Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 11
lennmg 11 ÞRIÐJUDAGUR 28. APREL 1998 Má ég biðja um óskalag? Áreiöanlega hefur margan tón- leikagestinn dreymt um að fá að velja sér sitt eigið tónleikapró- gramm - uppáhaldsverkin sín með uppáhaldsflytjendunum. Það væri kannski hugmynd fyrir þá sem standa fyrir tónleikahaldi að prófa þetta - leyfa þeim sem best sækja tónleika að velja verk og flytjendur svona endrum og sinnum. En sumir láta bara af þessu verða, eins og þýski listvinurinn Peter-Paul Schautes, sem hélt upp á 70 ára af- mælið sitt með því að halda tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Peter-Paul Schautes mun vera einn vinsamlegasti vinurinn í List- vinafélagi kirkjunnar, og kaupandi einnar af pípunum I Klais-orgelinu góða. Hann valdi verkin á tónleik- ana og raðaði saman Þremur kirkjulögum ópus 12a og Org- elprelúdíum ópus 16 eftir Jón Leifs, Bæn fyrir selló og orgel eftir Camille Saint-Saens, Máríuversi Páls ísólfssonar og öðru eftir Áskel Jónsson, Hugleiðingu eftir Karl Höller um sálmalagið Dýrlegi Jesú, lagi Bachs Bist du bei mir og loks einsöngskantötu eftir Giovanni Battista Brevi. Verkin eiga það sam- eiginlegt að vera af andlegum toga, nema lag Bachs, en texti þess rímar þó prýðilega við íslensku sálmana. Flytjendur voru Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöng- kona, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson organisti. Það var vel til fundið að byrja á sálmalögum Jóns Leifs. Langar og flúraðar hendingar eru til þess fallnar að lyfta hug í hæðir. Amdís Halla söng lög Jóns Leifs líka undurvel og melismat- ískar strófumar svifu eins og vængjað perlu- band upp í æðri víddir hvelfmgarinnar. Orgel- forspilin fylgdu sálmalögunum í svipuðum stíl, en án söngs. í orgelforspilinu Mín lífstíð er á matíska stíl og opnum fimmundum en líka nýjar - með kas-knúsuðu og þéttu hljómaferli með óvæntum uppákomum í hverjum hljómi. Inga Rós og Hörður léku bæn Sa- int-Saéns ákaflega fallega í ljóð- rænni og draumkenndri túlkun. Þetta er fallegt verk og í því mikill innileiki. Arndis Halla söng Máríu- versin af sannfærandi innlifun og sömuleiðis lag Bachs. Viðamesta verkið á efnisskránni var Hugleiðing Karls Höllers um sálmalagið Dýrlegi Jesú fyrir selló og orgel. Melódía sálmalagsins er lögð til grundvallar en síðan er spunnið út frá henni í eins konar tilbrigðum. Þrátt fyrir fallegan og fagmannlegan leik í þessu ljóðræna verki náði það ekki að hrífa. Kannski var meðhöndlun stefsins of einsleit af hálfu tónskáldsins. í það minnsta vantaði í það ein- hverja dýnamík, átök eða spum - eitthvað sem fengi það til að rísa betur undir nafni sem hugleiðing. Lokaverkið á tónleikunum var kantatan Deliciae terrenae eftir Giovanni Battista Brevi. Arndís Halla söng þetta snotra verk gríðar- lega vel - þrjár ólíkar aríur brotnar upp með sönglesi - og Inga Rós og Hörður fylgdu söngkonunni eftir af röggsemi. Létt og leikandi kóloratúrrödd Am- disar Höllu lætur mjög vel að syngja tónlist af þessu tagi og það var unun að hlusta á þennan flutning. Þama rikti sannarlega söng- og spila- gleði. Það ríkti líka mikil gleði meðal tónleika- gesta - svo mikil að sumir létu enga þögn ónot- aða til að tjá þessa gleði í innilegu og hlýju lófa- klappi. Þetta áttu flytjendur svo sannarlega skil- ið en betur hefði farið á því að spara klappið og leyfa því að njóta sín þar sem það á heima, að verki loknu. Inga Rós, Höröur og Arndís Halla: Unun á aö hlýöa. DV-mynd E.ÓI. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir fleygiferð setur Jón Leifs sálmalagið í fótspil meðan hendurnar þeytast um hljómborðið. Sálmalagaútsetningar Jóns Leifs eru hrífandi; fornar með fornminjum eins og þessum melis- Vetrardrunga blásið burt Frumsýnt í London íslenski leikhópurinn í London, The Icelandic Take Away Theatre, frumsýndi nýtt íslenskt verk, The Daughter of the Poet eftir Svein Ein- arsson, í vikunni sem leið. Sveinn er einnig leikstjóri. Verkið er flutt á ensku. Eins og áður hefur verið getið hér á menningarsíðu fjallar verkið um Þorgerði Egilsdóttur og er byggt á Egils sögu og Laxdælu. Sveinn nálg- ast persónu Þorgerðar með því að flétta saman valda þætti úr sögunum og gefur innsýn í líf hennar sem dóttur skáldsins, eiginkonu höfðingj- ans og móður hetjunnar. Leikritiö er sýnt í Pleasance-leik- húsinu við Caledonian Road í Isling- ton til 9. maí. Verið er að leggja drög að leikferð með það í haust. Tónleikar Vörðukórinn býður upp á „söng með kvöldkaffinu" í félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi 1. mai kl. 21. Þetta er eins konar aðalæfmg fyr- ir tónleikaferö til Færeyja sem farin verður nokkrum dögum seinna. Efn- isskráin er fjölbreytt, íslensk lög og erlend og þjóðlög. Sérstök áhersla verður á lög við kvæði Halldórs Lax- ness. Pianóleikari er Jörg Sonder- mann og stjómandi Margrét Bóas- dóttir en Ásta Bjarnadóttir sópran syngur einsöng. Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Sæbjöms Jónssonar hélt tónleika í Tjamarsal Ráðhússins á laugardaginn. Með hljómsveitinni söng kanadíska söngkonan Tena Palmer sem hér hef- ur dvalið um hríð við kennslu og söng. Hún söng fyrst „Polka Dots and Moonbeams", skemmtilegt lag sem varð alger gæsahúðarvaki í meðfömm hennar. Einnig túlkaði Tena frá- bærlega fallega lagið „Darn That Dream“ og „What Kind of Fool am 1“ í lokin var líka virki- lega gott. Hraðari lögunum, „Jersey Bounce“ og Almost Like Falling in Love“, gerði söngkonan líka ágæt skil. En hún er tvímælalaust betri í rólegra umhverfi. Erfið útsetning á „Willow Weep For Me“ og viðkvæm i flutningi fór alveg fyrir ofan garð og neðan hjá flestum áheyrendum þrátt fyrir ágæt- an einleik Snorra Sigurðssonar á trompet og Dagur Reykjavík leitast við að vera þorp. Tilhneig- ingarinnar verður helst vart þegar mann vant- ar einhvem vaming. Þá kemur í ljós að hver vörutegund er aðeins seld í einu hverfi. Hús- gögn i Höfðunum, snæri á Grandanum, dyra- bjöllur í Múlunum. Reykjavík trúir því að hún sé enn fjögur hús á vegamótum. Nei, því miður, en þú færð það héma á ská á móti. Fjölmiðlar Auður Haralds Á laugardaginn var vafraði ég um Kringluna í leit að vöra sem reyndist eingöngu seld í Múl- unum. Þar fæst hún svo aftur i hvaða Múla sem er. Áður en ég gæti ákveðið hvort þetta væri sveitamennska eða samsæri bensínbaróna gegn alþýðunni stökk í veg fyrir mig hnáta og vildi gefa mér eintak af Degi. Jess, þeink jú, sagði ég og tók við. Þuklaði svo Dag í laumi og hugsaði: Þetta gæti ég komist yfir að lesa á sunnudags- morgni. Svo kom sunnudagur og ég hafði helgistund eins og ég held að sé höfð með Mogganum á öll- um betri heimilum. Einu sinni hitti ég mann i lest sem vildi gefa mér úzó að drekka. Þú upplifir æsku þína, sagði hann. Þar þarf ekki úzó, gæti ég sagt honum Umsjón Silja ASalsteinsdóttir jaasisaiSisggaagBSWgnwffawsaiwiawmiswwgoawKggfisagabajgasafetMwaei Djass Ingvi Þnr Knrmákssnn Edwards Fredriksens á básúnu. Lagið er eins og allir vita þrælgott og kannski er útsetningin það líka út af fyrir sig - en virkaði bara ekki. Að öðra leyti var hljómsveitin í ágætu formi, fullt flutt af lögum sem maður hefur ekki heyrt hana spila áður. I verkinu „Latin Import“ áttu þeir afskaplega fin sóló, trommarinn Jóhann Hjör- leifsson og latin-spesíalistamir Stefán S. á sópr- an saxófón og píanistinn Ástvaldur Traustason, sem einnig fór á kostum i „Dam That Dream", rétt að taka það fram. Jóel Pálsson leikur alltaf eins og sá sem valdið hefur og fór létt með að sólóa hið sænska „No Future" og aftur var Stef- án S. í stuði í sama lagi, í þetta sinn á alto. Rétt er að geta hins unga og bráðefnilega saxófón- leikara Daviðs Þórs Jónssonar sem lék á baritón og virtist fara létt með. Þegar hrynsveitin var tekin út, sem var gert a.m.k. í tveimur lögum (útsetning- amar voru þannig), heyrðist vel hversu gott blast er á blásurunum, stundum dá- lítið ójafnt, smáhnökrar einhverjir sem skipta litlu þegar upp er staðið. Fyrst og fremst blása þeir burtu vetrardrunganum og maður er léttari á fæti þegar svæðið er yfirgefið en þegar maður kom. Kynnir- inn, Ólafur Stephensen, hafði á orði að Stórsveit Reykjavíkur ætti líka að vera Útvarpshljómsveit. Undir það skal tekið hér. núna, ég grip bara niður í Dag og er tímabilsbundið tíu ára. Blaðið er að norð- an, það sér maður strax á fyrsta dálki á dönskuslettunum. Þeir sletta betur en dönskunni, sem hefur þrátt fyrir allt dvalið svo lengi með þeim, að þeir beygja hana upp á íslensku, sem er ganske hyggeligt úr því þarf að sóta henni saman við ann- Og svo er hann líka í tvennu lagi. ars ágætt mál. Á síð- unni með Matargat- inu er slengt frönsku og ítölsku en haft í huga að á þeim bæjum era beygingar fáar svo eigi er beygt. Úr þvi að pizzan hefur ekki verið þýdd sem títt-með-tómat-baka, heldur er að festast 1 málinu, þá mætti hvað úr hverju fara að beygja hana. Hún er til greinilegra vandræða fyrir norðan, því á lófastóram fleti er hún bæði beygð og ekki beygð og svo rituð pitsa. Norðlensk vín- ber vekja einnig forvitni. Að líkindum er um erföabreytt vínber að ræða því hvergi annars staðar hef ég rekist á þau í búntum. í Degi er dásamleg grein um hrossapest anno domini 1805 og 1833. Slíkur er ritstíll hennar að ég heyrði í uppréttri Hoover með utanáliggjandi taupoka og járnhaus og fann aftur ryk- lyktina þegar hún öskrandi barði ullar- teppin. Á eftir hrossagreininni kem- ur ítarleg upptalning á íbúum húss við Bergstaðastræti frá aldamótum til þessa Dags. Beint á móti Matargatinu er glefsugrein um Titanic, brotabrot um viðbrögð nokk- urra farþega við því að sökkva. Það besta við Dag er að hann er næst- um alislenskur. Aðeins hluti siðu er undir er- lendar fréttir, sú helsta að Pol Pot var „heilsu- veill síðustu dagana sem hann lifði“. Það getur ekki hafa hent margan manninn. Dagur er góð byrjun á degi. Hann er ákaflega róandi, hefur á að skipa pennum sem hvorki dettur, hrekkur né drýpur af, gengst ekki upp í æsifréttum eða óstaðfestu slúðri en ilmar af heyi, veðurbörðum vöngum og neftóbaki. Rétta blaðið fyrir þá sem ekki ráða við mogga-mara- þon á sunnudagsmorgni. Einsaga Háskólaútgáfan hefur gefið út bók- ina Einsagan - ólíkar leiðir. Átta rit- gerðir og eitt myndlistarverk. Rit- stjórar era Erla Hulda Halldórsdóttir og Sig- urður Gylfi Magnús- son. Höfundar í bókinni era allir sagnfræðingar og rannsóknir þeirra varpa ágætu ljósi á möguleika einsögunnar sem vill fialla um efhi með öðra móti en venjulega er gert i sagnfræðirann- sóknum. Höfundar vinna allir úr persónulegum heimildum, dagbók- um, sjálfsævisögum, sendibréfum og fræðilegum spumingalistum, og nota þær til að greina hugarheim al- þýðufólks á 18., 19. og 20. öld. Sálarrannsóknir á Grandavegi Eftir sýningu á Grandavegi 7 í Þjóðleikhúsinu að kvöldi l. maí verður efnt til umræðna um verkið. Hópur úr Sálarrann- sóknarskólanum ásamt skólastjóranum Magnúsi Skarphéðins- syni mun ræða inni- hald sýningarinnai’ frá sjónarhóli sálarrann- sókna. Viðstaddir verða leikarar í sýn- ingunni og fleiri að- standendur hennar. Öllum gestum þetta kvöld er frjálst að taka þátt í umræðunum og er áhugafólk um líf á mörkum tveggja heima boðið velkomið. Grandavegur 7 var framsýndur á liðnu hausti og era sýningar orðnar yfir 30. Verkið er byggt á samnefndri verðlaunaskáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.