Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Síða 27
T~l~\7~ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Gekkst til þess _________________________ fréttaljós Fyrrverandi lífvörður Rússlandsforseta: undir aðgerð á nefi að þóknast Jeltsín I rúmlega 10 ár gætti Al- exander Korzhakov Boris Jeltsíns Rússlandsforseta. Korzhakov gaf forsetanum góð ráð og þynnti vodkað hans til þess að hann stæði á fótunum. Árið 1996 rak Jeltsín Korzhakov í beinni sjónvarpsútsend- ingu án nokkurrar viðvör- unar. „Ég er ekki bitur maður. Það er hins vegar skoðun mín að rússneska þjóðin eigi rétt á að vita sannleik- ann um þá sem stjórna henni,“ segir Korzhakov í viðtali við danska blaðið Jyllands-Posten um bók sína sem fjallar um árin með Jeltsín. Korzhakov vísar því á bug að hann hafi verið að hefna sín með uppljóstrununum. Núna situr Korzhakov á rússneska þinginu. Auk þingstarfanna veitir Korzhakov auk þess ráð sem sérstakur Jeltsín-sér- fræðingur. Fáir þekkja Rússlandsforseta jafnvel og hann. Mynd lífvarðarins fyrr- verandi af Rússlandsfor- seta er óhugnanleg. Hann lýsir sjúkum, óábyrgum og drykkfelldum þjóðhöfð- ingja. „Jeltsín er ekki í líkam- legu ástandi til þess að sinna starfi sínu. Áður fyrr þótti honum gaman að fara á mannamót. Nú gerir hann allt til þess að forðast opinberar athafnir," segir Korzhakov og spyr jafnfram hvenær forsetinn hafi síðast heimsótt verk- smiðju. Ráðskast ----------------— með for- setann Að sögn Korzhakovs er 1P5~ Rússlandi stjórn- að af valdaklíku. Hún samanstandi af dóttur Jeltsíns, Tatjönu Datjenko, starfsmanna- stjóra forsetans, Valentin Jumatsjov og nokkrum áhrifamiklum fjár- málafurstum. Korzhakov fullyrðir að þessir aðilar ráðskist með hinn veikgeðja forseta. „Það er tómarúm í kringum Jeltsín. Hann hittir engan og valda- klíkan er búin að sía allar upplýs- Borís Jeltsín skálar við Viktor Tsjernómyrdín, fyrrum forsætisráðherra sinn, í sextugsafmæli þess síðarnefnda 9. apríl síðastliðinn. Jeltsín rak Tsjernómyrdín og alla stjórn hans 23. mars síðastliðinn. Símamynd Reuter Erlent fréttaljós ingar sem hann fær,“ segir Korzhakov. í bókinni lýsir Korzhakov Jeltsin sem óstöðuglyndum, eigingjörnum, yfirgangssömum, gráðugum og lygnum. Enginn gagnrýnandi hefur dregið í efa sannleiksgildi þessara upplýsinga frá því að bókin kom út í fyrra. _____________ í henni segir Korzhakov meðal annars frá þvi þeg- ar hann kvöld nokkurt árið 1990 — var kvaddur á lög- reglustöð í Moskvu til þess að sækja yf- irmann sinn. Jeltsín var fullur, rennvot- ur og hálfnakinn. Hann var í nær- buxum einum klæða og hafði fengið lánaðan jakka lögreglumanns til að láta yfir axlirnar. Jeltsín, sem þá var félagi í Æðsta ráðinu, hafði ver- ið bjargað úr ísköldu vatni. „Þegar hann sá mig brast hann í grát,“ skrifar Korzhakov. Samkvæmt frásögn Jeltsíns höfðu nokkrir starfsmenn leyniþjónust- unnar KGB hrint honum fram af brú til þess að drekkja honum. Líf- vörðurinn fyrrverandi telur hins vegar líklegra að Jeltsín hafi sjálfur stokkið í vatnið til þess að fyrirfara sér. Korzhakov fuÚyrðir að Rúss- landsforseti hafi nokkrum sinnum reynt að svipta sig lifi. Til dæmis hafi hann lokað sig inni í saunabaði 1992. Kveðst Korzhakov hafa komið honum til bjargar með því að brjóta upp dyrnar. Fleygt fyrir borð Forsetinn hefur einnig beint eyð- ingaröflum sínum gegn öðrum. Korzhakov segir frá siglingu á Volgu árið 1996. Þá gramdist Jeltsín meir og meir við blaðafulltrúa sinn, Vjatsjeslav Kostikov. Að lokum skipaði forsetinn mönnum sínum að fleygja Kostikov fyrir borð. Skip- uninni var hlýtt. Lögreglubátur, sem sigldi á eftir, dró blaðafulltrú- ann upp úr ánni. Korzhakov starfaði í 9. deild KGB þegar Jeltsín varð aðalritari Komm- únistaflokksins í Moskvu 1985. Korzhakov var gerður að einkalífverði Jeltsíns og sýndi honum mikla holl- ustu. Þegar Jeltsín var gagnrýndur sundur og sam- an í miðstjóm flokksins 1987 var Korzhakov sá eini sem stóð við hlið hans. Þar með fékk lífvörður- inn óvenjumikil pólitísk áhrif. Þeir sem vildu ná tali af forsetanum urðu fyrst að snúa sér til Korzhakovs. Samtimis kom Korzhakov upp eig- in leyniþjónustu sem safnaði upplýsingum um ráðherra, embættismenn og herinn. Á bak við tjöldin var Korzhakov ásamt yfir- manni leynilögreglunn- ar, Mikhail Barsukov, og aðstoðarforsætisráð- herra, Oleg Soskovet, i forystu svokallaðs striðs- flokks sem tældi Jeltsin til þáttöku í Tsjetsjeníu- stríðinu 1995. Árið eftir reyndu þeir að fá Jeltsín til að aflýsa forsetakosn- ingunum. Fylgi Jeltsíns var lítið samkvæmt nið- urstöðum kannana og óttuðust Korzhakov og félagar hans að Jeltsín myndi tapa fyrir fram- bjóðanda kommúnista, Gennadíj Zjúganov. Umbótasinninn Anatolij Tsjúbaís mátti ekki heyra á það minnst að aflýsa kosningum. Tsjúbais naut stuðnings ríkustu manna Rúss- lands og fékk ameríska ráðgjafa í almanna- tengslum til þess að leggja linurnar fyrir baráttuna. Valdabaráttan milli striðsflokks Korzhakovs og hinna frjálslyndu náði hámarki 19. júní 1996 þegar tveir samstarfsmenn Tsjúbaís voru stöðvaðir á leið út úr Hvíta húsinu í Moskvu. Þeir voru sakaðir um að hafa smyglað 500 þúsund Banda- ríkjadölum út úr stjórnarbygging- unni. Tsjúbaís sakaði strax Korzhakov um að standa á bak við aðgerðina. Hans menn hefðu í leyni komið peningunum fyrir hjá mönn- um Tsjúabaís. Tilgangurinn hefði verið að skapa kreppuástand. Dag- inn eftir skarst Jeltsín í leikinn og Korzhakov varð að taka pokann sinn. Sjálfur neitar hann að um samsæri hafi verið að ræða. í bók sinni segir Korzhakov frá leynilegum samningaviðræðum við kommúnista fyrir kosningarnar 1996. Tilgangurinn hafi verið aö finna málamiðlun til að komast hjá kosningum. Korzhakov kveðst hafa rætt við marga leiðtoga kommún- ista samkvæmt skipun Jeltsíns. „Hann lék tveimur skjöldum. Hann bað mig um eitt og Tsjúbaís um annað. Jeltsín gat ekki ákveðið sig. Hann vildi kannski ræða við komm- únista en vildi undir engum kring- umstæðum gera það sjálfur. Á þeim tíma rak hann herferð gegn komm- únistum í fjöimiölum," segir Korzhakov. Lagði nefið undir Orðaforðinn 200 nrð Alexander Korzhakov með bók sina um Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Símamynd Reuter Þjónustulund Korzhakovs var meira að segja svo mik- il að hann gekkst undir ónauðsynlega lýtaaðgerð á nefi til þess að sýna fram á að hægt væri að gera sams konar betrumbót á nefi Jeltsíns. „Ég trúði á hann. Ég var viss um að hann gæti gert eitthvað gott fyrir Rúss- land,“ segir Korzhakov núna. Árið 1992 gerði Jeltsín Korzhakov að yfirmanni ör- yggisgæslunnar í Kreml. Valdaklíkan kynnti Sergej Kírijen- ko, nýjan forsætisráðherra Rúss- lands, fyrir Jeltsín, að því er Korzhakov fullyrðir. „Þau héldu að þau gætu fengið Kíríjenko til að gæta hagsmuna þeirra en þau mis- reiknuðu sig. Þegar þeim var það ljóst reyndu þau að koma í veg fyr- ir að hann yrði forsætisráðherra. En það var of seint. Jeltsín var þeg- ar óður eins og naut og hélt fast í frambjóðanda sinn. „Jeltsín féll fyrir hátterni hans og það mælsku hans. Það er auðvelt að vekja aðdáun hjá forsetanum. Fylgist maður með hans eigin máli uppgötvar maður að daglegur orða- forði hans er ekki nema 200 orð,“ segir Korzhakov. Byggt á Jyllands-Posten. 8 VOCES THULES. Þorlákstíðir Kristskirkju, Landakoti, su. 31/5 kl. 18 og 24. Mánud. 1/6 kl. 12, 18 og 24. GALINA GORCHAKOVA sópran Háskólabíói þri. 2/6. kl. 20, uppselt. SINFONÍUHLJÓMSV EIT ÍSLANDS. Hljómsveitarstjóri Yan Pascal Tortelier. Fiðluleikari Viviane Hagner. Háskólabíói fö. 5/6 kl. 20. SEIÐURINDLANDS. Indverskir dans- og tónlistarmenn. Iðnó lau. 6/6 og su. 7/6 kl. 20, uppselt. POPP í REYKJAVÍK í og við Loftkastalann 4.-6. júní. Miðasala í Loftkastalanum, s. 552 3000. CARMEN NEGRA og ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (sjá sérauglýsingar). KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR í IÐNÓ. í dag kl. 17: Dansarar og listrænn stjórnandi Nederlands Dans Theater III eru gestir klúbbsins, kynna starf sitt og sitja fyrir svörum. Sunnudagur- hvítasunna: Iðnó lokað. Annar í hvítasunnu: Klúbbur Listahátíðar lokaður. MIDASALA í LJ|t|»lysiiigamiOstöö ferðiimálu í Reykjavík, liiinkaslra'ti 2. Sínii 552 8588. Opið alla daga frá kl. 8.30—19.(10 n» á sýningarslað kliikkutiina lyrir svniiign. (»reiðsliikorla|ijónnsta. IlÞildardagskrá liggur franuni í iniðasiilu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.