Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 4
I 4 fréttir LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 T>V Hálogalendingurinn, hvalfangarinn og stórþingsmaðurinn Steinar Bastesen í DV-yfirheyrslu: Spikið fer í haust DV, Ósló: Hvencer fara þessi 100 tonn af hvalspiki sem verslunin Nóatún hef- ur keypt af þér til íslands? „í haust - september eða október eða þar um bil - en það er engin spurning um að spikið fer.“ Hefur þú þá fengiö útflutningsleyfi frá Peter Angelsen sjávarútvegsráö- herra? „Nei, en máliö er loksins komið inn á hans borð og hann lofar mér svari í næstu viku. Lögspekingarnir í utanríkis- og sjávarútvegsráöuneyt- unum eru búnir að vera sjö mánuði að leita að lagagrunni til að banna mér að flytja spikið út. Þeir hafa ekk- ert haldbært fundið og nú verður Angelsen að taka af skariö og segja já eða nei.“ Hvort heldur þú aö svarió veröi, já eöa nei? „Það verður nei og hann lætur setja lögbann á útflutninginn. Lög- bannið verður dæmt ólöglegt og spikið fer til íslands í haust. Þetta veit Angelsen og hann vill sjálfur dómsúrskurð svo hann geti sagt: Við höfum reynt að stoppa útflutninginn en norsk lög duga ekki til. Við verð- um að fara að lögum og þess vegna fer spikið til íslands." Af hverju hefur þaö tekið sjö mán- uði aö koma málinu inn á borö til ráöherra? „Ja, af hverju? Það er bandaríski mótmælaiðnaðurinn sem stjórnar gerðum spekinganna í ráðuneytun- um. Þeir halda að allt muni farast ef það heyrist tist frá Bandaríkjunum. Hér eru sömu öflin að verki og báðu um að hringt yrði frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík í Júlíus kaupmann í Nóatúni og hann yfir- heyrður um hvað hann ætli að gera við spikið. Það er bandaríski mót- mælaiðnaðurinn sem stendur að baki þessu öllu. Annars væri banda- ríska sendiráðið ekki að hafa áhyggj- ur af hvaða matur er seldur í Nóa- túni.“ Hefur Peter Angelsen beöiö þig aö hœtta viö útflutninginn á spikinu? „Já, en ekki formlega sem ráð- herra. Við erum hins vegar vinir og hann hefur beðið mig perónulega að hætta við allt og leysa þannig mál- ið. Það geri ég aldrei og ég hætti ekki fyrr en spikið er farið til ís- lands. En ég skil vel að Angelsen vill fá mig til að losa sig úr klíp- unni.“ Nú sagöi Angelsen viö DV á dög- unum aö hann myndi gera þig ábyrgan fyrir öllum skaöa sem Norð- menn yröi fyrir ef spikið fœri til ís- lands. Þá átti hann viö tapaöa fisk- markaöi og fækkun feröamanna. „Fínt mál, fínt mál en ég vil þá fyrst fá að sjá skaðann. Hann veröur nefnilega enginn og það eina sem gerist er að Norðmenn fá ókeypis auglýsingu fyrir sjávarafurðir sínar og ferðamenn munu streyma til landsins sem aldrei fyrr. Útflutning- urinn er bara auglýsing fyrir Noreg, ha. Mótmæli eru ókeypis auglýsing og hafa til þessa verið mikilvægur þáttur í að selja hvalaafurðir." Snýst ekki allt þetta mál um aó þú situr uppi meö 100 tonn af spiki sem þú getur ekki selt? „Nei, það eru ekki eiginhagsmunir sem ráða gerðum mínum. Ég á ekkert af þessu spiki sjálfur og ég verð ekki fyrir neinu tjóni þótt það seljist ekki. Þetta er hugsjónabarátta. Það er grundvallaratriði að við fáum að nýta Steinar Bastesen segir aö norski sjávarútvegsráöherrann muni í næstu viku neita honum um útflutningsleyfi á hval- spiki til íslands. Eftirleikurinn segir hann aö veröi auöveldur: Sigur yfir ráöherranum fyrir dómi og svo fer spikiö til íslands í haust. DV-mynd Gfsli Kristjánsson auðlindir hafsins og þá allar auðlind- irnar. Ef við gefum eftir I hvalveiði- málinu þá er þorskurinn næstur. Ég veit að CNN er að undirbúa herferð gegn fiskveiðum í júní. Það er ekki eitthvað sem gæti gerst. Það er ákveð- iö.“ Hvaö sitja Norömenn uppi meö mikiö af óseldu hvalspiki? „Það eru eitthvað um 400 tonn. Það sem eftir verður þegar 100 tonn eru farin til Islands verður brætt og olían notuð í mat eða sem heilsu- vara. Norska ríkið ætlar að kosta bræðsluna og svo er eftir að sjá hvort hægt verður að selja olíuna." Voru þaö vonbrigöi aö íslending- ar hefja ekki hvalveiöar að nýju í vor? „Já, það hefði skipt miklu ef ís- land hefði komið inn í hóp hvalveiði- þjóða að nýju en ég veit að það er mikil og sterk andstaða gegn hval- veiðum á íslandi. Ég skil aftur á móti ekki af hverju allur sjávarút- vegurinn á íslandi er á móti hval- veiðum. Það er óskiljanlegt, alveg óskiljanlegt. Þetta er ekki barátta fyrir hvalveiðum heldur fyrir að nýta auðlindir hafsins og fiskurinn er næstur á dagskrá.“ Norómenn sæta nú vaxandi gagn- rýni fyrir óábyrga fiskveiöistjórnun og ofveiöi. Verður ekki erfitt aö sitja bæöi undir gagnrýni fyrir rányrkju og hvalveiöar? „Jú, þetta er alvarlegt mál með þorskstofninn en ég hef ekki trú á að ástandið sé eins slæmt og fiskifræð- ingarnir vilja vera láta. Þetta er mest hræðsluáróður og hér verður ekkert hrun. En við verðum að fara varlega og auka rannóknirnar. Það er rétt. Hafrannsóknastofnunin hérna er alltof fáliöuð." VIIRHEYRSlft Gísli Kristjánsson Fiskifrœöingarnir vilja skera kvótana niður um þriöjung og á sama tíma stendur Smugan opinfyr- Fyrirveiöum allra sem vilja. Er þetta ekki slæm staöa fyrir Norömenn? „Jú, mjög slæm og verst fyrir Norðmenn. Það væri hægt að leysa þessa deilu með samningi sem gerði ráð fyrir kvótum fyrir íslendinga í norskri lögsögu og réttlæta samning- inn með sérstöðu landsins. Það er fordæmi fyrir því í gildandi hafrétt- arsáttmála. Þá væri hægt að loka alla sjóræningjana úti og um leið auðvitað íslensku sjóræningjana sem gera út skip frá Karabíahafinu. Vandinn er bara að það eru svo margir á íslandi sem enga samninga vilja og það er kannski höfuðvand- inn.“ Hve mikinn kvóta vilt þú láta? Tíu þúsund tonn? „Það væri vel hægt að una við þá tölu en tala er ekki aðalatriði heldur að leysa deiluna.“Huaó meö aö loka Smugunni meö því aófœra efnahags- lögsöguna út 1250 mílur eins og Ang- elsen vill? „Það er alltof flókið mál lagalega og of seinlegt að ná alþjóðlegu sam- komulagi um slíka lausn. En kannski íslendingar vilji styðja 250 mílurnar og fá kvóta í staðinn, ha?“ Ætla norskir sjómenn þá aö sitja aögeróalausir og horfa á íslendinga moka upp fiski í Smugunni í sumar á sama tíma og þeirra eigin kvótar verða skornir niöur? „Það er nú ekkert mok í Barentshafinu núna. Þetta eru grindhoruð kvikindi sem þeir eru að fá. En kannski koma íslending- ar og taka þessa titti í flottroll í sumar og við getum ekkert gert. íslendingar eru þegar búnir að taka 200.000 tonn í Smugunni og það er ein ástæða þess að afli fer minnkandi núna. Verst er að Smugudeilan leiðir bara til að óvinátta Norðmanna og íslendinga eykst og það nýtir bandaríski mótmælaiðnaðurinn sér. Hann græðir á sundurlyndi fiskveiðiþjóðanna og hefur þaö á endanum í gegn að allar veiðar verða bannaðar. Það er þetta sem er vandinn og þess vegna ættu Norðmenn að gera allt til að ryðja þessari Smugudeilu af borðinu." Sverrir sannspár Bankastjórinn fyrrverandi, Sverrir Hermannsson, spáði því í | frægum greinum í Morgunblaðinu að mikil læti yrðu þegar Lindar- málið brytist fram á þingi og fjölmiðlum. Hann talaði um yf- irhylmingar í því sambandi. Nú er komið í ljós að Ríkisendurskoðun taldi rétt að kanna lögsókn á framsóknar- manninn Þórð Ingva Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Lindar. Bankaráð Landsbankans vildi að Finnur Ingólfsson tæki af skarið en hann sendi það aftur til bankans. Svo j virðist sem málinu hafi að lokum I verið stungið undir stól. Það virð- ist þvi augljóst í dag hvað Sverrir átti við með yfirhylmingum og hann hefur reynst sannspár um framvindu málsins... Hlutleysi Mikið hefur veriö rætt um fréttastjóra Sjónvarps sem þykir af mönnum hægrisinnuðum ekki nægilega vel kvæntur og þykir sumum að forsjár- hyggja hægri manna sé komin út í öfgar. Stöð 2 féll ekki í þá gryfju að leyfa pólitíkusum að valsa um sali fyr- ir kosningar. Til dæmisfékkEin- ar Sveinbjöms- son, framsóknarmaður úr Garða- bæ, ekki að flytja landsmönnum fréttir af veðri og spá um himna- skap morgundagsins. í því hefði líklega falist mikil hætta á að hann færi að lofa góðu veðri í Garðabæ... Næsti varaformaður Það styttist i baráttuna um hver verður varaformaður Sjálfstæðis- flokksins eftir að Friðrik Sophus- son kveður endanlega. Ekki er jafnvíst og áður að Björn Bjamason verði varaformað- ur. Hinn nýi fjár- málaráöherra, Geir H. Haarde, vex að vinsældum og talið er að hann ynni næsta auðveldlega færi hann í slaginn. Kon- ur innan flokksins telja tíma kom- inn á að ein þeirra verði varafor- maður, og helst er litið til hins nýja formanns þingflokksins, Sig- ríðar Önnu Þórðardóttur. Yrði hún varaformaður hefði það alvar- legar afleiðingar fyrir Áma M. Mathiesen, sem eÚa er sjálfkjör- inn leiðtogi flokksins í Reykjanes- kjördæmi eftir að Ólafur G. Ein- arsson hættir... Kratar reiðir? Það var lítil gleði í herbúð- um Akureyrar- listans kosn- inganóttina, _____ enda yfir litlu að gleðjast Listinn sem var boðinn fram a allaböllum, krötum og kvennalista konum fékk aöeins tvo bæjarfull trúa en væntingar höfðu verið un fióra. Á Akureyri er mikið pískrac um að fjölmargir kratar hafi „svik ið lit“ í kjörklefanum vegna þess áð Ásgeir Magnússon, oddviti Ak ureyrarlistans, tók undir kyrr stöðutal Sjálfstæðisflokksins á þv kjörtímabili sem er að ljúka. Ás geir var reyndar í þeirri erfiðu að stöðu að leiða framboð þar sen kratar voru í fráfarandi meirihlutí bæjarstjórnar en Alþýðubandalaf og Kvennalisti ekki... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is ■ - < <■ M < K I i i '1 5 1 - r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.