Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 49 Myndasögur • r-i § § 3 Jh >4-» <4-1 S' fB tj) &> • r—I co Veiðivon Laxinn kominn í háfinn og veiöimenn vaöa í land. Blanda hefur byrjaö vel og voru komnir 75 laxar í gærkvöld. DV-mynd G. Bender Blanda „burstar" - hinar laxveiöiárnar? Einkennilegasta laxveiöisumar fyrr og siðar er byrjað. Núna hafa veiðst um 110 laxar úr þeim veiðiám sem búið er að opna. Stærsti laxinn er 17 pund en veiðimenn hafa misst þá vænni. Þær eru reyndar ekki margar veiðiárnar sem búið er að opna en þeim fjölgar á morgun. þá verða Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal opnaðar. Laxá í Aðaldal er veiðiá sem menn bíða spenntir eftir hvern- ig verður í sumar. Hennar tími er allavega komin. Veiöin byrjaði glæsilega í Blöndu og þegar þetta er skrifað er lang- mest veiði í henni. Núna eru komn- ir 75 laxar á land úr Blöndu en veið- Umsjón Gunnar Bender in hefur aðeins staðið yfir í fimm daga. Veiðimenn hafa orðið varir við mikið af fiski enda hafa nokkrir sloppið. Laxá á Ásum, fengsælasta veiðiá landsins, ætlar heldur betur að vera sein af stað þetta sumarið. Engin veiðiá hefur komist með tærnar þar sem hún hefur hælana. Enginn lax hefur enn þá veiðst í ánni og lítið sést til laxa í henni. Lengri veiðitími og alltof mikil veiði í Langhylnum hefur örugglega sitt að segja. Er ekki kominn timi til að friða Langhylinn eftir miðjan ágúst? Norðurá byrjaði ágætlega en heldur hefur veiðin dottið þar nið- ur. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði hafa gefið saman innan við 20 laxa. Þetta er kannski forsmekkurinn að því sem koma skal í sumar þegar vatnið minnkar og minnkar. Hvað gera veiðimenn þá og blessaöir lax- arnir. Það er talað um einkennilegt veiðisumar í byrjun greinar sem þýðir á íslensku vatnsleysi og jafn- vel fiskleysi í sumar. En veiðimenn eru öllu vanir og kippa sér ekki upp . við hvað sem er. „Sko, sjáðu Bend- er, jafnvel þótt þetta verði vatns- laust núna í sumar og lítill fiskur, þá næsta sumar, sérðu. Það gæti orðið gott,“ sagði veiðimaður sem veiddi í Laxá á Ásum fyrir fáum dögum og fékk ekki bein. En hann er allavega bjartsýnn og þeir eru það miklu, miklu fleiri. Leikhús RENNIVERK5TÆÐIÐ AKUREYRI LÓFALESTUR fyrir hlé Fyrnavel skrifaður einþáttungur í senn hversdagslegur og skemmtilega óvæntur. FRÁTEKIÐ BORÐ eftir hlé. Örlagaflétta í einum þætti, bráðfyndið og smellið verk. Einþáttungur eftir Jónínu Leósdóttur Leikarar: Erla Rut Harðardóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir. Leikstjóri: Ásdis Skúladóttir. Sýningar verða: Föstudaginn 12. júni kl. 20.30, laugardaginn 13. júní kl. 20.30, sunnudaginn 14. júní kl. 20.30. Miöasala í síma 461 3690 virka daga milli 13 og 17. ALLT í VEIÐIFERÐINA Sportvörugerðin, Mávahlíð 41, Rvík. s. 562-8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.