Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 35
JLlV LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 gienning Voces Thules flytja Þorlákstíðir um hvítasunnuna: Tónlistaruppgröftur - rætt við forsprakka hópsins, Sverri Guðjónsson kontratenór Félagar í Voces Thules flytja Porlákstíöir í Kristskirkju um hvítasunnuna. Hér eru þeir á kirkjutröppunum, frá vinstri: Sverrir Guöjónsson, Eggert Pálsson, séra Kristján Valur Ingólfsson, Guðlaugur Viktorsson, séra Jakob Rolland, Siguröur Halldórsson, Einar Jóhannesson og Eiríkur Hreinn Helgason. Fjölmargt á dagskrá Listahátíðar um helgina ber þess keim að hvíta- sunnuhátíð gengur í garð. Atriði tengd trúar- og tónlistararfi íslend- inga eru áberandi. í Þjóðarbókhlöð- unni verður opnuð sýningin „Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda“ og hefst hún með flutningi á kirkju- og trúartónlist. Sönghópur- inn Voces Thules flytur Þorlákstíðir í Kristskirkju á hvítasunnudag og 2. í hvítasunnu og í tengslum við flutn- inginn hefst sýning í Ámastofnun á handritum Þorlákstíða auk þess sem fyrirlestur verður fluttur í klúbbi Listahátíðar í Iðnó um innihald og umgjörð tíðagjörðarinnar. í tilefni þessa fengum við Sverrir Guðjónsson, forsprakka Voces Thu- les, til að fræða okkur örlítið um flutning Þorlákstíða. Verkið verður flutt í fimm hlutum og tímasetning- in er miðuð við fornar tíðir. Fyrst er aftansöngur kl. 18 á hvítasunnu- dag, síðan óttusöngur á miðnætti, þá dagtíðasöngur kl. 12 á hádegi á 2. í hvítasunnu, aftansöngur II er kl. 18 á 2. í hvítasunnu og loks það sem nefnist „in missa“ kl. 20. Hver flutn- ingur tekur u.þ.b. klukkustund. 800 ára dánartíð Þorláks helga „Hugmyndin kviknaði fyrst fyrir fimm árum þegar var 800 ára dánar- tíð Þorláks helga. Þá höfðum við í huga að flytja úr handritinu heila tónleika. Við vorum með ritgerð dr. Róberts A. Ottóssonar til hliðsjónar og sáum, þegar við fórum að kafa ofan í verkið, að þetta var heilmikið mál. Ýmsar tilvísanir í handrit sem syngja átti eftir komu í ljós sem við vissum varla hvar við áttum að leita að. Við fengum síðan aðstoð við það. Þetta er nokkurs konar tónlistarupp- gröftur," sagði Sverrir en handrit Þorlákstíða er frá öndverðri 14. öld. „Textinn í handritinu fjallar um heilagleika Þorkáks. Það sem er at- hyglisvert við þetta er að á þessum tíma voru allt aðrar aðstæður en eru í dag. Þegar fólk var að heita á dýrlinga þá gátu alls konar hvers- dagslegir hlutir skipt miklu máli, t.d. að veðrið yrði gott á ákveðnum tíma, heilsan myndi haldast og bú- skapurinn gengi vel. Fólk fór í píla- grímsgöngur vegna áheita á Þorlák helga. Hann er síðan lögtekinn sem dýrlingur árið 1198 á Alþingi. Þess vegna tókum við stefnuna á flutning verksins árið 1998.“ Leitað til sárfræðinga Sverrir sagði sönghópinn hafa þurft að leita til ýmissa sérfræðinga á æfmgatímanum, t.d. vegna fram- burðar á miðaldalatínu og að lesa forna nótnaskrift. Þetta væri án efa stærsta verkefni hópsins til þessa en hann var stofnaður fyrir sjö árum. „Ég held að við hefðum ekki lagt út í þetta hefðum viö áttað okkur á umfangi verksins. Við stukkum út í laugina og héldum áfram að synda þar til bakka var náð. Tókum á þeim vandamálum sem upp komu hverju sinni," sagði Sverrir en þess má geta að Voces Thules stefnir að upptöku á Þorlákstíðum, væntan- lega í Skálholtskirkju næsta haust. Verkið kemur til með að fylla fjórar geislaplötur. Sverrir sagðist finna fyrir mikl- um áhuga á tónleikunum i Krists- kirkju. Þar gæfist fólki gott tæki- færi til að kynnast tilbeiðslu- og hugleiðslutónlist kaþólsku kirkj- unnar um leið og það gæti róað sig niður á hvítasunnunni. Þorlákur fylgist með Aðspurður hvort þeir félagar hefðu fundið fyrir anda Þorláks helga við undirbúning og æfingar verksins sagðist Sverrir ekki getað neitað því. „Ég hef margsinnis fundið mjög sterkt fyrir því á þessum tíma að það væri eins og verkinu væri stýrt. Ým- islegt hefur gerst sem við getum ekki eingöngu skýrt sem tilviljun,“ sagði Sverrir og tók sem dæmi þegar boð kom frá Bretlandi fyrir tveimur árum um að syngja á listahátíð i Lincoln- shire. Lincoln er þar skammt frá en þar gekk Þorlákur einmitt í skóla. Steindur gluggi með honum er þar á einni kapellu ásamt nokkrum öðrum dýrlingum. Sverrir minnti líka á að það var Þorlákur helgi sem kom hand- höfum forsetavalds til bjargar í lyftu Biskupsstofu hér um árið þegar bók Þorláks var notuð til að spenna upp lyftuhurðina. Dýrlingurinn kemur því víða við í nútímanum! Prestar fengnir í hópinn Sverrir sagði Voces Thules hafa orðiö til vegna áhuga á flutningi á bæði fornri og nýrri tónlist. Að ná saman þessum tveimur pólum tón listarsögunncir. „Við byrjuðum á endurreisnartón list, madrígölum og þess háttar, og færðum okkur síðan yfir í miðalda- tónlist og nýja tónlist. Við höfum jöfnum höndum flutt veraldleg og kirkjuleg verk,“ sagði Sverrir sem hefur verið í sönghópnum frá upp- hafi. Lengi vel voru 5 í hópnum en við flutning Þorlákstíða eru 8 söngv- arar. Hópurinn fékk tvo presta sér- staklega til liðs við sig nú, þá Krist- ján Val og Jakob Rolland, prest í Kristskirkju, en aðrir eru Sigurður Halldórsson, Eiríkur Hreinn Helga- son, Eggert Pálsson, Guðlaugur Vikt- orsson og Einar Jóhannesson. Að loknu þrekvirkinu um helgina munu félagarnir í Voces Thules væntanlega „anda léttar“ eins og Sverrir komst að orði og taka sér stutt hlé. Síðan tekur við Skálholts- hátíð í sumar sem tileinkuð verður Þorláki helga. Þann 20. júlí nk. verða nákvæmlega 800 ár liðin frá því Þorlákur var tekinn í dýrlinga- tölu. -bjb iiaag! MJá,halló.“ y SIMTALSFLUTNINGUR SIMANS gerir þér kleift að svara símanum heima þótt þú sért í fríinu innanlands. Með símtalsflutningi getur þú vísað öllum símtölum sem l z beint er í síma þinn í annan síma, hvar sem er á landinu, l o hvort sem það er í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. f Faðu frekari upplýsingar um símtals- flutning í gjaldfrjálsu númeri 8oo 7000 eða í Símaskránni á bls. 20-21. WÓNUSTUMIÐSTÖÐ SÍMANS PHH17QOO SIMINN 47 Afmæli h|á Börnunum er boðið í afmælisveislu með Afa á Mallorca SamviMiufeplir Lantlsýn Austurstræti 12:569 1010 • Hótel Saga vlð Hagatorg: 562 2277 • Hafnarljörður: 565 1155 Ketlavlk: 421 3400 • Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 • Vestmannaeyjar: 481 1271 Isafjörður: 456 5390 • Einnig umboðsmenn um lanrf allt 30. júní - 13. júlí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.