Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Síða 53
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 dagsönn 6=" Arnar Jónsson og Sigurþór A. Heimisson í hlutverkum sínum. Svikamylla Kaffileikhúsið sýnir í kvöld í Hlaðvarpanum Svikamyllu eftir breska leikritahöfundinn Anthony Shaffer. Svikamylla var frumsýnt í Bretlandi árið 1970 þar sem það hlaut fádæma viðtökur og sló með- al annars sýningcirmet i London. Einnig hefur verið gerð kvikmynd eftir verkinu sem hlaut mikið lof þar sem þeir Sir Laurence Olivier og Michael Caine fóru með aðal- hlutverkin. Leikhús í aðalhlutverkum í uppfærslu Kaffileikhússins eru Arnar Jóns- son og Sigurþór A. Heimisson. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Arnar Jónsson leikur morðgátu- höfund sem er farinn að lifa sig svo inn í heim skáldsagna sinna að mörk skáldskaparins og raun- veruleikans eru að verða honum æ óljósari. Höfundurinn býður ástmanni eiginkonu sinnar heim til sín og fær hann til að taka með sér þátt í litlum leik. Ein myndin af Odellu. Þrjár Ijósmynda- sýningar í Menningarmiðstöðinni Gerðu- hergi standa yfir þrjár ljósmynda- sýningar á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Sýningamar hafa yfir- skriftina Odella - að lifa af, Sóp- aðu aldrei síðdegis og Tilvera - Daglegt líf unglinga. „Ég vil að fólk komi og sjái mig og hafi áhuga á mér. Ég er mann- eskja.“ Þetta eru orð Odellu, fyrir- sætunnar á ljósmyndum Carlottu Duarte. Odella bjó sem barn við of- beldi og vanrækslu og níu ára gömul var hún sett á stofnun fyrir geðsjúka. Sópaðu aldrei síðdegis er yflr- skrift ljósmynda Maya-indíána frá Chiapas í Mexíkó. í margar aldir sögðu Maya-indíánar sögur af fólki sínu með táknum sem mótuð vom í stein, leir eða skrifuð á sér- stakan pappír. í dag segir ný kyn- slóð Maya-indíána frá á myndræn- an hátt og með nútímalegri aðferð. Tilvera - Daglegt líf unglinga er afrakstur ljósmyndaverkefnis af öllu landinu en fyrirmyndin var Sópaðu aldrei síðdegis. 27 ungling- ar fengu senda einnota myndavél til að ljósmynda sitt nánasta um- hverfi og daglega líf. Margar spennandi myndir urðu til og sýna þær vel sköpunargleði ung- linga og persónulegt sjónarhorn þeirra á tilveruna. Aðgangur á sýningarnar er ókeypis. Hlýtt og bjart Skammt vestur af landinu er nærri kyrrstæður hæðcirhryggur. Um 500 km austur af Nýfundnalandi er 992 mb lægð sem þokast norðvest- ur og grynnist. Veðrið í dag Það verður hæglætisveður um allt land í dag og víða ætti sólin að beina geislum sínum á landsmenn. Spáð er hægri, breytilegri eða norð- lægri átt. Skýjað verður helst úti við sjóinn norðanlands, þar gæti einnig myndast súld. Á Suður- og Suðvest- urlandi verður að mestu bjart veð- ur. Hiti allt að 15 stig með fram suð- urströndinni og allt að 20 stig í inn- sveitum. Sólarlag í Reykjavík: 23.25 Sólarupprás á morgun: 03.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.04 Árdegisflóð á morgun: 10.35 Veðrið kl. 12 á hádegi: Akureyri alskýjaö 11 Akurnes skýjaö 11 Bergstaóir alskýjaó 10 Bolungarvík súld á síð.kls. 9 Egilsstaöir 9 Keflavíkurflugv. skýjaö 11 Kirkjubkl. léttskýjað 14 Raufarhöfn súld 3 Reykjavík skýjaö 11 Stórhöföi alskýjað 10 Helsinki skýjað 19 Kaupmannah. léttskýjað 21 Osló léttskýjaö 22 Stokkhólmur Þórshöfn skýjað 8 Faro/Algarve rignign 16 Amsterdam skýjaö 18 Barcelona hálfskýjað 21 Chicago rigning 21 Dublin þokumóóa 12 Frankfurt skýjaö 20 Glasgow rigning 12 Halifax léttskýjaö 16 Hamborg skýjað 24 Jan Mayen skýjað 1 London léttskýjaó 18 Lúxemborg skýjaó 16 Malaga rign. á síö.kls. 22 Mallorca léttskýjaö 23 Montreal heiöskírt 22 París hálfskýjað 17 New York mistur 21 Orlando þokumóða 23 Róm Vín hálfskýjað 26 Washington þokumóða 19 Winnipeg heiöskírt 1 Skemmtanir Vinir vors og blóma Hfjómsveitin Vinir vors og blóma kemur saman á hvita- sunnunni og skemmtir í kvöld í Miðgarði í Skagafirði og annað kvöld á Knudsen í Stykkishölmi. Gaukur á Stöng í kvöld munu gleðipinnarnir í The Moonboots gleðja hug og hjarta gesta á Gauki á Stöng. Annaö kvöld á mið- nætti stigur á svið hljóm- Bjartmar Guölaugsson og Olsengengið skemmta á Fógetanum í kvöld. sveitin Á móti sól. Fógetinn: Bjartmar og Olsengengið Söngvarinn góðkunni Bjartmar Guðlaugsson, sem ekki er síður þekktur fyrir skemmtilega texta sína og lög, ætlar að skemmta á Fógetanum í kvöld ásamt Ólsen- genginu. Hljómsveitina skipa: James Olsen, trommur, Tómas Tóm- asson, gítar og Friðþjófur ísfeld, bassi. Dagskrá þeirra félaga byggist upp á gömlum og nýjum lögum eftir Bjartmar ásamt vel völdum og þekktum rokklögum í bland. Sixties á Hólmavík Hljómsveitin Sixties skemmtir á Hólmavík í kvöld. Annað kvöld verð- ur hljómsveitin svo á miðnæturdans- leik í Víkurröst, Bolungarvík. Sniglabandið í Úthlíð Sniglabandið ætlar að taka sér smáfrí í sumar, en áður en svo verður ætla þeir félagar að skemmta á dansleik í Úthlíð í Biskupstungum annað kvöld. Elfar Guöni með eitt málverka sinna. Vatnslitir og olía í dag kl. 14 opnar Elfar Guðni málverkasýningu í Samkomuhús- inu Gimli á Stokkseyri. Þetta er 33. einkasýning Elfars og ein af mörgum á þessum stað. Á sýning- unni verða vatnslita- og olíumál- verk sem eru máluð við suður- ströndina, í Þjórsárdal og víðar. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22 og stendur hún til 7. júní. Sýningar Slæðusýning Sneglu Tveimur kynningum hjá Sneglu listhúsi var ýtt úr vör í gær. Fyrst ber að nefna kynningu á silkislæð- um sem verður í innri sölum list- hússins. Slæðurnar eru handmál- aðar og þrykktar á silki og eru eng- ar tvær eins. Slæðusýning Sneglu er orðin árviss vorsýning listhúss- ins. Að sýningunni standa sjö lista- konur, Björk Magnúsdóttir, Ema Guðmarsdóttir, Helga Pálína Brynj- ólfsdóttir, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Þuríðm- Dan Jónsdóttir. Hin kynningin er á pastelmyndum Jónu Sigríðar Jóns- dóttur í gluggum Sneglu. Hundafimi í fjölskyldugarðinum í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um á hvítasunnu og annan í hvíta- sunnu kl. 13.30 og aftur kl. 15.30 báða dagana mæta nokkrir félagar úr íþróttadeild Hundaræktarfélags íslands og kynna fyrir gestum garðsins Hundafimi (Agility). Þar mæta meðal annars Karró sem er 25 cm á hæð og Adam sem er 70 cm á hæð. Félagar þeirra eru af öllum stærðum þar á milli. Þá má geta þess að Tumi trúður skemmtir á mánudag kl. 13 og kl. 15. Sverrisdagur Minningarsjóður um hjónin Sverri Magnússon og Ingibjörgu Sigurjóns- dóttur, frumkvöðla að stofnun Hafn- arborgar, menningar- og listastofn- unar Hafnarfjarðar, var stofnaður 1. júní 1993. Úr sjóðnum er veitt árlega viðurkenning fyrir framlag til menn- ingar og lista í Hafnarfirði. Á mánu- daginn kl. 17 verða viðurkenningar veittar. Samkomur ÍL‘ Versace-sýning í kvöld mun Eskimo Models í samvinnu við Listahátíð í Reykja- vík sýna fatnað Gianne Versace sem hann hannaði fyrir Absolut Vodka í fyrra. Sýningin ber heitið Absolut Versace og verður í Ný- listasafninu í kvöld kl. 21. Jf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.