Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 12
12 Spurningin MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Lesendur DV Foreldar á fundi um fíkniefnavandann í Reykjavík. Hvaða þingmaður er sætastur? Ásta Magnúsdóttir lögfræðingur: Hjálmar Árnason. Kári J. Sævarsson verkamaður: Guðni Ágústsson. Hjördís Jónsdóttir nemi: Davíð Oddsson. Patrekur Jóhannesson hand- boltakappi: Siv Friðleifsdóttir. Snorri Sturluson sjómaður: Margrét Frímannsdóttir. Miðbæjarbúi skrifar: Ég las bréf í DV sl. mánudag frá íbúa í miðbæ Reykjavíkur um sóða- skap, óhreinar gangstéttir og fleira í þeim dúr. Ágæt ádrepa og tímabær. Nú er ég annar íbúi í miðbænum sem langar til að leggja orð í belg um annað og brýnt efni. - Það skyldi þó ekki vera að þar væri um sama sóðaskapinn að ræða, þótt óskylt sé bréfinu frá því á mánudag. Ég spyr sjálfan mig oft hvaða rugl þetta sé hjá okkur íslendingum í fikniefnamálum. Endalaust tal, ann- ars vegar um aukna fræðslu sem engu skilar (sbr. þá staðreynd að helstu „reykingastéttir" í landinu eru heilbrigðisstéttirnar sem ættu þó að hafa víðtækustu þekkinguna), og hins vegar endalaus umræða um nauðsyn þess að „ná til allra ungra fikniefnaneytenda." Allt byrjar þetta með bjórnum og færist svo upp eftir vímustiganum eftir því sem hverjum einstaklingi finnst henta sér best. Engu púðri er þó eyðandi á neytendurna sé verið í fullri alvöru að tala um að losna við vimuefnin. Það líkist einna helst matargjöfum til hinna sveltandi þegar aðalmálið ætti að vera að sjá til þess að þjóðimar geti brauðfætt þegna sína. Að vísu vita allir að sveltandi fólki verður að gefa mat og einhverjir verða að fást við að lækna þá veiku en þau störf mega ekki skyggja á aðalmálið - að losna við bölvaldinn. Vandinn felst í því að ná þeim sem flytja flkniefnin til landsins og Þorleifur. Kr. Guðlaugsson skrifar: Ég hef aldrei séð forsætisráð- herra okkar reiðan fyrr en nú alveg nýverið. Hann er kannski að sjá fyrst núna að Ríkisútvarpið dregur ávallt taum vinstrimanna. Þeir ætl- uðu að ná því undir sína stjóm og hafa sífellt unnið að því. Það er því ekki að undra þótt R-listinn hafi komist þar inn á gafl.og njóti þar sérstakrar velvildar. Þannig vinnur núverandi borgar- stjóri að því að halda völdum með dyggum stuðningi stjórnenda og dagskrárgerðarmanna RÚV. Jafnvel Gunnar Andrésson hringdi: Gengur nú ekki fulllangt hjá sam- tökunum SÓL, samtökum um vemdun Hvalfjarðar, þegar þau ganga erinda eyðileggingarafla í landinu og berjast hatrammlega gegn uppbyggingu atvinnustarfsemi í héraði sem hungrar eftir auknum umsvifum? Hvað hafa samtökin SÓL sér til vamar? - Lítum á málið. Verksmiðjumar á Grandartanga era atvinnuskapandi. Þar er meng- unarhætta hverfandi. Vart rykkorn að sjá. Verksmiðjan stingur í raun í stúf við mörg verk og umgengni heimamanna sjálfra í Hvalfirðinum. ég hef eki trú á að þeir séu mjög margir. Það er þó best varðveitta leyndarmálið (mun betur en Lands- bankamálin) hverjir þeir aðilar era. Því fleiri sem þeir þó eru, þeim mun auðveldara ætti að vera að ná þeim. Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um að fjöldi manna veit hverjir þeir eru. Þjóð ætti að vita þá þrír vita. - En það virðist ekki vera hljóm- grunnur hjá viðkomandi ráðamönn- um að upplýsa hverjir þeir eru og að refsa þeim harkalega. Og jafnvel þótt mál sé upplýst kann viðkomandi að fá „afslátt" af með ósannindum um að unnið hafi verið að heill borgarbúa á liðnu kjörtímabili með R-listann í for- svari. Allir vita að þetta er ósatt. En R-listinn þarf víst ekki að leggja fram greinargerð um unnin verk, hvað þá svikin loforð. Hann eignar sér einfaldlega fullunnin verk sjálf- stæðismanna í stjórn borgarinnar. Reiði forsætisráðherra er því ofur skiljanleg, eftir svar fréttastjóra hljóðvarps, sem var meira og minna útúrsnúningur einn. Maður undrast að svona skuli málin hafa þróast. - Og það undir stjórn útvarpsstjóra Opin svöðusár og gryfjur eftir mal- artekju vegagerðar síðustu áratuga eru sem augnstungur í landslaginu. Eyðibýli með gapandi húsatóftir, niðurgrónar jámplötur og flöktandi gaddavírsdræsur. Víða má sjá ónauðsynlega skurði og moldar- hauga og girðingarhólf sem moldar- flög eftir gegndarlausa hrossabeit. Þetta stingur í augu ferðamanna en refsingu vegna þess að rannsóknin hafi ekki gengið sem skyldi. Rétt eins og það komi glæpnum eitthvað við! Til úrbóta mætti þó benda á lagabreytingu sem heimilaði fang- elsisyfirvöldum að láta fíkniefna- innflytjendur afplána dóma sína er- lendis, svo sem í völdum fangelsum í Bandaríkjunum, í Suður- eða Aust- ur-Evrópu, nú eða í Asíulöndum þar sem harðasta refsing liggur við fikniefnainnflutningi. Sums staðar dauðarefsing. - Er kannski fikni- efnavandinn og rót hans ekki dauð- ans alvara? og menntamálaráðherra, sem báðir eru sjálfstæðismenn, og hefðu því átt að vera í fararbroddi fyrir því að koma á fullkomnu frelsi í ljósvaka- miðlun. Hver er munurinn á því að halda úti ríkisreknu hljóðvarpi og sjón- varpi og að gefa út ríkisdagblað sem landsmenn væru skyldaðir til að kaupa fyrst allra blaða? Greina þess- ir ráðamenn ekki fáránleikann í rík- isrekstri fjölmiðla? Þaö er ekki hlut- verk rikisins að miðla erindum, tón- list eða skemmtiefni til þjóðarinnar. - Nema þar sem einræði ríkir. ekki vel uppbyggð atvinnustarf- semi. Umhverfisverndarsamtökin SÓL í Hvalfirði ættu umsvifalaust að snúa við blaðinu, hætta þrákelkn- inni og hefjast handa við að moka ofan i skurði og bera á og sá í svöðusárin. Þannig vinna þau land- ingu gagn og stæðu undir merkjum: - Sól í stað sóðaskapar. Bónus þarf að vanda sig Einar Jónsson hringdi: í lesendabréfi i DV sl. mánu- dag, frá Kolbrúnu, kemur fram að henni finnist ávextimir sem hún kaupfr í Bónusverslununum ekki nógu góðir. Hún þurfi að henda meira og minna þeim ávöxtum sem hún kaupi þar. Þetta er því miður einnig mín reynsla. Kannski fleiri. Það er skaði að góð verslun sem Bónus er að öðru leyti skuli freistast til að selja kannski annars eða þriðja flokks ávexti, og e.t.v. fæla fólk frá versl- ununum. Ég skora á Bónus að vanda sig betur í þessum efnum. Rangfærslum svarað Helgi Gunnlaugsson skrifar: Ég þakka bréfritaranum J.H.G. fyrir frískt innlegg hér í DV 8. þ.m. um grein mína er birtist á dögunum i Mbl. um fikniefni og samfélag. Raunar vænir J.H.G. mig um skítkast í garð alþýðustétt- anna. Þetta er hin mesta rang- færsla frá hans hendi. Mér finnst það hins vegar eftirtektarvert og reyndar einnig virðingarvert að enn séu til einstaklingar hér á landi sem standa upp og láta í sér heyra um kjör þeirra sem lakast standa í samfélaginu. Það er og staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að vandi vegna harðrar fikniefnaneyslu heggur dýpst í raðir þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Um þetta vitnar fjöldi rannsókna beggja vegna Atlantshafsins og nægir að nefna heróín- og krakk- vandann til staðfestingar. Þetta segir vitaskuld ekkert um mann- gildi eða persónulegt mat mitt á eiginleikum þessa fólks. Þetta eru einfaldlega blákaldar og óhrekjan- legar staðreyndir. Saknaði sjómannsins í ávörpunum Jóhann S. hringdi: Ég hlýddi á ávörpin frá Mið- bakkanum í Reykjavík á sjó- mannadaginn. Eftir því sem ég komst næst var enginn sjómaður sem flutti þarna ávarp. Ég heyrði ávarp fulltrúa útgerðarinnar. Ekki var hann sjómaður. Ekki var sjávarútvegsráðherra sjómað- ur. Ég spyr: Á sjómannastéttin engan raunverulegan sjómann í starfi sem getur flutt kröftugt ávarp á frídegi sjómanna? Það vantar ekki stóryrði og kröftug ummæli í verkfallsdeilum. Eða er þetta allt einn leikaraskapur? Alltof dýrir GSM-símar Steindór Einarsson skrifar: Nú er svo komið að næstum þriðji hver landsmaður er kom- inn með GSM-síma. Það er hið besta mál í sjálfu sér og ekki mót- mæli ég komu þeirra. Þeir geta bjargað mannslífi ef slys ber að höndum. En mætti ekki lækka gjaldið svo sem um 20-30%? Ég hygg að fjármálin hjá þeim á Landssímanum séu ekki svo slæm að þetta sé ekki gerlegt. Ég er líka viss um að Landssíminn fengi fleiri viðskiptavini yrði gjaldið lækkað. Keikó-dellan Sveinbjörg hringdi: Milljarður manna mun fylgjast með Keikó, segir einn talsmaður- inn um framtakið Keikó heim. Það er allt á fullu til að ná fram þeirri dellu að flytja einn háhyrn- ing hingað til lands. Tölum við Davíð, við stjórnvöld, og svo er sveitarstjómum att saman í von um fenginn. Hvað halda menn að veröi um Keikó hér við land? Auðvitað er hér á ferð hreint glapræði og einber della. Ég segi: Keikó kyrr þar sem hann er, hon- um tO góðs. Hverju reiddist forsætisráðherra? Sól eða sóðaskapur í Hvalfirði? Öflug atvinnustarfsemi risin á Grundartanga. Kveikja að sterku athafnalífi og velsæld íbúanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.