Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 32
52 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 TfcV onn Ummæli Tilvcran „Tilveran er merkileg blanda af að vera einmanaleg og áhugaverð. Mað- ur er mikið einn en þó kynnist maður mörgu fólki.“ Kristinn Sig- mundsson óp- erusöngvari, í DV. Styð Sverri bróður „Mér rennur blóðið til skyldunnar og ég styð strák- inn... Ég þverfóta ekki fyrir fólki sem brosir út að eyrum og lýsir stuðningi við Sverris- framboð." Halldór Hermannsson, skip- stjóri á ísafirði, í DV. Gargandi meistara- stykki „Ég hef verið mjög siðsam- ur i allri minni kvikmyndagerð og það sama er að segja um þessa mynd. Þetta er bara lítil hugmynd sem varð, eins og Hilmar Örn segir, að gargandi meist- arastykki." Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóri um erótíska stuttmynd sína, í Morgun- blaðinu. Útflutningurinn á poppi „Það skiptir ekki máli þó fullir Englendingar hlusti á íslandi. Það var hallærislegt að slá ryki í augun á fólki með því að segja að þetta sé einhver útflutningshátíð." Gunnar Hjálmtýsson, tón- listarmaður og popp- skríbent, um Popp í Reykja- vik, í Degi. Kann vel við mig á toppnum „Ég kann afar vel við mig í topppsætinu og vil halda þvi.“ Páll Guðlaugs- son, þjálfari Leifturs á Ólafsfirði, í Morgunblað- Heilbrigðisvísindi í fjölmiðlum „Fyrir utan fastan þátt um lækningadóma í Morgunblað- inu, virðist svo sem sérfræð- ingar um kynlíf séu þeir einu sem íslenskir fjölmiðlar telja sig hafa þörf fyrir í heilbrigð- isvísindum." Árni Björnsson læknir, í DV. Ástand fjallvega Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annaö veröur auglýst HOTi DV-graf IH Örn Þorsteinsson myndhöggvari: Petta er sýningarárið mikla „Uppistaðan á þessum tveimur sýn- ingum er verk sem ég hef verið að gera á undanfórnum tveimur árum. Ég opnaði fyrst sýninguna í Listasafni Sigurjóns þar sem ég sýni myndverk úr ýmsum málmum auk formynda úr vaxi. í Kringlunni eru auk sams kon- ar verka einnig verk úr grjóti. Má segja að þar séu verk sem ég varð að bera út úr Sigurjónssafni vegna þess að þau komust þar ekki fyrir,“ segir Öm Þorsteinsson myndhöggvari en verk hans eru áberandi í listalífinu í Reykjavík um þessar mundir. Því auk þess sem hann er með tvær sýningar á verkum sínum þá á hann eitt verk á útisýningunni Strandlengjunni þar sem fjöldi myndhöggvara sýnir verk meðfram strandlengjunni frá Foss- vogi í Skerjafjörðinn. Um verk sitt, Selinn, sem er í Nauthólsvík segir Örn: „Þetta er mynd sem ég hjó í granítstein frá Grænlandi. Þennan stein, sem er rúmt tonn að þyngd, tók ég með mér þegar ég hafði lokið við að vinna verk sem ég var fenginn til að gera í Grænlandi og vil ég segja að þar sé móðursteinninn. Mér finnst sem þessi tvö verk kallist á. Ég var svo heppinn að það var íslenskt fragtskip við ströndina í Grænlandi og þeir buðu mér að að taka fyrir mig eitt- hvað til íslands. Ég tók boðinu fegins hendi og lét þá fara með steininn sem er í raun aðeins moli úr þeirri stóru blokk sem ég var að höggva í. Þegar kom að því að gera verk í sýninguna meðfram ströndinni var ég var fljót- ur að velja mér Nauthólsvíkina fyrir verk mitt. Ég er alinn upp í Hlíðun- um og var þarna öllum Örn Þorsteinsson. stundum sem drengur og þar sem ég ætlaði alltaf að tileinka verkið börn- um þá kom aldrei neinn annar stað- ur til greina hjá mér. Það má geta þess að verkið úti á Grænlandi, sem er yfir tveggja metra hátt og fimm metra langt, heitir Rússíbaninn og er einnig tileinkað börnum.“ Maður dagsins Þótt mikið sé um að vera hjá Erni þessa dagana er hann strax farinn að undirbúa næstu sýningu: „Haft var samband við mig frá að- standendum Listagilsins á Akureyri og mér boðið að halda sýningu í ágúst. Og þar sem ég átti verk í fórum mínum mun ég láta þau á sýninguna ásamt einhverju af þeim verkum sem eru til sýnis nú. Það má segja að þetta sé sýningarárið mikla hjá mér.“ Öm er mik- ill áhuga- maður um hlaup: „Ég hef hlaupið mikið á síðustu árum, á að baki mörg maraþonhlaup. Þessi áhugi minn á hlaupum hófst í Mætti árið 1991 þegar ég og eiginkona mín, María Þórarinsdóttir, fórum inn í skokkhóp þar. í fyrsta hlaupinu fann ég að þetta var eitthvað sem átti við mig og við hjónin höfum verið að skokka síðan. í fyrra hljóp ég „Laugaveginn" og hafði mjög gaman af og þykir mér miður að geta ekki gert það í sumar en vegna anna hef ég hugsað mér að taka það rólega í hlaupum, fara aðeins í hálft maraþon í Reykjavíkur- maraþoninu." -HK Ný umferðar- merki "* Vegagerðin og Umferðar- ráð hafa lagt til við dóms- málaráðuneyti að ný um- ferðarmerki verði tekin upp í umferðarmerkja- reglugerð. Nú þegar hafa nokkur þessara merkja verið tekin í notkun. Til fróðleiks fyrir lesendur DV verða þessi merki birt með skýringum næstu daga. Það skal tekið fram að texti, sem skýrir merkið, kann að breytast við end- anlega ákvörðun. Við byrj- um á því að birta tvö bann- merki. Akstur bifreiða með vatns- spillandi farm bannaður. Merki þetta er einkum notað á svæðum þar sem grunnvatn er notað til 1 neyslu. í sérstökum tilfellum má nota merkið utan slíkra svæða ef aðrar ástæður valda mengunarhættu. Umhverfi Akstur bifreiða með hættu- legan farm bannaður. Merki þetta er notað þar sem nauðsynlegt er að banna eða takmarka umferð með hættulegan farm, t.d. sprengiefni, bensín eða ann- að elds- neyti. Þetta getur t.d. átt við í jarðgöng- um. Myndgátan Kastað Út á klakann. Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Síðasta sýningin á Grandavegi 7 verður annað kvöld. Granda- vegur 7 Annað kvöld verður aukasýn- ing í Þjóðleikhúsinu á Grandavegi 7. Þetta er saga sem nær yfir landamæri lífs og dauða. Fríða, aðalpersónan, er skyggn og dag- inn sem keyrt er yfir hundinn hennar þyrpast ástvinir og ætt- ingjar á vettvang - lífs sem liðnir. Hjá þeim leitar hún styrks í erfið- leikum sínum og sorg en lífið heldur áfram og ástin knýr dyra í fyrsta sinn. Leikgerðin er eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og unnin upp úr skáldsögu Vígdísar Grímsdóttur sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1994. Leikhús Meðal leikara eru Margrét Vil- hjálmsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Valdimar Öm Flygenring. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Tónlistin er eftir Pét- ur Grétarsson og hefur hún verið gefin út á geislaplötu. Bridge Til þess að spila trompsamning þarf yfirleitt að hafa fleiri tromp heldur en andstæðingarnir. Á því em þó nokkrar undantekningar, sérstaklega þegar tromp sóknarinn- ar liggja að mestu leyti á annarri hendinni og eru að mestu í háspil- um. í þessu spili var þó staðan önn- ur en Daninn Johannes Hulgaard endaði í þessu spili í 4 spöðum á suðurhöndina. Hulgaard þurfti smá- hjálp frá andstöðunni til þess að vinna spilið. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og NS á hættu: 4 K3 *4 ÁG * K10764 * 8542 4 G1074 *<• 985 ♦ D93 * ÁD9 4 ÁD82 *4 643 4 Á8 * KG107 Norður Austur Suður Vestur 1 4 pass 1 4 pass 2 * pass 2*4 dobl pass pass 3 * pass 3 grönd 4 4 pass p/h 4 * pass 4 965 «4 KD1072 ♦ G52 * 63 NS voru greinilega í vandræðum með að velja lokasamning þar sem punktastyrkur var til staðar en áhyggjur af hjartalitnum. Vestur fékk að eiga fyrsta slaginn á hjarta- kónginn en annan slag- inn átti sagn- hafi á ásinn í blindum. Hann spilaði nú laufi úr blindum og austur gerði þau mistök að setja strax ásinn. Austur skipti yfir í tígul sem Hulgaard drap á ás, trompaði hjarta, tók spaðakóng, svínaði laufi, tók síðan slagi á ás og drottningu i spaða og spilaði síðasta spaðanum. Austur var inni, átti ekki eftir hjarta og vömin fékk því ekki nema 3 slagi. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.