Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Síða 13
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 13 Barbabrellur Aðferðir þeirra sem nú stjóma i Reykjavík minna mjög á söguper- sónur í barnabókunum þekktu um Barbapabba og Barbamömmu. Þetta vora litrík dýr sem gátu brugðið sér í alls kyns útlit og stellingar i öll- um regnbogans litum. Þegar eitthvað bjátaði á gátu þau síðan beitt töfrabrögðum og breytt hlutunum eins og þeim þóknaðist. Þetta kölluðu þau barbabrellu. Horfin eru baráttumál Þegar ekki gekk að berjast fyrir hugsjónum vinstri flokkanna var yf- irbragðinu breytt með _________ barbabrellu i „R-lista“. Horfin eru baráttumálin og allt gert til að afla sér tímabundinna vinsælda. Ef litið er yfir verk R- listans kemur margt skondið í ljós: Sundlaug í Grafarvogi var kynnt sem þeirra verk en í reynd var hún stytt úr 50 metrum í 25 af meirihlutanum. Internetið í innstungum átti að verða að veru- leika og listahátíð var færð inn í kosningamar. Lausnin á vanda Borgarleikhúss er sögð tilfærsla á bókasafni Bú- staðahverfis í leik- húsið, fjárhags- vandi Reykjavík- ur er falinn með tilfæringum af einu hefti á annað og vímuefnavand- inn er leystur með slagorðum um fagra framtíð. Allt Kjallarinn Eyþór Arnalds frambjóðandi í10. sæti D-listans í borgarstjórn- arkosningunum í Reykjavík era þetta aðferðir sem minna fólk helst á brellur Barbamömmu í bókunum góð- kunnu. Eða með öðram orðum; sko, allt bú. Stóra kosn- ingabrellan ’94 var að lofa öllu fögru, meina ekkert með því og komast upp með það. Stóra kosningabrellan ’98 er að vera með fallegar fyrirsagn- ir og ekkert á bak við þær. Oröin tóm Merkilegasta bar- babrellan er þó hvernig þau taka málefni sjálfstæðismanna og gera þau að sínum í orði. Meira að segja gömul slagorð D-lista eins og „Frelsi til að velja“, „Kraftur nýrr- ar kynslóðar" og „Á réttri leið“ era notuð kinnroðalaust. Síðan er best að segja bara „Til hamingju, Reykjavík" og þá verða allir glað- ir, að minnsta kosti fram að kosn- ingum. Sannleikurinn á síðan eftir að renna upp fyrir kjósendum þessa fólks þegar þeir þurfa að borga „Stóra kosningabrellan ’94 var að lofa öllu fögru, meina ekkert með því og komast upp með það. Stóra kosningabrellan ’98 er að vera með fallegar fyrirsagnir og ekkert á bak við þær. “ brúsann. Barbamamma verður þá farin á þing hvemig sem fer og sleppur frá búi sínu. verandi meirihluti að vinna eftir gömlum forskriftum sem reynast dýrkeyptar. Vöxtur er þeim ekki að skapi og því er stöðnun á flest- um sviðum. Stjómmál eiga að byggjast á ábyrgð í orðum og fram- tíðarsýn. Þannig næst árangur. Sjálfstæðisstefnan á meira við nú en nokkru sinni áður, þar sem miðstýring heyr- ir sögunni til. Hugmyndir sjálf- stæðismanna byggjast á ein- staklingnum og frelsi hans til starfa, menntun- ar og sem mann- eskju. Nýjar hugmyndir um Aukið vægi Staðreyndin er sú að undir þessu kostulega yfirbragði er nú- „Þegar ekki gekk aö berjast fyrir hugsjónum vinstri í „R-lista“,“ segir Eyþór m.a. lýðræði á 21stu öldinni hafa vakið athygli, enda kominn tími til að virkja einstaklinginn í ákvarðana- töku. Ný tækni mun auðvelda þessa þróun. Tillögur sjálfstæðis- manna i menntamálum eru metn- aðarfúllar og gera kennurum kleift að stunda kennslu sem alvöru- starf. Atvinnustefna sjálfstæðismanna gerir fyrirtækjunum kleift að starfa óhindrað í opnu við- skiptaumhverfi. Hugmyndir meiri- hlutans era að auka vægi borgarfyrir- tækjanna, sjálfsagt á kostnað fyrirtækja og skattborgaranna í senn. Fyrirmyndin er úrelt kerfi mið- stýringar sem komið er fram yfir síðasta söludag og gott bet- ur. Barbamamma þarf því að fara þá leið að beita barba- brellu upp á hvern flokkanna var yfirbragðinu breytt meö barbabrellu dag. Eyþór Arnalds Rekstrarvandi FSA Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri kynnti rekstrar- og starfsemisáætlun sína fyrir skömmu. Þar kom fram sú stað- reynd að starfsemi sjúkrahússins rúmaðist ekki lengur innan þess fjárhagsramma sem stofnuninni er ákveðinn. Uppsafnaður vandi fyrri ára væri um 100 milljónir króna og fjárvöntun þessa árs væri um 60 til 70 millj. króna. Þessar alvarlegu staðreyndir blasa við og ef ekkert verður að gert verður að grípa til róttækra að- gerða til að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur með samdrætti í þjónustu. Enn er von- ast til að rekstrarhalla undanfar- inna ára verði mætt með aukafjár- veitingu úr svokölluðum „pottum" sem samþykktir voru í fjárlögum og fjáraukalögum. Staðreyndin er sú að fjáveitingar til FSA á árinu 1997 urðu aðeins 3,66% hærrri vegna ársins 1996, sem var í raun lækkun. Á sama tíma varð tölverð aukning á starfsemi sjúkrahússins á fjölmörgum svið- um. Þessi fjárveiting dugði engan veginn til og skapaðist því rekstrar- halli upp á kr. 56,7 millj. króna. í ár er fjárveiting hækkuð um 5.97% til rekstrar, sem er aðeins 2,15% hærri en raunkostnaður sl. árs. Þá eru fjárveitingar til eigna- kaupa og viðhalds óbreyttar milli ára. Síðan er gerð sérstök „hag- ræðingarkrafa” upp á kr. 2,5 millj. Ejjávöntun þessa árs er áætluð 60-70 milljónir. Það er því ljóst að forsendur fyrir óbreyttri starfsemi eru engar og mæta verður tak- mörkuðum fjárveitingum með enn frekari niðurskurði. Þessi staða í rekstri sjúkrahússins er algjörlega óviðunandi og verða forsendur stefnumörkunar um hlutverk og skyldur sjúkrahússins að taka mið af annarri hugsun en nú ríkir. Hlutverk FSA í byggöaþróun Þeir sem bera ábyrgð á þróun byggðar í landinu og þeirrar stökkbreytingar sem nú á sér stað hljóta að skilja mikilvægi þess að draga úr slíkri einstefnu. Ef sá skilningur er ekki til staðar og enginn vilji er til að hafa áhrif á slíka þróun, þá er eins gott að segja það beinum orð- um og hætta öll- um skrípaleik. Það er löngu ljóst að breytingar í samfélaginu gera það að verkum að fólk sækir á staði sem bjóða upp á fjölþætta þjón- ustu, góð atvinnutækifæri fyrir alla fjölskyldumeðlimi, menntun- araðstöðu og góða heilbrigðisþjón- ustu. Ekki verður hægt að skapa slíkt nema á fáum stöðum í land- inu, en slíka aðstöðu er hægt að skapa víðar en á höfuðborgar- svæðinu. Áhrif slíkra staða eru líka mikilvæg. Ör- yggi fólks í búsetu á nærliggjandi svæð- um vex og á þann hátt geta þessir þjónustukjarnar gjörbreytt búsetu- möguleikum á nokkuð stóru svæði. Á síðustu tíu árum hefur lands- mönnum fjölgaö um tæpt 1% á ári. íbúa- þróun verður hins vegar á þann veg að íbúum fækkar í öll- um landshlutum sem hlutfalli þjóðar nema í Austur- Skaftafellssýslu og á höfuðborgarsvæð- inu, en þar fjölgar um 26.000 manns en fækkar á landsbyggðinni um 12.000 manns. Ekkert bendir til þess að þama sé nein breyting á. Hraðinn í búferla- flutningi er nú meiri ef nokkuð er. Framangreindir þættir, sem hafa áhrif á búsetuval endurspegla þessa staðreynd. En hvað er til ráða? Það er löngu ljóst að aðgerð- ir stjórnvalda til að skapa fjöl- breytileika í atvinnumálum og tekjuöflunarmöguleika fyrir kon- ur jafnt og karla skipta gríðarlegu máli, en það eitt er ekki nóg. Menntun og félagslegt öryggi skipta líka miklu máli. Þar kemur hlutverk FSA inn í myndina. Hlut- verk sjúkrahússins er skilgreint. Það er héraðssjúkrahús fyrir Ak- ureyri og nærsveitir. Það er sér- greinasjúkrahús fyrir Norður- og Austurland og það er aðalvara- sjúkrahús fyrir landið allt. Styðja ætti þessa starf- semi í stað sífellds nið- urskurðar. Stefna ætti að enn víðtækara hlut- verki þess í heilbrigðis- þjónustunni í stað þess að láta alla þróun verða á höfúðborgarsvæðinu. Með slíkum aðgerðum væri hægt að efla heil- brigðisþjónustu fyrir Norður- og Austurland verulega og stuðla að fjölgun verðmætra starfa sem hafa áhrif á búsetuval. Nýbygging við FSA Stjórnvöld ákváðu að hefja byggingu nýrrar álmu við sjúkrahúsið og er hún nú upp- steypt. Sú stefnumörkun fól í sér úrbætur fyrir starfsemi sjúkra- hússins og var bamadeildin þar fyrst í röðinni. Vonir standa til að bamadeildin geti flutt í þetta nýja húsnæði innan skamms. Það er ljóst að fjárveitingar til þessa verkefnis snúast ekki bara um byggingu hússins. þær verða líka að taka mið af þeim aukna kostn- aði sem af slíkri breytingu leiðir. Fjárveitingar verða að gerast með öðrum hætti en frekari tilfærlsu fjármuna frá öðrum rekstrarþátt- um eða auknum hallarekstri - hvoragt má gerast. Stjórnvöld verða þvi að taka á málum þessa stóra sjúkrahúss með þeim hætti að hér skapist forsendur fyrir öfl- ugri og framsækinni heilbrigðis- þjónustu í stað niðurskurðar, fækkun starfa og atgervisflótta. Sigurður Jóh. Sigurðsson „Þessi staða í rekstri sjúkrahúss- ins er algjórlega óviðunandi og verða forsendur stefnumörkunar um hlutverk og skyldur sjúkra- hússins að taka mið af annarri hugsun en nú rikir.u Kjallarinn Sigurður Jóh. Sigurðsson bæjarfulltrúi á Akureyri Með og á móti Er gervigrasvöllurinn í Laugardal ónothæf slysagildra? Algjörlega ónýtur 110 ár „Það eru örugglega nokkrir tugir knattspymumanna sem geta sagt sögur af því er þeir meiddust á gervigrasinu í Laugardal. Meiðsli fjölda knattspyrnu- manna eru bein afleiðing af gervigras- inu. Gervigras- völlurinn er slysagildra. Þeir háu herrar sem ráða hafa horft yfir völlinn á góð- viðrisdegi að vetrarlagi og talið þetta vera í finu lagi. Ég efast um að þeir sem ráða ferðinni í þessum málum hafi nokkurn tíma leikið á þessum hættulega velli. Á meðal leikmanna gengur völlurinn undir nafninu strokleðrið. Grasið er svo stamt að ef menn stíga í fótinn þegar þeir lenda í samstuði gefur ekk- ert eftir. Liðbönd slitna eða menn fótbrotna. Þá er mjög slæmt að hlaupa á gervígrasinu í Laugardal. Það gefur ekkert eftir og allur líkaminn fer úr skorð- um, hryggsúlan skekkist, öll liða- mót, nári, bak, hné. Þrátt fyrir að menn sleppi við meiðsli era þeir marga daga að jafna sig eft- ir leik á gervigrasinu. Völlurinn er algjörlega ónýtur og hefur verið ónýtur i 10 ár. Lif- tími gervigrassins er löngu lið- inn og í raun helmingi meira en það. Menn verða að opna augun og gera eitthvað í málinu áður en fleiri knattspyrnumenn eyði- leggja heilu tímabilin eða feril- inn vegna meiðsla." Hefur dugað mjög vel „Mitt mat er að völlurinn sé ónothæfur til notkunar fyrir þá sem era að keppa í efstu deildum. Völlurinn er völlur síns tíma en hann var byggður samkvæmt þeim formúl- um sem þá giltu. Reykja- víkurborg hef- ur gert sér þetta fyllilega ljóst og í samn- ingnum við Þrótt, sem búið er að undirrita, stendur svo: „Reykja- víkurborg skuldbindur sig til að setja nýtt gervigras á völlinn og skal haft samráð viö aðalstjórn Þróttar um gerö og gæði. Hönn- un og undirbúningur skal hefjast á árinu 1997 og verkið boðið út 1998 og nýtt gerviefni lagt árið 1999. Miðað skal við að völlurinn uppfylli norrænar viðmiðunar- reglur fyrir gervigrasvelli og verði í samræmi við tillögur mannvirkjanefndar KSÍ.“ Þetta er staðfesting á því að Reykjavíkurborg, ÍBR, ÍTR og KSÍ era sammála um verkið hafi verið gott á sínum tíma en það sé úr sér gengið og menn ætla að endurgera þennan völl miðað við nútimaþarfir. Þannig standa málin með þennan ágæta völl. Hann hefur dugað mjög vel en það er með þetta íþróttamannvirki eins og önnur að það þarf að aðlagast breyttum forsendum og breytt- um gæðum sem alltaf era að bjóðast." -SK Kolbelnn Pálsson, framkvæmdastjóri íþróttabandalags Reykjavikur. Atli Eðvaldsson, þjálfari úrvalsdeild- arliðs KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.