Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 Fréttir Flaggskip Bolvíkinga selt í burtu: A förum með kvót- ann og atvinnuna - segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaöur - Kristinn sá eini sem heldur þessu fram, segir Eiríkur Tómasson Togarinn Hrafnseyri ÍS hefur verið seldur frá Bolungarvik. Skipið hét áöur Kolbeinsey ÞH 10. „Á sínum tíma var Hrafnseyrin keypt til að styrkja rækjuvinnsluna. Nú er Snorrabúð stekkur þegar lítill línubátur er oröinn flaggskip Bolvík- inga,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Vestflrðinga, um sölu togarans Hrafnseyrar ÍS frá Bolung- arvík til Patreksfjarðar. „Útgerð línu- bátsins hentaði betur,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þor- bjamar, í samtali við DV. Það er Þorbjöm hf. í Grindavík sem selur skipið en þess er skemmst að minnast að þaö fyrirtæki yflrtók rekstur Bakka hf. í Bolungarvík og fékk þannig forræði yfir stærstum hluta veiðiheimilda Bolvíkinga, auk hluta af veiðiheimildum ísflrðinga. Nýlega lokaði Þorbjöm hf. rækju- vinnslu Bakka í Hnífsdal og hætti vinnslu bolfisks í Bolungarvík. Nú óttast margir heimamanna að fyrir- tækið muni einnig loka rækjuvinnsl- unni í Bolungarvík þar sem skipið er farið. „Menn fógnuðu því mjög og vom Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður. með hástemmdar yfirlýsingar þegar Bakki sameinaðist Þorbimi hf. Síðan hefur heldur dregið úr atvinnustarf- semi og til marks um það flutti Þor- björn 5 manns frá Bofungarvík um daginn og borgaði undir þá ferðir og uppihald. Það var afdrei tafað um að flytja fófkið suður heldur var ætfun- in, að eigin sögn, að efla atvinnu- starfsemi Bofvíkinga," segir Krist- inn. „Það er mín skoðun að þetta endi þannig að þeir fari með affan kvótann og þar með atvinnuna. Ég hefd að þeir geri þetta í áföngum tif að friða fófk og minna beri á því,“ segir Kristinn. Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjamar í Grindavík, vísar því á bug að ætfunin sé aö draga stór- fega úr umsvifum í Bofungarvík. Hann sagði að útgerð línubáts hent- aði betur en útgerð Hrafnseyrarinn- ar frá Bofungarvík. Aðspurður um hvort tif stæði að hætta vinnsfu bof- fisks í Bofungarvík sagði Eiríkur að það hefði ekkert verið rætt. „Eini maðurinn sem hefur skrifað og sagt að við séum að hætta í Bolungarvík er Kristinn H. Gunnarsson. Hann er búinn að gera það síðan við komum þama upphaflega," sagði Eirikur Tómasson. -SÁ Þjóð veit þá þrír vita Það hefur orðið hfé á laxaumræðunni. Landsbank- inn er ekki lengur á mifli tannanna á fófki. íslendingar hafa nefnifega fundið sér nýtt máfefni tif að rífast um. Nú er þaö gagnagrunnurinn. Rikisstjórnin hefur flutt frumvarp um gagnagmnna á heifbrigðissviði sem gerir ráð fyrir að ísfensk erfða- greining fái einkafnot af þessum upplýsingum næstu tólf árin. Ástæðan er sú að þetta fyrirtæki undir stjóm Kára Stefánssonar hefúr gert umfangsmikfa samninga við erfenda samstarfsaðifa um erfðarannsóknir á ísfending- um og var skrifað undir þá samninga við hátíðlegt tæki- færi og forsætisráðherra við- stöddum. Þar eru milfjarðar í húfi, skifst manni, og Kári var um tíma talinn einn af bestu sonum íslands fyrr og síðar fyrir að koma þessu stóra máfi í höfn. Nú hefúr sem sagt komið babb í bátinn vegna þess að þjóðkunnir samfandar Kára í heilbrigðisgeiranum, í Há- skólanum og víðar, hafa risið upp á afturlappimar og mót- mæft frumvarpinu. Tefja þaö fletta ofan af persónuvemd isfensku þjóðarinnar. Þingmenn, sumir hverjir að minnsta kosti, em veikir fyrir þessum mótmæfum og allt stefnir í að afgreiðslu framvarpsins verði frestað fram á haustið. Þessi læti öll út af gagna- grunnsfrumvarpinu er lítt skiljanleg í ljósi þess að ís- lendingar hafa hingað til ekki legið á upplýsingum og kjaftasögum um náungann. Jafnskjótt og einhver landi okkar veikist eða skilur eða á bam í lausaleik eða pissar utandyra berst sú fiskisaga vitt og breitt um landið og því persónulegri og mein- legri sem sagan er, þvi glað- beittari eru íslendingar að segja frá henni. Þrír vita þá tveir vita, þjóð veit þá þrir vita. Persónuvemd er engin hér á landi og ef ekki vill betur, þá er logið upp á aöra og það er sama hvort sögur era sannar eða lognar. Öllu er trúað. Það jaðrar við að það sé þjóðleg skylda allra sannra íslendinga að hafa sögur og orðróm á takteinum þegar hist er á mannamótum og í rauninni er hvergi að finna neina nafnleynd, nema helst þegar menn eru boðnir í lax- veiði. Um þær boðsferðir rík- ir mikil þögn eins og dæmin sanna. Samt hafa þjóöræknir ís- lendingar og hámenntaðir bitið það í sig að ekki megi fyrir nokkra muni afhenda íslenskri erfðagreiningu hf. Dagfarí tölvutækar upplýsingar um ættir og persónueinkenni samlanda, af þeirri furðulegu ástæðu að þeir vilja vernda persónur og einkahagi hver annars! Ekki verður betur séð en að þetta upphlaup gegn gagnagrunninum endi með því aö íslensk erfðagreining verði að falla frá ætlun sinni að erfðagreina islensku þjóð- ina og lækkar þá heldur bet- ur orðstír Kára Stefánssonar. Loksins þegar glöggur maður og menntaður í útlöndum kemur heim til að kapitalisera í almennum ís- lenskum kjaftasögum og in- vestera í frásagnargleði landsmanna, ætlar allt vit- laust að veröa. Þaö má sem sagt ekki tölvukeyra al- mannaróm og hina þjóðlægu vitneskju um náungann! Það má ekki virkja kjaftaganginn og öll hin opinbera leyndar- mál sem hvíslað er um. Persónuvemdin er heilög í tölvunum. En leikur lausum hala i kjaftasögunum. Dagfari Rukkað um gæsluna íslenskir sjómenn gagnrýna Landhelgisgæsluna fyrir slæ- lega gæslu land- helginnar á viss- um svæðum þar sem erlend skip eru að veiðum, m.a við Reykjanes- hrygginn. Hafsteinn Hafsteins- son, forstjóri Gæslunnar, vísar þessu á bug í fréttum RÚV. Sinueldar Miklir sinueldar kviknuðu á Vatnsendahæð undir mið- nætti á sunnudagskvöld. Mik- inn reyk lagöi yfir nærliggj- andi byggð. Slökkvistarf tókst vel. Netmiðillinn Vísir sagði frá. Aukning hjá SÍF Búist er við 43% veltuaukn- ingu hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiöenda á þessu áiri miðað við fyrra ár. Reiknað er með að veltan verði 16,7 millj- arðar sem er fimm milljörðum meira en í fyrra. Viðskiptavef- ur netmiðilsins Vísis sagði frá. Fiskvinnsluhagnaður 39 milljóna hagnaður varð af rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur á fyrstu sex mán- uðum rekstrarársins sem hófst 1. september. Hagnaður fyrir afskriftir nam rúmum 170 milljónum króna. Við- skiptavefúr netmiðilsins Vísis sagði frá. Vilja eyða gögnum Heilsugæslulæknar fullyrða að margir sjúklinga sinna hafi óskað eftir því að sjúkraskýrslum um þá verði eytt, verði gagna- grunnsfrumvarp heilbrigðisráð- herra að lögum. Bylgjan sagði frá. NIB í heimsókn Hér á landi er stödd 25 manna sendinefnd frá fjár- málasviði Norræna fjárfest- ingarbankans, NIB. Sendi- nefndin heimsækir helstu bankastofnanir og fylgist með verkefnum hér á landi sem njóta stuðnings bankans. Við- skiptavefur netmiðOsins Vísis sagiö frá. 140 milljóna veltutap Veltutap Útgerðarfélags Ak- ureyringa tapaði af 140 millj- óna króna veltu vegna sjó- mannaverkfaOsins og afkoma ÚA versnaði um 40-50 mdljón- ir króna af sömu ástæðum. Viðskiptavefur netmiðOsins Vísis greinir frá þessu. ísland nr. 19 ísland er í 19. sæti í nýrri al- þjóðlegri árlegri könnun um samkeppnisstöðu ríkja. ísland hefur hækkað um tvö sæti frá í fyrra. í könnuninni er tekið tillit til m.a. efnahags- og stjórnmálaástands, alþjóða- væðingar, fjármála, vísinda, tækni og mannauðs. Bandarík- in era í efsta sæti. Viðskipta- vefur netmiðOsins Vísis sagði frá. Frystitogari seldur Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi hefur selt frysti- togarann Ólaf Jónsson GK 404 úr landi. Engar aflaheimildir fylgja togaranum og söluverð- ið er jafnhátt bókfærðu verði skipsins, 288,5 miOjónir. Afla- heimildir skipsins verða fluttar á önnur skip HB. 13,7 milljónir á mánuði Samkvæmt frásögn Viö- skiptavefjar Vísis fær Ólafur Jóhann Ólafsson minnst 165 mOlj- ónir ÍsL króna í árslaun í starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri fjár- málafyrirtækisins Advanta i Bandaríkjunum. Það er minnst 13,7 mdljónir króna í mánaðarlaun. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.