Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 J>’V dagur i lífi Vþnm breytingar — Örlagaríkur kosningadagur í lífi Hrannars Björns Arnarssonar: Kominn á brún hengiflugsins „Laugardagurinn 23. maí mun seint líöa mér úr minni. Drama- tískari dag hef ég aldrei lifað. Við Rósa leyfðum okkur þann munað að sofa fram eftir þar sem kosn- ingastarf gærdagsins stóð langt fram eftir nóttu. Okkar fyrsta verk var að kjósa. Ég verð að við- urkenna að ég saknaði þess að fá ekki að kjósa í gamla Miðbæjar- skólanum en vafalaust mun sá hátíðlegi virðuleikablær sem ávallt fylgdi þeim stað færast yfir á Kjarvalsstaði þegar fram líða stundir. Bíllinn bensínlaus á kjörstað Og meðan ég man - það verður að banna þessa njósnastarfsemi Sjálfstæðisflokksins i kjörklef- anum. Það er alveg óþolandi að fólk geti ekki kosið í friði án þess að flokkurinn sé að fylgjast með því. En hvað um það, þegar við höfðum skilað atkvæðum okkar í kjörkassann upphófust vandræð- in. Eitthvað hafði bíllinn verið að hiksta á leiðinni á kjörstað en nú, þegar leiðin lá heim, neitaði hann að fara í gang - hann var bensínlaus. Nú var gott að hafa „gemsa“ og eftir stutta stund kom leigubíll með bensín. Þá tók ekki betra við enda geymirinn orðinn slappur. Enn neitaði bíllinn að fara í gang og nú var ljóst að ekki dugðu önnur ráð en annar leigu- bíll og nú með startkapla. Að þessu loknu var því morgunninn allur hlaupinn frá okkur, komið vel fram yfir hádegi og við bæði orðin allt of sein i verkefni dags- ins. En brosandi keyrðum við burt frá Kjarvalsstöðum, minnug þess að fall er fararheill. Það ríkti mikil spenna á kosningavöku R-listans á Hótel íslandi um síðustu helgi. Þegar fyrstu tölur birtust losnaði um spennu Hrannars Björns Arnarssonar sem hér fagnar niðurstööunum ásamt móður sinni, Kristínu Á. Ólafsdóttur. DV-mynd ÞÖK Útrás í fótbolta með fálögunum Eftir að hafa skutlað Rósu niður á höfn lá leiðin á kosningamiðstöð- ina í Hafnarstræti. Þar var múgur og margmenni og mikið skrafað og skeggrætt. Ég stoppaði að vísu stutt í þetta skiptið, enda beið mín einn af fostu punktunum í tilverunni sem alla kosningabaráttuna hefur riðlað skipulagi kosningastarfsins. Milli tvö og fjögur á laugardögum spila ég fótbolta með félögum mín- um hvað sem tautar og raular. Betri útrás fyrir „frústrasjónir" kosn- ingabaráttunnar er varla hægt að hugsa sér og, merkilegt nokk, þá hafa félagar mínir ekkert kvartað undanfarnar vikur. Ef eitthvað er þá fagna þeir álaginu sem kosninga- baráttunni fylgir enda úthaldið þeim mun minna í boltanum. Veðjað um úrslitin Eftir fótboltann var ég aftur klár í kosningaslaginn og kom mér vel fyrir við símann á kosningamið- stöðinni ásamt dóttur minni, Særós Mist. Áherslur mínar í skólamálum, uppbygging leik- svæða, fjármál mín og staðsetning kjördeilda var meðal þess sem kjós- endur vildu ræða þessar síðustu klukkustundir kosningabaráttunn- ar. Þá var að sjálfsögðu veðjað um úrslit kosninganna og það er e.t.v. til marks um áhyggjurnar sem upp voru að hlaðast í huga mér að ég spáði R-listanum meirihlutanum með 49,5% atkvæða. Spennan vex Upp úr sjö lá leiðin á Einar Ben. en þar ætlaði fjölskyldan að eiga rólega kvöldstund á meðan síðustu kjósendurnir skiluðu sér á kjörstað og fagna merkum áföngum í lífi Melkorku systur minnar og Bóasar mágs míns. Frábær matur og fjörugar umræður losuðu tíma- bundið um spennuna sem sífellt óx. Upp úr klukkan níu var ég þó alveg hættur að njóta matarins. Eftirrétturinn skipti um eiganda og naglaböndin urðu taugaveiklun- inni að bráð. Klukkan hálftíu gat ég ekki setið lengur og allir urðu að fara upp á Hótel ísland. Ég velti því fyrir mér á leiðinni hvemig best væri að yfirgefa staðinn ef allt færi á versta veg - átti maður að fara bakdyramegin eða gegnum eldhúsið? Smátt og smátt bættist fólk í salinn og þegar klukkan var orðin tiú var blóðið hætt að renna. Ég sat stjarfur hjá meðframbjóð- endum mínum og beið þess sem koma skyldi. Endalokin voru skelfilega yfirvofandi. Ég var kom- inn á brún hengiflugsins. Þegar fyrstu tölur höfðu verið lesnar brustu allar varnir. Tárin streymdu, hjartað sló og brosið og hamingjan tóku öll völd. Ham- ingjuóskir, kossar og faðmlög og sykursæt viðtöl við fjölmiðla bægðu öllu hugarangri úr vegi og sigurgleðin naut sín hrein og tær. Til að forða lesendum DV frá nán- ari lýsingum læt ég þær fylgja sunnudeginum en hann er ekki til umræðu hér.“ Finnur þú fimm breytingar? 465 „Góöan daginn, herra lögreglustjóri! Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun nr. 463 eru: 1. verölaun: Sigrún Bjartmarsdóttir, Holtskoti, 560 Varmahlíö. 2. verölaun: Fjóla Sigurðardóttir, Bröttugötu 18, 900 Vestmannaeyjum. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkid umslagió meö lausninni: Finnur þú fhnm breytingar? 465 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.