Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í'síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 H valQ arðargöngin: Öllum finnst þetta dýrt Verði heildarkostnaður reiknað- i pir við ferð manns á eigin bíl um Hvalfjarðargöng báðar leiðir mun slíkt ekki verða ódýrara en fyrir þann sem nú lætur Akraborgina sigla með sig og bílinn fram og til baka. Slíkt kostar nú 2.800 krónur. „Það finnst öllum þetta dýrt þegar þeir heyra (ganga)verðið,“ sagði starfsmaður Akraborgar í morgun. Fari maður með rútubíl fram og til baka eftir að göngin verða opnuð mun kostnaðurinn að líkindum verða um 50 prósent af því sem það kostar fyrir manninn sem fer á bíl um göngin, samkvæmt upplýsingum DV í morgun. Verði rútuferðin mið- uð við ferð einstaklinga með Akra- borginni í dag - 700 krónur hvora ieið - verður kostnaðurinn sá sami. *** Samkvæmt upplýsingum BSÍ í morgun kostar rútuferð fýrir mann- inn 900 krónur upp á Akranes í dag. Þar var jafnframt sagt að eftir að göngin yrðu opnuð stæði til af hálfu sérleyfishafa að lækka verðið niður í 700 krónur - það hefði hins vegar ekki fengist staðfest ennþá. Verði þetta raunin, samtals 1.400 krónur báðar leiðir, þýðir það 50 prósent af kostnaði við að fara á bíl - 2.000 krónur í göngin að viðbættum heildarkostnaði sem ekki fer undir ^SOO krónur með öllu. -Ótt Hátíðahöld 1. maí Að venju efna verkalýðsfélögin í Reykjavík, Bandalag ríkis og bæja, Iðnnemasambandið og Kennara- sambandið til kröfugöngu og hátíða- halda á morgun, frídegi verka- manna, 1. maí. Að þessu sinni verð- ur safnast saman á Skólavörðuholt- inu framan við Hallgrímskirkju, en ekki við Hlemm vegna framkvæmd- anna á Laugavegi. Gangan leggur af stað kl. 14.05 og , ieika Lúörasveit verkalýðsins og "í“,?uðrasveitin Svanur fyrir henni. Útifundur hefst á Ingólfstorgi kl. 14.30. -Sól DV kemur næst út laugardaginn 2. mai. Vegna 1. maí, gætu einhverj- ar tafir orðið á dreifingu DV á laug- ardag. Smáauglýsingadeild DV er opin í kvöld til kl. 22. Opið á morgun, 1. maí frá kl. 13-17. Opið verður laugardaginn 2. maí -feá kl. 9-14. Síminn er 550 5000. VERÐUR RA KVÍABRYGGJA í FIRÐINUM? Hin umtalaða flotkví kom loks til Hafnarfjarðar í gærkvöld eftir 30 daga hrakninga um höfin. bát. Tvö varðskip drógu hana um 300 sjómflna leið og komu með hana til hafnar í gærkvöld við erfiðar aðstæður. Sem kunnugt er slitnaði flotkvfln tvívegis frá breskum dráttar- Fimm varðskipsmenn eyddu þremur nóttum um borð í kvínni DV-mynd S Nýlega dæmdur Reykvíkingur ákæröur í ofbeldismáli: Réðst inn á gistiher- bergi með spörkum Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 22 ára Reykvíkingi fyrir stórfellda líkamsárás á jafn- aldra sinn í gistiherbergi í Bolung- arvík i júlí á síðasta ári. Fjórum mánuðum eftir að umrædd árás átti sér stað, í nóvember síðastliðinn, var sami maður dæmdur fyrir hús- brot og likamsárás í mars á sama ári þegar hann og félagar hans héldu ungum manni nauðugum í margar klukkustundir í Rimahverfi í Grafarvogi. Rannsókn á árásinni úr Bolungarvík var þá ekki lokið. Maðurinn er nú ákærður fyrir að hafa farið inn á herbergi gistihúsnæð- is í Aðalstræti í Bolungarvík í júlí sið- astliðnum. Þar er honum gefið að sök að hafa sparkað og slegið margsinnis til manns sem þar dvaldi. Aíleiðingamar urðu þær að fómar- lambið hlaut nefbrot, brotna tönn, skurð á augabrún, skurð eftir kinn- beini við munnvik, mar í kringum augu, bólgu í kringum annað augað, skrámur á vanga niður á háls og höku og skrámu á öxl og upphandlegg. Annar maður er ákærður fyrir hlutdeildarbrot. Honum er gefið að sök að hafa vísað manninum á vist- arverur fómarlambsins i gistihús- næðinu og ruðst með honum inn á herbergið, vitandi að ákærði var í árásarhug. Lögmaður fórnarlambsins gerir þær kröfur í málinu að árásarmað- urinn greiði skjólstæðingi sínum 330 þúsund krónur í skaðabætur auk málskostnaðar. -Ótt Hún bíður eft- ir hlutverki Málamiðlunartillagan á dagskrá í upphafi þingfundar í morgun var leitað afbrigða til að taka málamiðlunartillögu umhverfis- ráðherra í deilunni um skiptingu hálendisins á dagskrá. Leita þurfti þessara afbrigða vegna þeirrar reglu að mál sem koma fram á þingi sex mánuðum eftir að þing er sett verða að bíða næsta þings. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði í morgun í samtali við DV að málamiðlunartillagan hefði verið lögð fram til kynningar og ráðherrann ekki ætlast til að það yrði formlega tekið á dagskrá þingsins. Stjórnarandstaðan hafi hins vegar krafist þess. Þegar af- brigða er leitað er það gert með því að greidd eru atkvæði um ályktunartillögu um það að Al- þingi taki tiltekið mál á dagskrá. Þetta var gert í upphafi þingfund- ar í morgun. -SÁ Veðrið á morgun: Skýjað en úrkomulítið O — > / V 5 A morgun verður vestangola eða -kaldi, smáskúrir um vestan- vert landið, annars skýjað að mestu en úrkomulítið. Hiti verð- ur 2 til 12 stig, hlýjast austan- lands. V 8 8 Veöriö í dag er á bls. 61. V " 30% Verölækku n á Nissan varahlutum Ingvar H g-=j Helgason hf. ~ ~ = Sævarhöföa 2 y Þetta er hún Mjallhvít frá Geld- ingaholti í Gnúpverjahreppi sem bíður þess í ofvæni að verða stjarna með Victoríu Chaplin í frönsku sirkussýningunni á Listahátíð í Reykjavik. Vegna heilbrigðisreglu- gerðar mega Victoría og Jean Baptiste Thierre ekki flytja dýrin sín til landsins og þurfa að ráða ís- lensk dýr í þeirra stað: kanínur, dúfur, gæsir og endur, og sóttu fjöl- mörg dýr um hlutverk hjá þeim. Mjallhvít er ekta sirkuskanína, stór og hvít, og var ráðin undir eins. Hún verður bæði dregin upp úr hatti og látin hverfa. Victoría og Jean Baptiste sýna töfrabrögð og látbragðsleik, hjóla á risahjólum og sýna loftfimleika sem aldrei hafa sést fyrr á sviði Þjóðleik- hússins í nærri hálfrar aldar sögu þess. :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.