Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 54
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 017 > « tnyndbönd I Know What You Did Last Summer: Unglingahrollvekja frá Kevin Williamson Helen, Barry, Julie og Ray eru fjögur efnileg ungmenni í smábæn- um Southport. Þau eru búin að Ijúka prófum og stefna hvert í sína áttina næsta vetur. Öll hafa þau metnað til að gera stóra hluti í líf- inu og stefna langt. Á þjóðhátíðar- daginn keyra þau út á afskekkta strönd og skemmta sér þar við drykkju og hryllingssögur en á leið- inni heim verða þau fyrir því óhappi að keyra á mann sem liggur hreyfingarlaus eft- ir. Þau sjá fyrir sér hneyksli og jalhvel ákærur fyrir manndráp af gá- leysi og ölvun við akstur sem myndi drepa í framavon- um þeirra. Þau ákveða því að losa sig við líkið með því að fleygja því í sjóinn og segja ekki nokkrum manni frá atvikinu. Ári síðar fær Julie bréf sem í stendur „Ég veit hvað þú gerðir í fyrrasumar". Ein- hver veit leyndar- mál þeirra og hann hefst nú handa við að ásækja þau. Hann ætlar að sjá til þess að þau gjaldi fyrir illvirki sitt. Rísandi stjörnur Það eru fjórar rísandi stjörnur sem leika aðalhlut- verkin í myndinni. Hin gáfaða og metnaðarfulla Julie er leikin af Jennifer Love Hewitt, sem slegið hefur í gegn í hlut- verki Sarah Reeves í sjónvarpsþátt- unum Party of Five. Hún hefur m.a. leikið í myndunum Trojan War, Sister Act II og House Arrest og er væntanleg í mynd sem heitir Tell- ing You. Hún hefur einnig náð frama sem söngkona og gefíð út þrjár sólóplötur. Sarah Michelle Geller leikur ljós- hærðu fegurðardrottninguna Helen. Hún er aðeins tvítug en hefur samt stundað leiklist í fimmtán ár. Hún leikur aðalhlutverkið í sjónvarps- þáttunum Buffy the Vampire Slayer, og hefur leikið í myndum eins og Funny Farm, Over the Brooklyn Bridge, High Stakes og hinni nýútkomnu Scream 2. Ryan Phillipe leikur ruðnings- kappann Barry en hann hefur m.a. leikið í White Squall, Studio 54 og Nowhere. Þá eru ókomnar liingað til lands nýjustu myndir hans, Homegrown og Little Boy Blue. Sá fjórði er svo Freddie Prinze, Jr., sem nýlega lék í To Gillian on Her 37th Birth- day, og einnig í The House of Yes, sem sýnd var á Sundance-kvik- myndahátíðinni í fyrra. eiga von a kvik- mynd upp Ungu leikararnir fjórir sem leika aöalhlutverkin í I Know What You Did Last Summer. Heitur í Hollywood Kevin William- son er einhver heitasti handrits- höfundurinn í Hollywood um þessar mundir eft- ir velgengni Scr- eam sem var afar vel tekið, bæði af gagnrýnendum og áhorfendum, en handritið þótti alveg sér- staklega snjallt. Áður hafði hann selt handrit að svartri kómedíu sem kall- ast Kill- ing Mrs. Tingle, og megum við þvi fljótlega. Nýjasta afurð hans, Scream 2, er nýkomin í kvikmynda- hús hérna en næsta verkefni hans verður að spreyta sig í leikstjóra- stólnum í vísindatrylli sem nefnist The Faculty. Leikstjóri myndarinnar heitir Jim Gillespie og er hann nýgræð- ingur í Hollywood. Hann hefur undanfarinn hálfan annan ára- tug unnið fyrir sér í Bretlandi og hefur leikstýrt myndum og þáttaröðum í skosku sjón- varpi og einnig fyrir BBC. Meðal aukaleikara eru Muse Watson (Sommersby, Something to Talk About, Rosewood, The Assass- ins, Lolita), Bridgette Wilson (The Real Blonde, Unhook the Stars, Nixon, Higher Learn- ing, The Last Action Hero) og Johnny Galecki (Dr. Bean, National Lampoon’s Christmas Vac- ation). -PJ Jennifer Lowe Hewitt leikur hina gáfuöu og metnaðarfullu Julie. Styrkur til starfsrækslu tónlistarhóps Reykjavíkurborg mun styrkja tónlistarhóp til eins árs frá og með 1. sept. næstkomandi. Þeir tónlistarhópar sem hafa áhuga sendi umsóknir til menningarmálanefndar fyrir 17. júlí næstkomandi. í umsókn skal tiltekið hvemig hópurinn verður skipaður og gerð grein fyrir menntun og starfsreynslu hvers meðlims. Umsækjendur skulu og gera eins nákvæma starfsáætlun og unnt er. Tónlistarhópurinn skal hafa lögheimili í Reykjavík. Styrkurinn nemur árslaunum tveggja listamanna sem þiggja starfslaun Reykjavíkurborgar og verður hann greiddur í fjómm jöfnum útborg- unum, 1. september, 1. desember, 1. mars og 1. júní á kennitölu tón- listarhópsins. Sérstök dómnefnd fer yfir umsóknimar og skilar til menningarmála- nefndar tillögum en nefndin tekur ákvörðun um styrkveitingu. Umsóknir sendist til menningarmálanefndar Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, fyrir 17. júlí 1998. Niðurstöður verða kynntar 18. ágúst. Allar nánari upplýsingar og reglur um starfsrækslu tónlistarhópsins veitir menningarmálanefnd Reykjavíkur. if www.visiir.is FVRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAH Sölumyndbönd: Þrjár nýjar frá Disney Mánaðarlega koma út nýjar Disn- ey-teiknimyndir á sölumyndbönd- um frá Sam-myndböndum og komu síðustu þrjár út í síðustu viku. Ber þar fyrst að nefna Svaðilfor Bangsímons, teiknimynd sem er í fullri lengd og tekur hún upp þráð- inn þar sem Ævintýri Bangsímons endaði en sú mynd fékk góðar við- tökur. Svaiðitfór Bangsímons er með íslensku tali. Á sama tíma komu út tvö myndbönd í mynda- flokknum Ævintýri í andabæ þar sem sem Jóakim aðalönd og Ripp, Rapp og Rupp fara á kostum, nýju myndböndin heita Endur fyrir löngu og Draugahótelið. Vert er einnig að geta tveggja teiknimynda um Bleika pardusinn, Töfrasprot- ann og í flughemum, sem komu út í lok april, en það eru fyrstu sölu- myndböndin með Bleika pardusn- um sem gefln eru út hér á landi. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Undirtóna: Einhenti „Eg þyrfti eiginlega að nefna nokkur þús- und titla en stikla kannski frekar á því sem hefur dvalið í tækinu hjá mér undanfarna daga (fyrir utan allt barnaklámið, að sjálf- sögðu!). Félögum mínum tókst að grafa upp alveg stórkostlega videó- mynd fyrir norðan. Um er að ræða Einhenta karatemanninn, ævagamla mynd sem fannst í verbúðinni á Dal- vík. í henni leika eingöngu óþekktir austurlenskir leikarar og er myndin alveg frábærlega illa talsett. Fátt veit ég um myndina nema að leik- stjóri hennar, Chang Chong Ching Cheng, eða hvað hann nú heitir, hafði gert nokkrar fleiri myndir um einhenta menn sem lentu í krís- um. Þessi mynd um „einhenta karatemanninn" líður þó sérstaklega fyrir það að í henni var enginn einhentur karatemað- ur... Annað skemmtilegt úr tæk- inu hjá mér er hin sígilda mynd Stevens Segals, Out for Justice. Ég virðist bara ekki geta orðið leiður á honum Segal þar sem hann ráfar um gamla hverfið sitt í leit að kolgeggj- uðum, morðóðum glæpóna sem hef- ur skilið eftir sig blóði drifna slóð. Þarna er hann ekkert að reyna að leika of mikið, það er ekkert verið að velta sér upp úr einhverjum amerískum væmniklisjum, heldur gerir hann bara það sem hann gerir best, lemur mann og annan og segir svo eitthvað gáfulegt á eftir. Frábær mynd! Ef ég á að tína til eitthvað af þeim myndum sem voru bara að koma út þá er það engin að mynd Dav- ids Finchers, The Game, er alveg brilliant mynd sem ég steinlá fyrir, og svo náttúrlega Event Horizon. Það er mynd sem ég á seint eftir að gleyma. Þvflíka og aðra eins geðveiki hef ég ekki séð síðan í The Shining eftir Stanley Kubrick."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.