Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 14
CVaN MAGENTA i D > 14 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 Þjóðhátíðarbúningar karla kynntir á Hótel Borg fyrir þjóðhátíöina 1994. Þar var margt sem gladdi augað og búningarnir hver öðrum fallegri. Sá sem valinn var bestur hefur vægast sagt slegið í gegn, jafnvel höfundur hans er forviða á vinsældunum. Herramenn í hátíðarfötum Þjóðhátíðarárið 1994 var haldin keppni um hátíðarbúning íslenskra karl- manna. Búninginn, sem bar sigur úr býtum, þekkja nú allir enda er hann einkar glæsilegur og klæðir alla menn vel. Margir vilja meina að hann sómi sér vel við hlið kvenþjóðbúningsins, þótt hann flokkist ekki sjálfur sem þjóðbúningur, og það gerist æ algengara að menn kvænist í þessum virðulega búningi. Sumum þykja vinsældir hans vera einum ofmiklar en aðrirfagna því og segja að hann hafi aukið fjölbreytni íslenskrar herrafatatísku. Tilveran fór ofan í saumana á þessum vinsælu herrafötum og talaði meðal annars við höfund þeirra, Kristin Steinar Sigríðarson. Vinsældirnar komu skemmtilega á óvart - segir Kristinn Steinar Upprunalega næl- an að gleymast? stundum I að fullklára verkið. En grunaði Kristin að fótin myndu slá í gegn eins og raun ber vitni? „Ég hugs- aði ekki mikið út í það á sínum tíma hvort þetta væri efnilegt til vinsælda eða ekki. Hins vegar hefur það komið mér skemmtilega á óvart hversu vin- sæl fótin eru,“ segir Kristinn. Við hlið smókingsins Nú er hátíðarbúningnum stillt upp við hlið smókings en Kristinn segir það ekki endilega hafa verið hug- myndina. „Mig langaði til að hanna fln fót sem mönnum liði fyrst og fremst vel í. Ég hef heyrt að búning- urinn sé almennt notaður við finni til- efni og komi í stað smókings oft og tíðum. Það er svo sem ekkert nema gott um það að segja, ef það er það sem menn vilja.“ Hógværðin uppmáluð Síðustu ár hafa farið margar sögur af góðu gengi Kristins í Bandaríkjun- um. Hann hefur verið orðaður við hönnun á fatnaði fyrir ekki ófrægari konur en frú Hillary Clinton. Þegar Kristinn er inntur eftir þessu er hann hógværðin uppmáluð og fer að hlæja: „Já, já, það eru alltaf einhverjar sög- ur í gangi en ætli það megi ekki segja að ég hafi hannað fót á nokkrar fræg- ar frúr hér í Ameríku," segir fata- hönnuðurinn Kristinn Steinar Sigríð- arson að lokum. Nælan i íslenska hátíðarbúningn- um hefur valdið ófáum herra- mönnum vandræðum þar sem hún á það til að síga niður. Hent hefur verið að því gaman að þegar karlakórar klæðast hátíðarbúningnum líti brjóst þeirra út eins og fjörug laglina þar sem nælumar síga mismikið niður. Athygli skal á því vakin hér að upprunalega nælan sem hönnuð var á sínum tíma fyrir samkeppnina um hátíðarbúning- inn er af allt öðrum toga en sú sem al- gengast er að menn noti. Sú uppruna- lega var hönnuð af Ólafi G. Jósepssyni og kostir hennar fram yfir þá fjölda- framleiddu er lagið á henni sem gerir það að verkum að hún helst á sínum stað en sígur ekki niður. Kristinn Steinar Sigriðarson fatahönnuður kom, sá og sigraði í keppninni um há- tíðarbúning karla árið 1994. Krist- inn, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðastliðin tólf ár, sagði í samtali við Tilveruna að hann fylgdist af og til með hátíðar- búningnum hérlendis. „Fötin hafa breyst dálítið frá þvi sem ég lagði upp með í minni hönnun. Ég skoðaði fötin dálítið þegar ég var heima fyrir síðustu jól og verð að viður- kenna að ég var ekki alls kostar ánægður. Mér sýnast þau ekki alltaf nógu vel saumuð og jakkinn er að mínu mati full stuttur. En þetta er náttúrlega ekki lengur i mínum höndum því það var eitt af skil- yrðunum fyrir að taka þátt í keppninni að höfundarrétturinn yrði gefinn þjóðinni, ef svo má að orði komast," segir Kristinn. Tók fjóra tíma Hátíðarbúningnum hefur stundum verið líkt við færeyska þjóðbúninginn eða jafnvel gamla íslenska embættis- mannabúninga. Kristinn segir ekkert slíkt hafa búið að baki hjá sér. „Ég hef aldrei séð færeyska þjóðbúninga en ég lét senda mér bækur með myndum af íslenska kvenbúningnum þegar ég ákvað að taka þátt í keppninni. Hug- myndin hjá mér var að hanna fót sem færu vel við þann búning. Ég er líka á þeirri skoðun að þjóðbúningar eigi vera þannig að fólki líði vel í þeim og það vilji klæðast þeim sem oftast." Kristinn segir hugmyndina að há- tíðarbúningnum hafa komið eldsnöggt og í raun hafi hann ekki varið nema um fjórum klukku- Kristinn Steinar hefur unniö að fatahönnun í Bandaríkjunum síöustu tólf árin og hefur verið oröaöur við hönnun á fatn- aöi fyrir heims- frægar konur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.