Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Qupperneq 23
0
o
Snorri Sturluson,
tónlistarmaður og
heimspekinemi
„Ég bý í miðbænum. Það er
himnaríki í mínum augum.
Héma í Árbænum líður mér eins
og fanga. Þetta var skárra þegar
ég var að alast upp hérna. Þá
vom krakkar úti um allt en nú er
allt dautt. Eins og í þessum botn-
langa, sem er kjörinn til að leika
sér í, sjást ekki krakkar í leikjum
eða neitt. En annars hef ég sömu
skoðun og Curtis Mayfield hvað
helvíti varðar: „Dont worry, if
there is hell below, we are all
gon'a go.“ Við erum öll þrælsynd-
ug og á beinni leið til helvítis.“
Arbærinn
„Þetta er með forboðnari
stöðum sem til em í heimin-
um,“ segir Snorri þrátt fyrir
að hafa alist upp í Árbænum.
„Þetta er bara ómögulegur
staður til að vera á. Ég er að
passa hús þama núna og er al-
veg innilokaður í þessari
auðn. Það er ekkert þama.
Maður sér ekki einu sinni hús-
in fyrir trjánum. Fólkið lokar
sig inni í þeim ásamt börnunum
og lítur varla út um gluggann.
Passar sig á að hlaupa beint út í
bíl og bruna í burtu ef það neyð-
ist til að fara í vinnu eða til lækn-
is eða eitthvað."
Hvar býröu þegar þú ert ekki að
passa hús?
Magnús Sigurðsson myndlistarmaður
Gryfjan í Nýlistasafninu
„Fyrir mér er helvíti frekar já-
kvæður og skemmtilegiu- staður,"
segir Magnús Sigurðsson og bætir
við að þess vegna telji hann helvíti
vera að finna í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg, ef einhvers staðar. „Ný-
listasafniö er svo anarkískt. Þetta
er safn sem gefúr ungum lista-
mönnum tækifæri og er því oft á
jaðrinum. Er líka að breytast í
stofnun og að reyna að sigla mitt á
milli. Útkoman úr þeirri siglingu
verður aldrei neitt annað en djöful-
leg.“
Hvaö er í gangi í helvítinu þessa
dagana?
„Það býr fúllt af fólki þama núna
og minnir það óneitanlega á vist í
helvíti. Þetta fólk er íslendingar,
Austurríkismenn og Ungverjar.
Þau eru að undirbúa frekar kaó-
tíska sýningu og Nýlistasafnið veit-
ir rétta andrúmsloftið."
Hvar á safninu er maöur næst
djöflinum sjálfum?
„í Gryfjunni býr djöfullinn. Það
er heitasti punktur þessa helvítis
og þegar fólk er að vinna við að
setja upp eitthvað í Gryfjunni verð-
ur það nánast undantekningarlaust
frekar helvískt. Bruni BB var til
dæmis með tónleika þama og líka
hljómsveitin Vonbrigði. Mjög kaó-
tískir hlutir þarna og bestu tón-
leikaupplifanir mínar hafa einmitt
komið úr Gryfjunni. Jú, svo var In-
j
Magnús Sigurðsson stendur í Gryfj-
unni í Nýlistasafninu. Djöfullinn hlær
að öllu saman fyrir neðan hann.
femo 5 með djöfullegan gjöming
þama á sínum tíma. Gryfjan gerir
bara þær kröfur til listamanna að
þeir geri svoldið helvíska hluti.“
ástæður fyrir því
hvers vegna ættí
að veita áfengi
á vinnustöðum
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
Það er góð ástæða fyrir að
mæta yfirleitt til vinnu.
Áfengi dregur úr stressi og
spennu - eða virðist gera það.
Áfengi gerir öll samskipti opinskárri.
Þegar fólk er góðglatt kvartar
það síður yfir lágum launum.
Fjarvistum vegna timburmanna
fækkar.
Starfsmenn segja yfirmönnum sínum
hvað þeim finnst, ekki það sem þeir
vilja heyra.
Fólk þarf ekki að leita að bílastæði þar
sem enginn kemur á bíl til vinnu.
Fundir verða ef til vill ekki árangursrikari
en hins vegar miklu skemmtilegri.
Það eykur starfsgleði fólks. Þeir sem eru
í vondu starfi láta sér það í léttu rúmi liggja.
10. Fridögum fækkar þar sem fólk vill heldur mæta í vinnuna en hanga heima.
11. Samstarfsfólkið lítur betur út.
12. Maturinn í mötuneytinu virðist bragðast betur.
13. Yfirmenn eru ósparir á launahækkanir þegar þeir eru í því.
14. Aukin bjartsýni eykur tiltrú fólks á fyrirtækið.
15. Það er ekki jafn pínlegt að ropa á fundum.
16. Starfsmenn vinna lengur þar sem það er engin ástæða til að kíkja inn
á barinn á leiðinni heim.
17. Starfsfólkið er ófeimnara við að viðra hugmyndir sinar.
18. Fólki finnst vinnan verða léttari eftir að það hefur fengið sér einn tvo drykki.
19. Minni líkur á að fólk helli sig fullt í hádeginu.
20. Auknar likur á að þú sjáir yfirmann þinn nakinn.
21. Bætt samskipti við Rússa.
22. Ræstingarskápurinn verður loksins að einhverju gagni.
23. Fólk þarf ekki lengur að notast við kaffi til að láta renna af sér.
24. Það þykir ekki lengur djarft að sitja á Ijósritunarvélinni.
25. Það er ekkert óvanalegt við að vera þvoglumæltur.
V-
18. september 1998
f ó k u s
23
9