka-
stjórana og ekki sé horft til þeirra, sem vissu af gangi
þess, en gerðu ýmist ekkert í því eða vemduðu ástandið
með endurvali meðvitundarlausra bankaráðsmanna.
Bankaráðherrann bætir gráu ofan á svart með því að
kasta skít í þann eina bankaráðsmann, sem tók afleiðing-
um aðgerðaleysis síns með því að segja af sér, eina
bankaráðsmanninn, sem tók persónulega ábyrgð á því að
hafa ekki verið á vaktinni í bankaráðinu.
í stað þess að þakka honum fyrir að hafa axlað ábyrgð
fyrir hönd hinna, sem ekki hafa enn vaknað til meðvit-
undar um ábyrgð sína, segir ráðherrann, að bankaráðs-
maðurinn treysti sér ekki til að axla ábyrgðina. Þetta em
óvenjulega ósvífin og ósanngjörn ummæli.
Með skítkasti sínu hefúr bankaráðherrann niðurlægt
sjálfan sig að ástæðulausu. En það er ekki auðvelt fyrir
hefðbundinn pólitíkus að láta hjá líða að reyna að hefna
fyrir þá uppljóstrun, að ráðherrann hafi hótað ráðs-
manninnum uppsögn, ef hann makkaði ekki rétt.
Það gildir jafnt um ríkisendurskoðandann og banka-
ráðherrann, að þeir hafa árum saman vitað um spillingu
Landsbankans og haft aðstöðu til að gera eitthvað í mál-
inu, en látið undir höfuð leggjast að gera það. Báðir virð-
ast því vera sekir um vanrækslu í starfi.
Þetta skýrir fyrir öllum, sem vita vilja, hvers vegna
málinu hefur verið beint í þann farveg, að allt vont sé
bankastjórunum að kenna og alls engum öðrum.
Jónas Kristjánsson
Landsbankinn er ekki kostaöur meö fjárframlögum af skatttekjum ríkisins, heldur er hann fyrirtæki í rekstri sem
hlýtur aö borga gjöld til ríkisins eins og önnur slík.
Við borgum
alltaf
Kjallarinn
Gísli Sigurðsson
íslenskufræöingur
1 rekstri sem hlýtur að
borga gjöld til ríkisins
eins og önnur slík. Jafn-
vel þótt hann hafi heitið
ríkisbanki. Við sem al-
menningur eigum ekk-
ert tilkall til jjeirra
tekna sem bankinn aíl-
ar sér með löglegum
rekstri vegna þess að
við meðferð fjármuna er
það rekstrarformið sem
gildir en ekki réttlætið.
Af hverju er þá verið að
veitast að stórbokkum
af Guðs náð þegar þeir
haga sér í samræmi við
auð síns fyrirtækis? Það
er löng hefð fyrir því í
samfélaginu að helstu
„Við borgum alltafhvort sem er,
ekki með beinum fjárframlögum
heldur í töpuðum skatttekjum
Ekki er nokkurt
lát á hneykslun
manna yfir risnu-
bruðli stórlax-
bankastjóranna
sem hafa hvorki
þurft að borga
veiöileyfin sín né
fara í Ríkið sjálfir.
En hver borgaði
þá? Sagt er að
bankinn hafi gert
það af eigin fé. Og
hann á nóga pen-
inga af því að hann
er alltaf að geyma
þá fyrir fólkið og
fyrirtækin í land-
inu og lána síðan
öðru fólki og fyrir-
tækjum gegn gjaldi
- sem rennur til
þeirra sem lögðu
peningana sína
inn, að því frá-
dregnu sem bank-
inn kýs að haida
eftir og kasta eign
sinni á til að kosta starfsemina.
Þegar í ljós kemur að hið svokcill-
aða eigið fé hefur verið notað
ótæpilega í lúxus og svall sjálfra
fjárgæslumannanna er rokið upp
með stórhneykslun eins og við
höfum verið svikin. En svikin um
hvað? Á ekki bankinn þessa pen-
inga? Má hann ekki gera það við
sínar tekjur sem honum sýnist
eins og önnur fyrirtæki í landinu?
Fyrirtækin borga lúxusinn...
Landsbankinn er ekki kostaður
með fjárframlögum af skatttekjum
rikisins, heldur er hann fyrirtæki
ráðamenn láti aðra borga fyrir sig
og sína, hvort sem er í ferðalögum
til útlanda eða veislum og veiði-
ferðum hér innan lands. Það til-
heyrir að kosta höfðingja og
þeirra fólk af eigin fé þeirra stofn-
ana og fyrirtækja sem að baki
þeim standa.
...en ekki skattinn
Fyrirtækjum í rekstri líðst að
stofna til alls kyns kostnaðar svo
framarlega sem þau láta í veðri
vaka að sá kostnaður sé til að afla
fyrirtækjunum tekna. Og með góð-
um vilja má segja að hvers kyns
veislur og ferðalög séu ágætlega til
þess fallin. Slík starfsemi hristir
fólk vel saman, skapar viðskipta-
vild og myndar mikilvæg sam-
bönd sem gætu orðiö að gagni síð-
ar. Kostnaðurinn kemur síðan til
frádráttar við skattframtal þannig
að því miður voru engar tekjur af
starfsemi fyrirtækisins á síöasta
ári vegna þess að stjómendur
þurftu að stofna til svo mikils
kostnaðar við að afla fyrirtækinu
tekna. Rekstin-inn gengur því
alltaf mjög erfiðlega.
Það gerum viö
Og til þess að reka betri fyrir-
tæki þarf ekki bara að halda veisl-
ur og ferðast. Stjómendur þurfa
líka að aka um á stórum bifreiðum
af dýrustu og bestu gerð, til að afla
fyrirtækinu trausts og bæta
ímyndina, og fyrirtækið þarf að
reisa starfsmannabústaði sem
stjómendur nota síðan eingöngu í
eigin þágu, oft án skýringa en
kannski líka vegna þess að þeir
þurfa svo oft að bjóða erlendum
viðskiptaaðilum upp í sveit og
taka á móti þeim þar. Því veröur
fýrirtækið að kosta miklu til í við-
haldi svo að allt líti nú sem best
út. Þetta skilja skattayfirvöld
mæta vel. En þegar kemur að því
að bankastjórar Landsbankans
ætla að haga sér eins og kollegam-
ir í einkageiranum þá verður
skyndilega allt vitlaust. Samt
breytir það engu fyrir okkur sem
sitjum á áhorfendapöllunum. Við
borgum alltaf hvort sem er, ekki
með beinum fjárframlögum heldur
í töpuðum skatttekjum.
Gísli Sigurðsson
Skoðanir annarra
Landsbankinn
og Alþýðubandalagið
„I Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 19. apríl sl. var
ritað um viðskipti Alþýðuhandalagsins við Lands-
banka íslands og nefndar háar taptölur bankans ...
En með vöxtum hefði lauslega áætlað verið hægt að
kaupa fyrir fjárhæðina dagsleyfi í Hrútafjarðará í
500 ár. Sem betur fer var þessum milljónum sem
Morgunblaðið talar um varið í miklu göfugra skyni.
Þeim var sem sé varið til að gefa út blað sem boðaði
fagnaðarerindi kommúnismans á íslandi.“
Sverrir Hermannsson, í Mbl. 26. apríl.
Göngugetan týnist
„Eftir langa dvöl utanlands er maður kannski orð-
inn svolítill gestur í þessu þjóðfélagi, en mér finnst
einhvem veginn með íslendinga að þeir týni niður
göngugetunni um leið og þeir fá bílpróf... Og þaö er
fremur auðvelt að finna þennan hóp og ætti að koma
honum í hendur sjúkraþjálfara til að koma vöðva-
kröftum i gang og koma því síöan út að labba ... Ég
hef séð niðurstöður rannsókna þar sem lýst er jafn-
vel 2-3 foldum krafti í lærvöðvum hjá körlum um ní-
rætt eftir aðeins 6 vikna æfingar."
Brynjólfur Jónsson læknir, í Degi 25. apríl.
Kröfur til framboðslista
„Á næstu vikum munu borgarbúar gera kröfu til
þess að Reykjavíkurlistinn geri grein fyrir orðum og
efndum. Hverju lofúðu frambjóðendur listans fyrir
Qórum áram og hvað hafa þeir gert? Það gefur kjós-
endum nokkra vísbendingu um við hverju má búast
af hálfu listans á næsta kjörtímabili. Til frambjóð-
enda Sjálfstæðisflokksins veröur gerð sú krafa, að
þeir geri grein fyrir þeim málefnum, sem þeir
mundu berjast fyrir á næsta kjörtímabili, næðu þeir
meirihluta."
Úr forystugrein Mbl. 26. apríl.