Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 32
44 imm LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 DV Krabbameinshlaupið 4. júní: Heilsuhlaup í ellefta sinn Krabbameinsfélagið efnir nú í ell- efta sinn til Heilsuhlaups fimmtu- daginn 4. júní næstkomandi. í Reykjavík verður hlaupið frá húsi Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8 og hefst hlaupið klukkan 19.00. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra ræsir hlaupið. Hægt er að velja um 2 kílómetra skokk/göngu frá Skógarhlíð að Hót- el Loftleiðum og til baka, 5 kíló- metra hlaup umhverfis Öskuhlíð eða 10 km hlaup umhverfis Reykja- víkurflugvöll (sjá meðfylgjandi kort). Hlaupaleiðirnar eru þær sömu og í fyrra. Sigurður Björnsson, læknir og formaður Krabbameinsfélags ís- lands, hefur alla tíð verið meðal þátttakenda í Heilsuhlaupinu. „Þeg- ar Heilsuhlaupið fór fram í fyrsta sinn, árið 1988, var ekki mikið fram- boð af hlaupum. Síðan þá hefur hvert hlaupið af öðrum verið sett á laggimar og mörg þeirra eru háð á svipuðum tíma og Heilsuhlaupið. Þátttakan í Krabbameinshlaupinu jókst jafnt og þétt frá byrjun og náði hámarki einn sólríkan laugardags- morgun árið 1993, en þá voru þátt- takendur um 1300 talsins, bara i Reykjavík. Reyndar hefur jafnan verið hlaupið Heilsuhlaup á öðrum stöðum á landinu á sama tima og þátttakendur á þessum degi voru yfir 2000 á landinu öllu. Síðan hefur þátttakan verið heldur niður á við, enda höfum við verið frekar óheppnir með veð- ur á síðustu árum,“ sagði Sigurður. „Hugmyndin á bak við Heilsu- hlaupið á sinum tíma var sú að vera með einhvern at- burð á vegum Krabbameinsfé- lagsins sem væri táknrænn fyrir al- hliða starfsemi sem eflir heilbrigði. Þó að við séum krabbameinsfélag gefum við út tíma- ritið Heilbrigðis- mál, alhliða rit um heilbrigt líferni, hreyfmgu og jafn- vægi í næringu og þyngd. Af þeim sökum þótti okkur Ákveðin lágmarksáreynsla er nauðsynleg til að halda heilsunni góðri og því upplagt að taka þátt I heilsuhlaupi Krabbameinsfélags íslands sem fram fer næstkomandi fimmtudag. passa vel að koma Heilsuhlaupinu á legg á sínum tíma. Þar að auki voru hjá Krabbameinsfélaginu nokkrir áhugamenn um hlaup, undirritaður þar með talinn. Á þessum tíma var ákveðin hreyfmg meðal þjóðarinnar um gildi skokksins og menn voru að átta sig á því að það væri mjög heilsubætandi að stunda skokk. „Það þarf ekki að fjölyrða um gildi hreyfingar og eðlilegs holda- fars. Það er ekki bara krabbamein sem skiptir máli. Mönnum hefur lærst það í gegnum tíðina að ákveð- in lágmarksáreynsla er nauðsynleg til þess að halda heilsunni góðri og jafnvel til að halda frá krabbamein- um, svo ekki sé talað um hjarta- og æðasjúkdóma." Missa af strætó Heilsuhlaup fimmtudaginn 4. júní 1998 kl. 19.00 i »Jk' MARKvið krabbameinshúsiö 10 km hlaup '••^{FkmWaup DV-graf IH Fossvogur „Ég er búinn að vera virkur skokkari í ald- arfjórðung. Ég stundaði mitt nám í Banda- ríkjunum og þegar ég hóf að skokka þar var skokkið ekki orðið almennt sport. Þá vakti það nokkra at- hygli þegar fullorðið fólk var að fara úr fotunum og hlaupa í stutt- buxum utan- húss. Þegar ég kom heim árið 1978, var einnig litið á skokk- ara sem hálf- gerða furðufugla. Fólk sneri sér við þegar ég skokkaði fram hjá því og spurði mig hvort ég væri að missa af strætó. Nú vekur það hins vegar enga athygli lengur að sjá skokkara og fólk nennir ekki einu sinni leng- ur að snúa höfðinu til að fylgjast með einhverjum að hlaupa," sagði Sigurður. Timi verður mældur hjá þeim sem hlaupa 5 og 10 km og úrslit birt eftir aldursílokkum (sem eru 6). Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í öllum vegalengdum fá verð- launagripi, en einnig verða vegleg útdráttarverðlaun. Keppendum verður boðið upp á Leppin sport- drykki og allir sem skrá sig í hlaup- ið fá ókeypis T- bol. Búnaðarbanki íslands er aðal styrktaraðili hlaups- ins, en auk þess er höfð samvinna við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Lögregluna. Heilsu- hlaupið fer einnig fram á Egilsstöð- um (30. maí), i Reykjanesbæ, Borg- arnesi og á Hvolsvelli. Hlaupastjóri er hinn kunni hlaupari Sigurður Pétur Sigmundsson, sem sinnt hef- ur því starfi undanfarin ár. Nánari upplýsingar um heils- hlaup Krabbameinsfélagsins er hægt að fá á veraldarvefnum. Vef- slóðin er: http: //www.krabb.is/hlaup . Húsasmiðjuhlaupið fer fram í dag Mývatnsmaraþon: Hópferð af höfuðborgarsvæðinu Hið árlega Húsasmiðjuhlaup fer fram í dag, laugardaginn 30. maí frá Húsasmiðjunni í Hafnarfirði. Að venju er hlaupið skipulagt i samstarfi við frjálsíþróttadeild FH. Skráning hefst í Húsasmiðj- Umsjón Isak Öm Sigurðsson unni Hafnarfirði kl. 10.00 að morgni keppnisdags. Keppt verður í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og einnig skemmtiskokki. Lengri hlaupin byrja kl. 12.15 en í umfjöllun um Neshlaupið á Trimmsíðunni síðastliðinn laugar- dag var sagt að Svanur Bragason hefði lagt mestalla vegalengdina (í kringum Þingvallavatn) að baki, þar sem hann hefði komið inn í skemmtiskokkið kl. 13.00. Sigur- vegarar lengri hlaupa fá verð- launabikara og Nike hlaupaskó. Tíu heppnir skemmtiskokkarar verða dregnir úr hópi þátttakenda og fá óvæntan glaðning. Allir þátt- takendur fá glæsilegan verðlauna- pening. Eftir hlaupiö verður boðið upp á grill og safa, Stína stöng, Palli planki og fjölskylda verða á svæð- inu og gefa krökkunum ís. Upplýs- ingar um hlaupiö gefur Sigurður Haraldsson í síma 899 2960 en einnig veitir Bogi Siguroddsson, markaðsstjóri Húsasmiöjunnar, nánari upplýsingar í síma 525 3000. hlaupið við Almannagjá skömmu eftir að hlaupið hófst. Svanur hljóp hins vegar áfram eftir að aðrir höfðu lokið við hlaupið og bætti þar við þeirri vegalengd sem á vantaði í upphafi. Það leiðréttist hér með. Hið sívinsæla og árlega Mývatns- maraþon verður háð þann 27. júní næstkomandi. Þátttaka í þessu hlaupi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, enda hafa skipuleggj- endur mótsins fengið hrós fyrir um- gjörðina og alla framkvæmd. Mikill áhugi er fyrir þessu hlaupi um land allt og vitað er að fjölmargir skokk- arar af höfuðborgarsvæðinu hyggja á þátttöku í hlaupinu. Þar sem vitað er að margir hafa áhuga á að taka þátt í hlaupinu hefur hagstætt tilboð verið útbú- ið fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Hægt er að kaupa í einum pakka rútuferð báðar leiðir Reykjavík-Mývatn (farið um Sprengisand ef búið er að opna þá leið), gistingu í tveggja manna herbergjum í 3 nætur, pastaveislu föstudagskvöldið 26. júní og hlaðborðsveislu laugar- dagskvöldið 27. júní. Gistingin verður á tveimur stöðum, að Skútustöðum og Hlíð. Vel er hugsanlegt að gistirými klárist og því mikilvægt að panta sem allra fyrst til að tryggja sér gistingu. Tilboð þetta er 11.500 krónur fyrir allt það sem hér á undan er lýst og verð- ur það að teljast sérlega hag- stætt. Einnig er boðið upp á sér- stakt verð á gistingu og mat án rútuferðarinnar, fyrir þá sem koma sjálfir á staðinn. Allar nánari upplýsingar gefur Pétur Frantzson i síma 551 4096 eða 846 1756. Þar sem vitað er að margir hafa áhuga á því að taka þátt í Mývatnsmaraþoni hefur hagstætt tilboð verið útbúið fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Leiðrétting Fram undan... 30. maí: I Húsasmiðjuhlaup Almenningshlaup Húsasmiðj- : unnar og FH, keppni í hálfmara- þoni og 10 km með tímatöku, j hefst í Hafnarfirði kl. 12.15. ’ Flokkaskipting, bæði kyn: 15-39 | ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppni í 3,5 km án tíma- 8 töku hefst á sama stað kl. 13.00. I Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára ; og yngri, 15 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening. Sigurvegarar í hverjum j flokki fá verðlaunagrip til eignar. ; Skráning í verslunum Húsasmiðj- unnar frá kl. 10.00. Upplýsingar s gefur Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. I.júní: 1 Hólmadrangshlaup Hólamdrangshlaupið hefst kl. í; 14.00 við hafnarvogina á Hólma- ;; vík. Vegalengdir: 3 km án tíma- | töku og flokkakskiptingar, 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 16 ára og yngri, 17-39 8 ára, 40 ára og eldri. Verðlaun fyr- ir 3 fyrstu i hverjum flokki og all- | ir sem ljúka keppni fá verðlauna- Í pening. Upplýsingar gefur Sveinn ; Óskarsson í síma 451 3275. 4. júní: Bændadagshlaup UMSE Upplýsingar á skrifstofu UMSE í síma 462 4477. 6. júní: Akraneshlaup USK Keppni í hálfmaraþoni með ! tímatöku hefst kl. 11.30 á Akra- torgi. 3,5 km og 10 km með tíma- töku hefst á sama stað kl. 12.00. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri (3,5 km), 15-39 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), ’ 40-49 ára, 50-59 ára, konur 50 ára í og eldri (hálfmaraþon), 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Útdráttarverð- laun. Upplýsingar gefur Ragn- heiður Guðjónsdóttir í síma 431 4104. 7. júní: Grindavíkurhlaup Hlaupið hefst kl. 10.00 við sund- miðstöðina. Vegalengdir: 3,5 km án tímatöku og flokkaskiptingar I® og 10 km víðavangshlaup með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 4049 ára, 50 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening. Farandbikar fyrir fyrsta einstakling í karla- og kvenna- flokki og verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Frítt í sund fyrir þá sem greiða þátt- tökugjald. Upplýsingar gefur ; Ágústa Gísladóttir í síma 426 8206 og Jón Sigurðsson í símum 426 1 7111 og 426 7077. 9. júní: Mini maraþon ÍR Hlaupið hefst kl. 19.00 við ÍR- heimilið við Skógarsel. Vega- lengd: 4,2195 km (1/10 maraþon) með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 | ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 4049 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. j Upplýsingar gefa Kjartan Árna- | son í síma 587 2361, Hafsteinn 1 Óskarsson í síma 557 2373 og IGunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. Il.júní: Víðavangshlaup HSÞ | Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í • síma 464 3107. p 17. júní: 17. júní-hlaup UMFS Upplýsingar gefur Vilhjálmur Bjömsson á Dalvík í sima 466 1121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.