Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 mðtal Leikfélag Akureyrar frumsýndi um páskana Markúsarguðspjallið í einleik Aöalsteins Bergdal og leikstjórn Trausta Ólafssonar leikhússtjóra. Sýn- ingin hefur hlotiö mikla athygli og þykir Aöalsteinn fara á kostum. Hann, sem eins og í leikskrá segist vera „ein- ungis rétt liölega fertugur", fagnar um þessar mundir 30 ára leikafmœli sínu. Ferill Aöalsteins sem listamaður hefur verið fjölbreyttur og einkar farsœll. Og hann er ekki bara leikari heldur einnig góöur söngvari, hefur dansaö ballett, skrifaö leikrit, verið fararstjóri og í ofanálag er hann lœröur rafvirki. í tilefni leikafmælisins og þess að nú ætlar Að- alsteinn að flytja Markúsarguðspjallið í Bústaða- kirkju um hvítasunnuna, fengum við leikarann i spjail. Hann var þá nýkominn suður til að kynna sér aðstæður í kirkjunni. Fyrst fengum við hann til að segja okkur hvemig leiklistar- áhuginn kviknaði hjá ungum Akureyringnum. Stend með rollunum „Það var á haustdögum 1967 sem ég fór á nám- skeið hjá Ágústi Kvaran, einu af stóru nöfhun- um í leiklistinni þá. Seinna um veturinn setti hann upp í Sjálfstæðishúsinu revíuna Sláturhús- ið hraðar hendur eftir Hilmi Jóhannesson. Há- dramatískt stykki sem snerist allt um rollur. Ég man aö á einhverjum stað í sýningunni sagði ég „Ég stend með rollunum“,“ segir Aðalsteinn og brosir þegar hann rifjar þetta upp. Hann segist fyrst og fremst hafa verið fenginn í revíuna á forsendum söngsins. Leitað hefði verið til Karla- kórs Akureyrar, sem hann var þá nýgenginn í, aðeins 17 ára. Samt ekki nýkominn úr mútum. Það gerðist þegar hann var 11 ára! Úr vélsmíði í rafvirkjun Við sögðum hér á undan að Aðalsteinn væri lærður rafvirki. Hann segir annað ekki hafa komið til greina á þessum árum en að gerast iðn- aðarmaður af einhveiju tagi. Fyrst hafi hann prófað vélvirkjun en orðið að hætta vegna of- næmis fyrir svartolíu. „Ég ætlaði að þrauka í vélsmíðinni en með hjálp mágs míns komst ég á samning í rafvirkj- rm. Kláraði það nám og starfaöi sem rafvirki i nokkur ár eftir sveinsprófið. Frá 1973 hef ég lít- ið flktað við rafmagn nema fyrir vini, vanda- menn og sjálfan mig,“ segir Aðalsteinn sem árið 1973 fékk fastráðningu hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), einn af fyrstu leikurunum í sögu félagsins. Hafði hann þá leikið nokkur hlutverk frá árinu 1969. Fyrsta verkiö var Rjúkandi ráð í leikstjóm Amars Jónssonar. Á næstu ellefu árum, eða til ársins 1980, urðu leikritin 39 sem Aðalsteinn tók þátt í hjá LA og hlutverkin tals- vert fleiri. „Þá skaltu halria kjafti" Aðalsteinn segir mörg verk- efni standa upp úr þegar hann er beðinn að lita um öxl og nefna eftirminnileg hlutverk eða leik- rit. „Sem dæmi nefni ég að mér þykir afskaplega vænt um að hafa kynnst Gísla Halldórssyni og starfað með honum. Hann kom norður árið 1975 og ég lék á móti honum í Kristnihaldinu. í framhaldi af því leikstýrði hann Glerdýrunum eftir Tennessee Williams. Þar lék ég hlutverks Toms sem Gísli hafði áður leikið sjálfur," segir Aðalsteinn og telur þessa uppfærslu hafa skipt sköpum á hans ferli. Hann útskýrir af hveiju: „Ég bar mikla virðingu fyrir Gisla en var líka skíthræddur við hann. Var skjálfandi á flestum æfmgum. Á þessu æfíngatímabili öðlaðist ég það öryggi sem ég haft síðan. Ég var nefhilega mjög stressaður og kveið mikið fyrir þessari sýningu á Glerdýnmum. Á einni æfrngu vorum við að æfa og Gísli sat í myrkrinu út í sal. Ég var einn uppi á sviði og þurfti að fara með langar einræð- ur á milli leikinna atriða. Síðan kemur matar- tími. „Jæja, matur," segir Gísli og kemur upp á svið til mín. „Þegar maður situr einn út í sal og flnnur að ekkert er að hjá þér þá er hluturinn hundrað prósent vel gerður," segir Gísli og ég ætla eitthvað að fara að malda í móinn. Þá segir hann (og Aðalsteinn bregður sér í hlutverk Gisla - innsk. blm.): „Aðalsteinn Bergdal! Heldur þú að ég viti ekki hvað ég er að segja?" „Ha, jú, jú, fyr- irgefðu," segir ég. „Já, þá skaltu halda kjafti." Ég varð enn hræddari eftir þetta og að loknu mat- arhléinu hélt ég áfram að vera hræddur. En á næstu æfmgu var þetta óöryggi horfíð og ég hef ekki fundið fyrir sviðsskrekk síðan.“ Suðuryfir heiðar í lok árs 1979 breytti Aðalsteinn til, flutti suð- ur og fór að leika með Leikfélagi Reykjavikur í Iðnó. Þar lék hann í 17 sýningum á næstu sex árum. í lok október 1986 sagði hann upp samn- ingum við LR og fór á samning hjá Þjóðleikhús- inu. Lék þar í tveimur uppfærslum, Hallæristen- órnum og Vesalingunum. Aðalsteinn segist ekki hafa fúndiö sig hjá Þjóðleikhúsinu og afþakkað áframhaldandi samning þar. Á þessum árum í Reykjavík tók hann þátt í fjölmörgum öðrum verkefnum. Meðal annars með Revíuleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Heimaleikflokknum, Söguleikhúsinu og loks spreytti hann sig sem ballettdans- ari í Blindingsleik hjá Þjóðleikhús- inu árið 1982 undir stjóm Jochens Ulrichs. Einnig lék hann í nokkrum sjónvarpsmyndum, kvik- myndum og útvarpsleikritum, las framhaldssögur, talaði inn á teikni- myndir og kom margsinnis fram í Stundinni okkar á árunum 1981- 1993. 39 sýningar á einni viku! Álagið hefur verið mikið á leik- araferlinum en liklega er það ein vika árið 1983 sem slær öll met. Þá viku lék Aðalsteinn 39 sýn- ingar, þar af 33 sem hann tók þátt í í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi. Hinar sýningamar vom hjá LR. Hann segir að í þessari viku hafi hann fengið þá tilfmningu, í eina skiptið á æv- inni, að hann væri að missa vitið. Skyldi engan undra þegar leiknar em 5-6 sýningar á dag! Aðalsteinn flutti á ný á heimaslóðir á Akur- eyri fyrir sjö árum, fyrst til að taka þátt í einum söngleik, Tjútt og trega í leikstjóm Valgeirs Skagfjörð. Hann segir Valgeir hafa „platað“ sig norður í þetta verkefni en „þar er ég enn“ eins og Aðalsteinn kemst að orði. Markúsarguðspjall- ið er 22. verkefni hans á „seinna skeiðinu" hjá LA en númer 61 í það heila tekið hjá félaginu. Þegar allur leikferill Aðalsteins tfl 30 ára er tekinn saman þá em leikritin orðin 90 og per- sónumar vel á annað hundrað. Við bregðum á talnaleik með 90 verk á 30 árum, þ.e. 3 leikrit á ári. Meðaltal á hverju verki er 36 sýningar eða 3240 sýningarkvöld. Það er líkt og hann hafi leik- ið á hverjum degi í 8 ár og 10 mánuði. Ekki svo lítið afrek. LAsvipartil Iðnó Eftir aö hafa leikið svo lengi í atvinnuleik- húsi bæði norðan og sunnan heiða er ekki úr vegi að biðja Aðalstein að bera þetta saman. Hann segir þetta að mörgu leyti líkt. Sér hafi t.d. liðið mjög vel í Iðnó og hjá LA fyndi hann fyrir svipaöri stemningu, einhvers konar „fjöl- skyldubrag". Þann brag hafi svo langt í frá ekki verið að flnna í Þjóðleikhúsinu. Þar hafi hann oft spurt sig, eða nánast á sama stað á sviðinu í öllum sýningunum 70 á Vesalingunum: „Hvað ertu að gera héma, Aðalsteinn?“ Akureyringar stoltir en... Aðspurður um Leikfélag Akureyrar segist Að- alsteinn halda að það sé á réttri leið. Verkefna- val sé ávallt happdrætti og stjórnendur hvers tíma telji sig vera að gera hið rétta. Ekki megi líta á leikhúsið sem stórt apparat heldur sem litla fjölskyldu þar sem allir séu vinir. Oftast hafi það gengið, stundum ekki. „Akureyringar em mjög stoltir yfir því að eiga atvinnuleikhús þó að þeir séu ekki dugleg- astir aö sækja leikhúsið sitt. Nokkuð fmnst mér hafa á vantað þar. En mér fmnst leikfélaginu hafa gengið vel. Þar hafa verið margar góðar sýningar aö undanfórnu," segir Aðalsteinn og nefnir t.d. leikverk eins og Undir berum himni, Vefarann frá Kasmír, Hart i bak, Á ferð með frú Daisy og Söngvaseið. Að endingu í spjalli okkar er við hæfi að víkja aðeins að flutningi Aðalsteins á Markúsarguðspjalli. Hann segir hugmyndina að uppfærslunni fyrst hafa komið upp fyrir tveimur árum í tengslum við Kirkjulista- viku á Akureyri. Þá hafi staðið til að setja verkið upp en ekki tekist. Afmælið grípið á lofti „Okkur fannst súrt í broti að hætta alveg við og héldum hug- myndinni vakandi, eða þar til Trausti setti verkið á dagskrá á þessu leikári sem nú er á enda. Ég missti það út úr mér að ég ætti 30 ára leikafmæli um þessar mundir og það var gripið á lofti,“ seg- ir Aðalsteinn sem telur Markúsarguðspjallið vera eitt erfiðasta hlutverk sitt til þessa. í flutn- ingnum bregður hann sér í fjöldamörg hlutverk sem koma við sögu í guðspjallinu sem er elst guðspjallanna þriggja. „Tungumálið í þessu er manni ekki svo tamt og það var svolítið strembið að læra þetta. Þeg- ar konan mín sá sýninguna þá sagði hún við mig: „AUi, ég vissi að þetta var mikið en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Hvenær lærð- irðu þetta? Ég sá handritið bara tvisvar heima." Þannig að einhvem veginn komst þetta inn í hausinn á mér þó að ég hafi ekki legið yfir text- anum heima," segir Aðalsteinn og brosir. Hann segist hafa fengið sterk viðbrögð við sýn- ingunum, sem orðnar eru 10 á Akureyri. Tvær sýningar verða í Bústaðakirkju núna um hvíta- sunnu og eftirspum er víða eftir leikverkinu. Prestar hafa t.d. sýnt því mikinn áhuga á að fá það til sín. Aðalsteinn segir hægan vanda að fara með verkið hvert á land sem er. Enda hefur hann slík áform á pijónunum. Og bömin hafa hrifist. „Já, einn kennari við Glerárskóla fékk mig til að koma og flytja nokkrar sögur úr guðspjallinu fyrir 7 og 8 ára krakka í 2. bekk. Þau sátu graf- kyrr og hlustuðu. Voru alveg eins og englar." Leikrit í smíðum Aðalsteinn er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Nýlega lauk hann við að semja leikrit, sitt þriðja í röðinni, þ.e. bama- og fjölskylduleik- ritið Dásemdardalur. Tónlistina við 11 söngva í leikritinu hefur Skúli Gautason samið. Aðal- steinn segir þetta vera fyrsta vistvæna, íslenska leikritið og er tilbúið til sýningar. Þessu til við- bótar er hann með þrjú leikrit í smíðum „inni á tölvunni" eins og hann orðar það. Tvo farsa og loks eitt leikrit er byggir á sögu Helga magra, landnámsmanns þeirra Eyfirðinga, sem sýna á í sumar á vegum feröaþjónustuaðila á Akureyri. Af öðrum verkefnm má nefna að hann kemur enn fram I hlutverki Skralla trúðs, hefur gert það sl. 24 ár og verður m.a. á ferðinni í Reykjavík um aðra helgi. Loks er það rúsínan í pylsuendanum: Aðalsteinn er að undirbúa skemmtidagskrá í tilefni af leikafmælinu. Stefnt er að frum- sýningu í lok júní á Renniverk- stæðinu eða í Skemmunni á Akur- eyri. Með honum í þessu er Jón Rafnsson bassaleikari og verið er að velja listamenn til flutningsins. Einn hefúr þegar verið ákveðinn, þ.e. Aðalsteinn Jón Bergdal, 21 árs sonur leikarans, sem mun syngja og leika með fóður sínum. „Þetta er nú í grófum dráttum það sem ég er að dunda mér við þessa dagana. Mig vantar smá tíma í sólarhringinn," segir þessi geðþekki leik- ari sem vonandi mun lengi enn ylja leikhúsunn- endum um hjartaræturnar. -bjb „Ég bar mikla viröingu fyrir Gísla en var lika skít- hrœddur viö hann. Var skjálfandi á flestum cefmgum. “ „Akureyringar eru mjög stoltir yfir því aö eiga atvinnuleikhús þó aö þeir séu ekki duglegastir aö sækja leikhúsiö sitt. Nokkuö finnst mér hafa á vantaö þar. En mér finnst leikfélaginu hafa gengiö vel,“ segir Aöalsteinn Bergdal m.a. í viötaiinu í tilefni 30 ára leikaraferils. DV-mynd Hilmar Þór „Ég missti þaö út úr mér aö ég œtti 30 ára leikafmœli um þessar mundir og þaö var gripiö á lofti. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.