Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 DV Hveragerði: Skjólsteinn Sigurlaugur Elíasson, skáld og mynd- listarmaður, hefur sent frá sér sjöttu ljóðabók sína, Skjólstein. Höfundur j hannaði kápuna en á henni er stemningarríkt málverk af hvítu tjaldi á ! heiði um nótt eftir föður skáldsins, Elías B. Hall- Í dórsson myndlistai'mann. Ljóðin í Skjólsteini eru mörg hver ferðalög í tíma og/eða rúmi. Fortíðarþrá - nostalgía - er áleitin í i þessum ljóðum, þar er brugðið upp fyrir ; lesanda myndum af fólki og atvikum á I áreynslulausan og geðþekkan hátt. Ljóð- ið „Af hlaðinu" er eins konar örnefna- ljóð og þar skýrist nafn bókarinnar: Silja Aðalsteinsdóttir Villta vestrið suður yfir heiðar Umsjjón / kíkinum ber Skjólsteinn ekki svo mjög af öörum steinum þarna á hryggnum en undir honum renndi ég niöur rúgbrauöi og kœfu snemma vors 1964 stubbur í beinaleit og haföi ekki lengra fariö einsamall. Mál og menning gefur bókina út. Börn og sorg Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóð- kirkjunnar, hefur gefið út tvær bækur sem koma inn á börn og trúmál og eru báðar eftir sr. Sigurð Pálsson sem i vet- ur hlaut verðlaun Hagþenkis fyrir nýtt námsefni í kristnum fræðum, ásamt Iðunni Steins- dóttur rithöfundi. Bókina Börn og bænir tók Sigurður saman „handa þeim sem vilja kenna börnum að biðja og handa börnum sem hafa lært að biöja/' eins og hann segir í formála. Þar er safnað alkunnum íslenskum bænavers- um og einnig erlendum bænum sem for- eldrar og börn geta valið úr. Bænunum er raðað í kafla eftir efni, kvöldbænir, morgunbænir, þakkarbænir, borðbænir og svo framvegis. Börn og sorg fjallar um sorg og sorgar- viðbrögð bama við ástvinamissi eða önnur þung áfóll og foreldrum, kennur- um og öðrum aðstandendum vísað til vegar í erfiðleikum vegna þeirra. „Þegar við fullorðna fólkið verðum öryggislaus og hikandi frammi fyrir áleitnum og ein- lægum spurningum barna um dauðann og frammi fyrir sorg þeirra, kann það fyrst og fremst að endurspegla okkar eigin ótta og hjálp- | arleysi,“ segir Sigurður í | formála. „Það er því mikil- | vægt fyrir þá sem annast | böm að skoða eigin huga, | rifja upp eigin reynslu, gera sér grein fyrir eigin tilfinningum og afstöðu til dauöans." Bókinni er skipt í þrjá hluta: Börn og sorg, Hvernig skilja börn dauðann og ! loks Hvað getur skólinn gert? þar sem eru góðar ábendingar um hvemig æski- j legt er að standa að málum þegar starfs- menn skólans, nemandi eða ástvinir | nemenda falla frá. Hver þáttur er sjáif- stæður og nota má bókina sem uppfletti- I rit. Sjónarhorn höfúndar er kristinn arf- Íur kynslóðanna en þó að menn deili því ekki með honum eiga þeir einnig að geta haft góð not af bókinni. Uppeldi Vorhefti tímaritsins Uppeldis er kom- 1 ið út með margvíslegu efni. Meðal ann- ! ars er afar fróðlegt viðtal við mannfræð- inginn Sheilu Kitchener um „afkynjun barnsfæðinga" í tæknisamfélögum Vestur- landa, grein um þroska fósturs og áhættuþætti á meðgöngu og önnur um fæðingarþunglyndi. „Kæra vinkona, viltu hætta að bögga mig“ heitir grein um kynjaskipta leikskóla, og fiölda góðra ráða og upplýs- inga er að finna í ritinu. Útgefandi Upp- eldis er bókaforlagið Una en ritstjóri er Kristín Elfa Guðnadóttir. I ár völdu útsendarar Þjóðleik- hússins í annað sinn sýningu Freyvangsleikhússins í Eyjafirði sem bestu áhugamannasýningu leikársins og lánuðu því að laun- um stóra sviðið sitt eina kvöld- stund. Vorið 1995 fluttu norðan- menn Kvennaskólaævintýrið eftir Böðvar Guðmundsson á fialir Þjóðleikhússins en í ár var það Velkomin í Villta vestrið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikrit- in eru bæði frumsamin fyrir Freyvangsleikhúsið og eiga sam- eiginlegt að hafa raunverulega at- burði sem bakgrunn og kveikju, Kvennaskólaævintýrið lífið í hús- mæðraskólanum að Laugalandi og Velkomin í Villta vestrið átök hestamanna og bænda fyrir fiórð- ungsmót i héraðinu. Velkomin í Villta vestrið hefst á bensínstöð sveitarinnar sem áður hét Litla kaffistofan en nafn- inu hefur verið breytt í Villta vestrið sem lýsir ágætlega ástand- inu í sveitinni að mati Lárusar kaffistofustjóra. Þar er verslað með Royal karamellubúðinga, Ora fiskibollur, sígarettur, sokkabuxur og bensín, og síðast en ekki síst er „upplýsinga- miðstöð" sveitarinnar þar til húsa; þar er frétt- um af fólkinu í héraðinu miðlað og þær rædd- ar og túlkaðar. I Villta vestrið berast snemma fréttir af ráðs- konunni Álfheiði sem Friðrik stórbóndi og sveitarstólpi ræður á kúabú sitt. Sú er fram- andi í augum Eyfirðinganna, lifir fyrir daginn, trúir á frelsið, ástina og jurtaseyði, og setur með því allt á annan endann, tælir forhertustu piparsveina (sem og aðra sveina), sýður ástar- drykki sem lækna ófrjósemi og gefur sæðinga- manninum naut svo að kýmar megi njóta ásta. Að lokum tryllir hún vinnuveitanda sinn með Kvennadeildin var kröftug í Velkomin í Villta vestriö. Leiklist Sigþrúður Gunnarsdóttir hörmulegum afleiðingum. En þrátt fyrir alvarlega undirtóna er leikrit- ið fyrst og fremst gamansamt og það í meira lagi. Persónurnar em skemmtilega skapaðar og lifnuðu eftirminnilega í túlkun Freyvangs- leikara. Samtöl eru lipur og eðlileg, hlaðin hnyttnum tilsvörum án þess að verða brand- arasafn. Rúsínan í pylsuendanum eru svo tón- listaratriði sem skreyta frásögnina en þar var allt frábærlega gert, tónlist, textar og sviðsetn- Freyvangsleikhúsið sýnir í Þjóðleikhúsinu: Velkomin í Villta vestrið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir Tónlist: Eiríkur Bóasson, Ingólfur Jóhannsson og Jóhann Jóhannsson Söngtextar: Hannes Örn Blandon, Helga Ágústsdóttir, Óttar Björnsson og Þórarinn Hjartarson. Tónlistin fæst á geisladiski ing. Söngur sæðingamannsins sem sprangar um sviðið ásamt kúahóp með hundrað úrvalsnaut í töskunni sinni líður manni seint úr minni og sama má segja um sennu hestamanna og kúabænda og kvennareiðina. Tuttugu leikarar taka þátt í sýn- ingunni og aðdáunarvert er hversu vel þeim virtist líða á stóra sviði Þjóðleikhússins sem þeir fylltu út í eins og þeir hefðu hvergi leikið annars staðar. Að öðrum ólöstuðum eru Valþór Brynjarsson í hlutverki Jóns sæð- ingamanns, Leifur Guðmundsson í hlutverki Sigga mjólkurbílstjóra og kjaftakerlingarnar og Kanaríf- ararnir Hjördís Pálmadóttir og María Gunnarsdóttir sérlega eftir- minnileg og Kvennadeildin sem birtist við ýmis tilefni var skemmtilega kröftug. Að lokum vil ég taka ofan fyrir leikstjóranum, Helgu E. Jónsdóttur, sem hefur sett saman þétta og fiöruga sýningu úr góðum efniviði en til gamans má geta þess að hún stýrði hópnum einnig í uppfærslunni á Kvennaskólaævintýrinu. Einnig er vert að þakka Þjóðleikhúsinu fyrir framtakið sem mæltist að minnsta kosti vel fyrir hjá troðfull- um salnum sunnudagskvöldið 7. júní. Bjartar sumarnætur „Við höfum þrjár efnisskrár sem fluttar verða á föstudaginn kl. 20.30, laugardaginn klukkan 17 og sunnudaginn klukkan 20.30,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari, einn af frumkvöðlum tónlistarhátíðarinnar Bjartar sumarnætur í Hveragerðiskirkju um helgina í samtali við DV. Auk Gunnars koma fram á tónlistarhátið- inni kollegar hans í Tríói Reykjavíkur, þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari auk Sigrúnar Hjálmtýsdótt- ur sópransöngkonu. Aðrir listamenn sem fram koma eru Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, ingu en hefur af einhverjum ástæðum legið í þagnargildi í áratugi. Hún var flutt af Gretu Guðnadóttur í Norræna húsinu nýlega og fólki þótti mjög mikill fengur að henni fyrir íslensk- ar tónsmiðar. Kvartettkonsert eftir Emil Thoroddsen er einnig á dagskránni. Emil var mjög þekkt tón- skáld á sinni tíð hér á íslandi og samdi mikið af sönglögum. Hann samdi þennan kvartett- kafla til minningar um móður sína, Önnu Guð- johnsen dóttur Péturs Guðjohnsens sem var fyrsti dómorganisti okkar íslendinga. Annað íslenskt verk, Spor, eftir Áskel Más- Listamennirnir sem fram koma á tónlistarhátíöinni Bjartar sumarnætur í Hverageröiskirkju um helgina. DV-mynd ÞÖK Gerrit Schuil píanóleikari, Helga Þórarinsdótt- ir víóluleikari og Gerður Gunnarsdóttir fiðlu- leikari. „Þarna kennir margra grasa,“ segir Gunnar. „En ekki er úr vegi að nefna sérstaklega áhuga- verð íslensk verk sem verða flutt á tónleikun- um á laugardaginn. Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnson sem er líklega fyrsta sónatan sem er samin á íslandi af ís- lensku tónskáldi fyrir þessa hljóðfærasamsetn- son við ljóð Thors Vilhjálmssonar verður flutt þarna, en það var frumflutt í fyrra og er því töluvert nýrra £if nálinni. Þetta er verk fyrir sópran, selló og píanó. Hér erum við að ræða um þrjú íslensk verk frá ólíkum tímabilum sem mér finnst gaman að nefna sérstaklega." - En hvers vegna Hveragerði? „Fyrir rúmum tveimur árum fórum við hjónin til Hveragerðis til þess að halda upp á brúðkaupsafmælið okkar. Þegar við vorum þar í góðu yfirlæti fórum við að gæla við þá hug- mynd að það væri gaman að halda tónlistarhá- tíð utan Reykjavíkur. Þá datt okkur í hug að það lægi auðvitað stór byggðakjarni í námunda við Hveragerði. Þar er líka frábær kirkja sem í er mjög góður hljómburður. Því ekki Hvera- gerði? Við hófumst handa, fórum til bæjarstjór- ans og okkur var svo vel tekið að tónlistarhá- tíðin Bjartar sumarnætur varð að veruleika í fyrsta skipti í fyrrasumar." - En þið hafið ekki hætt ykkur lengra út á land? „Nei, ekki enn sem komið er. En við höfum tekið þátt í öðrum hátíðum sem nú eru haldnar víða um land á sumr- in. Fyrir nokkrum árum var allt meira og minna dautt í tónlistarlegum skilningi yfir sumarmánuðina. Það er því mjög skemmtilegt að þetta skuli vera að breytast og ég sé ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn. Mér finnst líka þróun lista hér á landi hafa verið með ólíkindum siðustu tíu fimmtán árin. Framboðið á tónleikum og sýningum er orðið svo mikið að eina vanda- málið sem listamenn horfast í augu við núna er fámenn- ið. Það er fátt fólk sem sækir tónleika reglulega og yfir háannatímann hef- ur komið fyrir að fiörutíu tónleikar hafa verið aug- lýstir í einum mánuði." - Hvernig leggjast svo sumamætumar í ykkur? „Við í Triói Reykjavík- ur erum mjög ánægð yfir því að hafa fengið til liðs við okk- ur alveg frábærlega gott fólk sem við hlökkum til að vinna með. Þetta fólk er allt meðal fremstu listamanna á sínu sviði." - Þið eruð ekkert hrædd við skjálftavirkni á Hengilssvæðinu? „Við höfum nú svolítið verið að grínast með að það gæti komið skjálfti þó að jarðeðlisfræð- ingar spái því að versta hrinan sé yfirstaðin. En ef það koma einhverjir kippir þá verðum við bara að taka því jafn hetjulega og Hver- gerðingar gera.“ -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.