Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 47 I PV__________Sviðsljós 1 Geri komin til Hollywood | Geri Halliwell er komin til i Hollywood til að hitta Aaron Spell- ] ing, manninn á bak við sjónvarps- ( þættina Melrose Place, Dynasty og Beverly Hills. Geri var sólbrún og sæl eftir dvölina í villu Georges Michaels á frönsku Rivíerunni og veifaði glaðlega til að- dáenda sinna við kom- j una til Hollywood. Hún vildi hins vegar ekki * greina fjölmiðlafólki ( frá því hvað hún ætlaði að gera í Kaliforníu. „Ekki núna, ekki núna,“ sagði Geri og tók í hönd lífvarðar síns og flýtti sér í límósínuna sem beið hennar. Geri hafði greinilega ekki farið eft- ir ráðinu sem hún fékk eftir skiln- aðinn við hinar Kryddpíurnar, nefnilega að klæða sig ekki jafn glannalega og hún hefur gert. Viö komuna til Hollywood var hún í flegnum svörtum bol sem þótti hæfa sem sviðsklæðn- aður Kryddpianna. Geri var ber í mittið og í sandölum sem löpp- uðu. En augun faldi hún með dökkum sól- gleraugum. Atvinnutilboðunum hefur rignt yfir Geri frá því að hún sagði skilið við hinar Kryddpíurn- ar. Fjöldi sjónvarpsstöðva, bæði í Bandaríkjunum og Englandi, vill ráða hana sem þáttastjórnanda. Hollywood vill gera Geri að kvik- myndastjömu og hún er að íhuga öll tilboðin. I ( ( I i ( I I Fyrirsætan fyrir miðri mynd er svo sannarlega í kjól við hæfi heimssýning- arinnar í Lissabon sem tileinkuð er hafinu. Kjóllinn er skreyttur með ýmsum sjávardýrum og á höfðinu hefur konan skeljarhatt. Courtney kýldi ! blaðamanninn Ameríska rokkfraukan Courtney Love kallar nú ekki allt ömmu sína þegar sá gállinn er á henni. í síðasta mánuði gekk hún til dæmis í skrokk á blaðamanni á tískusýn- ingu, sló, hárreytti og sparkaði. Blaðamaðurinn, Belissa Cohen, hefur nú stefnt söngkonunni fyrir líkamsmeiðingamar. „Hún var verulega ógnandi og ófrýnileg á svipinn," sagði Belissa um Courtney á fundi með frétta- mönnum á dögunum. Þess má geta að Belissa hafði ætl- að að taka mynd af Courtney en þeirri síðarnefndu mislikaði það. Talsmaður Courtney segir að at- burður þessi sé glöggt dæmi um hvernig frægt fólk geti aldrei um frjálst höfuð strokið vegna æsiljós- myndaranna sem elti það á röndum hvert sem það fer. ALLTAF NYTT OG FERSKJ m Bœjarhrauni 24 - 220 Hafnarfiröi - sími 555 3466 iJJJj ItÉÉl www.visiris Síöustu vikuna hefur verið handagangur í öskjunni á visir.is. Yfir 5000 manns tóku þátt í Vísisævintýrinu og hlutu 7 manns verðlaun. Ein fjölskytda er nú á leiðinni til Mallorca. Nöfn þeirra má finna á www.visir.is. Sumarstemningin heldur áfram á visir.is og nú eru verðlaunin heldur en ekki glæsileg, LG íoohz sjónvarp og Hitachi Nicam stereo myndbandstæki frá Raftækjaverzlun fslands Skútuvogi 1. Aukavinningarnir eru heldur ekki af verri endanum, Fagor samlokugríll einnig frá Raftækjaverzluninni. Eitt grilt á dag alla næstu viku. Það sem þú þarft að gera er að fara inn á www.visir.is og finna happahnappinn, sem þessa vikuna lítur svona út: RflFTffKJflDERZLUN ÍSLflNDS IL Ef þú smellir á happahnappinn er þér gefinn kostur á að slá inn nafn þitt og fleiri upplýsingar. Gerir þú það, ertu kominn í pottinn sem dregið er úr daglega alla vikuna. Þú getur tekið þátt í Vísisævintýrinu einu sinni á dag atla vikuna, en aðeins einu sinni á dag. Þeir sem skrá sig oftar eru ekki með í úrdrættinum. Góða skemmtun. RflFTfEKMKERZLU N ÍSLflNDSff - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Ævintýrati Lboð LG íoohz 28" sjónvarp Nicam stereo, hraðvirkt textavarp, stafrænn myndskoðari, stafræn kyrrmynd og margt fleira. Verð fram til 12. júní: 73-9°°»’ Creda Parnall þurrkari. 5 kíló, með barka, tvö hitastig: 24.9OO,- Mastercook eldavél 60 cm breið með keramikhelluborði, tveimur halogenhellum, blástursofni, grilli og stafrænni klukku: 69.900,- www.visir FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.