Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Préttir Þenslumerkin I efnahagskerflnu: Vaxtahækkanir ein- ar sér gagnslitlar - segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Tölugildi viðskiptahallans gagnvart útlöndum á fyrsta ársfiórðungi er nán- ast jafnt spá Þjóðhagsstofnunar fyrir alit árið. Þetta er greinilegt þenslu- og þar með hættumerki að mati Friðriks Þórs Baldvinssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofiiunar. Hann segir í samtali við DV að á þessu verði þó að hafa mikla fyrirvara og alls ekki gangi að margfalda hallatöluna með fjórum og telja sig þannig fá afkomuna í utan- ríkisviðskiptunum á ársgrundvelli. DV sagði í gær frá mjög hagstæðum lánum sem Sparisjóðurinn í Bolung- arvík hefur veitt til báta- og kvóta- kaupa, en stjómvöld hafa lýst yflr að hugsanlegt sé að grípa til vaxtahækk- ana til að slá þannig á þensluna í efna- hagskerfmu, draga úr eftirspum og hamla gegn verðbólgu. Friðrik Már segir að uppsveifla og eftirspum hafi verið mjög sterkir þættir í efnahags- kerfmu midanfama mánuði, eins og innflutnings- og atvinnuleysistölur sýni, þó að heldur virðist vera að draga úr vinnuaflseftirspuminni, nema þá helst í tæknigreinum. Hvað varðar aðgerðir eins og vaxtahækkanir til að sporna gegn þenslunni og erlendum lántökum segir Friðrik Már slíkt gagnslítið. Nú sé um þriggja prósenta vaxta- munur milli íslands og helstu við- skiptalandanna og það kalli á inn- streymi erlends lánsfjár til landsins og vaxtahækkun sé líkleg til að heröa frekar á því. „Það sem þá þarf að gerast til að vega upp á móti því er raunverulega að leyfa genginu að hækka, þá hættir innstreymið sem raunverulega gerir vaxtahækkun að engu,“ segir Friðrik Már. Vaxta- hækkanir gangi einfaldlega ekki lengur sem hagstjórnartæki einar og sér. Eina leiðin sem dugi við þær að- stæður sem nú eru sé að skera niður ríkisumsvifín og í opinberum rekstri og ekki lækka skatta, heldur þvert á móti að hækka þá eins og Danir eru að gera um þessar mundir. Hann segir að hættumerkin séu augljós- lega fyrir hendi og það sem menn óttist mest í þessu sambandi sé verð- bólgan en það sem í rauninni hefur haldið aftur af henni er að gengið hefur farið hækkandi. Mikill inn- lendur þrýstingur sé nú á verðhækk- anir innlendrar vöru og þjónustu. Á sama tíma hafi verðlag i innflutningi staðið í stað eða jafnvel lækkað að raunvirði á ársgnmdvelli. Innflutn- ingurinn hafi í rauninni haldið verð- bólgunni niðri. -SÁ Haraldur Guðbergsson, 68 ára öryrki, stefndi á götuna: Utburðarkrafa felld niður - tel að samtal mitt við blaðamann DV hafi valdið titringi í kerfinu, segir Haraldur „Ég var mjög smeykur fyrri hluta gærdagsins enda hótað útburði. Eft- ir samtal mitt við blaöamann DV um miðjan dag í gær hringdi vara- formaður Öryrkjabandalagsins í mig. Hann vildi greinilega frið í málinu og bauðst til að fella útburð- arkröfuna niður. Ég fæ því aö vera í íbúðinni um óákveðinn tíma. Ég tel að spjall mitt við DV hafi valdið titringi í kerfmu. Ég er alveg í skýj- unum af ánægju," segir Haraldur Guðbergsson, þekktur myndlistar- maður og tölvugrafíker. Haraldur er 68 ára. Hann hefur verið öryrki frá þriggja ára aldri. Undanfarin 6 ár hefur hann leigt íbúð að Grettisgötu 12 af Öryrkja- bandalaginu. Eftir fjárhagserfið- leika á síðasta ári gat hann ekki borgað húsaleiguna og var hótaö út- burði næstkomandi föstudag. Það breyttist þó i gær þegar útburðar- krafan var felld niður af varafor- manni Öryrkjabandalagsins. Verri þjóðfélagsþegn „Þegar ég var þriggja ára fékk ég berkla og gerði þjóðfélaginu þann óleik að ég lifði þá af. Ég er nú þre- faldur öryrki og auk þess gamal- menni. Þá er ég orðinn enn verri Haraldur Guðbergs- son, 68 ára öryrki. fær að vera áfram í leigu- : íbúð sinni um óákveð- ,lnn tíma. Útburðarkrafa á hendur honum var felld niður í gær. DV-mynd BG mér íbúð en það virtist ekki ætla að ganga eftir. Ég var því orðinn ansi smeykur um að lenda á göt- unni á föstu- dag. Sem bet- ur fer kom ekki til þess. Það er eftir að ganga endan- lega frá þessu máli en ég vonast til að vera hér í íbúðinni eins lengi og ég get. Ég mun að sjálfsögðu nú borga húsaleiguna aftur,“ segir Haraldur sem er m.a. þekktur fyrir skopmyndateikningar sínar í DV og Morgunblaðinu. DV fékk það staðfest hjá sýslu- mannsembættinu í Reykjavík að út- burðarkrafan á hendur Haraldi hefði verið felld niður. Ekki náðist í forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins í gær. -RR þjóðfélagsþegn. Ég hef þó verið að vinna sem tölvugrafiker. Fyrir rúmu ári bað Listasafn ríkisins mig um aö taka þátt í myndlistarsýn- ingu. Ég gat ekki neitað þessu boði en ég varð aö kosta alla vinnu sjálf- ur. Þetta ævintýri kostaði mig mikla peninga. Ég hef fengið 50 þús- und krónur á mánuði en borgaði 36 þúsund í húsaleigu og hússjóð til Öryrkjabandalagsins. Hússjóðurinn var hár og mér fannst ýmis skrítin gjöld þar sem ég sem leigjandi átti eflaust ekki að borga. Ég sá fram á fjárhagserfíöleika og gat ekki borg- að húsaleiguna í nokkum tíma. Ég bað um að fá að semja um greiðslur en var ekki gefínn kostur á því. Ég leitaði ýmissa ráða. Félags- málastofnun lofaði að finna handa Yfirvöld sátt við ástand háhyrningsins: Keikó kemur - stórkostlegt tækifæri, segir Hallur Hallsson Á myndinni sést Davíð Oddsson taka við ábyrgðaryfirlýsingu Free-Willy samtakanna úr hendi Robert Ratliffe, varaforseta samtakanna. Yfirlýsingin felur í sér að samtökin muni fjármagna og sjá um flutning og dvöl háhyrn- ingsins Keikó á íslandi. DV-Hilmar Þór Davíð Oddsson forsætisráðherra og Guðmundur Bjamason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, kynntu í gær ákvörðun stjómvalda að heimila komu háhymingsins Keikó til lands- ins. Stefht er að komu dýrsins í byrjun september. Samþykki stjómvalda er háð því að Free- Willy-samtökin ábyrgist ailan kostnað, flutning og um- mönnun dýrsins á meðan það er í um- sjón manna. Robert Ratliffe, varafor- seti samtakanna, afhenti yfirlýsingu um ábyrgð samtakanna á blaðamanna- fúndi í gær. Ekki er endanlega búið að ákveða hvar kví Keikó verður komið fyrir. Klettavík í Vestmannaeyjum og Mið- eyri á Eskifirði koma til greina. í dag munu fulltrúar Free-Willy samtak- anna skoða aðstæður á þessum stöð- um. Búist er við ákvörðun fljótlega. „Það hefur enginn skepna á jörðinni verið rannsökuð eins og Keikó,“ sagði Hallur Hallsson, talsmaður Free-Willy samtakanna hérlendis. „Yfirdýralækn- ir og yfirdýralæknir í fisksjúkdómum fóra til Bandaríkjanna tO þess kynna sér þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Keikó. Þeir báðu um viðbótar- rannsóknir og þess vegna tafðist þetta. Nú liggur þetta aOt fyrir. Þeir era sátt- ir við það að Keikó er heOl heilsu og umhverfinu stafar ekki hætta af hon- um. Auk þessa gaf dýravemdarráð umsögn og eins Náttúrufræöistofnun. Á grundvelli aOs þessa er þetta leyfi veitt.“ Tæpast sleppt lausum „Það veit enginn hversu lengi Keikó dvelur í kvínni áður en honum verður sleppt. Það getur vel verið að það verði 6 mánuðir, 6 ár eða 20 ár. Menn telja að það séu meiri líkur en minni að Keikó verði í þessari kví jafnvel það sem eftir er ævinnar." Jafnffamt sagði HaOur að á annan tug manna myndu annast Keikó í kvínni. Keikó er nú í Newport í Oregon. Hann verður fluttur hingað með með sérstöku leiguflugi. Kostnaður við flutninginn er áætlaður um 2,5 miOj. dollara. HaOur sagði að tekjur bæjar- ins Newport af Keikó væra um 75 mOljónir doOara, eða fimm og hálfúr mdljaður króna árlega. Hann vOdi þó ekki spá slíkum tekjum hérlendis en benti á að gríðarlegur áhugi væri viða erlendis um afdrff Keikó. Mörg hund- rað blaðamanna fylgdust með málmu og fólk kæmi viða að tO þess að berja skepnuna augum. Koma Keikó hefði því í fór með sér stórkostlegt tækffæri fyrir ísland tO landkynningar. -JP Stuttar fréttir i>v Sláttur hafinn Sláttur hófst í gær austur undir EyjafjöOum. Spretta þar hefur ver- ið óvenju fljót og tíðin góð. RÚV sagði frá. Guðjón á Netinu Guðjón Þórð- arson, landsOðs- þjáffari í knatt- spymu, var í Net- spjaOi Vísis í gær og um 122 manns fylgdust með og tóku þátt í því. Guðjón telur Þjóðverja sigurstranglegasta í heims- meistarakeppninni sem hefst í dag. Ófrávíkjanlegt Stjóm fúOtrúaráðs Alþýðuflokks- ins áréttar að Alþýðuflokkurinn hefúr einn flokka haft það að óffá- vikjanlegri stefiiu að afiiema gjafa- kvótakerfið og innleiða þess í stað greiðslur tO þjóðarinnar fyrir afla af fiskimiðum hennar. Prestafélag aldargamalt Prestafélag hins foma Hólastiftis, elsta prestafélag landsins, varð 100 ára 8. júní. Núverandi formaður þess er sr. Kristján Bjömsson á Hvammstanga. Yfirbyggða velli Guðjón Þórðarson, landshðsþjáff- ari í knattspymu, telur að til að bæta íslenska knattspymu þurfi að byggja 3-4 yfirbyggða knattspymu- veOi sem hver um sig kostar um 400 mOijónir króna. NetspjaO við Guð- jón frá í gærdag er hægt að lesa á Netinu á slóðinni visir.is. Skammaði Sverri Davíð Odds- son forsætisráð- herra hótaði í bréfi tíl Sverris Hermannssonar í febrúar 1996 að reka bankastjóra Landsbankans ef þeir hlýddu ekki og lækkuðu vexti. í bréfmu sakar hann bankastjórana um lélega stjóm bankans og að láta strák týna fýrir sér 900 mOljónum. Daginn eft- ir að Sverrir fékk bréfið iækkaði bankinn vexti. Stöð 2 sagði frá. Oryggismál í ólestri Öryggismál sjómanna era í ólestri og verri en nokkur hafði gert sér grein fyrir. Þetta er niðurstaða nefnd- ar samgönguráðherra sem kannaði máhð og skOaði skýrslu i gær. Lind í rannsókn Efhahagsbrotadedd ríkislögreglu- stjóra rannsakar LindarmáOð og gerðir stjómenda Lindar að beiðni bankaráðs Landsbankans. Bylgjan sagið frá. Hrossaútflutningur á ný Útflutningur á hestum hefst á ný eftir tíu daga. 800 hestar bíða nú út- flutnings, þar af 30 á Norðurlandi. Hrossin verða í 10 daga sóttkví áður en þau fara úr landi. Bylgjan greindi frá. Raöar í nefndir Hrannar B. Amarsson situr í fimm manna nefhd hjá R-list- anum sem raðar niður í nefhdir borgarinnar. Við Morgunblaðið segir hann þetta samræmast yfir- lýsingu hans um að gegna ekki op- inberum trúnaðarstörfum á vegum borgarinnar fyrr en mannorð hans hafi verið hreinsað. Nefiidarstarfið sé ekki opinbert trúnaðarstarf. Vilja lækkun Vamarliðið á Keflavíkurflugvedi vid ekki lengur greiða tvöfalt hærra verð fyrir heitt vatn en íbúar Suð- umesja greiða. Viðræður við Hita- veitu Suðumesja hafa engu skdað að þeirra mati og hafa þeir leitað aðstoðar utanríkisráðunejúisins í málinu. Morgunblaðið segir frá. Umferðarljós hurfu Umferöarljós urðu óvirk í klukku- stund síðdegis í gær á Miklubraut, Suðurlandsbraut og hluta Kringlu- mýrarbrautar. Ófremdarástand varð í umferðinni af þessum sökum. SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.