Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 18
*3T TSi*«»*l ****** + Mra 18 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 47 íþróttir Iþróttir Bland í poka Einar Guðjónsson, GK, sigraöi á af- mælismóti Golfklúbbsins Keilis sem haldið var á dögunum. Einar fékk 44 punkta. Gestur Már Sigurðsson, GK, varö annar með 38 punka og í þriðja sæti varð Gústaf Alfreösson, GK, með 38 punkta. Guðmundur Stephensen, Vikingi, er efstur að stigum eftir punktamót vetrarins i borötennis. Guðmundur er meö 159 punkta. Dennis Martin, KR, er í öðru sæti með 75 punkta og Kjartan Briem, KR, þriðji meö 47 punkta. Lilja Rós Jó- hannesdóttir, Víkingi, er efst i meistaraflokki kvenna með 51 punkt. Ingibjörg Árnadóttir, Vík- ingi, er næst meö 14 punkta og i þriöja sæti er Eva Jósteinsdóttir, Vikingi, með 4 punkta. Noröurlandamótið i skvassi veröur haldið 1 Ósló um helgina en þetta er eitt af fjórum mótum sem gefa stig til Norðurlandameistara. Sex keppendur munu koma frá fslandi en það eru Kim Magnús Nielsen, Magnús Helga- son, Sigurður Sveinsson, Hilmar Gunnarsson, Viðar Jóhannesson og Hafsteinn Daníelsson. Halldór B. Jóhannsson og Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, íslandsmeistarar í þolfimi, taka þátt I heimsmeistara- mótinu í þolfimi sem fram fer á Ital- íu 14.-16. maí. Herrakvóld Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur verður haldið í kvöld. Fjörið verður undir öruggri stjórn Stefáns Bjarkasonar og hefst veislan klukkan 19.30. Miðapantanir eru í síma 421-5170 milli klukkan 13 og 17 og eftir klukkan 17 hjá Gunnari í s. 421-3073 og Viöari í s. 421-5972. Jimmy White, sem slð Stephen Hendry eftirminnilega út úr heims- meistaramótinu í snóker í Sheffield, er sjálfur úr leik. Hann tapaði fyrir Ronnie O'Sullivan, 13-7, i átta manna úrslitunum í gær. Ken Doherty heimsmeistari vann Matthew Stevens, 13-10. John Higg- ins vann John Parrott, 13-11, og Mark Williams vann Peter Ebdon, 13-11. í undanúrslitum mætast þeir O'Sull- ivan og Higgins annars vegar og Doherty og Williams hins vegar. -GH/VS Helgi fékk hrós Helgi Kolviðsson átti góðan leik í gærkvöld þegar lið hans, Lustenau, fékk dýrmæt stig á útivelli gegn Ried, 1-1, i austur- rísku 1. deildinni í knattspyrnu. í umfjöllun textavarps austur- ríska sjónvarpsins í gærkvöld var Helgi sagður einn þriggja bestu leikmanna Lustenau í leiknum en hann lék allan leikinn á miðjunni. Lustenau er nú komið átta stigum frá fallsæti þegar fjórum umferðum er ólok- ið. -VS Um helgina\ Deildabikar karla í knattspyrnu: FH-ÍR.................L. 12.00 ÍBV-KR................L. 12.00 Leiftur-IA..............L. 12.00 Stjarnan-Valur..........L. 12.00 Deildabikar kvenna: Stjarnan-Valur......Ásv. Fi. 18.30 Breiðablik-Fjölnir___Ásv. Fi. 20.30 Haukar-KR ........Ásv. Fö. 15.00 ÍBV-ÍA ...........Ásv. Fö. 17.00 Golf: Opið mót, Fiskimjöls- og lýsismótið, hjá Golfklúbbi Grindavikur verður á laugardag. Fyrsta LEK-mót eldri kylfmga á ár- inu verður á sama staö á sunnudag. GHma: íslandsglíman veröur háð i íþrótta- husi Kennarahaskólans á laugardag og hefst kl. 13. Lazio varð bikarmeistari Lazio varö f gærkvöld ftalskur bikarmeistari meö 3-1 sigri á AC Milan f síöari leik liöanna f Rómaborg. Milan haföi unniö fyrri leikinn, 1-0, og leiddi í hálf- leik meö marki frá Albertini. f síöari hálfleik skoruöu hins vegar Gottardi, Jugovíc og Nesta fyrir Lazio og á myndinni fagnar Nesta marki sínu sem réö úrslitum í viöureigninni. Mynd Reuter Hjónakornin í atvinnumennsku? - Rúnar og Heiða með tilboð frá Þýskalandi Rúnar Sigtryggsson, handknattleiks- maður úr Haukum, og eiginkona hans, Heiöa Erlingsdóttir úr Víkingi, eru bæði með tilboð frá þýskum hand- knattleiksfélögum. Rúnar æfði í síð- ustu viku með 2. deildar liðinu Göpp- ingen og í kjölfarið buðu forráðamenn félagsins honum tveggja ára samning. „Það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort ég geri samning við lið- ið en í dag (í gær) sendi ég forráða- mönnum félagsins nokkrar breyting- ar á samningnum sem þeir eiga svo eftir að skoða. Mér leist mjög vel á liðið og aðstæðurnar. Þetta er eitt af 7-8 liðum sem ætla sér að fara upp í 1. deildina og það ætlar að styrkja hópinn," sagði Rúnar í samtali við DV í gær. Þýska 2. deildin er mjög sterk og til merkis um það komst toppliðið í 2. deildinni, Dutenhofen, alla leið í úr- slit í Evrópukeppninni. Heiða, eiginkona Rúnars, var í för með manni sínum í Þýskalandi og hún kom ekki tómhent heim frekar en Rúnar. Þýska 2. deildar liðið Alm- stadt gerði henni tilboð um að leika með félaginu á næstu leiktið. „Þetta kom óvænt upp en tvö þýsk félög settu sig í samband við hana. Almstadt er um 100 km frá Göpp- ingen svo það gæti orðið svolítið snú- ið fjöldskyldulíf ef samningar takast," sagði Rúnar en saman eiga hann og Heiða eitt lítið barn. -GH Eyjólfur Sverrisson. Jason og Aron til Friesenheim Handknattleiksmennirnir Ja- son Kristinn Ólafsson úr Aftureld- ingu og Haukamaðurinn Aron Kristjánsson héldu í morgun til Þýskalands en þýska 2. deildar lið- ið Friesenheim bauð þeim að koma út, æfa með félaginu og kanna aðstæður. Opinn fyrir öllu „Ég fer út með jákvæðu hugar- fari og er opinn fyrir öllu. Þetta kom snöggt upp á og mér fannst alveg sjálfsagt aö sjá hvað er í boði," sagði Jason í samtali við DV í gær en þeir verða hjá félag- inu fram að helgi. Friesenheim leikur í suður-riðli 2. deildarinnar og hefur verið að berjast í neðri hlutanum en nú hefur stefnan verið tekin upp á við. Jason rifti samningi sínum viö Aftureldingu Jason var með samning við Aft- ureldingu í eitt ár til viðbótar en á dögunum rifti hann samningnum við félagið. „Afturelding vildi breyta samn- ingnum og því fannst mér best að rifta honum. Éf ég leik ekki er- lendis á næsta tímabili er samt líklegast að ég verði áfram í Aftur- eldingu," sagði Jason en hann hef- ur leikið með tveimur erlendum félögum, Brixen á ítalíu og Leuter- hausen í Þýskalandi. Aron, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka, hefur verið að þreifa fyrir sér í Þýskalandi og í vetur æfði hann með þýska 2. deildar liðinu Ros- tock. -GH Blancl i pokci Jaap Stam, dýrasti varnarmaður heims, sem er á leið til Manchester United, skoraði sjálfsmark í gær- kvöld. Það kom þó ekki að sök því lið hans, PSV Eindhoven, vann Twente, 2-1, i undanúrslitum hollensku bikar- keppninnar í knattspyrnu. Barcelona er tvöfaldur meistari í spænsku knattspyrnunni eftir sigur á Mallorca í bikarúrslitunum í gær- kvöld. Barcelona þurfti þó framleng- ingu og vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli og samt lék Mallorca með 9 menn alla framlenginguna. Ruud Hesp, markvörður Barcelona, tryggði liði sínu bikarinn með því að verja siðustu spyrnu Mallorca sem Xabier Eskurza tók. Panionios varð grískur bikarmeist- ari i gærkvöld með því að vinna Pan- athinaikos, 1-0, í úrslitaleik. Attilio Lombardo sagði af sér sem þjálfari enska liðsins Crystal Palace í gærkvöld en hann tók við liðinu til bráðabirgða seinni part vetrar. Ron Noades, stjórnarformaður Pal- ace, og Ray Lewington aðstoðarþjálf- ari velja líöið og stjórna því í þremur siðustu leikjum þess. v_ Guðmundur Karlsson næsti þjálfari Hauka? „Bendir allt til þess" „Það bendir allt til þess að ég verði næsti þjálfari Hauka. Ég hef átt í samningaviðræðum en á með- an ekki hefur verið skrifað undir er ekki hægt að fullyrða neitt í þessu sambandi," sagði Guðmundur Karlsson í samtali við DV í gær en flest bendir til þess að hann verði eftirmaður Sigurðar Gunnarssonar sem þjálfari karlaliðs Hauka í hand- knattleik á næsta tímabili. Verði Guðmundur ráðinn þjálfari Haukanna verður það þriðja 1. deildar liðið sem hann stýrir en áður hefur hann þjálfað FH og Sel- foss. Á nýliðnu tímabili var hann ein af hjálparhellum Sigurðar Gunnarssonar og hann ætti því aö þekkja vel til liðsins. Fyrirséðar eru nokkrar breyting- ar á Haukaliðinu fyrir næsta tíma- bil. Gústaf Bjarnason er genginn í raðir þýska liðsins Willstadt, Bjarni Frostason markvörður þarf líklega að hætta vegna starfa sinna í fhig- inu og Þorvarður Tjörvi Ólafsson heldur í nám í Danmörku. Þá eru Rúnar Sigtryggsson og Aron Krist- jánsson að þreifa fyrir sér í Þýska- landi eins og kemur fram annars staðar hér á opnunni. -GH Athugasemd frá HSÍ: Kvennalið Fram lengi á toppnum Við lestur á íþróttasíðu DV í dag sá ég viðtal við Svein Andra Sveins- son, formann Fram, þar sem hann greinir frá jákvæðum hlutum í starfsemi félagsins. Um leið og ég vil óska Fram til hamingju með afmælið og alls hins besta í framtíðinni sé ég mig til- neiddan til að finna að einu atriði sem Sveinn Andri segir. í greininni segir Sveinn Andri „Handboltinn er að rísa aftur upp eftir áratuga lægð og það vantaði aðeins herslumuninn að hann skil- aði okkur titlum." Sem framkvæmdastjóri HSÍ fagna ég því að handboltinn sé á uppleið í Fram en verð þó að benda á að kvennalið félagsins hefur á síöustu tuttugu árum verið eitt allra besta handknattleikslið íslands í meist- arafiokki kvenna. Þessu til staðfest- ingar má segja frá því að kvennalið félagsins hefur síðan 1978 orðið ís- landsmeistari 10 sinnum (síðast árið 1990) og bikarmeistari 11 sinn- um (síðast árið 1995). Það má því segja að kvennalið Fram hafi á síðustu 20 árum haldið merki félagsins hátt á lofti og eiga leikmenn félagsins heimtingu á því að munað sé eftir þessum góða ár- angri. Með íþróttakveðju, örn H. Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ tKt^ WS ^BflB Wt WS w^l Hi ^^f ^Sf flff'Sh- ^WflB GG vann Njarðvík, 2-1, í Suður- nesjamótinu í knattspyrnu í gær- kvöld og mætir nágrönnum sínum I Grindavík í undanúrslitum mótsins. Það verður lika nágrannaslagur í hinum undanúrslitaleiknum því þar eigast við Viöir úr Garöi og Reynir úr Sandgerði. Þórður Guðjónsson og félagar í Genk unnu Gent, 2-1, í belgísku 1. deildinni i knattspyrnu I gærkvöld. Þórður fór illa með eitt dauðafæri þegar hann skaut yfir opið mark Gent. Alan Shearer, fyrirliði Newcastle og enska landsliðs- ins, er 1 vondum málum. Hann sparkaöi I andlit Neils Lennons hjá Leicester í leik liðanna í úr- valsdeildinni í gærkvöld. Dóm- arinn sá ekki atvikið en sjónvarpsvél- arnar náðu því skýrt og greinilega. -KB/VS | Eyjólfur axlar- brotinn Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- maður í knattspyrnu, var í fyrra- kvöld fluttur á sjúkrahús í Berlín. í ljós kom að hann er axlarbrotinn og það hefur væntanlega gerst í leik Herthu Berlín við Bielefeld um síð- ustu helgi. Eyjólfur missir því af tveimur síðustu umferðum þýsku 1. deildarinnar. -VS Emmanuel Petit, til hægri, sem hér fagnar ásamt Nicolas Anelka, skoraöi hiö dýrmæta sigurmark Arsenal gegn Derby i gærkvöld. Mynd Reuter Úrslitakeppni NBA: Chicago og SA Spurs eru komin áfram - Houston með forystu gegn Utah Meistarar Chicago Bulls og San Antonio Spurs tryggðu sér í nótt sæti í 2. umferð úrslitakeppninnar í NBA og Houston er óvænt komið yfir gegn Utah Jazz. Úrslitin í nótt: New Jersey-Chicago . 101-116 (0-3) Douglas 19, Van Horn 18, Gatling 18 - Jordan 38, Burell 23, Pippen 13. SA Spurs-Phoenix.....99-80 (3-1) Johnson 30, Person 18, Robinson 15 - Johnson 18, Nash 13, Kidd 12. Houston-Utah........89-85 (2-1) Olajuwon 28, Drexler 22, Maloney 11 - Malone 19, Russell 19, Stockton 15. „Það er mjög mikilvægt að vinna svona einvígi fljótt því það gefur okkur tíma til að byggja upp liðið fyrir næstu lotu," sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago. Michael Jordan fór á kostum eins og í leikj- unum tveimur á undan en hann skoraði að meðaltali 36,3 stig í leikjunum. Dennis Rodman hirti 17 fráköst eða aðeins fjórum minna en allt New Jersey-liðið. Hakeem Olajuwon var maður- inn á bak við sigur Houston á Utah en eins og menn muna lék Utah til úrslita xun titilinn í fyrra. Ola- juwon skoraði 28 stig, tók 12 frá- köst og setti niður tvö vítaskot þeg- ar hálf mínúta var eftir. Með sigri aðra nótt á heimavelli sínum slær Houston lið Utah úr leik og þaö er eitthvað sem menn áttu ekki von á. • -GH Magnús í Gróttu/KR? Magnús Agnar Magnússon, sem leikið hefur á línunni með 1. deildar liði Stjörnunnar í handknattleik undanfarin tvö ár, gæti verið á leið til Gróttu/KR sem leikur í 1, deildinni næsta haust. Magnús kom til Stjörnunnar frá KR ásamt Hihnari Þórlindssyni og Ein- ari Baldvini Árnasyni þegar félagið féll og samkvæmt heimildum DV er Magnús mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við nýliðana svo framar- lega sem félagið nái að styrkja lið sitt. Þá hefur Einar Baldvin verið orðað- ur við Gróttu/KR en Hilrnar Þórlindsson mun leika áfram með Stjörnu- mönnum á næsta tímabili. Ólafur Lárusson verður áfram þjálfari KR/Gróttu-liðsins sem vinnur að því þessa dagana að styrkja leikmannahóp sinn. Mikill hugur er í forráða- mönnum félagsins sem segjast vera komnir í 1. deildina til að vera. -GH . „Þetta er búið" - Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir sigur Arsenal í höfn & Enski meistaratitillinn í knattspyrnu blasir við Arsenal eftir 1-0 sigur á Der- by á Highbury í gærkvöld. Arsenal þarf aðeins einn sigur enn í síðustu þremur leikjum sínum og mætir Everton á heimavelli á sunnudaginn. Emmanuel Petit skoraði sigurmarkið á 35. mínútu með góðu skoti rétt utan vítateigs. Dennis Bergkamp hafði þá látið Mart Poom, markvörð Derby, verja frá sér vítaspyrnu á 13. mínútu. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, viðurkenndi í sjón- varpsviðtali í gærkvöld aö keppnin um tituinn væri liði hans töpuð. „Þetta er búið. Arsenal hefur átt frábæran enda- sprett og það er ekki hægt annað en að dást að liðinu og viðurkenna orðinn hlut," sagði Ferguson. Bergkamp úr leik Arsenal varð fyrir því áfalli að missa Bergkamp meiddan af velli á 30. mín- útu. Hann missir nær örugglega af þeim þremur leikjmn sem liðið á eftir í deildinni og jafnvel af bikarúrslita- leiknum gegn Newcastle þann 16. maí. Chelsea tapaöi heima fyrir Black- burn, 0-1, og skoraði Kevin Gallacher markið á 48. mínútu. Leicester og New- castle gerðu 0-0 jafntefli og sömu úrslit urðu hjá Coventry og Wimbledon. Middlesbrough gerði 1-1 jafntefli við Wolves i 1. deild og kemst i úrvalsdeild- ina takist því að sigra Oxford á heima- velli á sunnudaginn. -VS r^-»__^^ Þýski handboltinn: "^§í^m?] Atkvæðamiklir ''^Hit ¦ ^~—¦•— -vs i i tapleikjum Ungar hetjur á ferðinni - í 16-liða úrslitum deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld Ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í 16-liða úrslitum deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld og það er kannski vísbending um hvað koma skal á íslandsmótinu í sumar. Jón Þór Hauksson, ungur nýliði hjá Skagamónnum, tryggði þeim 0-1 sigur á Keflvíkingum á grasvellinum við Garðskagavita. Jón Þór kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði sigurmarkið i fyrri hluta framlengingar. Ólafur Gunnarsson, hinn efnilegi markvörður ÍR-inga, varði tvær víta- spyrnur þegar ÍR vann Breiðablik í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu jöm, 2-2, og ekkert var skorað í framleng- ingu. Úrslit réðust ekki fyrr en eftir 7 spyrnur á hvort liði í vítakeppninni. Sigurður Grétarsson og Jón Þórir Jónsson skoruðu fyrir Blika í leiknum en Sævar Gíslason og Arnljótur Dav- íðsson fyrir ÍR. Þorvaldur Þorsteinsson, 19 ára markvörður Leifrurs, varði líka tví- vegis í vítaspyrnukeppni þegar Ólafs- firðingar lögðu Þrótt úr Reykjavík á Leiknisvelli. Þar þurfti 6 spyrnur á lið. Logi U. Jónsson og Tómas Ingi Tómasson komu Þrótti í 2-0 í venju- legvun leiktíma en Steinar Ingimund- arson og Þorvaldur Guðbjörnsson jöfnuðu fyrir Leiftur. Salih Heimir Porca var hins vegar fulltrúi þeirra reyndari í gærkvöld. Hann tryggði Val 1-0 sigur á Fram á grasvellinum á Tungubökkum í Mos- fellsbæ. Besim Haxhiajdini, nýi Júgósla- vinn hjá KR-ingum, skoraði sigm-- mark þeirra gegn 2. deildar liði Tindastóls, 1-0, á malarvelli KR. Jónas Grani Garöarsson, sem FH fékk frá Vólsungi, skoraði sigurmark Hafnarfjarðarliðsins gegn Fylki, 2-1, þremur mínútum fyrir leikslok. Guð- mtmdur Sævarsson skoraði fyrst fyrir FH en Stefán Guðmundsson jafnaði fyrir Fylki. Hbröur Gíslason skoraði sigur- mark Stjörnunnar á lokasekúndunum gegn Haukum, 2-1. Sæmundur Frið- jónsson skoraði fyrst fyrir Stjörnuna en Birgir Rafh Birgisson jafnaði fyrir Hauka. / 8-liða úrslitum á laugardag mæt- ast FH-ÍR, Leiftur-ÍA, ÍBV-KR og Stjarnan-Valur. -VS Þrír íslenskir leikmenn voru at- kvæðamiklir í næstsíðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Það dugði þó skammt því lið þeirra töpuðu öll. Patrekur Jóhannesson skoraði 6 mörk fyrir Essen sem tapaði í Mag- deburg, 22-19. Héðinn Gilsson skoraði 6 mörk fyrir Dormagen og Róbert Sighvats- son eitt en Uð þeirra tapaði fyrir Wallau Massenheim, 33-23. Róbert Julian Duranona skoraði 6 mörk fyrir Eisenach sem tapaði fyrir Lemgo, 33-23. Konráð Olavsson lét sér nægja eitt mark en hann var þó í sigurliöi því Niederwurzbach vann Hameln, lið Alfreðs Gíslasonar, 27-23. Kiel er meistari Kiel tryggði sér meistaratitilinn með sigri á Nettelstedt, 27-24. Liði©"* vann líka þýsku bikarkeppnina og EHF-bikarinn. Gmnmersbach og Grosswallstadt skildu jöfn, 31-31, og Minden tapaði fyrir Flensburg, 27-29. Það ræðst í lokaumferðinni hvort íslendingaliðanna, Dormagen eða Hameln, fellur 1 2. deild. Liðin eru jöfn á botninum. -VS Kaiserslautern missti stig Kaiserslautern tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um þýska meist- aratitilinn í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli gegn botn- liði Bielefeld á útivelli, 2-2. Reyndar var Kaiserslautern heppið að ná í stig því Jurgen Rische jafhaði, 2-2, þremur mínúrum fyrir leikslok. Olaf Marschall hafði komið Kaiserslautern yflr en Ali Daei frá íran svaraði tvisvar fyrir Bielefeld. Kaiserslautem er meö 64 stig gegn 62 hjá Bayern Munchen þegar tveimur umferðum er ólokið. Markatalan er Bayern í hag. Leverkusen og Dortmund skildu jöfn, 2-2, Schalke vann Köln, 1-0, með marki frá Latal á lokasekúndunum og Bochum vann Herthu, 2-1. -VS m> t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.