Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 50
' 62 afmæli LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Til hamingju með afmælið 30. maí 80 ára Hermann Bagger Hálfdánarson, eftirlitsmaður, Hverflsgötu 119, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðríður Þorbjörg Markúsdóttir. Þau eru að heiman. Álfheiður Ástvaldsdóttir, Björk við Freyjugötu, Sauðárkróki. 75 ára Áslaug Tulinius, Mávahlíð 9, Reykjavik. Dóróthea Guðlaugsdóttir, Víðilundi 20, Akureyri. 70 ára Elín Sigurðardóttir, Goðabraut 24, Dalvtk. Sigurður Pálsson, Baugsstöðum I, Stokkseyrarhreppi. Þórður Þórarinsson, Viðigrund 9, Sauðárkróki. 60 ára Linda Denny Eyþórsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Magnús G. Jónsson, Kópsvatni I, Flúðum. Sigui jón Guðbjömsson, Hraunbæ 196, Reykjavík. Þóra Hafdís Þórarinsdóttir, Ystabæ 11, Reykjavík. 50 ára Kristinn Pedersen lögreglu- varðstjóri, Hamrabergi 26, Reykjavík. Eiginkona hans er Jóhanna Erla fulltrúi. Þau hjónin eru í Madrid hjá dóttur sinni á afmælisdaginn. Ámi Björn Birgisson, Fomhaga 24, Reykjavík. Elín Vilhjálmsdóttir, Háholti 8, Garöabæ. Jónina Ágústsdóttir, Hjallabraut 60, Hafnarflrði. Magnús Ólafsson, Ofanleiti 7, Reykjavík. Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Esjuvöllum 14, Akranesi. Stefán Þorsteinsson, Kirkjubraut 58, Akranesi. 40 ára Anna Dóra Gunnarsdóttir, Strandgötu 45, Akureyri. Díana Jóhanna Svavarsdóttir, Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum. Guðmundur O. Sighvatsson, Suðurgarði 24, Keflavík. Guðný Anna Annasdóttir, Móasíðu 1, Akureyri. Gunnar Herbertsson, Vesturholti 5, Hafnarfirði. Jónína Margrét Jónsdóttir, Villingaholtsskóla, V illingaholtshreppi. Ólafur Pétur Sveinsson, Áshamri 63, Vestmannaeyjum. Sigmundur V. Kjartansson, Vesturtúni 37, Bessastaðahreppi. Signý Aðalsteinsdóttir, Melasíðu lOj, Akureyri. Sigríður Á. Þórarinsdóttir, IUugagötu 19, Vestmannaeyjum. Sigurveig Long, Borgarvegi 4, Njarðvik. Sólnin Ásgeirsdóttir, Hrísum, Ölfushreppi. z Gunnar Hallsson Gunnar Hallsson, kaupmaður og ökukennari, HjaUastræti 23, Bolung- arvík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Fyrstu æviár sín bjó Gunnar í Reykjavík og Kópavogi en 1956 flutti hann með fjölskyldu sinni til Bolungarvíkur og hefur hann búið þar síðan. Að loknu skyldunámi í Bolungar- vík fór Gunnar í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, hóf síðan nám í renni- smíði við Vélsmiðu Bolungarvíkur og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1969. Gunnar starfaði hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur til 1979 með stuttum hléum er hann stundaði sjó- mennsku. Hann réðst til afgreiðslu- starfa í Byggingarvöruverslun Jóns Fr. Einarssonar í Bolungarvík og starfaði þar til 1990 er hann tók að sér rekstur Bensínstöðvar Skeljungs í Bolungarvík sem hann starfrækir en í dag. Að loknu ökukennaranámi 1985 öðlaðist hann löggildingu sem öku- kennari og hefur hann síðan stund- að ökukennslu í hjáverkum. Gunnar hefur starfað mikið að fé- lagsmálum í Bolungarvík, var m.a mörg ár í Leikfélagi Bolungarvíkur, var einn af stofnendum JC Bolung- arvíkur, sat i Land- stjóm JC á íslandi 1979-80, og hefur verið formaður Lionsklúbhs Bolungarvíkur. Hann hefur starfað í ýmsum nefndum á vegum Bol- ungarvíkurkaupstaðar, hefur setið í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða og í Kaup- mannafélagi Vest- fjaröa. Þá hefur hann verið fréttaritari Morg- unblaðsins frá 1970. Fjölskylda Gunnar kvæntist 1.6. 1968 Odd- nýju Guðmundsdóttur, f. 23.8. 1947, verslunarmanni. Hún er dóttir Guð- mundar Sölvasonar, f. 24.7. 1922, verkamanns á ísafirði, og Sigur- bjargar Guðjónsdóttur, f. 17.4. 1914, húsmóður. Börn Gunnars og Oddnýjar eru Auður, f. 28.5. 1967, húsmóðir Kópa- vogi, gift Guðmundi Antonssyni blikksmið og eru börn þeirra Gunn- ar Anton, f. 13.1.1986, Brynja Rut, f. 8.5. 1990, og Arnar Freyr, f. 16.10. 1996; Sigurbjörg, f. 9.2. 1972, aðstoð- arstúlka hjá tannlækni en sambýlis- maður hennar er Haraldur Ólason bifvélavirki og er sonur þeirra Odd- ur Hólm, f. 16.7. 1994; Guðmundur, f. 23.9. 1976, nemi. Systkini Gunnars eru Þóra Guðbjörg, f. 23.8. 1950, skrifstofumaður í Reykjavík en maður hennar var Hólmsteinn Guðmundsson sem er látinn; Erla Kristín, f. 7.7. 1955, skrifstofumað- ur í Reykjavík, gift Pétri Haraldssyni; Hall- ur Vignir, f. 30.4. 1968, tæknimaður í Reykjavík, kvæntur Shounnu Hallsson. Hálfsystir Halls, sammæðra, er Magna Salbjörg, f. 7.6. 1945, skrifstofumaður á Siglufirði, gift Ómari Möller. Foreldrar Gunnars eru Hallur Sigurbjömsson, f. 22.12. 1927, fyrrv. fulltrúi hjá Vegagerð ríkisins, og Vigdís Magnúsdóttir, f. 23.8. 1927, verkakona. Þau eru búsett í Reykja- vík. Ætt Foreldrar Halls voru Sigurbjörn Ámason, verkamaður í Reykjavík og Þóra Guðmundsdóttir húsmóðir. Foreldrar Vigdísar voru Magnús Magnússon og Salbjörg Jónsdóttir. Gunnar Hallsson. Ragnar Th. Sigurðsson Ragnar Th. Sigurðs- son ljósmyndari, Kárs- nesbraut 63, Kópavogi, er fertugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði Ijós- myndun hjá Sven Wingquists í Gauta- borg, tók einnig sveins- próf í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykja- vík og öðlaðist meistara- réttindi í þeirri grein 1989. Ragnar var ljósmyndari við DB frá 1975 og síðar við Vikuna en hef- ur starfað sjáifstætt sem auglýsinga- og iönaðarljósmyndari frá 1985. Hann starfrækir nú auk ljósmynda- stofunnar Myndasafn RTH/ARCTIC IMAGES sem er alhliða myndasafn þar sem öll vinnsla er tölvuvædd. Ragnar hefur selt myndir á al- þjóðlegum markaði fyrir Tony Stone Images Ltd., nú Getty Images frá 1994. Hann hefur tekið myndir í tjölda bóka um árin en síðustu árin hefur hann einkum unnið með Ara Trausta Guðmundssyni. Saman hafa þeir gefið út bæk- uraar Jökulheimar, ís- lenskir jöklar, og VatnajökuU, frost og funi, en þeir eiga sam- an bókaforlagið ARCT- IC BOOKS. Ragnar og Ari Trausti hafa ferðast víða um norðurslóðir en þeir komust m.a. á Norðurpólinn þann 2.4. 1995. Ragnar hélt einkasýningu í Gerð- arsafni, listasafni Kópavogs, haustið 1995 og í Katuak, menningarmið- stöðinni í Nuuk, 1996 auk þess sem hann hefur tekið þátt i samsýning- um. Vorið 1997 sýndi ríkissjónvarp- ið þátt um Ragnar og störf hans á hálendi íslands og endursýndi þátt- inn um haustið. Ragnar er félagi í Ljósmyndarafélagi íslands og situr fyrir þess hönd í stjórn Myndstefs og Fjölíss. Fjölskylda Eiginkona Ragnars er Ásdís Giss- urardóttir, f. 5.4. 1958. Hún er dóttir Gissurar Elkíassonar, f. 12.9. 1916, hljóðfærasmíðameistara, og Ragn- heiðar Magnúsdóttur, f. 24.8.1924, d. 5.6. 1996, húsmóður. Börn Ragnars og Ásdísar eru Hilmar Þórarinn Hilmarsson, f. 16.11.1976, nemi; Elías Ragnar Ragn- arsson, f. 19.8. 1983; Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir, f. 14.5. 1987. Systkini Ragnars eru Hallgrímur Gunnar Sigurðsson, f. 22.11. 1959, rafmagnsverkfræðingur í Reykja- vík; Sigurður Árni Sigurðsson, f. 25.10. 1963, sagnfræðingur og kenn- ari í Reykjavík. Foreldrar Ragnars eru Sigurður Hallgrímsson, f. 25.5. 1920, fyrrv. skrifstofustjóri í Reykjavík, og Anna Ragnheiður Ragnarsdóttir Thorarensen, f. 6.1. 1935, kennari og húsmóðir. Ásdís, kona Ragnars varð fertug 5.4. s.l.. í tilefni afmælanna taka þau á móti vinum og kunningjum að heimili sínu í dag kl. 17.00-20.00. Ragnar Th. Sigurðsson. Gissur ísleifsson Gissur ísleifsson tölvunarfræð- ingur, Álfheimum 40, Reykjavík, verður fertugur á hvítasunnudag. Starfsferill Gissur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hefur frá unga aldri unnið margþætt störf til sjávar og sveita. Ungur maður réðist hann sem kokkur á báta frá Höfn í Horna- firði en hann hafði áður verið þar nokkur sumur í sveit. Gissur hóf nám við MH 1977 en var jafnframt dyravörður á Hótel Borg auk þess sem hann tók einka- flugmannspróf á þeim árum. Að loknum stúdentsprófum 1981 var hann bílstjóri við langferðabíla Teits Jónassonar. Auk þess vann hann við endurbætur á Torfunni og varð seinna þjónn á Lækjarbrekku. Gissur og fjölskylda hans fluttu til Svíþjóðar 1984 þar sem hann stund- aði nám í tölvunarfræði við Háskól- ann í Gautaborg. Hann lauk BA- prófi 1987 en við heimkomuna hóf hann störf hjá Tölvumiðlun hf. þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Gissur kvæntist 1986 æskuást sinni, Bjam- eyju Lindu Ingvarsdótt- ur, f. 28.2. 1958, fram- reiðslumanni. Hún er dóttir Ingvars Þorleifs- sonar bifreiðastjóra sem lést 1987, og Kolbrúnar Jóhannsdóttur, fyrrv. veitingamanns. Börn Gissurar og Bjarneyjar Lindu era ís- leifur, f. 17.4. 1980; Kolbrún, f. 2.12. 1985; Hrafnkell Ingi, f. 4.4. 1991; Vé- dís, f. 28.10. 1996. Systkini Gissurar era Hrönn, deildarfulltrúi, í sambúð með Jóni Tryggva Helgasyni rafeindavirkja og eiga þau tvö börn; Anna Guðrún, trimformist, í sambúð með Sæ- mundi Jónssyni sjómanni og á Anna tvö börn; Karl forstjóri, kvæntur Margréti Nönnu Jóhanns- dóttur skrifstofustjóra og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Gissurar; ísleifur Giss- urarson sem lést 1993, bifreiðastjóri, og Sveina Karlsdóttir bifreiðastjóri. Ætt ísleifur var sonur Gissurar trésmiðs Sveinssonar, b. í Skaga- firði. Móðir Gissurar var Guðrún Sæmunds- dóttir, sjómanns og b. frá Hörgshlíð í Mjóa- firði, Gíslasonar og Lilju Stefánsdóttur. Móðir ísleifs var Lilja Stefánsdóttir. Sveina er dóttir Karls, bifreiða- stjóra, Sveinssonar, verkstjóra, Eyj- ólfssonar, frá Pontukoti í Þingholt- unum í Reykjavík. Móðir Karls var Anna Guðmundsdóttir, stórb. á Hjálmsstöðum í Laugardal. Móðir Sveinu var Anna Ástveig Bjamadóttir húsfreyja. Móðir Önnu var Ingibjörg María Jónsdóttir, b. að Mýrhúsum í Grundarfirði, Tjörvasonar. Gissur ísleifsson. 711 hamingju með afmælið 31. maí 90 ára Guðlaug G. Guðlaugsdóttir, Efstalandi 10, Reykjavík. 85 ára Jakob Guðmundsson, Borgarbraut 65, Borgarnesi. 75 ára Kristjana Alexandersdóttir, Logalandi 17, Reykjavík. Sigurgeir Þorvaldsson, Mávabraut 8c, Keflavík. 70 ára Aðalsteinn Þórólfsson, Túngötu 2, Húsavík. Björg ísaksdóttir, Skólavörðustíg 26, Reykjavík. Brynhildur Sæmundsdóttir, Fannafold 77, Reykjavík. Fjóla Magnúsdóttir, Hvanneyrarbraut 19, Siglufirði. Magnús Jónsson, Fomuströnd 6, Seltjarnamesi. Oddný Þorsteinsdóttir, Sæbóli, Borgarfjarðarhreppi. Sigurður Antonsson, Glæsistöðum, Vestur- Landeyjahreppi. Sveinn Sigurðsson, Höfðavegi 27, Vestmannaeyjum. 60 ára Oddur Ragnarsson, Árstíg 9, Seyðisfirði. 50 ára Alfreð Guðmundsson, Hverfisgötu 49, Reykjavík. Freyja Sigurðardóttir, Holtsgötu 12, Hafnarfirði. Gestur Jónsson, Norðurbyggð 17, Akureyri. Guðmundur Andrésson, Galtarlæk, Skilmannahreppi. Gylfi Sveinsson, Flatahrauni 29, Hafnarfirði. Helga Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 6, Ólafsfirði. Hreiðar Gíslason, Baldursgötu 16, Reykjavík. Kristinn Þór Sigurðsson, Hrauntungu 8, Hafnarfirði. Kristín Hansdóttir, Álftamýri 20, Reykjavík. Sigríður Sverrisdóttir, Túngötu 10, Grenivík. Sigurður Valur Ingólfsson, Lindarbergi 6, Hafnarfirði. Smári Sæmundsson, Austurbrún 25, Reykjavík. Svanhildur B. Ólafsdóttir, Álfhólsvegi 108, Kópavogi. Valur Karlsson, Holtabrún 15, Bolungarvík. 40 ára Guðlaug Jónasdóttir, Skipasundi 39, Reykjavík. Herborg Sigtryggsdóttir, Hrauntungu 34, Kópavogi. Jósef Hrafn Þrastarson, Logalandi 32, Reykjavík. Laufey Valgerður Oddsdóttir, Fífubarði 3, Eskifirði. Marianne Skovsgaard Nielsen, Skeiðarvogi 67, Reykjavík. Oddný Jónsdóttir Sen, Miklubraut 40, Reykjavik. Ragnheiður Júlíusdóttir, Eyjavöllum 7, Kelfavík. Sveindís N. Alexandersdóttir, Eyjahrauni 12, Þorlákshöfn. Sveinn Guðmundsson, Stórholti 10, Akureyri. Vigfús Þór Gunnarsson, Grashaga 11, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.