Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 Fréttir Endurgreiðsluloforð heilbrigðisráðherra: Þetta verður eins og þegar stífla brestur - segir afgreiðslufólk Tryggingastofnunar Starfsfólk endurgreiðsludeildar Tryggingastofnunar í Tryggvagötu býst við gríðarlegu álagi þegar frum- varp heilbrigðisráðherra um endur- greiðslu sérfræðikostnaðar sjúklinga verður loks samþykkt. Búist er við að það verði afgreitt fyrir þinglok. Talsvert álag hefur verið á af- greiðslufólkið að undanfórnu vegna þess að sjúklingar sem leita þurftu til sérfræðilækna í haust og vetur, með- an engir samningar milli læknanna og Tryggingarstofnunar voru í gildi, urðu að greiða læknisþjónustuna að fullu sjálfir. Þetta fólk hefur streymt til Tryggingastofnunar að undanförnu og er orðið mjög óþolinmótt vegna þess að það hefur ekki getað fengið al- mannatryggingahluta kostnaðarins endurgreiddan, eins og heilbrigðisráð- herra lofaði fyrr í vetur. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri í Tryggingastofnun, segir að ekki sé vit- að um hve marga um er að ræða sem fá muni endurgreitt, né hversu mikla upphæð er um að ræða í heildina. Afgreiöslustjóri endurgreiöslu- deildarinar segir að það sé ljóst að álagið verði gríðarlegt þegar frum- varpið um endurgreiðslu þessara reikninga verður loks að lögum. Fólk- ið sé að vonum orðið afar óþolinmótt og langeygt eftir aurunum. Hjá sum- um sé um verulegar fjárhæðir að ræða, jafnvel hátt á annað hundrað þúsund krónur. Á áttunda hundrað manns hafi þegar lagt læknareikning- ana inn hjá afgreiðslunni í Tryggva- götu, en ljóst sé af heimsóknum og símhringingum að um mun stærri hóp sé að ræða, þannig að búast megi við gríðarlegu álagi þegar stíflan loks brestur. -SÁ Sjúklingar sérfræðilækna fá ekki enn endurgreitt: Frumvarp um endur- greiðslu enn óafgreitt - aðstoðarmaður ráðherra undrast hve langan tíma tekur að afgreiða frumvarpið Frumvarp um endurgreiöslu sér- fræðikostnaðar sjúklinga sem leituðu aðstoðar sérfræðinga meðan samning- ar sérfræðinganna og Tryggingastofn- unar voru enn lausir er enn óafgreitt á Alþingi. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra lagði frumvarpið fram þann 20. janúar í kjölfar fyrir- heits sem hún gaf um að sjúklingar, sem neyðst hefðu til þess að leita til sérfræðilækna og greiða þjónustu þeirra til fulls sjálfir, myndu fá hlut Tryggingastofnunar í kostnaðinum endurgreiddan þegar búið yrði að semja við læknana. Þótt samningar hafi nú fyrir nokkru tekist milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar, er hlutur þeirra sjúklinga sem neyddust til þess að leggja að fullu út fýrir þjónustu lækn- anna meðan á deilunni stóð, enn þá óbættur. Ein umræða hefur farið fram um frumvarpið og heilbrigðisnefnd hefur fjallað um það og frá nefndinni kom það fyrir tæpum tveimur vikum og bíður þess að verða tekið á dag- skrá. „Við erum að þrýsta á að málið verði keyrt í gegn. Það er tilbúið til af- greiðslu og hefur raunar að okkar mati verið það síðan það var lagt fram í þinginu," sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigöisráðherra, í samtali við DV í gær. Þórir undirstrikar að til að endur- greiðsla geti farið fram verði að af- greiða frumvarpið um það sem lög frá Alþingi. Hann undrast þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu frumvarpsins, ekki síst í ljósi þess að þingheimur hefði talið það sjálfsagt réttlætismál. „Síðan það var lagt fram eru liðnir þrír mánuðir og ég veit ekki til þess að neitt hafi breyst á þeim tíma,“ sagði Þórir enn fremur. Frumvarpið snýst um breytingu á almannatryggingalögum. í því er gert ráð fyrir að sjúklingum sem um er að ræða verði endurgreiddur sérfræði- lækniskostnaður samkvæmt þeim samningum sem giltu milli læknanna og Tryggingastofnunar áður en nýju samningarnir tóku gildi. Eins og DV greindi frá í vetur komu fjölmargir sérfræðingar sér upp mjög háum heimagerðum töxtum meðan samningar voru lausir og kröfðu sjúklinga sína um greiðslu samkvæmt þeim. Þórir Haraldsson segir að ekkert verði endurgreitt um- fram þann taxta sem í gildi var áður en læknar sögðu samningunum við Tryggingastofnun upp. Um mismun- inn verði sjúklingamir að eiga við læknana. -SÁ Hallbjörn og Finnarnir sem komu til að stjórna uppsetningu hússins. DV-mynd Þórhallur Skagaströnd: Nýr kántríbær vígður í júní DV Sauðárkróki: „Það gengur afskaplega vel að reisa húsið. Ég er bjartsýnn á að geta opn- að í júní, í þann mund sem ferða- mannastraumurinn byrjar. Draumur- inn er að Kántríbær verði vígður á sjómannadaginn í vor. Það er mesti hátíðisdagur hér á Ströndinni, næstur jólunum," sagði Hallbjörn Hjartarson, kántríkóngur á Skagaströnd. í síðustu viku var byrjað að reisa nýjan Kántríbæ á Skagaströnd, finnskt bjálkahús i stað Kántríbæjar I sem brann í vetur. Þá veröur Kántrí- bær II endurbættur og klæddur að utan í stíl við bjálkahúsið. Nýi Kántrí- bær er heldur stærri að grunnfleti en sá gamli og einnig nýtist betur rými á efri hæð því þar veröur full lofthæð. Kántríútvarpið verður til húsa á efri hæðinni og útsendingar hefjast strax og Kántríbær verður vígður í vor. Húsið er framleitt í vinabæ Skaga- strandar í Finnlandi, Lohja, og tveir finnskir iðnaðarmenn vinna að upp- setningu þess ásamt smiðum á Skaga- strönd. „Ég hef fengið ákaflega góð við- brögð frá fólki sem ætlar að styðja mig í því að koma þessu upp. Gíró- seðlarnir, sem sendir hafa veriö út, eru líka um leið ávísun á hlutafjár- eign í fyrirtækinu. Þetta er reyndar bara byijunin á stærra dæmi. Hér er áætlað að í framtíðinni geti risið þrjú hús til viðbótar á svæðinu," segir Hallbjöm, sem fylgist af áhuga með framkvæmdunum. Var hann á bygg- ingarstað með hattinn sinn góða þeg- ar fréttamaður DV var á ferð á Skaga- strönd 24. apríl. Þá var búið að raða húseiningunum saman upp að glugg- um á efri hæð. -ÞÁ Stuttar fréttir dv Formannsslagur í VSI Iðnaðurinn gerir tilkall til for- mennsku í Vinnuveitenda- sambandinu. Komin eru fram tvö framboð, annað frá Ólafi Baldri Ólafs- syni, sitjandi formanni, og Víglundi Þor- steinssyni, varaformanni VSÍ, sem myndin er af. Undanfamir þrir for- menn að Ólafi meðtöldum hafa allir verið frá sjávarútveginum. Morgun- blaöið sagði frá. Styðja Jóhann Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra hefur samþykkt traustsyf- irlýsingu á störf Jóhanns Ársælsson- ar í bankaráði Landsbankans. Jó- hann sagði sig úr ráðinu fyrir helgi og telur þingflokkurinn hann hafa sýnt mikOvægt frumkvæði með því. Eitur leyft Hollustuvernd ríkisins hefur lagt tU við umhverfisráðherra að hann gefi æðarbændum leyfi tU að eitra fyrir vargfugl í æðarvarpi með efn- inu Phenamal í eitt ár. Strangar reglur skal þó setja um notkunina. Ákvöröunin stendur Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ákvörð- unin um að hefja ekki hval- veiðar í ár standi þótt búið sé að hanna fuU- kominn hval- skutul og Norð- menn séu ekki að hanna nýja og enn betri. Fleira en ófullkomnir hvalskutlar komi við sögu málsins. Stöð 2 sagði frá. Frestun í lagi Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði i RÚV að hann væri sáttur við frestun gagnagrunnsfrumvarpsins. Vegna andstöðu við það væri skyn- samlegt að bíða með afgreiðslu málsins. Arnarfell lægst Verktakafyrirtækið ArnarfeU bauð lægst í lagningu Borgarbraut- ar á Akureyri, 125 mUljónir króna sem er 75% af kostnaðaráætlun. Innifalið í verkinu er brúarsmíði yfir Glerá. Bylgjan sagði frá. Þúsundkall Það mun kosta þúsundkaU að aka um Hvalfjarðargöngin á venju- legum fólksbU. Gjaldskráin var kynnt í gær. Þrír verðflokkar verða fyrir hverja tegund ökutækja eftir lengd þeirra. Ódýrast verður að kaupa 40 feröa pakka. Þá kostar rennslið 600 kaU. Bretar í Lindasmára Breska stórfyrirtækið Depen- hamls hefur ákveðið að reisa risa- verslun í Lindasmára í Kópavogi. Verslunin verður 4.000 fermetrar þar sem seld verða föt og heimUis- vörur. Stöð 2 sagði frá. Aðstoð í uppnámi Engir bosnískir heUbrigðisstarfs- menn hafa enn komið hingað tU lands tU þjálfunar og starfsmennt- unar eins og tU stóð. Ástæðan er sú að ekki náöust samningar um greiðslur miUi lækna og utanríkis- ráðuneytisins. MikU undirbúnings- vinna hefur farið fram. Sjónvarpið sagði frá. Halldór áminnir HaUdór Ásgrímsson áminnti kanadískan starfsbróður sinn, Sergio Marchi, á fundi þeirra í París. Kanadamenn yrðu aö liðka fyrir veitingu at- vinnu- og bú- setuleyfa íslendinga í Kanada. Við- ræður um fríverslunarsamning ís- lands og Kanada hefjast 26. maí í Reykjavík. Vísir sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.