Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 2
2 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 JjV fréttir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hefur áhyggjur af landsbyggðinni: íbúatala á Akureyri verði tvöfölduð DV, Akureyri: „Ég hef bara ekki fengið neinn til að hlusta á mig og þessar skoðanir mínar til þessa. Ég held að menn vilji ekki heyra þetta,“ segir Sigur- geir Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel- tjamamesi, en hann segir það brýnt verkefhi fyrir stjómvöld og bæjaryf- irvöld á Akureyri að vinna að því að byggja Akureyri upp sem 30 til 40 þúsund manna bæ á næstu árum og skapa þar með áþreifanlegt mót- vægi á landsbyggðinni gagnvart höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst að menn hafi stungiö höfðinu í sandinn en staðreyndin er sú að við höfum ekki efni á aö byggja upp nema einn kjama í einu. Ég vil að við búum i alvöru til öfl- ugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið og það er rökrétt að það gerist á Ak- ureyri. Menn í öömm landshlutum verða bara að doka við á meðan það gerist. Á meðan við höldum áfram að drita fjármagninu í allar áttir heldur fólkið bara áfram að flýja landsbyggðina til höfuðborgarsvæð- isins. Ég vil sjá Akureyri sem 30 til 40 þúsund manna borg og get séð fyrir mér að þannig væri staðan orðin eftir 10 til 15 ár. Það ætti alveg að vera hægt ef menn einbeittu sér að því. Ég ætla ekki að fara að segja mönnum til varðandi hvemig þetta ætti að gerast en ég get sagt og hef sagt að mér hafa fundist Akureyr- ingar allt of kurteisir og óframfærn- ir, þeir eiga að bjóða Akureyri miklu meira fram en þeir hafa gert. Þeir eiga t.d. að búa til stórhuga skipulag sem sýnir að þeir geta tek- ið við öllu þessu fólki en auðvitað þarf hið opinbera að koma að þessu máli. í mínum huga er það til dæm- is sjálfsagður hlutur að rannsóknar- stofnanir atvinnulifsins séu á Akur- eyri í tengslum við háskólann þar. Við hér á suðvesturhomi landsins emm fyrst og fremst neytendur en ekki framleiðendur og ég gæti nefnt fleira. Þar sem byggðastefna hefur tekist eins og t.d. í Noregi byggðu menn Tromsö upp á um 15 árum og íbúatalan þar var þrefölduð. Þetta er auðvitað meira en að segja það en um leið og menn setja þetta af stað þá byrjar boltinn að rúlla og margfeldisáhrifin eru geysi- lega mikil. Þegar þessi vinna er haf- in fara hlutimir að gerast, þjónust- an eykst, boðið verður upp á menn- ingu sambærilega við það sem ger- ist hér á suðvesturhorninu og fjöl- breytni í atvinnulífinu eykst. Þetta hefur ekki svo beint með fjárhag Akureyrarbæjar að gera því svona nokkuð verður ekki gert nema með beinum stuðningi ríkisvaldsins sem verður að breyta sinni byggða- stefnu. í staðinn fyrir að tala um fimm kjama til að afla sér vinsælda í öllum landsfjórðungum verða menn að forgangsraða, annars verð- ur ekki neitt úr neinu. Ég byrjaði að vekja máls á þessu fyrir um 12 árum þegar ég skrifaði leiðara í blaðið Sveitarstjómarmál en fékk sáralítil viðbrögð. Það er líka spuming hvort bæjarstjóri á höfuðborgarsvæðinu á að vera að beijast fyrir byggðamálum á lands- byggðinni. Mér finnst þetta hins vegar vera orðið svo alvarlegt mál að á því þurfi að taka. Ég vil að fólk á landsbyggðinni, sem vill breyta til, hafi um annað að velja en fara beint hingað á höfuðborgarsvæðið. Mér fmnst samvisku minnar vegna að ég geti ekki setið lengur á mér að vekja athygli á þessu máli. Ný bæj- arstjórn á Akureyri ætti að taka þetta mál upp af alvöru og gera þetta að baráttumáli sínu,“ segir Sigurgeir. -gk Brot á mannréttindum - sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og vitni fyrir dómnum Málaferli hófust í gær í Héraðs- dómi Reykjavíkur í hnefaleikamálinu svokallaða. Fjórmenningamir Bubbi Morthens, Fjölnir Þorgeirsson, Sigur- jón Gunnsteinsson og Ólafúr Hrafh Ásgeirsson vom kallaðir til yfir- heyrslu fyrir dómnum en þeir era ákærðir fyrir að kenna og keppa í hnefaleikum. Ákærandi er Lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavík. Krafist er að fjór- menningamir verði dæmdir til refs- ingar. Þann 16. október sl. fór fram sýning eða keppni í ólympískum hnefaleikum í húsakynnum Hnefa- leikafélags Reykjavíkur sem sjónvarp- að var beint á Stöð 2. Fjölnir og Sigur- jón vora keppendur, Ólafur Hrafn var dómari og Bubbi lýsti þvi sem fram fór. Fiölnir var fjarverandi í dómsaln- um i gær. Sækjandi í málinu, Hrand Haf- steinsdóttir, gekk út frá því að þama hafi verið hnefaleikakeppni á ferð- inni. Ákærðu töldu hins vegar að þarna hefði verið á ferðinni sýning á ólympískum hnefaleikum. Hnefaleik- ar vora bannaðir á íslandi með lögum 1956. Barátta ákærðu í réttarsalnum gengur út á að ólympískir hnefaleikar séu önnur íþrótt en atvinnuhnefaleik- ar meö mun strangari reglum og mun minni hættu á líkamstjóni. Þeir vilja fá að lögleiöa ólympíska hnefaleika. Ailt önnur íþrótt „Þetta var sýning á hvemig keppni í ólympískum hnefaleikum fer fram. Það var t.d. ákveðið fyrirfram að hvorugur yrði úrskurðaður sigurveg- ari. Með þessari sýningu ætluðum við að ýta á að fá þessa grein lögleidda og komast inn í ÍSÍ,“ sagði Sigurjón fyr- ir dómnum. Aðspurður sagðist hann Fáksmenn halda hvítasunnukapp- reiðar um helgina eins og venjan er. Að þessu sinni er bragðið út af vananum og dagskránni raðað upp á annan máta en hestamenn hafa van- ist undanfarin ár vegna veðreiða sem Fáksmenn hyggjast endurreisa. Veðreiðunum verða gerð sérstök skil á mánudag, annan í hvitasunnu, og verður hægt að veðja á úrslit í hafa stofiiað Hnefa- leikafélag Reykja- víkur á síðasta ári ásamt Ólafi Hrafhi. Sigurjón sagði að um 100 manns væra í félaginu. Hrund sækjandi spurði hver mun- urinn væri á ólympískum hnefaleik- um og atvinnuhnefaleikum. „Ólympískir hnefaleikar era allt fjórum greinum kappreiða, 150 og 250 metra skeiði og 350 metra og 800 metra stökki. Gæðingar hafa verið dæmdir í vikunni og í dag, laugardag, verða úrslit í öllmn flokkum gæöinga. í A-flokki voru skráðir til leiks 46 hestar, 43 í B-flokki og 34 í tölti. í dag hefst dagskráin klukkan 9 með yfirlitssýningu kynbóta- önnur íþrótt. Þar verða keppendur að vera með höfuðhlif og öðravisi hanska en í atvinnuhnefa- leikum. Það er barist í styttri tíma, aðeins þrjár lotur. Reglumar era strangari. Það er bannað að kýla fyrir aftan olnboga og í hnakkann. Sigur byggist á því hvor skorar fleiri stig en Margt fallegra gæðinga veröur á hvítasunnukappreiðum Fáks að þessu sinni. DV-mynd E.J. hrossa, klukkan 12 hefjast úrslit í ungmennaflokki og síðan rekur hver flokkurinn annan. Á mánudaginn hefjast veðreiðar klukkan 12. -E.J. ekki endilega og raunar mjög sjaldan á rothöggi,“ sagði Sigurjón. Bubbi og Ólafúr Hrafii tóku undir það sem Sig- uijón sagði. Bubbi sagði að í kanadískum læknaskýrslum kæmi fram að um 98 prósent keppenda í ólympískum hnefaleikum heföu ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hann benti einnig á að á nýafstöðnu Evrópumóti í íþróttinni hefði enginn keppandi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hljóp kapp í kinn Hrund vísaði í lögregluskýrslu þar sem haft var eftir Fiölni að hann hafi talið að um keppni væri að ræða. í skýrslunni er jafnframt haft eftir Fjölni að hann hafi ætlað að verða ís- landsmeistari í ólympískum hnefa- leikum. Siguijón sagðist hafa rætt við Fjölni fýrir keppnina og taliö sig hafa gert honum grein fyrir að einungis um sýningu væri að ræða. Fram kom að Fiölnir hafi veitt Siguijóni blóðnas- ir í hringnum. Sigurjón sagði að þeim hefði hlaupið kapp í kinn í hringnum sem ekki hafi átt að gerast. Hrund spurði hvort þeir teldu löglegt aö halda umrædda keppni og brjóta þar með í bága við lög. Bubbi svaraði þvi: „Ég geri mér grein fyrir því að hnefaleikar era bannaðir með lögum. En ég tel vera glufu í lögunum þar sem ekki er tekið fram hvers konar hnefaleika á að banna. Ólympískir hnefaleikar eru allt öðravísi en þeir hnefalekar sem bannaðir voru fyrir 42 árum.“ Hrund endurtók spuminguna um hvort þeir teldu sig vera að bijóta lög. Þá neitaði Bubbi að svara í sam- ráði við lögmann sinn. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, var kallaður sem vitni fýrir dóminn. Hann sagði að ÍSÍ gæti ekki tekið hnefaleika inn í sambandið í óþökk við lög. „Afstaða ÍSÍ er sú aö öllum sé frjálst að stunda íþróttagreinar eins og þeim lystir og taki eigin áhættu í því. Mín persónulega afstaða er sú að það sé brot á mannréttindum að banna ólympíska hnefaleika á ís- landi,“ sagði Ellert. Sigurbjöm Sveinsson læknir var einnig kallaður fram sem vitni. Sig- urbjöm benti á rannsókn frá Austur- riki um augnmeiðsli í ólympískum hnefaleikum. Aðspurður sagði hann að höfuðhlíf drægi ekki svo mikið úr höggi aö það yrði hættulaust. Málaferli hófust í gær i hnefaleikamálinu: Bubbi Morthens og Sigurjón Gunnsteinsson á leið í dómsalinn í gær. Þeir eru ákærðir í hnefaleikamálinu ásamt Fjölni Þorgeirssyni og Ólafi Hrafni Ás- geirssyni. DV-mynd Hilmar Þór Hvítasunnukappreiðar: Með breyttu sniði stuttar fréttir Meirihluti í Vesturbyggð S-listi og D-listi hafa myndað j meirihluta í Vesturbyggð. fýrstu j tvö ár kjörtímabilsins verður Jón j B.G. Jónsson af S-lista forseti bæj- arstjómar en Haukur M. Sigurðs- I son frá D-lista formaður baejarráös. jj Auglýst verður eftir bæjarstjóra. Meirihlutaviðræður K-listi og D-listi í ísafjarðarbæ j munu halda meirihlutaviðræðum sinum áfram á Þingeyri í dag. Full- * trúar listanna ræddu saman á j. fimmtudag og gengu þær viðræður | vel. Bylgjan sagði frá. Bók um Sigurð Háskólaútgáfan hefúr nýlega sent ! frá sér bókina í * tíma og ótíma í til- efhi af sjötiu ára afmæli Sigurðar A. Magnússonar j rithöfundar. Bók- i in inniheldur ræður og ritgerðir ; Sigurðar frá seinni árum. Viðurkenning j Landssamband slökkviliðs- I manna, átakið „Sigrum slysin á j heimavelli", Skipulags- og úmferð- j amefnd Reykjavíkurborgar, lög- j reglumenn sem sinna umferðar- j fræðslu bama og unglinga og Ólaf- ur Ólafsson landlæknir fengu á j fostudag viðurkenningu Rauða j kross íslands fyrir framlag til slysa- j vamabama. Vigdís heiðruð Marbacksjóður- inn hefur veitt } Vigdísi Finnboga- j dóttur, fýrrver- anda forseta ís- lands, heiðurs- ( verðlaun sem kennd era við sjóðinn. Verðlaunin fær Vigdís fýr- : ir störf sín í þágu menningar og í mannúðarstefnu. Þýskuþraut Félag þýskukennara hefur veitt ; þremur íslenskum framhaldsskóla- i; nemum verðlaun fyrir afburða ár- j angur í þýsku og sigur í keppninni i Þýskuþraut ‘98. Þær Lára Eggerts- : dóttir og Anna Hugadóttir fá mán- j aðardvöl í Þýskalandi í viðurkenn- j ingarskyni og Hilmir Ásgeirsson j verður fúlltrúi íslands á Eurocamp i ‘98 þar sem 80 nemendur frá Evr- ópu koma saman. Græða duglega Frá júní til loka desember högn- ' uðust íslenskir aðalverktakar um ! 215 milljónir króna. Rekstrartekjur j félagsins námu rúmlega þremur i milljörðum króna á þessu tímabili i og teljast eignir þess vera rúmlega 4,2 milljarðar króna. Meiri þorskur Sjávarútvegs- * ráðherra hefur ; ákveðið að leyft verði að veiða 250 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári og er það aukning upp á 35 þúsund tonn frá síöasta fiskveiði- ári. Leyft verður að veiða 35 þúsund tonn af ýsu, 70 þúsund tonn af síld, I 60 þúsund tonn af úthafsrækju, 65 j þúsund tonn af karfa og 30 þúsund j tonn af ufsa. Þetta er að mestu í sam- j ræmi við tillögur Hafró. B og F saman Gengið hefúr verið frá meiri- j hlutasamstarfi B- og F-lista á Aust- ur-Héraði. Broddi Bjamason, efsti j maður B-lista, veröui- forseti bæj- j arstjómar og Jón Kr. Amarson, ! efsti maður F-lista, verður formað- ur bæjarráðs. Starf bæjarstjóra í verður auglýst um helgina. Bylgj- an greindi frá. Kæra kosningar Félag óháðra borgara í Garði, j sem bauð fram I-lista, hefúr kært úrslit sveitarstjómarskosninganna. í Garði réð eitt atkvæði úrslitum og efast I-lista menn um aö eitt at- kvæði sem greitt var utan kjörfund- ar hafi verið haft með í talningu. Þeir vilja ógilda kosningamar. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.