Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Fréttir Lögregla gengur hart fram gegn hraðakstri: Þyngri refsingar Lögregla um allt land hefur geng- ið mjög hart fram í því að sekta og jafnvel svipta ökumenn fyrir hraðakstur og önnur umferðarlaga- brot að undanfömu. Aðgerðir lögreglu koma í kjölfar nýrrar reglugerðar þar sem refsing- ar við brotum á umferðarlögum eru þyngdar. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði til að mynda trúlega fjöru- tíu ökumenn vegna hraðaksturs á einum sólarhring í síðustu viku. „Það er rétt að við höfum verið mjög harðir í að taka ökumenn fyr- ir of hraðann akstur að undan- förnu. Við erum einfaldlega að fylgja eftir umferðarlögum. Svipt- ingarmörkin eru miklu neðar en áður. Ökumenn eru sviptir á 61 km. hraöa á götum þar sem hraða- takmörk eru 30 km. eins og t.d. í Hamrahlíðinni. Þar hafa margir ökumenn verið sviptir að undan- förnu. Ökumönnum finnst það mörgum mjög óréttlátt en þeir eru að keyra á yfir tvöföldum há- markshraða. Það er ekki okkar vilji að svipta ökumenn heldur að þeir fari varlega og virði umferöar- lög. Þá er tilgangnum náð,“ segir um við ýmsar refsingar, m.a. þessar sektir. Þeir sem ekki virða umferða- reglur eru sektaðir. Til að geta fylgst betur með ökumönnum voru tekin nokkur umferöalagabrot út úr reglugerð og lagðir punktar við. Þaö er ekki nóg að ökumenn borgi ítrek- að sektir fyrir ítrekuð brot heldur safnast á þá punktar. Eftir vissan punktafjölda fá ökumenn aðvörun og ef þeir halda áfram að brjóta lög- in þá eru þeir sviptir ökuréttindum í 3 mánuði. Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þetta er ekki einkamál lögreglunnar gegn al- menningi heldur er þetta allra mál að umferðarreglur séu virtar," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá Ríkislögreglustjóraemb- ættinu. -RR Grænt ljós á hrossaútflutning: Hátt í 1000 hross bíða útflutnings DV; Akureyri: Dýralæknanefnd Evrópusam- bandsins og íslensk yfirvöld hafa náð samkomulagi um að útflutning- ur íslenskra hrossa til Evrópu megi hefjast að nýju en hann hefur legið niðri frá því skömmu eftir áramót þegar hrossasóttarinnar varð vart hér á landi. Útflutningurinn verður heimilaður frá öllum landshlutum en fariö að sérstökum reglum sem settar verða. Til stóð fyrir skömmu að hefja út- flutning hesta frá þeim svæðum þar sem sóttarinnar hafði ekki orðið vart, s.s. á Norður- og Austurlandi en þá stakk sóttin sér niður í Skaga- firði og útflutningsáform lögðust af. Sóttin hefur hins vegar lítið sem ekkert breiðst út og ekki orðið vart í Húnavatnssýslum eða í Eyjafirði. Talið er að um þúsund hross bíði útflutnings en útflutningurinn verð- ur jafnt heimilaður frá svæðum þar sem hrossasóttin hefur stungið sér niður og frá „ósýktum svæðum". Það skilyrði mun þó vera sett að hrossin hafi sannarlega verið frí frá sóttinni í um 4 vikur og áður en hrossin verða flutt út verða þau sett í sóttkví í einhvem tíma. Þessi niðurstaða styrkir mjög mótshaldið á Melgerðismelum þar sem Landsmót hestamanna hefst eft- ir tæpan mánuð. Vitað er að fjöldi útlendinga kemur á mótið og margir þeirra kaupa sér hross þar til að taka með sér heim sem fyrst. -gk Þessi tjaldur hefur engan beyg af tröliaukinni hjólaskóflunni sem mokar til risastórum björgunum á grjótgeymslusvæði borgarinnar í Örfirisey. Hann hef- ur valið sér varpstað á miðju athafnasvæðinu þar sem jörðin nötrar undan átökum vinnuvélarinnar og stórir grjótflutningabílar koma og fara allan liö- langan daginn. Stjórnandi hjólaskóflunnar hefur merkt hreiður tjaldsins til aö grjótflutningabílarnir geti forðast þaö og fuglinn situr hreyfingarlaus á eggj- unum sínum þremur þar tii fótgangandi menn nálgast. Þá kemur aö honum styggð og hann foröar sér. DV-mynd Hilmar Þór Lögregla hefur að undanförnu gengiö hart fram í því að stöðva ökumenn og sekta fyrir of hraðann akstur. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð- stjóri í lögreglunni í Reykjavík. Áhrif á hegöun í umferöinni „Lögreglan er ekki að velta sér upp úr peningafjárhæðunum. Það er ekki verið að sekta peningana vegna. Málið gengur út á að hafa árif á hegðun fólks í umferöinni og auka umferðaröryggi. Til þess höf- Allir heilir í Kirkjuhúsinu Listin er ómetanleg. Það er vart hægt að hugsa sér líf og tilveru án hennar. Eins og gengur er það þó mis- merkilegt sem á borð er borið. Lista- hátíð í Reykjavík, sem haldin er á tveggja ára fresti, færir okkur það sem best er gert úti í hinum stóra heimi. Það kemur i veg fyrir einangr- un landans í menningarlegu tilliti. Þannig muna menn einstaka toppa frá fyrri listahátíðum, listræna við- burði sem upp úr standa. Hæst ber manninn með vafða tillann héma um árið. Hann lét íslenskt sumarveöur ekkert á sig fá. Þrátt fyrir norð- angarra spókaöi hann sig í Austur- stræti ber að öðru leyti en því að hann vafði manndóm sinn sjúkra- bindi. Þetta tiltæki vakti eftirtekt enda vora aðrir úlpuklæddir. Þrátt fyrir sjúkrabindið var talið að limur mannsins væri heill. Hann vafði hann aðeins i listrænum tilgangi. Stöku maður hneykslaðist á þessu hátterni en var þá vinsamlega bent á að listrænt séð væri hugarheimurinn þröngur og hann í alla staöi afturhaldssamur. Þá umsögn vilja menn ekki fá um sig og þvi lofa þeir hið listræna framtak, hvort sem um bera menn er að ræða eða annað. Það átti einmitt við um stórkostlega listrænan viðburð á nýliðinni Listahátíð i Reykjavík. Menn áttu ekki til orð um framleika listamannanna sem sýndu glerlistaverk í Kirkjuhúsinu á Lauga- vegi. Glerlistaverk þetta innihélt saur, þvag og blóð. Dásömuðu allir þaö andríki sem fylgdi verk- inu ef frá era talin nokkur börn sem spurðu hvort kúkað og pissað hefði verið í glasið. Það var sussað á blessuð bömin enda eru þau óvitar í listinni. Einkum var talið lofsvert af listamönnunum að ná þessum sýnum sem glatast dag hvem og hverfa til sjávar. Það er til marks um það hve vel tókst til um þetta verk að það sprakk á síðasta degi Listahátíðar. Með því móti var á táknrænan hátt bundinn endi á hinn mikilsverða viðburð. List- rænir óvitar sögðu að innihald verks- ins hefði spýst á sýningarglugga og nærliggjandi húsgögn. Fnykurinn hefði verið þvílíkur að harðgerðustu karlmenn kúguðust. Þvílíkar sögusagnir bera auðvitað merki vanþroska í listum enda voru þær bomar til baka. Listrænn ráðu- nautur sagði að vísu að spranga heföi myndast í glerlistaverk þetta og því fylgdi óhjákvæmilega fyla. Hvað annað? Þolir fólk virkilega ekki listræna lykt? Listráðunauturinn lét þess meira að segja getið, án þess að það skipti verulegu máli listrænt séð, að starfsmenn Kirkju- hússins væru nokkuð heilir eftir atburðinn. Megum við fá meira að heyra og meira að sjá svo viö þroskumst listrænt. Dagfari Stuttar fréttir i>v 17 milljóna tap Hafnarfjarðarbær verður að endurgreiða um 17 milljónir króna vegna úr- skurðar félags- málaráðuneytis- ins um að bær- inn skuli endur- greiða 20% ofá- lagt holræsa- gjald. Gísli Jóns- son prófessor kærði álagninguna á sínum tíma. Fjarðarpósturinn sagði frá. Dræmt í Þverá Laxveiði hefur verið dræm í Þverá frá því að veiði í henni hófst fyrir rúmri viku. Áin hefur verið vatnslítil og skilyrði ekki nógu góð að sögn fréttablaðsins Skessuhorns. Veiði var hins veg- ar betri í Norðurá, en viðitíminn í henni hófst á sama tíma og í Þverá. Ólympíumót Ólympíumót 60 þjóða í eðlis- fræði verður haldið á islandi 2.-10. júlí. 180 skólanemar víðs vegar úr heiminum taka þátt í mótinu, þeirra á meöal íslenskir. íslensku þátttakendurnir fimm undirbúa sig nú fyrir mótið að sögn fféttavefs Morgunblaðsins. Félagsmannatryggingar Félagsmannatryggingar eru komnar á dagskrá hjá Alþýðu- sambandinu. Fulltrúi sænska al- þýðusambandsins hefur kynnt reynslu Svía af félagsmannatrygg- ingum. Hún er sú að bæði félags- menn og samböndin hafi hagnast á þeim. Vinnan sagði frá. 28 hraöakærur Lögreglan á Hólmavík hefur kært 28 ökumenn fyrir hraðakst- ur innan umdæmisins. Fréttavef- ur Morgunblaðsins sagði frá. Gott á fjárfesta Góður gangur i framkvæmdum við álver Norðuráls á Grandar- tanga hefur að mati Finns Ing- ólfssonar við- skiptaráðherra góð áhrif á er- lenda fjárfesta á íslandi. Aðeins 13 mánuðir liðu frá því fyrsta skóflustungan var tekin að álverinu þar til það var gang- sett. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Ró á markaði Rólegt er á hlutabréfamarkaði áfram eins og undanfama daga. Viðskipti með hlutabréf námu að- eins rúmum 10 milljónum í gær en nokkur utanþingsviðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Granda hf. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Krónan styrkist áfram íslenska krónan heldur áfram að styrkjast og komst gengisvísi- talan í gær niður í 111,66 stig. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Árnes í hagnað Árnes hf. verður rekið með hagnaði á þessu ári að sögn Lúð- víks Barkar Ámasonar fram- kvæmdastjóra í Sunnlenska fréttablaðinu. Ætlunin er að auka veltuna um 36% á árinu eða um 400 milljónir króna. 36 garðyrkjufræðingar 36 nemendur útskrifuðust ný- lega frá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi af fimm námsbrautum. 13 eru innritaðir á blómaskreyt- ingabraut á næsta námsári, 12 á garðplöntu- braut, 12 á skrúðgarðyrkjubraut, átta á umhverfisbraut og sex á yl- ræktarbraut. Skólastjóri er Grét- ar J. Unnsteinsson. 7% arður Hlutabréfasjóðurinn Auðlind er nú næststærsta hlutafélag lands- ins með 8.700 hluthafa. Fyrir aðal- fundi félagsins, sem haldinn verð- ur 23. júní, liggur tillaga um að greiða 7% arð til hluthafa. Hlut- höfum fjölgaöi á árinu um 1.800. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.