Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Page 11
Thievery Corporation er dúett sem er djarftækur til verka annarra tónlistarmanna. Einka gerist þjófur Eric Hilton og Rob Garza: „Meö hljóösmölum geta tónlistarmenn nú tekiö úr allri sögu hljóöritaörar tón- listar og skapað eitthvaö nýtt. Þaö eina sem maöur þarf aö hafa áhyggjur af eru lögfræöingarnir.“ Thievery Corporation - Þjófnað- arfélagið - er dúett sem ber nafn með rentu. Þeir eru hljóðrænir þjófar, læðast i ólíkustu pokahom, draga í bú eins og tónelskar krák- ur og föndra í hægfljótandi dansvænan eðal. Tvímenningamir heita Rob Garza og Eric Hilton, koma frá Washington D.C. en spila evrópska tónlist; samlíkingar við hina frönsku Air og gengið frá Vín, Kmder og Dorfmeister og Sofa Sur- fers em réttmætar. í hægri takt- fastri tónlistinni hrærast bossanóvataktar við döbbáhrif og setustofugrúf. Rob trúir á mátt tón- sýnanna; „Við vinnum út frá því að öllum sé frjálst að taka hvaða tónlist sem er og túlka hana upp á nýtt. Með hljóðsmölum geta tónlist- armenn nú tekið úr allri sögu hljóðritaðrar tónlistar og skapað eitthvað nýtt. Það eina sem maður þarf að hafa áhyggjur af eru lög- fræðingamir." Félagarnir kynnstust 1995 og fóru þegar að skapa, enda lágu áhugasvið þeirra saman. Þeir tóku að gefa út plötur á eigin merki, sem þegar vöktu áhuga i dansund- irheimunum. Þeir gáfu sjálíír út stóm plötuna, Sounds from the Thievery hi-fi, í Bandaríkjunum. Platan gekk vel, ekki síst í Evrópu, en þangað slæddust eintök og það varð úr að Lundúnamerkið 4AD, sama merki og gefur út Gusgus, bauðst til að koma plötunni út á meginlandinu. Tvíeykið unir sér vel í Washint- on og hefur nú komið þar á fót skemmtistaðnum Eighteenth Street Lounge (útgáfa þeirra heitir það sama). Þar er leikin tónlist í anda sveitarinnar; djass á einni hæð, döbb á annarri og blandaðir sérviskutaktar á þeirri þriðju. Plötusnúðar úr danselítunni eru tíðir gestir. Þá hefur dúettinn rímixað fyrir David Byme, Black Uhum, Pizzicato 5 og Gusgus. Jakkafót í stíl eru vörumerki Þjófnaðarfélagsins. „Þetta er ekki ákveðin ímynd hjá okkur,“ segir Rob. „Við vorum bara svona klæddir þegar við komum úr vinn- unni í hljóðverkið eða klúbbinn. Þau störf sem við vorum í kröfðust ákveðins klæðaburðar. Ég var einkaspæjari hjá fyrirtæki sem vann að upprætingu hryðjuverka svo það var eðlilegt að ég væri í jakkafötum." -glh Ameríska hrárokksveitin Royal Trux: Kærustupanð Jennifer Her- rema og Neil Hagerty stendur á bak við Royal Trux, ameríska hrárokksveit sem hefur rokkað í hátt á tíunda ár. Þau em sjúskuð mjög, fyllibyttur og uppþurrkaðir heróínfíklar, en þó tónlistin sé vissulega sjúskuð er hún um leið stórskemmtileg; það mætti segja „dmllugóð" og það hitti í mark. Bandið hljómar ekki ósvipað og Rolling Stones gerðu á sínu hráasta skeiði á áttunda áratugnum (Exile on Main Street) bara enn hrárri og pönkaðri. Nýlega kom út Royal Trux plata númer sjö, Accelerator, sem sýnir bandið í algjörri upp- sveiflu. Þetta er aðgengilegasta plata þeirra og rokkið grípandi. Næsta plata á undan var að vísu al- gjört flipp, þau voru að reyna að losna imdan plötusamningi svo þau gerðu óskiljanlega hávaðaplötu og höfðu ljósmynd af yfirfullu klósetti á umslaginu. Hjúin koma frá New York, og var Neil áður í hljómsveitinni Pussy Galore. Þar var einnig Jon Spencer, sem leiðir hina frábæm sveit, Jon Spencer Blues Explosion. Jennifer var málari en komst að því að hún gæti tjáð sig betur í rokkinu. Þau em vitanlega orðin kolmglið af öllu sukkinu og tala eintóma steypu í viðtölum. „Við erum spegill," segir Neil. „Fólk sér sjálft sig í gegnum okkur og stundmn bregst það við með of- beldi af því að því líkar ekki það Jennifer Herrema og Neil Hagerty: „Viö erum sjöunda kynslóð af rokk- inu. Okkar kynslóö er frjáls því hún hefur verið kaffærð frá fæðingu með áreiti." sem það sér. Fólk treöur sínum gildum upp á okkur og frnnst við sjokkerandi og dónaleg. Ef fólk horfði á okkur af hreinskilni myndi það sjá hvað við erum: skemmtun. Það myndi heyra tónlist sem er já- kvæð og sterk.“ Jennifer heldur áfram í útskýr- ingunum; „Framtíðin er þegar komin. Við erum sjöunda kynslóð af rokkinu. Okkar kynslóð er frjáls því hún hefur verið kaffærð frá fæðingu með áreiti. Við getum far- ið fram úr því sem fyrri kynslóðir sáu bara í hillingum. Okkar kyn- slóð bregst ekki með ofbeldi við Royal Trux, heldur segir fólk; Já, ég heyri sannleikann líka.“ -glh plötudómur Fun lovin' Criminals - 100% Colombian: ★★★'i Svöl molla og sveittur groddi Frá New York koma þrír til- reyktir gaurar, bassaleikarinn Fast, trommarinn Steve og barka- belgirinn Huey, og vilja vera kon- ungar alheimsins. Þeir hafa horft á margar töfiara- og mafíumyndir, fundið sér fyrirmynd þar og lifa til fulls i þeirri ímynd. Bandið tekur hin sígildu bófa-element - að stela, elska gullfallegar konur og skemmta sér óhindrað - og þjappar þeim saman í mollulegt og súper- sexi sálarpopp með vænum skammti af hipp-hopp töktum og slettu af groddalegu rokki og blús. Það er engin fúrða að Quentin Tar- antino er aðdáandi bandsins, töffaralegur. hljóðheimur FLC er nákvæmlega I hans anda. 100% Colombian er önnur plata tríósins og hefur verðskuldað verið að fitna vel á evrópskum vinsældalistum síðustu vikumar. Hér er að vísu ekkert „Scooby Snacks“ - ekkert skjótfengið eyrna- konfekt -en því betur venst tónlist- in og eftir nokkur skipti ertu kom- inn með mörg laganna á heilann. „Love Unlimited" með Barry White-textanum er fljótt að síast inn og lætur þig vagga i hliðunum eins og funheitan dólg á leið á stefnumót. Hr. Ást, Barry White, hlýtur að vera mikið átrúnaðargoð Hueys, því bæði anda lögin af ástríðu og maður heyrir í fjarska hvar gullkeðjur strjúkast um loðna bringu. „Korean Bodega“ er hraðara mollustuð, minnir á Clash í rokk- uðum einfaldleika sínum, og er gráupplagt til vinsælda. Groddinn fær einnig útrás í „lOth Street" og „Southside", en það er þó mollan sem ríkir og svitinn beinlínis lekur af lögum eins og „Up on the Hill“ og „Back on the Block“, þar sem áhrif frá ofursvölu fönksáli Curtis Mayfield og Isaac Hayes svífa yfir vötnum. Smá kántrífúsk í lok- in eyðileggur aðeins heildarsvip- inn en það kemur ekki að sök, þessi plata er eðal. Giuinar Hjálmarsson „Bandið tekur hin sígildu bófa- element og þjappar þeim saman í mollulegt og súpersexí sálar- popp með vænum skammti af hipp-hopp töktum og slettu af groddalegu rokki og blús.“ popp Klúbburinn. Nýr skemmti- staftur sem ver&ur opnab- ur annaö kvöld klukkan ellefu. Hann er á efri hæö- inni á gamla Ingólfskaffi. Kostar ekkert inn en fólk ver&ur að vera aö minnsta kosti tuttugu ára. Is- lensku R&B stelpurnar Real Flavaz koma fram ásamt Robba Cronlc og það verður líka boðið upp á Afródanssýn- ingu með þekktum afrískum dönsum, eldspú- ara, bongótrommur og eitthvert háerótískt dæmi. Skífuþeytari kvöldsins verður Antonlo Gonzalez. Astró. Klukkan ellefu annað kvöld verður ný- stárlegt sjónarspil á staðnum þar sem nýjustu straumar og stefnur í hártískunni verða dregn- ar fram. Tónlistarstjóri kvöldsins og diskótek- ari er sem fýrr Áki Pain. Broadway. Á morgun leikur SSSól ásamt hin- um eina sanna dj. Alfred Moore úr Gus Gus- flokknum. Nýhljómsveitin Ensíml kemur líka fram og svo verður ABBA sýningin auðvitað á sínum stað. Kaffi Thomsen. 1 kvöld spilar Maggi Legó. Dj. Árnl E. og Margeir verða svo á morgun en á sunnudagskvöldið hefst stuðið fyrir alvöru þegar fönksveitin Jagúar byrjar að spila. Á flugvellinum. Skýlisball hjá íslandsflugi og Flug- leiðum verður haldið á morgun en þar veröur það hljómsveitin Skítamórall sem leikur fýrir dansi. Gullöldln. Svensen & Hallfunkel skemmta til þrjú um helgina. Café Romance. Liz Gammon verður á sínum stað við píanóið sem endranær. Álafoss föt bezt. Hið svokallaöa Creedence Clearwater Revival kvöld verður endurtekið í kvöld og gott ef ekki annað kvöld líka. Kostar sexhundruðkall inn. Kringlukráln. Hljómsveitin í hvitum sokkum leikur alla helgina og meira að segia líka í gær. Vlðar Jónsson leikur sér hins vegar ! Leikstofunni. Fjaran. Jón Möller klikkar ekki með píanótón- listina fýrir matargesti. Catalína. Félagarnir Ari og Úlfar leika Ijúfa tónlist. Gaukur á Stöng. í kvöld spilar hin stórgóða stuðgrúppa Irafár. Felti dvergurlnn. Hinn eini sanni Rúnar Júl leikur í kvöld ásamt Tryggva Húbner. Tvennir tímar verða hins vegar við hljóð- færin á morgun. Café Amsterdam. í kvöld og annað kvöld munu hinir síkátu Papar halda uppi írsk-ís- lenskri stemningu. Fógetlnn. Þar verður hljómsveitin Snæfríður og Stubbarnlr fýrri tvö kvöldin en á sunnu- dagskvöldið leika Maggi Einars og Tomml Tomm. Grand Hótel, við Sigtúnið. Gunnar Páll leikur og syngur perlur fýrir gesti hótelsins. Hótel Saga. Á Mímlsbar leika Stefán og Arna lifandi tónlist f kvöld og annað kvöld en í Súlnasalnum veröur hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Næturgallnn. Þau Hllmar Sverris og Anna VII- hjálms leika í kvöld og annað kvöld en á sunnudagskvöldið mætir Hljómsveit Hjördísar Geirs á staðinn með nýju og gömlu dansana. Sir Ollver. Bítlarnlr leika öll þrjú kvöld helgar- innar. Kaffl Reykjavík. John Colllns og Stjörnuband- Ið spila í kvöld og annað kvöld. Naustið. Mávamlr leika fýrir dansi á efstu hæðinni. Naustkjallarlnn. Plötusnúðurinn Skugga-Bald- ur þeytir skífur! kvöld og annað kvöld og á fimmtudaginn er hægt að dansa Ifnudans fýr- ir fimmhundruðkall. í sveitinni Akranes. Hljómsveitin Skítamórall ætlar að bregða á leik! kvöld og spila á Hðtelinu gamla góða. Búðarklettur! Borgarnesi. Hljómsveitin Léttlr sprettlr heldur uppi stemningunni um helgina. Langisandur á Akranesi. Tvíhöfðl fer meö gamanmál! kvöld klukkan tíu og klukkan ell- efu tekur hljómsveitin Úlrik við. Brúarás ! Borgarfirði. Stuðbandalagið leikur á réttardansleik! kvöld frá ellefu til þrjú. Krlstján Vllll í Grundarfirði. Hann Slggi Hösk. verður þar annað kvöld. Tjarnarlundur í Saurbæ. Réttarball með hljóm- sveitinni Grelp á morgun. Sveltasetrlð á Blönduósi. Rúnar Þór er ný- kominn heim frá Spáni og ætlar ásamt félög- um sínum að leika á hestamannaballi annað kvöld. Réttln í Úthiið. Lokadansleikur i Réttinni á morgun meö Rúnarl Júl og hljómsveit. Vlð Pollinn á Akureyri. Hljómsveitin Sín leikur fýrir dansi i kvöld og annað kvöld. ITnisfc j ra Á a&^Tinmw* mStm «mss» %&&&* | www.visir.is 18. september 1998 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.