Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir 17 ára pilt:
Dæmdur í sex
mánaða fangelsi
17 ára piltur, Birgir Rúnar Bene-
diktsson, var í gær dæmdur i 6 mán-
aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
víkur fyrir líkamsárás, rán og fjölda
gripdeilda á þessu ári.
Birgir Rúnar var ákærður fyrir
að hafa ráðist á 72 ára konu og rænt
hana á bílastæði við Alþingishúsið
23. maí sl. Ákærði veittist að kon-
unni og hrifsaði af henni handtösku
sem hún hafði á hægri öxl. Við
þetta féll konan í götuna með þeim
fyrir líkamsárás, rán og íjölda gripdeilda
aíleiðingum að hún hlaut brot á efri
hluta upphandleggs og neðri hluta
herðablaðs. Þá marðist hún á hægra
auga.
Þá var ákærða gefið að sök 10
gripdeildir þar sem hann hrifsaði í
öll skiptin handtöskur af konum á
aldrinum 60 til 83 ára sem voru ein-
ar á gangi í Reykjavík. í öll skiptin
náði hann lágum fjárupphæðum.
Ákærði kvaðst fyrir dómnum í gær
hafa verið í neyslu eiturlyfja á
þessum tíma og hafi brotin veriö
framin í því skyni að afla fjár til
þeirrar neyslu.
Valdi fórnarlömbin
í dómnum segir að sannað sé með
skýlausri játningu ákærða að hann
hafi framið öll þau brot sem honum
er gefið að sök. Þar segir enn frem-
ur að ákærði hafi valið sér fómar-
lömb og ráðist einvörðungu að eldri
konum sem vom einar á gangi. Við
ákvörðun refsingar var tekið tillit
til ungs aldurs ákærða og að hann
játaði brot sín skilmerkilega.
Ákærði var fyrr á árinu dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi og rauf það skilorð.
Héraðsdómur dæmdi hann í gær í
sex mánaða fangelsi fyrir brot sín
og auk þess að borga tveimur fóm-
arlömbum sínum samtals 17 þúsund
krónur í miskabætur og allan sak-
arkostnað, 30 þúsund krónur. -RR
Aðalfundur flskvinnslustöðva:
Meiri bjartsýni
ríkjandi en oft áður
„Leiði starfsemi Kvótaþings til
þeirrar röskunar sem margir óttast
skorar fúndurinn á stjómvöld að
hraða nauðsynlegri könnun og endur-
skoðun laganna mun fyrr en bráða-
birgðaákvæði laganna gera ráð fyrir.
Það er með öllu ólíðandi fyrir íslensk-
an sjávarútveg að starfsemi Kvóta-
þings geti heft eðlileg viðskipti fyrir-
tækja og truflað með þeim hætti hrá-
efnisöflun fiskvinnslunnar." Þannig
hljóðar lokaorð ályktunar aðaifundar
Samtaka fiskvinnslustöðva sem lauk í
gær. Þá birti DV frétt um að lög um
Kvótaþing væm að útrýma einyrkjum
í sjávarútvegi þar sem skip þeirra
lægu bundin við bryggju um ailt land.
Amar Sigurmundsson, formaður
samtakanna, sagði við DV að á fundin-
um hefði annars ríkt meiri bjartsýni
en oft áður. I ályktuninni segir að
þrátt fyrir umtaisverða hækkun af-
urðaverðs á undanfómum mánuðum
sé hluti fyrirtækja í botnfiskvinnslu
áfram rekinn með halla. Þá væri af-
koma í rækjuvinnslu erfið en góður
gangur í mjöl- og lýsisvinnslu. Er lögð
áhersla á að fyrirtæki nái ýmsum
kostnaðarliðum niður en hlutfall hrá-
efhiskostnaðar, sem réði mestu um af-
komuna, færi enn of hátt í frystingu,
söltim og rækjuvinnslu. Afkomubati
fyrirtækja hefði byggst á hækkandi
verði á sjávaráfurðum, mikiili veiði
uppsjávarfiska og auknum þorskafla.
-hlh
Norskur prófessor:
Frumvarpið skelfilegt
Dag E. Helland, prófessor við há-
skólann i Bergen í Noregi, segir að
einkarekinn gagnagmnnur með
erfðaupplýsingum yröi aldrei
leyfður í öðru norrænu landi en ís-
landi. Rætt er viö Helland í nýju
tölublaði tímarits norskra hjúkr-
unarfræðinga, Sykepleien. Þar er
einnig rætt við þá Kára Stefáns-
son, forstjóra íslenskrar erfða-
greiningar, og Odd Benediktsson,
prófessor í tölvunarfræði, sem
kynntur er sem andstæðingur
gagnagrunnsfrumvarpsins.
Segir að Helland leyni ekki
þeirri skoðun að honum finnist
frumvarp um gagnagrunn á heil-
brigðissviði skelfilegt.
„Við þurfum ekki að vita allt um
erfðaeiginleika okkar. Það getur
skapað vandamál þegar einhver
aðili hefúr undir höndum upplýs-
ingar um mögulega sjúkdóma fólks
af völdum erfða. Manneskja sem
liflr hamingjusömu lífi án vit-
neskju um erfðaeiginleika sína get-
ur fengið símhringingu fyrirvara-
laust þar sem henni er boðið að
koma í rannsóknir. Það er enginn
veikur nema honum finnist hann
vera veikur," segir Helland við
Sykepleien. -hlh
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri settist í bflstjórasæti á nýjum
slökkviðliðsbfl sem vígður var í gær. Borgarstjóri keyrði bflinn smáspöl og
fórst það vel úr hendi að sögn slökkviliðsmanna. DV-mynd S
Fjöldi manns beggja vegna Atlantsála rannsakar málverkafalsanir:
Kjarval endurgreiddur í kyrrþey
- Fingraför Svavars Guðnasonar eru enn ófundin
Rannsókn málverkafólsunarmáls-
ins svokallaða er í fullum gangi
bæði í Danmörku og á íslandi. Mál-
ið er gífurlega umfangsmikið og
snýr að listaverkasölum beggja
vegna Atlantsála. DV greindi frá því
i gær að fram kom í Listapóstinum
að uppboösfyrirtækið Bruun
Rasmussen hefði endurgreitt verk
eftir Kjarval sem sem seld voru á
þeirra vegum. Jónas Freydal Þor-
steinsson, sem seldi Bruun Rasmus-
sen í Kaupmannahöfn umrædd
verk, segist ekki hafa haft hugmynd
um að uppboðsfýrirtækið hafi end-
urgreitt einhver verk. Það hafi ekki
verið fyrr en hann sá DV í gær að
hann hafi frétt af því máli. Hann
sagði fyrirtækið hafa kallað eftir
eigendasögu tveggja Kjarvalsverka
sem hann hefði selt því. Þetta hefði
verið vorið 1997 en síðan hefði hann
ekkert heyrt frá því. Þar með taldi
hann að málið væri úr sögunni.
Samkvæmt heimildum DV er um að
ræða verkin Snekongen og Talet
med bjerge í baggrunden. Annað
verkanna var afhent dönsku lögregl-
unni en hitt er til skoðunar hjá
efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra hérlendis.
„Ég taidi bæði þessi verk vera ör-
ugg og sendi fýrirtækinu eigenda-
sögu þar að lútandi. Ég gaf upp nafn
mannsins sem fékk málverk aö gjöf
frá Ragnari í Smára,“ sagði Jónas
Freydal við DV í gær.
Samkvæmt orðum Jónasar hefúr
fyrirtækið leynt hann því að verk
hafi verið endurgreidd í kyrrþey.
Þetta er af mörgum talið viðurkenn-
ing á því að fólsun hafi átt sér stað
en ekki náðist í forsvarsmenn
danska fyrirtækisins í gær til að fá
það staðfest. Hann er harðorður í
garð þeirra sem hann segir hafa
staðið fyrir þvi að málverkafalsana-
málið var tekið upp.
„Ég tel rétt að það verði tekinn
upp nýr þáttur allrar þessarar rann-
sóknar þar sem fram fari geðrann-
sókn á þeim sem standa fyrir öllu
þessu máli,“ sagði Jónas.
Eins og DV greindi frá í gær hafa
rannsóknaraðilar leitað fíngrafara
Svavars Guðnasonar listmáiara í því
skyni að getað útilokað ákveðin verk
listmálarans. Fingrafórin hafa sam-
kvæmt heimildum DV ekki enn fúnd-
ist en menn eru þó enn ekki úrkula
vonar um að takist að greina þau.
Að sögn Arnars Jenssonar, yfir-
manns efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra, eru tveir rann-
sóknarlögreglumenn í fullu starfi
við málið. Einnig vinna að því tveir
forverðir auk listfræðinga. Málið er
að sögn Amars unnið i náinni sam-
vinnu við dönsku lögregluna. Arnar
vildi ekkert segja um gang rann-
sóknarinnar eða hvenær líklegt
væri að henni lyki. -rt
stuttar fréttir
Engin vanstilling
Öm Frið-
riksson, for-
maður Félags
jámiðnaðar-
manna, vísar
ummælum
Gissurar Pét-
urssonar, for-
stjóra Viimu-
málastofiiunar félagsmáiaráðu-
neytisins, um vanstillt skrif, dylgj-
ur og aðdróttanir til föðurhús-
anna. Það sé miður að forstjórinn
nefiii ítarlegar og rökstudda at-
hugasemdir félagsins slíkum nöfii-
um.
SUJ styður öryrkja
Samband ungra jaíhaðarmanna
lýsir stuðningi við réttláta baráttu
Öryrkjabandalagsins fýrir bætt-
um lífsskilyrðum öryrkja og for-
dæmir þá meðferð sem þeir þurfa
að þola.
Fagnar frumvarpinu
Stjóm MS-felags íslands fagnar
þeim nýju möguleikum sem felast
í gagnagrunnsfrumvarpi til að
rannsaka, auka skilning og leita
lækninga á sjúkdómum. Stjómin
treystir stjórnvöldum til að ganga
frá lausum endum þannig að al-
menningur þurfi ekki að óttast
misnotkun upplýsinga.
Sighvatur undrast Davíö
Sighvatur
Björgvinsson,
formaður Al-
þýðuflokksins,
sagði viðbrögð
Davíðs Odds-
sonar við nýút-
kominni mál-
efnaskrá sam-
fylkingar á vinstri vængnum vera
óviðeigandi og einkennast af útúr-
snúningum og hroka.
Sprautað á bíla
Málning sprautaðist á rúmlega
40 bíla á Vopnafirði þegar veriö
var að mála lýsisgeym. Eitthvað
slettist á húsþökin i bænum líka.
Verið er að þrifa málninguna af
bilunum. Bylgjan sagði frá.
Ekiöábarn
Bam varð fýrir bíl á Bústaða-
vegi um klukkan 17 í gær. Bamiö
var flutt á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavikur. Ekki var Ijóst hve
alvarleg meiðsl þess vora. Slysiö
er í rannsókn lögreglu.
Veröbréfaþing flytur
Um þessa helgi flytur Verð-
bréfaþing íslands í eigið húsnæði
að Engjateigi 3 í Reykjavik. Meg-
instarfsemi þingsins verður á jarð-
hæð hússins. Viðskiptavefur Vísis
greindi frá.
Mjólk vantar
Að sögn Þór-
ólfs Sveinsson-
ar, formanns
Landssambands
kúabænda,
vantar meira
prótín á mark-
að hér á landi.
Það gæti þýtt að
sú milljón litra aukning á
greiðslumarki, sem samþykkt var
fýrir skömmu, dygði ekki. Við-
skiptavefúr Vísis greindi ffá.
Bændur opna vef
Vefúr íslensks landbúnaðar hef-
ur verið opnaður á Netinu undir
veffanginu:
http://www.bondi.is
Lengri laugardagur
Frá og með þessari helgi
verða allar verslanir og veit-
ingastaðir í Kringlunni opnir til
kl. 18 á laugardögum í stað 16
eins og áður var. Aðra daga er
afgreiðslutíminn óbreyttur, þ.e.
mánudaga til fimmtudaga frá
kl. 10-18.30 og fostudaga frá kl.
10-19. Nokkur fyrirtæki í
Kringlunni eru þó með annan
afgreiöslutima. Nýkaup er opiö
virka daga frá kl. 10-20 og laug-
ardaga frá kl. 10-18. Hard Rock,
Kringlukráin og Kringlubíó eru
opin lengi fram á kvöld og á
sunnudögum. -SÁ/ÍBK