Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
Gullsmiðja Helgu
Lausavegi 40, sími 561 6660
Útlönd
Vesturlandaleiðtogar þreyttir á ástandinu í Kosovo:
NATO-ríkin íhuga
hernaðaríhlutun
Margt bendir til aó leiðtogar
Vesturveldanna heimili hernaðar-
íhlutun í átökin í Kosovo-héraði í
Serbiu til að koma í veg fyrir að
ný styrjöld brjótist út Balkanskag-
anum sunnanverðum.
Háttsettur stjórnarerindreki í
Brussel sagði í gær að Atlants-
hafsbandalagið (NATO) hefði
þungar áhyggjur af sívaxandi of-
beldisverkum í Kosovo og það
kynni að fallast á beinni íhlutun.
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti vill að NATO endurskoði all-
ar áætlanir sínar varðandi
Kosovo hið fyrsta, þar á meðal
hugsanlega hernaðaríhlutun, að
þvi er talsmaður forsetans sagði í
gær.
Chirac „sagði að það væri
nauðsynlegt að kanna alla mögu-
leika, þar á meðal hernaðaríhlut-
un, ef það reyndist nauðsynlegt
og Bandaríkin tækju um það
ákvörðun," sagði talsmaðurinn.
William Cohen, landvamaráð-
herra Bandaríkja, sagði að NATO
Flóttamenn eins og þessi amma meö
barnabarn sitt halda áfram aö streyma frá
Kosovo-héraöi í Serbíu þar sem
serbneskar öryggissveitir þjarma aö al-
banska meirihlutanum.
væri mikið í mun að stöðva blóð-
baðið en hann varaði við því að
taka afstöðu með skæruliðum al-
banskra aðskilnaðarsinna í
Kosovo.
Cohen sagði við upphaf átta
daga ferðar um Evrópu að hann
ætti von á frekari aðgerðum þjóða
heims á næstunni, þó ekki endi-
lega hemaðaraðgerðum.
Landvarnaráðherrar NATO
funda I Brussel á morgun og
föstudag og ræða meðal annars
hugsanlega hemaðaríhlutun.
Landvarnaráðherra Rússlands,
ígor Sergejev, situr suma fundina.
NATO hefur hug á að afla
stuðnings Rússa við hugsanlegum
hernaðaraðgerðum. Bandalagið
mun þó ekki láta neitun Rússa
koma í veg fyrir aðgerðir, að sögn
stjómarerindreka í Bmssel.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í Washington að hann væri
staðráðinn í að gera allt sem hann
gæti til að koma í veg fyrir blóð-
bað í líkingu við Bosníustríðið.
Hríngið og pantið DV I tríið í síma 550
____g r_______________________________
. DV með þér f Iríið
o
Áskriftarseðlar tryggja
þér DV í
Sölustaðir Shell auk eftirtalinna
sölustaöa taka viö áskriftar-seðlum DV
Baula Sölutuminn Albína Geysir
Stafholtstungum Aðalstræti 89 Haukadal
311 Borgames 450 Patreksfjörður 801 Selfoss
Bitinn Tröllanaust Tjaldmiðstöðin
Reykholti 32Ó Borgames Hafnarbraut 52 740 Neskaupstaður Laugarvatni 840Laugarvatn
Grillskálinn 355 Olafsvík Árborg Ámesi Landvegamót Rangárvallasvsli
801 Selfoss 851 Hella
Dalakjör Vesturbraut Bjamabúð
370 Búðardal Brautarhóli, Bisk.
801 Selfoss
Fáio
DV
sent
Sölustaðir sem þjónusta
áskrifendur í sumarbústööum:
Árborg, Gnúpverjahreppi
Baula, Stafholtstungum, Borgarfirði
Bjamabúð, Brautarnóli
Bitinn, Reykholtsdal
Brú, Hrútafirði
Essó-skálinn í Hvalfirði
Ferstikla, Hvalfirði
Grenivík
Grímsey
Hlíðarlaug, Uthlíð, Bisk.
Hyman, Borgamesi
Hreðavatnsskáli
Hrísey
Laufið, Hallormsstað
Laugarás, Biskupstungum
Minni-Borg, Gnmsnesi
Reykjahlíð, Mvvatnssveit
Shellskálinn, Stokkseyri
Skaftárskáli, Klaustri
Staðarskáli, Hrútafirði
Sumarhótelið, Bifröst
Söluskálar, Egilsstöðum
Vannahlíð, Skagafirði
Veitingaskálinn, Víðihlíð
Verslunin Gmnd, Flúðum
Verslunin Hásel, Laugarvatni
DV safnað
Áskriftarseölarnir eru mjög handhægir þegar
feröast er vitt og breitt um landiö.
Áskrifendur sem fara ai heiman i sumarfriinu
geta fengiö pakka af DV afhentan vi& heimkomu.
Til aö tryggja ai óskrifendur fói DV í sumarleyfinu
er blaðið í samstarfi viö 30 sölusta&i um allt
land. Lesendur geta fengiö btaöið sérpakkaö
og merkt á sölustaö nærri dvalarstab hérlendis.
Áskrifendum á ferb og flugi erlendis býbst a& fó
fréttir a& heiman ó faxi á hótel e&a dvalarsta&
ón endurgjalds.
Noregur:
Verkföllin
hálfleyst
DV, Ósló:
Hjúkrunarfólkið neitar að
halda til vinnu þrátt fyrir boð
norsku ríkisstjórnarinnar um
kjaradóm. Bílstjóramir gáfust
hins vegar upp á að heimta eina
krónu í viðbót og byrja að keyra í
dag.
Þannig lauk tilraunum nætur-
innar til að leysa verkföllin í Nor-
egi. Enn vofir yflr alger stöðvun á
flugi á föstudaginn, sjúkrahúsin
geta ekki veitt fulla þjónustu og
ríkisstjómin verður að grípa til
nýrra ráða til að koma verkfalls-
mönnum í vinnu á ný. -GK
Órói og hræðsla
í Nígeríu
Ótti og óróleiki ráða ríkjum í
Nígeríu eftir útvarpsávarp nýs
stjórnanda landsins. í ávarpi sínu
gaf hershöfðinginn Abdusalam
Abakar ekkert til kynna um
hvernig kosningarnar, sem
fyrirrennari hans, Sani Abacha
lofaði að halda í ágúst, ættu að
fara fram.
Abacha lést skyndilega á
mánudaginn og Abakar sór
embættiseið í gær. Abacha hafði
lofað borgaralegri stjórn í Nígeríu
en hann var eini frambjóðandinn
í forsetakosningunum i ágúst.
Stjórnarandstaðan, Sameinuðu
þjóðirnar og Vesturlönd hvetja
Abakar til að koma á lýðræði í
Nígeríu.
Starfsmenn kauphallarinnar i
Sydney voru þreytulegir í morgun
er ástralski dollarinn hélt áfram
aö falla. Símamynd Reuter
Stuttar fréttir dv
Danir læri grænlensku
Grænlenska heimastjómin er
þeirrar skoðunar að Danir sem
vinna hjá hinu opinbera á Græn-
landi verði að læra grænlensku.
Lög um það efni verða sett fyrir
árið 2000.
Nafni hjálpar
Hersveitir frá Gíneu era sagðar
hafa farið inn fyrir landamæri
grannríkisins Gíneu-Bissá til að-
stoðar forseta landsins sem hefur
átt í höggi við uppreisnarmenn
síðustu daga.
Jordan í vitnastúku
Vemon Jordan, náinn vinur og
golffélagi Clintons Bandaríkjafor-
seta, svaraði
spurningum
ákærukvið-
dóms sem rann-
sakar hvort for-
setinn hafi
gripið til ólög-
legra braðga til
að hylma yfir
meint ástarsamband sitt við Mon-
icu Lewinsky.
Skattstjórar reknir
Rússnesk stjómvöld ráku skatt-
stjóra sina í gær og handtóku
háttsettan embættismann í við-
leitni sinni til að uppræta spill-
ingu og efla skattheimtu.
Hatursmorð í Texas
Þrír hvítir menn hafa verið
ákærðir í bænum Jasper í Texas
fyrir að hlekkja blökkumann við
pallbíl og draga hann á eftir sér
þar til hann lést. Hvítu mennim-
ir tengjast allir Ku Klux Klan.
Fiugmenn til vinnu
Lítill hópur flugmanna franska
flugfélagsins Air France sam-
þykkti í gær að snúa aftur til
vinnu 1 dag.
Njósnað um Stoltenberg
Norska öryggislögreglan njósn-
aði um Thorvald Stoltenberg,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Noregs, vegna meintra náinna
samskipta hans við valdhafa í
Moskvu.
Þekkir bara Nancy
Ronald Reagan, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, er orðinn svo
illa haldinn af
alzheimer-sjúk-
dómnum að
hann þekkir að-
eins eiginkonu
sína Nancy.
Þegar Nancy er
ekki heima
gengur hann
um hús þeirra og leitar að henni.
Reagan tilkynnti sjálfur 1994 að
hann hefði fengið alzheimer.
Krefjast aðgeröa SÞ
Palestínumenn krefjast aðgerða
Sameinuðu þjóðanna, SÞ, gegn
ísrael vegna smíði íbúða fyrir
gyðinga í A-Jerúsalem.
200 létust í hvirfilbyl
Yfir 200 manns létu lífið í hvirf-
ilbyl sem gekk yflr vesturströnd
Indlands i gær.
Drápu 60 námsmenn
Að minnsta kosti 60 námsmenn
biðu bana og átta vora teknir til
fanga er skæruliðar í Uganda
gerðu árás á framhaldsskóla í
gær.
Sprengjuárás
Sprengja sprakk á skrifstofu
Þjóðarfylkingarinnar, flokks
Jean-Maries Le
Pens, í
Marseille í gær.
Tveir menn
særðust lítils
háttar. Enginn
hefur lýst yflr
ábyrgð á hend-
ur sér vegna
árásarinnar. Árásin var gerð
nokkram klukkustundum áður
en réttarhöld hófust gegn þremur
félögum í Þjóðarfylkingunni
vegna morðs á innflytjanda fyrir
þremur árum.