Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 17 Auöur Svanhvít læröi hattageröarlist af konunni sem hannar og saumar hatta á sjálfa drottningarmóöurina. DV-mynd E.ÓI. attagerö er iðn sem hefur verið lítt áberandi hér á landi síðustu áratugi. Þó hafa nokkrir íslendingar lagt stund á hattagerð og þeirra á meðal er Auður Svanhvít Sigurðardóttir fata- hönnuður. Hún var við nám í fata- hönnun í London þegar hún rakst á auglýsingu um námskeið í hatta- gerð. „Mér fannst þetta mjög freistandi og ákvað að slá til. Kennarinn á þessu námskeiði var Rose nokkur Cory en hún hefur verið hattameist- ari drottningarmóðurinnar um nokkurra áratuga skeið. Ég var í læri hjá Cory í eitt og hálft ár og lærði afskaplega mikið af henni enda þykir hún í heimsklassa." Auður Svanhvít vinnur að hatta- gerðinni heima og segir alltaf nóg að gera. „Það hefur verið mjög gam- an að vinna við þetta enda er mað- ur alltaf að gera eitthvað nýtt. Það er svo mismunandi sem konur vilja. Ég geri mikið af höfuðfótum fyrir brúðkaup en einnig sauma ég oft fatnað og hatt í stíl fyrir konur. Það skiptir gríðarlegu máli að hattur og föt passi vel saman og það getur ver- ið faliegt aö hafa sama efni í fótun- um og hattinum þótt það sé ekki nauðsynlegt," segir Auður Svan- hvít. íslensk veðrátta ekki í veginum Auður Svanvít segir alrangt að ís- land sé ekki hattaland þegar horft er til veðráttunnar. „Það er alltaf hægt að vera með hatt þótt sumir hattar séu þannig gerðir að þeir þola illa mikla bleytu. Það vita nátt- úrlega allir að barðastórir hattar henta illa í miklu roki á meðan flókahattar eru hlýir og skýla vel.“ Hattanotkun hefur aukist og segir Auður Svanhvít fatatískuna hafa þar nokkur áhrif. „Við munum sjálf- sagt ekki upplifa þá tíma aftur þeg- ar kona þótti ekki klædd nema hún væri með hatt og hanska. En ég held að margar konur séu famar að sjá að fallegur hattur getur gert mikið fyrir útlitið og er í raun punkturinn yfir i-ið. Ég fyllist alltaf gleði þegar ég sé á eftir konu með hatt sem ég hef saumað og veit í raun ekkert leiðinlegra en að vita af höttum uppi í skáp. Konur eiga að vera dug- legar að nota hattana sina við hin ólíklegustu tækifæri,“ segir Auður Svanhvít að lokum. -aþ Ég myndi vilja sjá fleiri konur á íslandi nota hatta," segir Anna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Anna og útlitið. Hún tel- ur veðráthma eiga mikinn þátt í lít- illi hattanotkun kvenna á íslandi og kennir um vankunnáttu i meðferð hattprjóna. „Hér á árum áður notuðu konur hattprjóna til að halda höttunum á höfðinu. Þá voru hattamir festir í hárið með prjónunum sem reyndar var greitt öðmvísi en í dag þannig að auðvelt var að festa hattana. Ég vii líka meina að nú þurfi kjark til að setja upp hatt og hann hafa því miður ekki allir,“ segir hún. Paddington-hattar vin- sælir Hattanotkun íslenskra kvenna hefur þó aukist að einhverju leyti undanfarin ár og Anna fagnar þeirri þróun. Hún segir þennan aukna áhuga á höttum vera helst tilkom- inn vegna paddington-hattanna svokölluðu. Þeir haldast vel á höfð- inu og passa vel við gervipelsa og ffjálslegan klæðnað. Anna segir þá líka mynda ákveðinn karakter. „Það er mikilvægt að velja sér AS velja sér hatt - Anna og útlitið með nokkur góð ráð hatt í stíl við þau fót sem ætlunin er að klæðast. Aukahlutir, eins og belti, skór og taska, eiga til dæmis að vera í sama stíl og hatturinn. Hattar fara vel við ullarkápur og dragtir og eiga vel við tækifæri á borð við opinberar heimsóknir og brúðkaup. Þá geta þeir einnig gegnt því hlutverki að halda fallegri hár- greiðslu sé gert ráð fyrir þeim þegar hárið er sett upp,“ segir Anna. Góð hattaráð Það er ekki sama hvemig hatt kona kaupir sér. Anna segir mjög mikilvægt að huga að andlitsfalli og beinabyggingu við val á hatti og hér koma nokkur góð ráð: - Stórbeinótt kona skal velja sér hatt með stórum börðum. - Fíngerð kona ætti að bera lítinn hatt. - Búlduleit kona á að hafa hattinn á ská og láta hann halla fram. Ef hann hallar aftur þá leggur hann áherslu á breiddina í andlitinu. - Köntuð kona ætti að halla hatt- inum ciftur því hún þarf á lenging- unni að halda. - Langleit kona myndi þá hafa hattinn beint ffarn til að stytta and- litslengdina. Anna segir paddington-hattana eiga stóran þátt I aukinni hattanotkun á (s- landi. DV-mynd ÞÖK - Egglaga andlitsfall býður upp á hvemig hatt sem er. - Ef kona er með stuttan háls ætti hún að gæta þess að börð hattsins nái ekki langt niður. - Dökkir hattar draga Ijóst fólk niður og elda það. Þegar dökkur hattur er borinn skal huga vel að forðuninni og láta hana lífga upp á. - Skrauthatta og aðra litla hatta skal taka ofan og halda á í kjöltunni við matarboð og í leikhúsum. Stærri hatta skal ekki taka niður, það er klaufalegt. -ilk Þýskar álfeigur á bíla. Elísabet Englandsdrottning er alltaf meö hatt eöa kórónu. Hér er hún meö einn sumarlegan og sætan. Madonnu finnst gaman aö láta taka eftir sér. Þess vegna þorir hún aö setja hvað sem er á höf- uö sitt. Þaö er sama hvaöa hatt Gubrún Katrín Þorbergsdóttir setur upp, alltaf er hún jafn viröuleg og tíguleg. naust Sími 535 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.