Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 Neytendur Blettur á lofti Smáblettur eða rispa geta ver- ið til leiðinda á hvítu lofti. Strjúkið svolitlu tannkremi yfir skemmdina með fingurgómi. Nuddið það niður og eftir smá- stund sést enginn blettur lengur. Sléttar silkislæður Falleg silkibindi eða slæður geta farið illa á ferðalögum ef illa er búið um þau. Auðveld leið til að halda þeim sléttum er aö vefja þeim utan um tóma kló- settrúllu. Ilmur (eldhúsi í stórmörkuöunum má fá alls kyns eftii sem gefa eiga góöa lykt frá sér i hibýlum okkar. Einfalt ráð tU aö fá góöa lykt, t.d. í eldhúsiö, er að blanda sam- an þremur boUum af vatni, app- elsínu-, sítrónu- eða eplahýði og sjóða saman. Við það fyUist eld- húsiö af ferskum ávaxtailmi. Rlspuö húsgögn Rispur í dökkum viöarhús- gögnum geta verið mikiö lýti. Ráð tU að hylja rispumar er að blanda saman skyndikaffi og örlitlu af vatni og nudda því í rispumar. Málningardósir á hvolfi Áteknar málningardósir á að geyma á hvolfi. Þá myndast eng- in skán eða börkur á málning- unni. Gætiö þess þó vel að dósin sé vel lokuð. Ódýrt farsímahylki Ef þú átt lítinn farsíma sem venjulega er geymdur í hand- töskunni er óþarfi að kaupa sér- staka farsímahirslu utan um hann. Ódýrt gleraugnahylki ger- ir sama gagn. Hreinir fingur Málning festist ekki á fingmm ef terpentínu er strokið á þá áöur en farið er að mála. Málningarkám sem sest hefur á hendur er íljótstrokiö af með terpentínu aö loknu verki. Svampbursti Ekki er hægt að fá betri fata- bursta en gúmmísvamp sem dýft er í vatn og undinn vandlega. Hann strýkur burt ryk, hár og sitthvað fleira. Fúavörn á höndum Það getur veriö seinlegt að hreinsa fúavörn af höndum. Hægt er að nota tannkrem á hendumar í staöinn fyrir dýr hreinsiefni og síðan sápu og vatn. -glm Spínatsalat með beikoni Frá og með 1. maí næstkomandi verður íslenskum innflytjendum gert skylt að framfylgja reglugerð EES um merkingar matvæla. í stuttu máli þýðir það að merkingum matvæla sem framleidd eru utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að breyta í samræmi við EES-reglu- gerðina. EES-reglugerðin felur m.a. í sér að allar vörur þurfa nú að vera geymsluþolsmerktar, pökkunardag- ur þarf að koma Mm á kælivörum með þriggja mánaða geymsluþol eða minna, nota skal metrakerfið þegar gefin er upp þyngd eða rúmmál vöru í stað t.d. amerlskra mæliein- inga og næringargildi vöru skal miðað viö 100 grömm af vörunni. Bandarískar vörur hækka Þessi breyting mun aö öllum Uk- indum helst koma niður á innflytj- endum bandarfskra vara því merk- ingar margra þeirra vara sem hing- að eru fluttar eru ekki í samræmi við reglugerð EES. Frá og með 1. maí verður því bannað að dreifa innfluttum vörum sem ekki uppfylla kröfur EES í heildsölu og frá og með 1. september verða þær að vera horfnar alveg af markaðnum ef þær uppfylla ekki enn reglugerð EES. Dýrar breytingar Forsvarsmenn Samtaka verslun- arinnar áætla að kostnaður fylgj- andi því að breyta merkingum mat- vara sem ekki uppfylla EES-reglu- gerðina muni nema um 120 milljón- um á ári, eða um 10% neysluverös þessara matvæla. Þessar breytingar geti einnig haft það í for meö sér að Pilsbury-hveiti og River-hrísgrjón eru I hópi þeirra bandarísku vara sem uppfylla ekki kröfur EES um umbúöamerk- ingar. vinsælar vörur, sérstaklega frá Bandaríkjunum, sem verið hafa lengi á markaði hér, muni einfald- lega hverfa af markaði. Ekki háö EES-samningnum Að sögn Baldvins Hafsteinssonar, lögfræðings Samtaka verslunarinn- ar, hafa samtökin skorað á íslensk stjómvöld að innleiða íslenska mat- vælalöggjöf um umbúðamerkingar matvæla sem tekur tillit til umbúða- reglna á markaðssvæðum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Rök samtakanna eru m.a. þau að með inngöngu íslands í EES hafi ekki átt sér stað framsal á sjálfsá- kvöröunarrétti ríkisins eins og á sér stað er ríki ganga í ESB. Sem eitt af EFTA-ríkjunum hafi Island leyfi til að gera samninga við ríki utan EES, óháð EES-samningnum. Stuöningur stjórnvalda Samtök verslunarinnar telja því að einungis vörur sem fluttar eru hingað frá Evrópska efnahagssvæð- inu og vörur, fluttar frá íslandi til Evrópska efnahagssvæðisins, þurfi að lúta reglum EES um umbúða- merkingar. Aðrar vömr, t.d. frá Bandaríkjunum, þurfl því sam- kvæmt áliti samtakanna ekki að lúta reglum EES. Að sögn Jóns Ásbjömssonar, for- manns Samtaka verslunarinnar, hafa þessi mál þegar verið rædd við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og taka þeir jákvætt í tillögur samtakanna. -glm Þetta einfalda salat væri teiknimyndapersónunni Stjána bláa að skapi því uppistaðan í því er spínat. Efni í salatið: 450 g spínat 60 ml hvitvínsedik 60 ml vatn 4 msk. sykur 1 tsk. sinnep 11/2 tsk sólblómaolía 225 g beikonstrimlar 8 þunnt skomir vorlaukar, 6 þunnt skornar radísur (má sleppa) 2 harðsoöin egg, skorin í bita salt og svartur pipar Byrjið á að harðsjóða egg í um tíu mínútur. Á meðan setjið þið spínatið í stóra sal- atskál. Hrærið edikið, vatn- ið, sykurinn og sinnepið saman í annarri skál. Bætið síðan við svolitlu af salti og svörtum pipar. Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt. Setjið það á eldhúspappír sem sýgur fituna úr beikon- inu. Hellið ediksblöndunni á pönnuna þar sem beikonið var steikt og blandið henni saman við beikonfit- una á pönnunni. Látið þetta sjóða saman og hellið blöndunni síðan heitri yfir spínatið. Þetta girnilega spínatsalat er matarmikiö og einfalt. Skerið beikonið í bita og bætið út í salatið. Bætið síðan vor- og hrærið öllu saman. Skerið Salatið skal borið fram strax á laukunum (i þunnum sneiðum) og harðsoðnu eggin siðan i litla bita og meðan það er heitt. radísunum (í þunnum sneiðum) út í dreifið þeim yfir salatið. -glm Nýjar umbúðamerkingar hjá EES: Kostnaöur 120 milljónir á ári - segja forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.