Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 23
JL*"V LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 23 Aðeins 17 ára og útskrifast í dag sem stúdent á Akranesi: Fékk inngöngu í Princeton □V. Akranesi: brautaskólann. Einkunnir Andreys eru glæsileg- ar, svo ekki sé meira sagt. Hann er til dæmis með 10 í stærðfræði, efnafræði og tölvufræði og með góðar einkunnir í öðrum fögum. „Ég er enginn snillingur" Andrey ætlar að leggja stund á tölvufræði við háskólann í Princeton. Námið tekur fjögur ár og hann er mjög hógvær ungur maður, viil lítið gera úr þessum góða árangri sínum. „Ég er enginn námssnOlingur. Munurinn er bara sá að ég stund- aði nám í Rússlandi áður en fjöl- skyldan mín kom til íslands. Við erum að tala um tvö mismunandi skólakerfi og ég er viss um að ef einhver annar sem var duglegur í námi í Rússlandi kæmi hingað, þá mundi hann lenda í sömu stöðu,“ sagði Andrey í samtali við helgar- blaðið. Hann hefur sjálfur hannað og endurbætt nokkur forrit, svo sem HTML Power sem er notað við gerð vef- síðna. Hann hefur einnig hannað nokkrar vefsíður á Internetinu. Nýjasta forritið sem Andrey hefur hannað hefur fengið góða dóma og hefur hann þegar selt það til margra aðila. Forritið reiknar út hvað það kostar að vera á Internet- inu. Það mælir tímann og reiknar út kostnaðinn í hvert skipti og þeg- ar símareikningurinn kemur á eng- um að koma á óvart hvað hann er hár. Liðtækur í körfubolta Það hefur einnig verið talinn kostur fyrir þá stúdenta sem fá inn- göngu í háskóla í Bandaríkjunum að vera liðtækir körfuboltamenn. Andrey lék af og til á nýliðnum vetri með meistaraflokki ÍA í körfuknattleik. Meðal annars kom hann inn á í eitt skipti fyrir karl föður sinn og fórst það vel úr hendi. Þeim sem áhuga hafa á að eign- ast forrit Andreys er bent á netfang hans: ande@aknet.is -DVÓ Andrey Ermolinskiy, 17 ára Akurnesingur af rússnesku bergi brotinn, útskrifast í dag sem stúdent frá fjölbrautaskolanum. Hér er mikiö efni á ferö sem hefur fengiö inngöngu í Princeton, einn virtasta háskóla Bandaríkjanna. DV-mynd Daníel Ungur námssnillingur frá Akra- nesi, Andrey Ermolinskiy, hefur fengið inngöngu í hinn virta Princeton-háskóla í Bandarikjun- um. Þar hyggst hann leggja stund á tölvufræði og er einn þeirra 10% umsækjenda sem fá inngöngu. Andrey er aðeins 17 ára gamall og er af rússnesku bergi brotinn. Hann útskrifast frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í dag á eðl- isfræðibraut með glæsilegar ein- kunnir og fær fjölda verðlauna frá skólanum fyrir námsárangur sinn. Foreldrar hans, Ludmila og Alex- ander Ermolinskiy, fluttust til ís- lands árið 1992 og þá lá leiðin til Borgarness þar sem faðir hans þjálfaði lið bæjarins í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik og móðir hans vann hjá Afurðasölunni. Fjórtán ára í fjölbraut Eftir komuna til íslands stundaði Andrey fyrst nám við Grunnskól- ann í Borgarnesi. Þegar hann var aðeins 14 ára hóf hann nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands og sama ár fékk fjölskyldan islenskan ríkisborgararétt. Þegar faðir hans tók við úrvalsdeildarliði Akraness fyrir tveimur árum flutti fjölskyld- an á Skagann. Móðir hans fór að kenna ensku við fjöl- Myndarleg sýning Komdu á skemmtilega Land Rover Ijósmyndasýningu í sýningarsal okkar við Suðurlandsbraut 14. Sýndur verður fjöldi frábærra Ijósmynda sem barst í Ijósmynda- samkeppni sem haldin var í tilefni 50 ára afmælis Land Rover. Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Suðurlandsbraut 14 • sími 575 1200 d r r r i i i Kringlurmi 4 (áður Irland) s S88 1777 Nýjasti 03 heitasti næturklúbbur á íslandi í das Diskótónlist 7unda til 9unda áratusarins meö Dj Shane, írlandi os Dj T, Enslandi Stórir „effekta" tónlistarskjáir. Ljósa-show. Nýjar skreytinsar. Hljómsveitin Papar kynda staðinn laugardags- os sunnudasskvöld. Húsið opnað kl. 22.30 lausardasskv. os sunnudasskv. Mætið tímanlesa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.