Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Am. Fréttir Fíkniefnamisferli í Eyjum: Sjö handteknir - hass, amfetamin og kókain fannst Lögreglan í Vestmannaeyium hefur á vikutímabili handtekið sjö einstak- linga vegna fikniefnamisferlis í bæn- um. Lögregla fann í tengslum við sjö- menningana nokkur grömm af fíkni- efnum og áhöld til neyslu þeirra. Fíkniefnin, sem fundust, voru hass, amfetamín og kókaín. Að sögn Tryggva Kr. Ólafssonar, lögreglufull- trúa i Vestmannaeyjum, er ekki al- gegnt að kókaín finnist þar í bæ. Kókaín er mjög dýrt eða um 15 þús- und krónur grammið. Að sögn Tryggva hefur lögreglan í Vestmanna- eyjum verið með átak í gangi að und- anfómu varðandi meint fíkniefnamis- ferli. Þessu átaki mun verða haldið áfram. „Lögreglan óskar eftir aðstoð al- mennings og era allar upplýsingar vel þegnar er varða einstaklinga sem stunda neyslu, sölu eða dreifmgu á fikniefnum," segir Tryggvi. -RR Geir H. Haarde fjármálaráðherra opnaði á blaöamannafundi upplýsingavef um aldamótavandamálið. Til vinstri á myndinni er Haukur Ingibergsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann er formaður nefndarinnar. Til hægri er Gylfi Hauksson nefndarmaöur. Hann er forstöðumaður hugbúnað- ardeildar Eimskips. DV-mynd Hilmar Þór Fjármálaráðherra opnar heimasíðu: Upplýsingar um alda- mótavandamálið I maí sl. skipaði fjármálaráðherra nefnd um vandamál er tengjast ártal- inu 2000 í upplýsingakerfum og tækja- búnaði. Lengi vel tíðkaðist að tákna öld með dagsetningum með tveimur stöfum í stað fjögurra. Því er það fyr- irsjáanlegt að ýmis vandamál munu koma upp þegar ártalið 2000 gengur í garð. Hugsanlegt er að kostnaður verði 2 milljarðar kr. hérlendis vegna þessa. í gær opnaði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra heimasíðu upplýsinga- vefs nefndarinnar. Nefndin er skipuð fulltrúum hins opinbera og atvinnu- lífsins. Hlutverk nefndarinnar er benda á hvemig leysa skuli vandamál í tölvubúnaði vegna aldamótanna. Á blaðamannafundi var starfsáætl- un nefndarinnar kynnt. Hún mun ein- beita sér að áhrifum vandamálsins á orkuframleiðslu, fjarskipti og fjár- málastarfsemi. Þá mun hún skoða áhrif á ríki og sveitarfélög almennt og fylgjast með því hvernig einkaaðilar eru undirbúnir. Loks mun nefndin miöla upplýsingum um vandamálið og lausnir. Liður í þeirri upplýsinga- gjöf er vefur nefndarinnar á Netinu. Á vefnum eru upplýsingar um vanda- málið og tengingar til framleiðenda hugbúnaðar og sérfræðinga um vand- ann. Vefurinn er á slóðinni http://2000.stjr.is. -JP Landsmót hestamanna: Töltpunktum fækkað DV, Akureyri: Framkvæmdastjórn Landsmóts hestamanna á Melgerðismelum hefur ákveðið að fækka töltpunktum sem lágmörkum fyrir þátttöku á landsmót- inu úr 85 í 80 vegna ábendinga sem stjórnin hefur fengið. Þær ábendingar hafa verið í þá átt- ina að jafnvel úrvalstöltarar ættu erfitt með að ná 85 punktunum sem framkvæmdastjómin ákvað á sínum tíma sem lágmark fyrir þátttöku í tölti. Jón Ólafur Sigfússon, fram- kvæmdastjóri landsmótsins, segir að þar sem það sé stefna feramkvæmda- stjómar mótsins að geta boðið gestum mótsins upp á töltsýningar eins og þær gerast bestar hafi verið ákveðið að taka mið af þeim ábendingum sem fram hafi komið. Með því vonast framkvæmdastjómin eftir því að úr- valstölturum í mótinu fjölgi veralega og að töltkeppni mótsins muni verða einn af hápunktum mótsins eins og hingað til. -gk Bœjarhrauni 24 - 220 Hafnarfirði - sírmi 555 3466 a wsir.TS ^nSFBRH býður íslendingum upp á þátttöku í frábærum leik, HM-Draumaliðið. Þú velur þitt eigið lið úr öllum leikmönnum sem taka þátt í HM. Frammistaða þinna manna í keppninni sjálfri ræður svo því hvernig þér gengur í leiknum. Sá sem velur besta liðið hlýtur frábær verðlaun. Þátttaka kostar ekki krónu og verðlaunin eru stórglæsileg; Ace 266 mhz tölva stútfull af aukabúnaði. Það er barnaleikur að vetja sitt eigið lið á www.visir.is og æsi- spennandi að fýlgjast með hvemig liðinu þínu gengur á meðan HM stendur yfir. Til að taka þátt þarf að fara inn á www.visir.is velja HM98 vefinn og þar er HM-Draumaliðið. Leikurinn er einfaldur og skemmtilegur, þú velur þína ellefu menn fyrir k1.15:30 miðvikudaginn 10. júní og fylgist með hvernig liði þínu vegnar frá degi til dags á www.visir.is. ACE 266 MHz MMX; 64 mb SDRAM, 4,3 Gb, 9 ms harðdiskur; 17” tölvustrýruður PnP skjár; 4mb skjákort; 33,600 BPS módem; 32X geisladrif; SoundBlaster AWE 64 3D; 320 w 3D Surround hátalarar HP Deskjet 720e; Kodak Ijósmyndagæði, 8bls. á mín. Þátttaka ókeypis Sáraeinfalt að taka þátt Glæsileg verölaun frá Tölvulistanum FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.