Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 36
 FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ■=> < oo o h LÍ3 m Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 Iwissaw 30% Verölækku n á Nissan varahlutum •r-'Y/; Ingvar j g-g Helgason hf. = = = Sævarhöfda 2 Hálendiö: Hitamál til umræðu Öll frumvörp um lögsögu, eignar- hald og auðlindanýtingu á hálendinu verða á dagskrá Alþingis í dag, þ.e.a.s. þjóðlendufrumvarp forsætisráðherra, frumvarp félagsmálaráðherra um framlengingu sveitarfélaga inn á há- lendið og loks frumvarp um nýtingu náttúruauðlinda. Búist er við miklum umræðum um þau öll en þó trúlega mestum um nýt- ingu náttúruauðlinda í jörðu, enda um mikið hitamál að ræða. Verulegur ágreiningur hefur verið um hverjir skuli fara með stjórnsýslu á hálend- inu. Stjómarþingmennirnir Siv Frið- leifsdóttir og Pétur Blöndal hafa gert fyrirvara um það mál i félagsmála- nefnd. Að sögn Sivjar Friðleifsdóttur nú í morgun eru þau Pétur tilbúin að falla frá fyrirvaranum nái stjómar- flokkarnir samstöðu um heildstætt skipulag hálendisins með aðkomu helstu þéttbýlissvæða landsins, Reykjavíkur og Reykjaness, sem og Vestfjarða, áður en umræan hefst í þinginu í dag. -SÁ Villifé skotið Átta útigangskindur voru skotnar í Tálknafirði um helgina. Kindumar voru komnar inn und- ir Sveinsfjörð þegar þær voru skotn- ar. Yfirdýralæknir krafðist þess að kindunum yrði fargað þar sem álit- ið var að riða væri í þeim. Sýni verða tekin úr hræjunum. -RR Bruggverksmiðja Lögregla fann 525 lítra af landa og rúma 300 lítra af gambra í lag- erhúsnæði verslunar í austurborg- inni sl. fimmtudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu leikur sterkur grunur á hverjir stóðu að baki þessari ólög- legu framleiðslu. Engir hafa verið handteknir samkvæmt upplýsing- um lögreglu en þrír menn verið yf- irheyrðir vegna málsins. -RR Bílþjófar teknir Lögreglan stöðvaði tvo bílþjófa eft- ir snarpa eftirfor í gærdag. Mennimir óku Saab-bifreið sem þeir höfðu stolið úr Breiðholti fyrir helgi. Lögregla náði að stöðva for þeirra í Hlíðunum. Báðir mennimir voru færðir í fangaeymslur og bíða yf- irheyrslna. -RR Það var vorfiðringur í þeim Arna og Eyjólfi þar sem þeir voru að smíða sér kofa í blíðunni í Grafarvogi í gær. Drengirnir voru ánægðir með lífið og tilveruna og unnu af kappi við smíðarnar þegar Ijósmyndara DV bar að garði. DV-mynd Hilmar Þór Veðrið á morgun: Hlýjast sunnan- lands Á morgun verður fremur hæg, norðaustlæg átt og dálítil él sums staðar norðan til en annars hæg breytileg átt og smáskúrir. Hiti verður á bilinu 0 til 10 stig, hlýj- ast sunnanlands yfir daginn. Veðrið í dag er á bls. 37. Með fíkniefni Tvennt var handtekið á bifreið í Kópavogi í nótt. í bílnum fundust fíkniefni og hlutir sem granur leikur á að sé þýfi. Fólkið er í haldi og verður yf- irheyrt síðar í dag. -RR VILL HUN EIN- ANGRA KOMMA- GENIÐ? Engin sátt um tímasetningu á afgreiðslu gagnagrunnsmálsins: Rí kisendu rskoðu n fari ofan í málið - óbreytt frumvarp útilokað, segir Margrét Frímannsdóttir „Það var ekki samið um neitt ann- að en að við féllumst á að fresta mál- inu enda engin skynsemi í öðru. Að það hafi verið samið við okkur um að afgreiða málið fyrh 20. október er ekki rétt,“ segir Margrét Frimanns- dóttir, formaður Alþýðubandalagsins, um þá frestun sem samþykkt var á Al- þingi um afgreiðslu mndeilds frum- varps um gagnagrunn. Hún segir að fulltrúi Alþýðubandalagsins í heil- brigðis- og trygginganefnd hafi fallist á það eitt að framvarpið yrði lagt fram í haust en í því fælist engin af- staða með eða á móti efnisatriðum. „Ríkisstjómin hefur nú ekki hing- að til þurft að semja við okkur um hvenær hún leggur framvörp fram. Það þurfti því ekki stórar samningavið- ræður um þetta,“ segir hún. Margrét segir að ef miðað sé við þau við- brögð sem orðið hafa við gagnagrunnsmál- inu telji hún útilokað að málið fari óbreytt í gegnum þingið. „Það mun ekki verða neitt meiri sátt um óbreytt mál í haust miðað við það sem á undan er gengið. Það verður að nota sumarið til að ná sátt um málið með því að breyta því. Það verður síðan að leggja nýtt framvarp fram þegar sú sátt er fund- Margrét Frí- mannsdóttir. in. Það er fráleitt að stjómmálaflokk- ur fari að semja um afgreiðslu á máli sem ekki er vitað um hvað inniheld- ur,“ segir Margrét. DV sagði í gær frá því að íslensk erfðagreining teldi kostnað við gerð gagnagrunnsins vera á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Samkvæmt útreikn- ingum Ríkisspítalanna nemur þessi kostnaður aðeins á bilinu einum til fjögurra milljarða. Margrét segir að nota verði sumarið til að fara ofan í einstaka liði gagnagrannsmálsins og taka ítarlega út hvað felst í því. „Mér finnst alveg sjálfsagt að heil- brigðis- og trygginganefnd láti skoða í sumar þennan mismun sem er þama á útreikningum og biðji Ríkisendur- skoðun að fara sérstaklega ofan í þetta mál. Þar þarf að skoða bæði þann kostnað sem er við að koma gagnagrunninum á og þá þarf ekki síður að meta hvers virði þessi auð- lind sem afhenda á einkaaðilum er,“ segir Margrét. Hún segist heyra þær raddir, m.a. erlendis frá, að vafasamt sé að frum- varpið standist alþjóðasamninga og fara þurfi ofan í málið út frá þeim for- sendum. „Loks hafa komið fram miklar efa- semdir um að framvarpið, eins og það er lagt upp, standist alþjóðlega samn- inga og það þarf auðvitað að skoða sérstaklega," segir Margrét. -rt i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.