Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 7 sandkorn RÚV á perunni Innan ríkissjónvarpsins ræða menn um að Heimdellingurinn Hjálmar Blöndal, fyrrverandi leið- togi MH-inga, sé með stofnunina á heilanum. Þegar MH tapaði á sínum tíma í spmmingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eins og frægt varð, kenndi hann sjónvarpinu um. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði borgar- stjórnarkosning- unum hélt Hjálmar áfram og kenndi fréttastofunni um. Gárungarnir segja að Davíð Þór Jónsson, sem Hjálmar beindi mjög spjótum aö vegna spurningakeppninnar, hafi sagt að þegar Hjálmar tapaði í bridge kenndi hann líka ríkissjón- varpinu tun... Frekar Sigrúnu Rimma mikil er sögð vera innan R-listans um það hver verði leiðtogi listans og forseti borgarstjórnar. Árni Þór Sigurðsson er sagður hugsa til þess með mikilli ógleði að Helgi Hjörvar hreppi vegtylluna og vill allt til vinna að svo fari ekki, meira að segja það að framsóknarkonan Sigrún Magnús- dóttir setjist í for- setastólinn. Reyndar mun- aði ekki svo miklu í prófkjöri R-list- ans í vor því vegna hina flóknu og ógagnsæju prófkjörsreglna stendur Sigrún næst forsetastólnum á eftir Helga Hjörvar, þrátt fyrir að Guð- rún Ágústsdóttir hafi fengið flest atkvæði i fyrsta sætið af þátttakend- um í prófkjörinu. 100 milljónir fyrir lítið í útflutningsgeiranum eru menn orðnir nokkuð hugsi yfir þátttöku íslands í heimssýningunni í Portú- gal sem nú stendur. Kostnaðurinn sé orðinn um 100 milljónir en nánast víst sé að ekki ein einasta af þeim krónum muni skila sér aftur. Skýring- ar á því séu ein- faldar: Um 80% sýningargesta eru heimamenn, 10% Spánverjar og afgangurinn ferðamenn af ýmsu þjóðerni. Fyrir sýninguna var á vegum Útflutn- ingsráðs og framkvæmdastjóra þess, Jóns Ásbergssonar, útbúið mjög mikið af kynningarefni sem dreift er til sýningargesta í íslenska sýn- ingarskálanum. Það efni er allt á ensku sem allt að 90% sýningar- gesta skilja ekki. Ekkert áætlunar- flug er á milli íslands og Portúgal og nánast engir Portúgalar ferðast til íslands og þátttaka í sýningunni ekki líkleg til að bæta neinu við í þeim efnum. íslendingar flytja út til Portúgals nokkurn saltfisk en þátt- taka i heimssýningunni þykir held- ur ekki líkleg til að bæta neinu þar við. Spurningin er því til hvers var í þetta lagt, nema þá helst til þess að íslenskir ferðamenn í Portúgal gætu kynnt sér íslensk málefni? Of geltinn Steingrímur J. Sigfússon er með kraftmestu þingmönnum. Hann hef- ur eins og fleiri stjómarandstæðing- ar haldið uppi öflugu málþófi í vor. Uppreisn stjórnarand- stöðunnar hefur pirrað mjög stjórn- armeirihlutann. Þannig var haft eftir einum ráðherran- um þegar Stein- grímur lét móðan mása að hann væri eíns og íslensk- ur fjárhundur. Þjóðlegur, loðinn og snuddgreindur en alltof geltinn... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is f Nýr afgreiðslutími verslana Hagkaups: Fréttir Svanhildur Konráðsdóttir: „Aðsókn framar vonum á skemmtilega Lista- hátíð.“ héldu áfram eins og t.d. ýmsar myndlistarsýningar og söngleikur- inn Carmen Negra, þar sem miða- sala væri á vegum Islensku óper- unnar, og gestakomum á Listahátíð því í raun ekki lokið. Svanhildur sagði að Listahátíð hefði einkennt mikil fjölbreytni: „Yfirskrift hátíðarinnar var „Þar sem straumar rnætast" og má hik- laust segja að hún hafi uppfyllt það. Hér voru fulltrúar margra ólíkra Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíöar: Listahátíð réttum megin við núllið - skemmtileg hátíö, sagöi Svanhildur Konráðsdóttir „Listahátíð réttum megin við strikið - vonandi," sagði Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíöar. ist undantekningarlaust mjög vel og sömuleiðis voru dómar gagn- rýnenda mjög lofsamlegir. Við erum hæstánægð með það og teljum ein- faldlega atburðina hafa verið hvern öðrum betri.“ „Það lítur mjög vel út og við erum næstum örugglega réttum megin við strikið. Það er nú það sem alltaf er stefnt að,“ sagði Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Lista- Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til 20:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 12:00-18:00 Kringlan 2. hæð:-------- Mán. - fim. 10:00-18:30 i Föstudaga: 10:00-19:00 j Laugardaga: 10:00-18:00 j Sunnudaga: 13:00-17:00 j HAGKAUP Aljtaf betri kaup „Aðsóknin var mjög góð og fór fram úr björtustu vonum,“ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, fjöl- miðlafulltrúi Listahátíðar 1998, í gær þegar DV forvitnaðist um hvernig hún hefði lukkast. Hún sagði að erfítt væri að fullyrða um heildarfjölda gesta að svo stöddu en þó væri ekki vanætlað að á bilinu 40 til 50 þúsund manns hefðu sótt við- burði hátíðarinnar. Einnig bæri að líta á það að sum atriði Listahátíðar þjóða og sum atriðin mjög langt að komin, nánast frá öllum heimshorn- um; s.s. Kína, Afríku, S-Ameríku og Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt. í annan stað var hátíðin að okkar mati mjög fjölskylduvæn og einfald- lega skemmtileg. Það var kannski helsta einkennið." Svanhildur treysti sér ekki til þess að gera upp á milli einstakra atriða hátíðarinnar um það hvað hefði staðið upp úr. „Þetta heppnað- hátíðar. „Ekki eru allir reikningar komnir í hús en þar sem bæði miða- sala og öflun styrkja var yfir áætlun erum við bjartsýn á að dæmið gangi upp. Á það ber þó að líta að þetta er dýr hátíð og alltaf getur eitthvað óvænt komið á daginn. Þannig að enn þá er ekkert hægt að segja með vissu um þessi mál.“ -fin Versta grá- sleppuver- tíðin í 41 ár? DV, Akranesi: Grásleppuvertíðin hefur verið óvenju léleg víðs vegar um land og dæmi eru um að veiðin sé um 15% af því sem hún var í fyrra. Margir grásleppukarlar á Akra- nesi eru hættir veiðum vegna ástandsins en aðrir þráast við en vertíðinni lýkur 20. júní. Menn segja að þetta sé versta vertíðin í að minnsta kosti 41 ár. Á Patreksfirði hefur veiðin minnkað úr 200 tunnum i tæpar 80 tunnur, Á Barðaströnd úr 200 niður í 30, í Stykkishólmi úr 185 tunnum niður í 25 tunnur, Á Rifi, Arnarstapa og Ólafsvfk úr 465 tunnum niður í 60 tunnur og á Akranesi úr 650 tunnum í 100 tunnur. -DVÓ Togari rann úr slippnum Óhapp varð við Reykjavíkur- höfn í gær þegar rækjutogarinn Helga RE rann óvænt út úr slippn- um. Verið var að hifa rækjutogarann upp í slippinn þegar óhappið varð. Talið er að bilun hafi átt sér stað í spili í slippnum. Helga RE rann út úr slippnum en skipverjum tókst að koma vél togarans í gang áður en illa fór. Lóðsinn var einnig staddur þar rétt hjá og gat aðstoð- að togarann. -RR HnfSntúni 17 • 10S Rnvkinvík • *>ími SS7-6700 X SS7-S7S7 • Fnx: SS7-Ú708 Hringdu og fáðu scndan bœkliní. Grdðslnskllmálar jjð allra hæfi. \ Skuldabrcf til B allt aá 16 mán. SER IMMIV stadgreitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.