Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Page 11
"Ar w UV ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Katalónskur tónlistarjöfur Við hefðum aldrei átt að yfirgefa hellana toienning PS... Skyldu leynast dulin boö einhvers staöar? Fundin leið til að njóta tveggja stjömu myndanna sem ríkissjónvarpið er svo lagið við að hafa upp á. Algert fjölmiðla- bindindi í heila viku. Ekki kvak tónlistar, ekki ómur manns- raddar, ekki skrjáf í blaði. í lok slikrar ein- angrunarviku er hnigið niður við tækið og stillt á seinni mynd ríkissjón- varpsins. Þannig gnæfði kvik- myndin Vide- odrome upp úr þanghafi íjöl- miðlasúpunnar. Söguþráðurinn var eins og sokkur kotbónda, aliur göt- óttur, sums staðar fúinn, annars staðar þófinn. Kotbóndinn er útdauður og sokk- urinn safngripur og það sama á við Vid- eodrome, sem er gerð 1982. Söfn eru þó mörg vegna þess að við viljum skoða for- tíðina og í því fólst hið flókna gildi myndarinnar. James Woods leikur forstjóra lítillar sjónvarpsstöðvar sem ætlar að verða stór á bláum myndum. Ljótur kall veit um James og ákveður að nota hann til að ná völdum yflr mannkyninu. Það gerir hann með því að framleiða myndbönd með duldri merkjasendingu sem hefur þau áhrif, að fólk verður samstundis hel- tekið af Videodrome, eins og myndbönd- in heita, og fær síðan heilaæxli og deyr af að horfa á þau. Ætlunin er, að ná fyrst völdum yfir James og síðan sjónvarps- stöðinni til að ná til fólksins. Fjölmiðlar Auður Haralds Ef maður spyr sig í miðri mynd, hvort ljóti kallinn hafi hugsað þetta til enda áður en hann byrjaði að leika i mynd- inni, þá er allt ónýtt. Hann gat bara stofnað sína eigin sjónvarpsstöð og náð strax til fjöldans, í stað þess að eyða tveimur árum og mannafla í að sölsa James undir sig. Eða, sem hvorki hann né höfundurinn höfðu athugað, að þegar alþýðan er öll farin úr heilaæxli, yfir hverjum ríkir maður þá? Þetta eru auðvitað smáatriði sem eigi skyldi hnýta í, því það er ekki um þetta sem verkið snýst. Heldur ___________ að það er hægt að senda fólki dulin skilaboð í hreyfimynd, sem það veit ekki að það hefur móttekið, en bregst samt við. Tæknin var þróuð sem auglýsinga- aðferð fyrir um tveimur áratugum og reynd á bió- gestum. Hún er fólgin í að skjóta meö jöfnu millibili einum auglýsinga- myndramma inn i söguferl- ið. Þessi eini rammi fer svo fljótt yfir, að auga og heili ná ekki að skrá hann, en skynja hann samt. í til- rauninni tókst að vekja þorsta áhorfenda þannig að þeir keyptu kók í stríðum straumum. Aðferðin var bönnuð. Leynilegur heilaþvottur er hægri akrein Videodrome. Sú vinstri lýsir ótt- anum viö að ný tækni, myndböndin, gefi áður ómöguleg tækifæri til misferlis: Þegar búið er að heilla James með dul- merkjunum, er hann næst forritaður til að drepa með myndbandsspólu í kviðar- holinu. Öll ný tækni sem höfðar til hins vitræna í manninum hefur vakið þennan ótta. Videodrome er því um leið mynd um andstöðu miðaldakirkjunnar gegn út- breiðslu leskunnáttu. Þess utan þarf ekki háþróaða tækni til að heilaþvo, Rússar náðu ágætum árangri með því að hvolfa blikkfotu á höfuð hinna óhreinu og berja í hana með hamri í vikutíma. Opnun Listahátíðar Listahátíð fór formlega af stað upp úr hádegi á laugar- daginn var. Opnunarhátíðin var haldin undir beru lofti, sem er áhættusamt um miðjan maí (eins og reyndar alla aðra mánuði á íslandi), og forsvarsmenn Listahátíðar höfðu lengi nauðaö í máttarvöldum um gott veður. Þegar til kom reyndust þeir eiginlega helst tO bænheit- ir því svo lygnt var í rokrassinum Reykjavík, meira að segja niðri við höfn, að flugdrekar áttu bágt með að fljúga. Þó sáust ýmis kvikindi á lofti sem glöddu bömin, fuglar, leðurblökur, stakur kattarhaus eins og í Lisu í Undralandi, hálfir menn og fleira. Fljótlega fór fólk að raða sér upp meðfram merktri gangbraut sem Margrét Þór- hildur Danadrottning, drottningarmaður, forseta- hjónin íslensku og fleiri ætl- uðu að ganga um hafiiar- bakkann að Hafharhúsinu. Kom fyrirfólkið á réttum tíma og arkaði brosleitt um höfnina í góðviðrinu. Svo var skundað inn í þröngt og lítt hrjálegt port Hafnarhússins þar sem setningarathöfnin fór fram. Veður var hið besta, hlýtt og sól braust öðru hverju fram úr skýjum. Þegar þrjár ræður voru búnar kvað við mikill undir- gangur í portinu, engu líkara en skollið hefði á gríðarlegt þrumuveður með samfelldum þramum. Þar var þó ekki Ása-Þór með hamar sinn á ferð heldur dansarar frá svörtustu Afríku í litríkum klæðum sem sungu við raust, æptu og börðu bumbur. Galdurinn virkaði ekki alveg strax, en þegar Ingibjörg Sólrún var að kynna Erró, listaverkagjöf hans og sýningu fyrir gestum steyptist skyndilega úr loftinu mikið haglél. Vora höglin svo stór að þau hoppuðu og skoppuðu á stól- unum sem fyrirfólkiö flúði í ofboði - það er að segja það sem ekki var með regnhlíf. Þetta var sjón að sjá. Hvað eyðileggur prótokolla? Fólkið sem flúði stólana leitaði skjóls undir svölum hússins því enginn mátti fara inn í Hafnarhúsið á undan drottningu. Þegar amma og bamabam komu þar í dyrn- ar var fyrir veggur af Sekurítas-mönnum og starfsfólki Listasafns Reykjavíkur og sagði: því miður, drottningin á að ganga fyrst í salinn. „En bamið þarf að pissa," var hvíslað. Ekki hafði orðinu fyrr verið sleppt en langmæðg- um var kippt inn og þær lóðsaðar hratt baka til á salemi. Bam sem þarf að pissa leysir sjálfkrafa upp allar regl- ur, jafhvel konunglega prótokolla. Ólöf Nordal fyrsta „kona" Errós Erró gerir ekki endasleppt við landa sína. Hann hefur þegar gefið Listasafhi Reykjavíkur þúsundir listaverka og hyggst bæta við, fylla upp í skörð í gjöfina, eins og fram kom i viðtali við hann í DV á laugardaginn. Hann hefur líka stofnað sjóð til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur, og ætlunin er að veita ungri listakonu styrk úr þessum sjóði árlega. „Erró ger- ir sér grein fyrir því að í ungu listakonunum er hið upp- rennandi afl,“ sagði Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Kjarvalsstaða. Fyrsta konan sem hlýtur styrk úr sjóðnum, 250 þúsund krónur, er Ólöf Nordal sem mikla athygli hefur vakið undanfarin ár. Síðustu sýningu hennar lauk núna 10. maí í Galleríi Ingólfsstræti 8. Hún hét Corpus dulcis upp á latínu eða Hið sæta hold, og var á sjálfum David eftir Michelangelo - nema Ólöf steypti hann í súkkulaði sem gestir gæddu sér á. Uppátækið vakti hrifningu gagnrýnenda og annarra gesta - enda var súkkulað- ið einstaklega gott - og sýningin minnti táknrænt á páska, krossfest- ingu, altarisgöngur og allt sem þeim fylgir. En auk trúarlegrar merkingar verksins sá listrýnir DV, Áslaug Thorlacius, í því „mjög svo munúð- arfulla erótíska merkingu" og líka femíníska undiröldu: „Kona sem steypir sér karlmann úr súkkulaði, hlutar hann niður, gæðir sér á honum og býður öðrum með sér hefur unnið ákveðinn sigur yfir hinni illsigranlegu karlímynd. Hún mildar hana með sætubragðinu og lítillækkar hana síðan með því að leggja hana á borð og bjóða til átu.“ Áslaug bendir þó á að allt sé þetta þversagnakennt, því við etum líkama Krists og í því felst upphafning, ekki niðurlæging. (DV 6.4. 1998) „Hugaður, fágað- ur, dularfullur og heillandi." Þannig lýsti spænskur tón- listargagnrýnandi katalónska tónlist- armanninum Jordi Savall sem verður hér við þriðja mann á Listahátíð. Gagnrýnendur þar syðra eiga þaö að vísu til að vera dáldið hástemmdir þegar þeirra eigin afreksmenn eiga í hlut, en því verður tæplega á móti mælt að Savall hef- ur boriö ægishjálm yfir tónlistarmenn í landi sínu á und- anförnum tuttugu árum og þá einkum í krafti fjölhæfni sinnar. Það er hins vegar ekki fyrr en á allra síðustu árum fyrir tilstilli Auvidis-útgáfurm- ar að hróður hans hefur borist út fyr- ir Spán og Frakk- land. Savall hóf feril sinn með kvartettinum Hespérion XX árið 1974 en hann hafði að markmiði að vekja áhuga manna á gam- alli tónlist, ekki síst ríkulegri tónlistar- hefð Spánverja en fór á endanum vítt og hreitt um evrópska tónlistarsögu til foma. Með Savall í þessum kvartett var framúrskarandi söngkona, Montserrat Figueras, sem tekið hefur þátt í ýmsum verkefnum með honum. Savall lét sér ekki lengi nægja að leika á gömul strengjahljóðfæri - hann er með- al annars snillingur á gömhu - heldur færði sig upp á skaftið, gerðist hljóm- Jordi Savall. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson sveitarstjóri, músíkólóg, upptökustjóri og loks skipuleggj£mdi margháttaðra tón- listarviðburða. Sterkasta hlið hans er óneitanlega eldri tónlistin, frá ævagam- alli gyðinglegri kirkjutónlist til barokk- tónlistar, spænskrar og ítalskrar. Barokkupptökur hans hugnast undirrit- uðum alveg sérstaklega; þær hafa til að bera allt að því rómantíska hlýju, án þessa að upp rakni hin stranga bygging sem er aðal allrar góðrar barokktónlist- ar. Og ávallt er í öllum upptökum hans hreint og tært „músíkalítet" í bland við þá andagift sem Spán- verjar kalla „duende" en Kjarval hefði liklega kallað „gilligogg“. Á upphafsreit Savall lætur jafiivel að stýra stóram hljómsveitum og kórum og tríóum og kvartettum. Með allra áhrifamestu kórapptökum sem ég þekki er geislaplata sem ber nafn- ið Offertorium en þar fer Savall með katalónskum kór og hljóm- sveit gegnum sögu kirkjutónlistar á Vesturlöndum frá 13. öld og fram á daga Mozarts. Hins vegar lætur Savall ekki eins vel að spila rómantíska tón- list, hvað sem veldur, eins og sannaðist á nýlegum upptökum hans á sinfóníum Beethovens. Þær hljóma óaðfinnanlega en þó einkennilega, eiginlega eins og Jó- hann Sebastian Bach hafi samið þær. Og nú stendur til aö Savall flytji tón- list í Hallgrímskirkju ásamt Montserrat Figueras og öðram tónlistarmanni. Þar með er hann aftur kominn á upphafsreit, bæði á eigin ferli og fyrir okkur íslend- inga. Þá er bara að vona að kirkjan, með sínu kalda yfirbragði og vonda bergmáli, yfirskyggi ekki þá ástríðumiklu en fág- uðu tónlist sem Savall og tónlistarmenn hans munu færa okkur. Jordi Savall - Vingt ans de Hespérion XX Auvidis 1994 Jordi Savall - Meslanges Royaux Tónlist frá tímum Loðvíks XIII og Loð- víks XIV Auvidis Jordi Savall - Offertorium Auvidis Umboð á íslandi: JAPIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.