Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 11
DV LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 11 Finnur Ingólfsson viðskiptaráö- herra er lentur í margháttuðum vandræðum vegna Lindar hf. og hefur ekki komist í hann krapp- ari. Þingmenn ásaka hann um að hafa sagt þinginu ósatt þegar spurt var á sínum tíma út í mál- efni Lindar. Þeir saka hann sömu- leiðis um aö hafa ekki upplýst það um greinargerð Ríkisendurskoð- unar um Lind sem barst honum fyrir tveimur árum. Þar var lagt til að rannsókn yrði gerð, m.a. á háttsemi framkvæmdastjóra Lindar með tilliti til mögulegrar málsóknar. Frægasti Qandi Finns, Sverrir Hermannsson, er þungorðastur í garð ráðherrans. Hann segir um- búðalaust að Finnur hafl verið að vernda flokksbróður sinn, Þórð Ingva Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lindar. Sverrir segir berum orðum að afskipti Finns af Lindarmálinu séu yfirhylming af hálfu hans og Framsóknar og staðhæfir að fyrr- verandi formaður flokksins hafl átt að nota áhrif sín á bankaeftir- litið til að sjá um að það héldi að sér höndum. Því er að sjálfsögðu mótmælt af öllum viðkomandi. Lykilatriðin Á blaðamannafundinum ítrek- aði Kjartan Gunnarsson, fyrrver- andi formaður ráðsins, að ráðherra hefði ekki talið ástæðu til að fara að ábendingum Ríkisendurskoðunar. Aðrir bankaráðsmenn hafa sagt að ákvörðun bankaráðsins um að óska ekki eftir rannsókn hafi byggst á að þeir litu svo á að hún væri tekið í samráði við Finn. Því neitar ráðherrann staðfastlega og kveðst ekki eiga lagalega aðkomu að málinu. Á blaðamannafundinum kom þó fram hjá Kjartani að gegn því mæla bæði lög og hefð í samskipt- um bankans og ráðuneytisins. í sama farveg hníga lagaskýringar fræðimanna. Ráðherrann kann því að eiga krappan dans fyrir höndum vegna tvenns konar ásakana: Annars vegar um að hann hafl sagt þing- inu ósatt og hins vegar að hann beri ábyrgð á því að ekki var far- ið að upphaflegri ósk Ríkisendur- skoðunar um rannsókn á flokks- bróður hans, Þórði Ingva Guð- mundssyni. Hér verður litið á orðaskipti hans og Ástu R. Jóhannesdóttur á Alþingi fyrir tveimur árum. Þau skipta miklu. Orðaskiptin Þann þriðja júní 1996 spurði Ásta ráðherrann út í málefni Lindar undir liðnum „óundirbún- ar fyrirspurnir". Hinar efnislegu spurningar Ástu voru: „Er það rétt að tap Landsbank- ans vegna Lindar hafi verið á milli 600 og 700 milljónir króna? ... Telur hæstvirtur ráðherra ástæðu til þess að láta utanaðkomandi að- ila skoða eða kanna hina ýmsu þætti þessa máls þar sem um háar upphæðir er að ræða af almanna- fé?“ Efnislega felst svar Finns í eftirfarandi orðum: „Þær upplýs- ingar sem hv. þm. var meö um tap Landsbankans á einstökum eign- arfyrirtækjum bankans eða ein- stökum viðskiptamönnum bank- ans þekki ég ekki.“ Síðar sagði Finnur: „Ég hef reyndar heyrt eins og hv. þm. í fjölmiðlum að tap bankans hafi verið mikið vegna tiltekins fyrirtækis en ég treysti mér ekki tU að fuUyrða að þær upplýsingar séu réttar." Nú er komið á daginn að liðlega sex vikum áður, þann 19. aprU, fékk Finnur Ingólfsson í hendur greinargerð Ríkisendurskoðunar. Þar kemur ótvírætt fram að tap Landsbankans vegna Lindar næmi að minnsta kosti 400 miUj- ónum. Sama dag fékk hann einnig bréf frá Kjartani Gunnarssyni. Þar er skýrt tekið fram að bankinn hafi talið tap sitt vegna Lindar nema 400 miUjónum króna. í kjölfar þess segir í bréfi Kjartans: „Nú hefur komið í ljós að um enn hærri fjárhæðir er að ræða.“ Ráðherrann hafði því tvenn gögn í höndum um gríðarlegt tap vegna Lindar þegar hann sagði þann 3. júní að „hann vissi ekki um tap á einstökum eignarfyrir- tækjum bankans". Laugardagspistill Össur Skarpháðinsson ritstjórí Vörn ráðherrans Misræmið miUi orða ráðherr- ans og þeirrar vitneskju sem hann hafði undir höndum skýrði ráð- herrann sjálfur með eftirfarandi hætti á blaðamannafundi: „Ástæð- an fyrir þessu er sú að ég kannað- ist ekki við þessar upplýsingar um 6-700 miUjóna króna tap ... Hefði ég sagt á þeim tima að það væri ekki rétt samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hefði að bankinn hefði tapað 6-700 miUjón- um króna á Lind heldur 400 miUj- ónum miðað við ábyrgðarveiting- arnar sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar væri ég ásak- aður í dag fyrir að gefa rangar upplýsingar i fyrirspurnartíma." Ráðherrann staðfestir því að þegar hann svaraði Ástu vissi hann að tapið var „enn meira" en 400 milljónir. Hann kaus hins vegar að svara þannig að þingið gat ekki annað en talið að hann byggi ekki yfir neinum upplýsing- um um stöðu Lindar. Ástæðan, eins og hann segir að ofan, var að koma í veg fyrir að hann kynni á síðari stigum málsins að verða ásakaður um að fara með rangt mál, færi svo að tapið reyndist meira en 400 miUjónir. Ráðherrann segir því efnislega að tU að komast hjá því að verða sakaður um rangar upplýsingar um stærð tapsins hafi hann kosið að gefa engar upplýsingar. Það er erfitt að komast hjá því að álykta að í þessum orðum felist viðurkenning á þvi að hafa viljandi leynt þingið upplýsing- um. Aðrir munu efalítið álykta að hann hafi beinlínis sagt ósatt. Andspænis spurningu Ástu bar ráðherranum skylda tU að greina þinginu frá því sem hann vissi sannast. Það voru þær upplýsingar sem hann hafði í bréfi Kjartans. Þar kom skýrt fram að tapið var „enn meira“ en 400 milljónir. Það er erfitt að skUja hví ráðherrann telur að slíkt svar hefði síðar orðið tUefni tU ásakana um ósannindi. Það liggur í augum uppi að upplýsingar formanns banka- ráðsins, skjalfestar í bréfi, hefðu varið hann gegn því. Bráf Sverris í Morgunblaðinu í gær greinir Sverrir Hermannsson frá því að hann hafi í febrúar 1996 fengið bréf frá forsætisráðherra. í því sé staðfest að hann hafi þá talið tapið vegna Lindar nema 900 miUjónum króna. Hvaðan hafði forsætis- ráðherrann þær upplýsingar? Hin rétta boðleið upplýsinga frá bönkunum tU ríkisstjórnarinnar er gegnum viðskiptaráðherra. Sverrir telur því borðleggjandi að viðskiptaráðherra, raunar ríkis- stjórnin öll, hafi haft upplýsingar um stöðu Lindar þegar Finnur sagði þinginu í júní 1996 að „hann vissi ekki um tap á einstökum eignarfyrirtækjum bankans". Greinargerð leynt í orðaskiptunum við Ástu leiddi Finnur hjá sér seinni spurn- inguna, þar sem hún innir eftir hvort hann telji nauðsynlegt að láta óháða aðila rannsaka málefni Lindar. Á þeirri stundu vissi hann að óháður aðUi, Ríkisendurskoðun, hafði þegar gert um þau greinar- gerð. Hún var svo alvarlegur áfeU- isdómur að nákvæmlega þegar ráðherrann átti í orðaskiptum við Ástu lá á skrifborði hans bréf frá bankaráðinu. Þar var óskað sam- ráðs við ráðherrann um hvort fara ætti að ábendingum Ríkis- endurskoðunar um að hefia sér- staka rannsókn sem beindist ekki síst að flokksbróður hans, fram- kvæmdastjóra Lindar. Við þetta tækifæri lá beint við að ráðherrann upplýsti Alþingi um að skoðunin, sem Ásta spurði um, hefði þegar farið fram. Hvers vegna var það ekki gert? Hugsanlega má lesa svarið úr niðurstöðunni sem málið fékk á sínum tíma. Hún fólst í ákvörðun um að hefia ekki þá rannsókn sem skýrsla Ríkisendurskoðunar taldi þó „brýnt“ að færi fram. Þær lykt- ir hefðu aldrei gengið upp hefði ráðherrann gefið þinginu upplýs- ingamar sem hann bjó yfir þegar hann gaf hin umdeildu svör. Það hefði samstundis sprengt Lindarmálið upp á yfirborðið. Jafnt yfir alla Vandi Finns er meiri fyrir þá sök að skammt er síðan hann flutti þinginu rangar upplýsingar um kostnað vegna laxveiða Lands- bankans sem urðu afdrifarikar fyrir bankann. Enginn efast um að í því tilviki var ekki um ásetn- ing að ræða. Þær upplýsingar voru settar saman af tveimur bankastjórum Landsbankans og ráðherrann flutti þær í góðri trú. Forsætisráðherra hefur vísað til dæmisins af Lífeyrissjóði bænda þar sem opinber rannsókn var gerð á brotum framkvæmda- stjóra og sagt með vísan til fram- kvæmdastjóra Lindar að á íslandi tíðkist að jafnt skuli yfir menn ganga. Sama hlýtur að gilda um bankastjóra og ráðherra. Banka- stjórarnir tveir leyndu réttum upplýsingum og að minnsta kosti annar þeirra, Halldór Guðbjarna- son, galt fyrir það með afsögn sinni. Hvaða örlög bíða ráðherra sem heldur réttum upplýsingum frá Alþingi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.