Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 13 Þjóðhættulegt stjórnarfrumvarp Þingmenn þegja Páll Sigurðsson lagaprófessor er einn af mörgum hæfum mönnum sem um frumvarpið hafa fjallað og telja það ótækt. Hann segir í grein í Morgunblaðinu þriðja apríl: „Stjórnsýsla yflr hálendinu ... „Skipting hálendisins mun vara um alla framtíð og hafa þýðingu fyrir hvert einasta íslenskt mannsbarn," segir Steinunn m.a. í grein sinni. Ef illa tekst til gæti farið svo að dagsins 28. apríl yrði minnst sem einhvers mesta óheilla- dags í islenskri sögu. Þá stendur fyrir dyrum á Alþingi lokaaf- greiðsla á stjórnar- frumvarpi um skipt- ingu 40 prósenta ís- lands, hálendisins, milli flörutíu sveitarfé- laga í flörutíu tertu- sneiðar sem geta mæst á ólíklegustu stöðum. Afleiðingar af þess- ari skipan mála hafa alls ekki verið útskýrð- ar nægilega fyrir fólk- inu í landinu, og það er hörmulegt. Skipting há- —— lendisins mun vara um alla framtíð og hafa þýðingu fyrir hvert einasta íslenskt mannsbam. Vil verja landið Sumir líta á það sem ranglæti að flögur prósent þjóðarinnar eigi að ráða yfir næstum helmingi þess eina lands sem við byggjum. Aðrir sjá fyrir sér landamerkjadeilur í æðra veldi og stanslausan ófrið. Þetta er hvort tveggja rétt, en þetta er ekki það sem ég hef áhyggjur af. Ég hef áhyggjur af landinu sjálfu, sem við höfum kall- að landið okkar, og ég vil verja það. Ég vil verja það fyrir ofbeit, gegndarlausu landslagsraski vegna virkjana, efnistöku. Ég vil verja það fyrir eilifri stóriðju, fyr- ir skipulagsslysum, fyrir sundur- leitu kofa- og sjoppufargani. Sú skipan mála sem væntanlega verður afgreidd frá Alþingi býður öllum þessum hættum heim. Því vil ég nefna þetta stjórnarfrum- varp félagsmálaráðherra þjóð- hættulegt. Kjallarinn verður að sjálfsögðu að byggjast á mik- illi yfirsýn og víð- tækri gæslu al- mannahagsmuna sem sveitarfélögun- um, mörgum fá- mennum og lítils megandi, yrði ofraun að rísa und- ir. Fámennið leiðir meðal annars til hættu á hagsmuna- árekstrum og van- hæfi. ... Sérstaklega á þetta við um skipulags- og bygg- ingamál hálendis- ins þar sem skipu- leggjendumir verða að vera hátt hafnir yfir hrepparíg ..." Það þarf reyndar ekki lögspek- ing til að sjá þennan einfalda sannleika. En þingmenn virðast ekki skilja hann. Ef þeir skilja, hvers vegna þegja þeir þá í stómm Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stíl? Stjórnarþingmenn hafa þag- að, utan þrír, Alþýðubandalag hef- ur verið máttlaust í andstöðu sinni. Einungis alþýðuflokksþing- menn hafa mótmælt kröftuglega. Dreifbýlisatkvæöin dýrmætu Enn einu sinni vaknar spurn- ingin: Hvaða fólk er þetta á Al- þingi? Hvað er það að hugsa? Er það svo rígbundið á flokksklafann að það þegir út yfir alla skynsemi og samvisku? Eru það dreifbýlisat- kvæðin dýrmætu sem sitja föst í kokinu og varna máls? Það minnsta sem við kjósendur getum nú farið fram á er tími, tími til að ræða og taka þátt I að ákveða hvað verður um landið okkar, í bókstaf- legri merkingu. Ef frumvarpið um tertusneið- arnar flörutiu verður samþykkt frá Alþingi mun vansi þeirra sem að því stóðu, þeirra sem sam- þykktu, þeirra sem stóðu að- gerðalausir hjá, verða ævarandi. Kjósendur um allt land eru nú óðum að vakna til vitundar um þetta óheilla- frumvarp og þeir munu beita refsi- vendinum harkalega þegar þeir fá tækifæri til. - En landinu mun blæða - það verður ekki aftur tek- ið. Steinunn Sigurðardóttir „Enn einu sinni vaknar spurning- in: Hvaða fólk er þetta á Alþingi? Hvað er það að hugsa? Er það svo rígbundið á fíokksklafann að það þegir út yfír alla skynsemi og samvisku?u Ekki fréttir úr leikhúsi Það að hugsa þykir ekki par fínt í íslensku leikhúsi. Það að hugsa ekki þykir aftur á móti smart, enda hafa titrandi glansmyndir gert myrk og leitandi orö óþörf, er okkur sagt. Þess vegna eru þeir, sem ekki hugsa, fengnir til að setja upp hugsanir dauðra leik- skálda á hugsunarlausan hátt svo þær höfði til fáfróðs almennings sem ekki getur hugsað. Eða eins og Sveinn Einarsson orðar það í nýlegu Morgun- blaðsviðtali, þá er „reynt að finna eitthvað smellið sem grípur strax“ og getur stundum lent út i „smart- mennsku“, sem Sveini þykir afleit einhverra hluta vegna. „Við hugsum ékki,“ segir hann ennfremur: „Það er það sem ég er að biðja um. Hugsun!" Hvar hefur maðurinn eiginlega verið, spyr ég, hann gæti eins hafa sokkið með Títanik, því veit hann ekki hver vindstaðan er, að þekking þykir hallærisleg og að hvergi er minna hugsað en í leikhúsinu sem hann stjómaði eitt sinn; hver nennir að horfa á hugsanir nú á dögum? Lík eru ei til yndis Bókmenntafræðingar eru hræddir við leikhúsið, segir Sveinn i sama viðtali, en ætli skýringin sé ekki önnur - því hvernig er hægt að rækta með sér áhuga á bægslagangi eins og Hamlet- uppfærslu Þjóð- leikhússins sem sýndi svo tæplega verður um villst að tískudraumar leik- hússins hafa engan áhuga á bók- menntum. Hvað kemur löngu dauður og ósmart kall eins og Shakespeare okkur við, spurði leikstjórinn, kall sem aldrei hefur drukkið á Kaffi- bamum og skrifaði sig í hel fyrir mörg hundruð árum? Það er að sjálfsögðu mikið rétt, lík eru sjaldan augna- eða hugaryndi, en hví í ósköpunum var mað- urinn að velta sér upp úr Hamlet ef textinn var fyr- ir honum? Hélt hann að hægt væri að fleygja lík- inu og halda kistunni? Tilgeröarverölaun Sumir sáu þó í þessu nýnæmi og frumleika; DV blés í lúðra og veitti til- gerðarverðlaun á milli ósýnilegra fiskrétta, skraf- að var um lofsverða dirfsku sem endurspegl- aði á listrænan hátt hraða og sundurgerð nútímalífs milli Klapparstígs og Lækjartorgs. Það hefur sennilega gleymst í glaumn- um að „tónlistarmyndbandsstíll- inn“ (sem svo kallast) tengist gam- alkunnri afþreyingaraðferð, enda hefur ákveðinn hópur fólks ævin- lega haft þörf fyrir „smartheit", sundurlaus og ofsafengin áreiti, uppnámsstil og sensasjónir. Uppsetning Þjóðleikhússins virðist hafa verið gamaldags meló- drama, hraðspól- uð nítjándualdar- della, reist á ein- faldri tuggu um strákling sem ekki fær það sem hann vill. Öðrum merkingum mun hafa verið fleygt út í hafsauga enda er heiglum ekki hent að skilja löngu úrelt rausið i líkinu. Leikhúsið á ekki aðeins að full- nægja leikurum sem hafa gaman af þvi að leika, segir Sveinn Einarsson, en af hverju ekki, spyr ég? Höfum við ekki komið á fót voldugum stofnunum, háskóla, þingi og flölmiðlum, handa fólki sem hefur gaman af því að tala; og leikhúsið er ein þeirra, nema hvað þar kjaftar hver tuska með stæl og hreyfir sig smart á meðan. Er hægt að biðja eitthvað um meira? Matthías Viðar Sæmundsson „Þess vegna eru þeir, sem ekki hugsa, fengnir til að setja upp hugsanir dauðra leikskálda á hugsunarlausan hátt svo þær höfði til fáfróðs almennings sem ekki getur hugsað.” Kjallarinn Matthías Viðar Sæmundsson dósent Með og á móti Er nauösynlegt að hafa þriðja aflið í borgarstjórn- arkosningunum? Þörf á þriðja aflinu Methúsalem Þóris- son, efsti maöur á lista húmanista. „Stjórnmál eiga að snúast um líðan fólks og lífsskilyrði í borg- inni okkar. Vinur minn einn kallaði framboð R-list a og D-lista tví- buraframboð vegna þess að þeir fylgja báð- ir sömu stefn- unni, markaðs- hyggjunni. Þeir ganga út frá því að allt starfi sam- kvæmt fyrirfram ákveðnu mark- aðslögmáli sem muni sjá fyrir þörfum fólks. En það þveröfuga gerist. Fátæktin eykst og fólk er fullt óöryggis um framtíðina. Húmanistar hafna þessari stefnu algerlega og ég tel það grundvall- arnauðsyn að bregðast við henni. Valdamenn eru sífellt tillitslaus- ari og tilfiningalausari fyrir líð- an fólksins sem liggur við köfn- un. Það er augljóst hvemig Sjálf- stæðisflokkurinn fylgir markaðs- hyggjunni með tilheyrandi einkavæðingu á eignum þjóðar- innar. Það hefur komið ýmsum á óvart að R-listinn fylgir sömu stefnu í borgarmálefnunum. Hann gengur harðar fram en sjálfstæðismenn og ræðst á garð- inn þar sem hann er lægstur. R- listinn hefur nú einkavætt leigu- húsnæði borgarinnar þar sem fá- tækasta fólkið býr og stofnað ör- yggi þess í hættu. Húmanista- flokkurinn er eina aflið sem berst gegn markaðshyggjunni og setur fram nýja stefnu i borgar- stjórnarkosningunum. Þar eru grunnþarfir fólks fyrir heilbrigð- isþjónustu, menntun, lífvænleg- um launum og húsnæði sett í for- gang. Því er þörf á framboði Húmanistaflokksins." Alveg nóg að hafa tvo lista „Ég tel að þaö sé alveg nóg að hafa tveggja flokka kerfi eins og gert er í Bandaríkjunum. Þá taka þeir stjórninni við sem standa sig betur í kosningum. Það er alveg nóg að hafa stóru listana tvo án þess að annar listi eða listar bætist við. Ég er alls ekki að gera litið úr Húm- anistaflokkn- um því þeir eru án efa ekkert verri en hinir flokkarnir. Þessi flokkur hefur eflaust margt til síns máls. Aðalmálið er einfald- lega að það er nóg að hafa tvo lista. Ef það koma fleiri listar þá er það bara til að rugla fólk í ríminu og taka atkvæði frá hin- um. En við erum í lýöræðisþjóð- félagi og þeir hafa leyfi eins og aðrir til að bjóöa sig fram. Ég er heldur ekki ánægður með próf- kjörsmál hjá flokkunum. Að mínu mati er of mikið af ungu fólki, sém er varla búið að slíta barnsskónum, komið ofarlega á lista. Þetta er framagjamt ungt fólk sem vill án efa vel en hefur þó ekki þá reynslu sem er nauð- synleg. Á sama tíma dettur út margt gott og eldra fólk af því það er ekki að smala atkvæðum af sama kappi og það yngra. Það treystir frekar á dómgreind kjós- enda.“ -RR Magnús V. Péturs- son, verslunarmaö- ur í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.