Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 nn Lætnr í minni pokann Davíð þarf stund- um að láta í minni pokann, þótt hann hafi ekki hátt um það. Geir H. Haarde, ( Mbl. Grensásdeild Yngsti sjúklingurinn var 5 ára telpa sem fékk mænu- skaða eftir umferðarslys og sá elsti 105 ára kona með heilabilun. Ásgeir B. Ellertsson, I Mbl. Skrauteintök Innan tíöar verður hægt 1 aö klóna menn, fjölfalda sér- stök skrauteintök af mönn- um. Og það mun gerast, hvað | sem líður alþjóölegum sam- þykktum og siöferði. Doktor í Frankenstein er alltaf á meö- 1 al vor. í Jóhannes Sigurjónsson, I Degi. Aðrir víkja sendum að menn sem ekki er hægt að taka alvar- lega geta auðvitað ekki borið ábyrgð, fremur en óvitar. Ármann Jakobsson, (DV y Elliðavatn Það er ekki bara að Eiliða- vatn sé paradís veiðimanns- ins, það er náttúruparadís. Bjart sumarkvöld við vatnið er það fegursta sem hægt er að hugsa sér. Landslagsfeg- urð umhverfis Elliðavatn, og þá alveg sérstaklega Hellu- vatn, er einstök. Gróður mik- ill og fagur, fuglalifið ein- stakt og kyrröin á sumar- kvöldum alger. Sígurdór Sigurdórsson, f Degi Gagnagrunnur Um svo veigamik- ið og víðtækt mál er nauðsynlegt aö ná almennri sátt, sátt milli almennings, vísinda og við- skiptahags- muna. Vísindin efla alla dáð en aðgát skal höfð í nærveru sálar. ::S: I $ I ■; Lára Margrét Ragnarsdóttir, í DV Ingibjörg Haiðardóttir matvælaefnafræðingur: Rannsóknir á lýsi Ingibjörg Harðardóttir matvæla- efnafræðingur, sem er gift Ólafl T. Mathiesen arkitekt, hlaut fyrir stuttu hvatningarverðlaun Rann- sóknarráðs Islands sem námu einni milljón króna. Hún lauk B.S.-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands 1984 og að því loknu hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún lauk doktorsprófi í matvælaefnafræði frá Cornell-háskóla í New York-ríki árið 1991. Næstu fjögur árin stundaði hún framhaldsrann- sóknir við læknadeild Kaliforníu- háskóla þar sem hún rannsakaði áhrif sýkinga á fituefnaskipti. Ingibjörg kom heim haustið 1995 og hóf þá störf á Raunvísindastofn- un Háskólans. Um síðustu mánaða- mót flutti hún sig yfir á rannsóknar- stofu í lífefna- og sameindalíffræði við læknadeild Háskólans. Frá þvi heim kom hefur Ingibjörg einbeitt sér að rannsóknum á ómega 3-fitusýrum i fæði (eða lýsi) á sýkingum og viðbrögð við sýking- um en fitusýrurnar er aðallega að finna í sjávarfangi. „Verkefnið er að hluta til framhald af doktorsverk- efninu og tengist jafnframt þeim rannsóknum sem ég vann að í San Francisco. Þar sem rannsóknir mín- ar eru stutt komnar get ég ekki dregið miklar ályktanir af þeim. Þær niðurstöður sem ég hef fengið í samstarfi við Ásgeir Haraldsson, prófessor á barnadeild Landspít- alans, benda þó til jákvæðra áhrifa fitusýranna á lífsmögu- leika músa eftir sýk- Ingibjörg Harðardóttir. ingu. Niðurstöður margra rann- sókna sýna einnig fram á jákvæð áhrif ómega 3-fitusýra á bólgur og sjálfnæmissjúkdóma." Ingibjörg er lika í samstarfi við fleiri vísindamenn á íslandi og er- lendis. „Það er mikilvægt fyrir vís- indamenn á íslandi sem annars staðar að vera í sam- starfi við gott fólk því það gerist litið í einangrun." Hún vill að fram komi þakklæti sitt til samstarfsfólks síns við Raun- vísindastofun Háskólans og við rannsóknastofu í lífefna- og sam- eindalíffræði auk annarra við Há- skóla íslands og úti í atvinnulífinu sem lagt hafa henni lið. „Samvinna og samstarf er grundvöllur fyrir frjósömu starfi og lykillinn að góð- um árangri einstaklingsins og heild- arinnar." Hún hefur unnið mikið á rannsóknarstofunni en þar sem skyldur hennar í sambandi við kennslu og stjórnun eru orðn- ar miklar hefur hún í hyggju að ráða aðstoðar- mann. Ingibjörg bendir á að ómega 3- fitusýrur séu ekki neitt töframeðal heldur ættu þær að vera eðlilegur þáttur í heilbrigðu mataræði með fiskneyslu eða lýsistöku. Hún segir að verðlaunin séu mik- il hvatning fyrir sig til að halda rannsóknunum áfram. „Mér finnst þau líka benda til þess að það sé aukinn skilningur á mikilvægi rannsókna í næringarfræði. Það er mikilvægt að rannsaka miklu meira í sambandi við áhrif fæðunnar því það er sá þáttur í okkar umhverfi sem við getum helst stjórnað." Ingibjörg er spurð hvort hún taki lýsi. „Já, það hef ég gert reglulega síð- an ég byrjaði á doktors- verkefninu." -S.J. Maður dagsins Leikfélag Akureyrar: Markúsar- guðspjall Leikfélag Akureyrar sýn- ir Markúsarguöspjall á Renniverkstæðinu við Strandgötu. Sýningin er einleikur Aðalsteins Bergdals en á undanfórnum árum hafa nokkrir erlendir leikarar spreytt sig á því að flytja fagnaðarerindi Mark- úsar á leiksviði. Talið er að Markúsarguðspjall sé skrá- sett nærri árinu 70 eftir Krist eöa nær fjörutíu árum eftir að þeir atburðir gerð- ust sem skýrt er frá í guð- spjallinu. Leikhús Þótt flutningur á textum Heilagrar ritningar hafi lengst éif einkum verið bundinn við kirkjulegar at- hafnir hefur fjöldi leiksýn- inga byggður á efni Bibli- unnar verið settur á svið í aldanna rás. HábÖlvað Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Karlakór Selfoss. Karlakór Selfoss Tónleikar með Karlakór Selfoss verða í Selfosskirkju fostudaginn 1. maí kl. 20.30 og í Félagsheimil- inu Flúðum laugardaginn 2. maí kl. 21. Söngstjóri er Ólafur Sigur- jónsson og undirleikari Helena Káradóttir. Tónleikar Stórsveit Reykjavíkur Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í kvöld kl. 20.30 á sal Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Á tón- leikunum flytur sveitin fjölbreytta efnisskrá, m.a. lög eftir Bob Mintzer og Bob Brokmeyer. Einnig gamla og góða standarda. Einsöngvari aö þessu sinni er kanadiska söngkonan Tena Pal- mer og syngur hún m.a. lögin What kind of fool am I og Almost like being in love sem Ellý Vil- hjálms söng inn á geislaplötu sveitarinnar 1995. Lagið er flutt á tónleikunum til að heiðra minn- ingu hennar. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbömum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef bamið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Bridge Landsliðsspilarinn Sævar Þor- bjömsson, sem undanfarin ár hefur verið spilafélagi Jóns Baldurssonar í sveit Landsbréfa, spilar einstaka mót með eiginkonu sinni, Lilju Ein- arsdóttur. Þau eru spilafélagar í að- altvímenningi Bridgefélags Reykja- víkur sem nú stendur yfir. Lilja kann ýmislegt fyrir sér í íþróttinni eins og eftirfarandi spil úr keppn- inni sýnir. Lilja endaði sem sagn- hafi í 5 tíglum dobluðum á suður- höndina og vestur spilaði út einspili sínu í hjarta í upphafi: 4 ÁG84 «4 G8 ♦ 5 ♦ Á97542 4 D752 — D 4 D9764 4 KD3 4 K3 «4 Á96 ♦ ÁKG10832 4 6 N V A S 4 1096 44 K1075432 4 - 4 G108 Lilja drap útspilið á ás, lagði nið- ur spaðakóng og svínaði síðan spaðagosa. Þvínæst lagði hún niður spaðaásinn, henti hjarta heima og trompaði síðasta spaðann í blindum með tígult- visti. Næst var laufi spilað á ás- inn, lauf trompað með tígul- þristi og hjarta spilað. Vestur ákvað að trompa þann slag en Lilja átti eftir ÁKG108 í trompi, vissi að vestur var endaspilaður og fengi ekki nema einn slag á tromp til viðbótar. Lilja fékk að sjálfsögðu hreinan topp fyr- ir þetta spil. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.