Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáaugiýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Alvörulögga Agaleysi og lítilsvirðing gagnvart lögum, lögreglu og samborgurunum hefur aukist hröðum skrefum í höfiíðborginni. Nýr lögreglustjóri hefur nú kastað stríðshanskanun að þessari þróun. Georg Kr. Lárusson virðist alvörulögga. Brýnasta verkefni nýs lögreglustjóra er að taka til í eigin ranni. Embættið býr að afburða starfsmönnum með mikla reynslu. Stjórnleysið í forystu borgar- lögreglunnar hefur hins vegar brugðið íjötri á atgervi þeirra. Þeir hafa ekki fengið að njóta sín. Annað verkefni er að skapa traust á forystu embættisins í röðum hennar sjálfrar. Stefnuleysi stjórnenda og misvitur íhlutun dekurdrengja úr ráðuneytinu braut niður starfsandann í löggunni. Hringlið með umferðardeildina er dæmi um það. Þriðja verkefni Georgs verður að endurheimta trúnað almennings. Agaleysi samfélagsins hafði breyst í löggilt vörumerki á stjórn embættisins. Lausatökin birtust best í málefnum flkniefnadeildarinnar. Þau tættu um hríð í sundur trú manna á embættinu. Besta leiðin til að auka öryggi borgaranna og efla virðingu fyrir lögunum er að lögreglan sé á vettvangi. Það skapar öryggi meðal borgaranna og ótta meðal lögbrjótanna. Lögreglan sjálf vill vera innan um fólkið. Fólkið vill sannarlega hafa hana nálægt sér. Reykjavík er ekki lengur útnári. Hún er stórborg með bestu kostum og verstu göllum heimsborganna. Langstærsti gallinn eru vaðandi flkniefni. Við reisum ekki enn rönd við útbreiðslu þeirra. í kjölfarið sigla stóraukin afbrot fikla, sem Qármagna sig með glæpum. Meðal skelfilegra afleiðinga fíkniefnanna er vaxandi ofbeldi gegn saklausum borgurum. Blóðugar barsmíðar, hnífstungur og nauðganir eru ekki lengur fréttir úr miðborg Reykjavíkur. Þær eru orðnar hluti af veruleika sem er skelfilegur. Honum þarf að breyta. Þegar landsmenn ganga ekki óhultir um eigin höfuð- borg tekur samfélagið að bresta á saumunum. Þannig er Reykjavík orðin. Miðborgin er fráleitt öruggur staður. Meðan það ástand varir stendur lögreglan ekki undir þeim kröfum sem borgararnir gera til hennar. í ritstjómargreinum DV hefur ítrekað verið bent á þann frábæra árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn götuglæpum í erlendum stórborgum. Ástralska aðferðin, sem stórborgarlögregla Bandaríkjanna tók upp, hefur reynst afar vel. Aðferðin fólst í því að lögreglan gerðist agari samfélagsins. Hún var á vettvangi og framfylgdi bókstaf laganna út í æsar. Hvers kyns smáafbrot voru ekki látin átölulaus. í New York leiddi þetta til þess að glæpum stórfækkaði og borgarstjórinn varð þjóðhetja. Georg Kr. Lárusson lýsti yfir í viðtali við DV að hann hygðist taka upp þessar aðferðir. Það er fagnaðarefni. Samfélagið þarf meiri aga. Unga fólkið okkar þarf festu. Agað umburðarlyndi er uppeldisaðferð sem hefur jafnan gefíð góða raun. Nýr lögreglustjóri með nýjar og ferskar áherslur þarf stuðning. Samstarfsörðugleikar forvera hans og dómsmálaráðuneytisins áttu stóran þátt í agaleysi embættisins og skorti á mórölskum og fjárhagslegum stuðningi. Því verður vitaskuld að breyta. Það er nýlunda að lögreglustjóri skilji að lögreglan á ekki að vera eins og tegund í útrýmingarhættu sem sést hvergi. Nái hann að byggja upp stuðning í eigin röðum mun ekki skorta á stuðning almennings. Össur Skarphéðinsson Á íslandi býr launafólk við það að hafa til muna lægri laun en greidd eru fyrir sambærileg störf í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Á Norðurlönd- um eru launin allt að helmingi hærri en hér, enda hefur íslenskt verkafólk flutt í hópum utan til að öðlast mannsæmandi launakjör. Þannig hefur flskvinnslufólk flutt búferlum til vesturstrandar Dan- merkur í von um betri laun og styttri vitjnudag, því hér á landi eru ekki aðeins launin lág heldur er vinnudagurinn óhemjulangur og starfskjör verkafólks oft á tíð- um slök. Launafólk hér á landi nýtur minna starfsöryggis en nokkurs staðar tíðkast á meðal siðaðra þjóða og atvinnurekendur geta sagt fólki upp störfum án skýringa, hvort sem starfsmaður- „Launafólk hér á landi nýtur minna starfsöryggis en nokkurs staðar tíökast á meöal siöaöra þjóða...,“ segir Bryndís m.a. í grein sinni. Búum til bakhjarl fyrir launafólk inn hefur staðið sig vel í starfl eður ei. Þær litlu framfarir sem lögleiddar hafa verið hér á landi fyr- ir launafólk á síðari árum stafa flestar frá samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið og hafa komið til vegna tilskipana utan frá, en staðreyndin er sú að á Alþingi íslend- inga er ekki meirihluta- vilji fyrir frekari kjara- bótum fyrir launafólk. Þess vegna þarf að byggja upp öflugan bakhjarl fyrir launafólk og samtök þess í stjórnmálum hér á landi. Skilaöi þjóöarsáttin sér til launafólks? Þegar þjóðarsáttar- samningamir voru gerðir á sínum tíma gekk verka- lýðshreyflngin rösklega fram í því að tryggja þann stöðugleika sem þurfti til þess að reisa við íslenskt efnahagslíf. Launafólk féllst á að gefa eftir af sínum kröfum I þeirri trú að efnahagsbat- inn skilaði sér til baka þegar betur áraði. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem — hefur oftast þeirra stjóm- málaflokka sem nú eru við lýði setið við stjómvölinn, hefur ekki stuðlað að bættum kjörum al- menns launafólks og hann hefur séð til þess að það hefur ekki upp- skorið sem skyldi af þeim stöðug- leika sem þjóðarsáttin ól af sér. Skattar hafa stórlega verið lækk- aðir á fyrirtæki, á meðan launa- fólk ber sífellt þyngri byrðar í þágu samneyslunnar. Enn eitt lagafrumvarpið liggur fyrir Alþingi, nú þegar þessi orð em skrifuð, sem gengur í þessa sömu átt, þótt enn hafi ríkisstjórn- in ekki sýnt þann manndóm að taka á jaðarskattavandamálinu sem er að sliga margan launa- manninn. Þeir sem unnu harðast Kjallarinn Bryndís Hlööversdóttir þingmaöur Alþýöu- bandalagsins fyrir efnahags- lega stöðugleik- anum hafa ekki uppskorið sem skyldi á meðan aðrir maka krók- Aöeins meö samstööu Launafólk hér á landi mun aldrei öðlast mannsæm- andi kjör á meö- an stjórn- málaumhverfið er eins og í dag. Ofurvald Sjálf- stæðisflokksins er of sterkt til að litlu flokkarnir á vinstri vængnum „Þær litlu framfarir sem lög■ leiddar hafa veriö hér á landi fyr- ir launafólk á síðari árum stafa flestar frá samningnum við Evr■ ópska efnahagssvæðið og hafa komið til vegna tilskipana utan frá.“ geti nokkra rönd við reist. Fram- sóknarflokkurinn með sína tæki- færisstefnu hefur ekki reynst launafólki vel og er þá skemmst að minnast sviknu loforðanna frá síð- ustu kosningabaráttu. Það sem þarf er öflugt mótvægi við Sjálf- stæðisflokkinn, sem hefur þarfir almennings i fyrirrúmi. Afl sem vinnur í þágu almannahagsmuna og berst gegn þeirri séreignar- og sérhagsmunastefnu sem einkennir núverandi stjórnarflokka. Aðeins með samstöðu og sameiginlegu framboði A-flokkanna er unnt að skapa þann bakhjarl sem launa- fólk á íslandi þarf. Samstarf þessara flokka í nýaf- stöðnum sveitarstjómarkosning- um sýndi að þannig var hægt að bjóða fram afl sem ógnar verulega stöðu Sjálfstæðisflokksins og við- brögð Davíðs Oddssonar sýna svo ekki verður um villst að honum stendur ekki á sama um frekari samfylkingu A-flokkanna. Verka- lýðshreyfingin og launafólk hér á landi þarf á samstöðu stjómarand- stöðuflokkanna að halda til að geta búið fólki sínu mannsæmandi kjör, en dæmin frá Norðurlöndum sýna að árangri verður helst náð í þágu launafólks þar sem stórir jafnaðarmannaflokkar eru við lýði og í nánu samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna. Þótt ólíklegt sé að hin þverpóli- tíska verkalýðshreyfmg á íslandi muni velja að vera í beinum tengslum við stjórnmálaflokk, þá er það deginum ljósara að hún þarf á sterku vinstrisinn- uðu afli að halda sem getur boðið Sjálfstæðisflokknum byrginn. Sýnum hugrekki - sameiginlegt framboö Alþýðubandalagsfólk mun koma saman til landsfund- ar í byrjun júlí þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort boðið verður fram með öðrum stjórnar- andstöðuflokkum í næstu þingkosningum eða ekki. Vonandi sýnir það sig á þeim fundi að Al- þýðubandalagið er flokkur sem setur hag launamannsins í for- gangsröð og stuðlar að bættum kjörum almennings. Skrefið sem taka þarf á lands- fundinum er sameiginlegt fram- boð með þeim flokkum sem nú eru í stjórnarandstöðu, minni áfangi mun ekki skila sér í sama mæli og kraftur stærðarinnar. Hvetjum okkar fólk til þess að sýna hug- rekki og stíga þau skref sem þarf til að bæta kjör almennings á ís- landi - búum til bakhjarl sem skiptir máli fyrir launafólk og samtök þess! Bryndís Hlöðversdóttir Skoðardr annarra Menningarsjóður kvik- myndagerðarmanna „Mikil óánægja hefur verið hjá fagfélögum kvik- myndagerðarmanna með starfsháttu Menningar- sjóðsins. Sameiginlegar tillögur félaganna að úthlut- unarreglum hafa komið fram og þær hunsaðar ef svarað er yfirhöfuð. Á meöan leigupennar stjóm- málaafla, prófessorar í Háskólanum og aðrir sem annars koma ekki nálægt kvikmyndagerð eru fastir áskrifendur að úthlutunum Menningarsjóðs verður ekki sátt um sjóðinn." Hákon Már Oddsson í Land & synir apríl/maí 1998. Vanþróaður leigumarkaður „Næsta víst er aö ótryggur og jafnvel vanþróaður leigumarkaður er hluti af skýringunni á því hvers vegna sjálfseignarstefnan í húsnæðismálum hefur verið eins snar þáttur í þeim og raun ber vitni ... Sjálfseignarstefnan í húsnæðismálum er allra góðra gjalda verð. Raunveruleikinn er hins vegar sá, að hún hentar ekki öllum. Húsnæöismálin verða ekki með fullri reisn fyrr en þessir tveir þættir þeirra virka að fullu saman, þ.e. sjálfseignarstefnan og ör- uggur leigumarkaður með nægu framboði á viðráð- anlegu verði.“ Grétar J. Guðmundsson í Heimili og fasteignir Mbl. 9. júní. Fjármunir á silfurfati „Saga Sameinaðra verktaka er afar ljóst dæmi um hvemig stjórnvöld geta fært nokkrum einstakling- um í þjóðfélaginu gífurlega fjármuni á silfurfati. Að- ferðin er gamalkunn. Einstaklingar og samtök sem hafa rétt pólitísk sambönd fá einokunaraðstöðu í skjóli ráðandi stjómmálaflokka ... Þótt liðnir séu meira er fjórir áratugir frá því hermangið hófst fyr- ir alvöra, era milljónimar enn í dag að skila sér til erfmgja þeirra sem komust á einokunarspenann." Elías Snæland Jónsson í Degi 9. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.