Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 %iklist, „Ég verð alltaf hugfanginn þegar ég kem nálægt þessari sögu,“ segir Þor- leifur Hauksson þýðandi. DV-mynd E.ÓI. Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag barnaleikritið Bróðir minn Ljóns- hjarta eftir Astrid Lindgren. í verkinu er sagt frá því hvemig hugarílug lít- ils, dauðvona drengs ber hann inn í ævintýraveröld þar sem allt er mögu- legt. Leikstjóri verksins er Viðar Egg- ertsson en hlutverk bræðranna eru tvískipt, þ.e. Hilmir Snær Guðnason og Atli Rafn Sigurðarson skiptast á að leika Jónatan og Grímur Helgi Gísla- son og Sveinn Orri Bragason skiptast á að leika Snúð. Þýðandi verksins er Þorleifur Hauksson en hann hefur fylgt þessu magnaða verki Astrid Lindgren frá því að það kom til landsins. Þorleifur þýddi ævintýrið þegar það var fyrst gefið út á íslandi og las það í útvarpi. En hvemig var það fyrir þýðand- ann að fá verkið aftur til þýðingar, nú í öðm formi? „Það var gaman. Ég verð alltaf hug- fanginn þegar ég kem nálægt þessari sögu,“ segir Þorleifur en DV hafði samband við hann til Danmerkur þar sem hann dvelur nú við fræðistörf. Umdeild í byrjun Þegar bókin kom út í Svíþjóð vakti hún hörð viðbrögð vegna þess að í henni var fjallað um önnur og alvar- legri málefni en áður hafði tíðkast í barnabókmenntum. „Þetta er einhver merkilegasta og Fjórir leikarar skiptast á að leika bræðurna. Hér eru Hilmir Snær Guðnason og Sveinn Orri Bragason í hlutverkum sínum. DV-mynd Pjetur Atli Rafn Sigurðarson og Grímur Helgi Gíslason í hlutverkum sínum. DV-mynd Teitur faliegasta barnasaga sem gefin hefur verið út,“ segir Þorleifur. „Hún var mjög umdeild þegar hún kom út í Sví- þjóð en það hefur alltaf staðið mikill styr um Astrid Lindgren og upphefð hennar hefur stundum komið meira að utan en innan þótt hún sé mikils metin nú. Þarna er fjallað um efni sem venju- lega er ekki fjallað um í barnabókum en það eru veikindi og dauði. Annað var líka að þarna væri búin til ein- hver gervilausn í stað þess að strák- arnir gengju á hólm við veruleikann og tækjust á við hann og sigruðust á honum væru þeir látnir flýja út í ein- hvern gerviheim þar sem allt leystist og síðan í annan. Þetta er eiginlega rangt því að í þessum ævintýraheimi er ekkert algott og þeir þurfa líka að takast á við erfiðleika, sanna sig og berjast gegn hinu illa.“ Bókin hefur á síðari árum verið notuð til að hjálpa mikið veikum og dauðvona börnum að sigrast á óttan- um við dauðann, gera veruleikann og sorgina bærilegri. „Þessi bók er eins og skóladæmi um kenningar sem hafa komið fram seinna um ævintýrið sem aðferð barna tO þess að vinna úr vandamál- um sem þau hvorki skilja né ráða við. Ævintýrið einfaldar andstæðumar og gerir þeim kleift að fóta sig í tilver- unni. En þær kenningar voru skráðar miklu siðar.“ Áhrifamikil saga Þorleifur var orðinn fullorðinn þeg- ar hann las bókina og þýddi en hann segir að hún hafi haft mjög sterk áhrif á sig. „Ég frumflutti söguna í útvarpi og það var þannig með sögulokin að ég ætlaði ekki að geta fengið mig til að tlytja þau, ég klökknaði svo. Það er svo merkilegt með þessa sögu að hún hrærist á svo mörgum sviðum. Ungt barn sem les þessa sögu gengur inn í ævintýrið en fullorðinn lesandi finn- ur sorgina sem liggur að baki og veit að strákurinn spinnur þetta upp fyrir sjálfan sig til að geta lifað af.“ Þorleifur segir að Bróðir minn Ljónshjarta sé óvenjuleg barnasýning. „Allar barnasýningar sem ég hef séð hafa verið á léttu nótunum en þarna er tekist á við alvarlega hluti en það er gert á mjög fallegan hátt. Mér finnst gaman að börnum sé boðið upp á slíkt og sýnir virðingu fyrir þeim og ég er viss um að börnin verða hugfangin af sýningunni." -sm sefur vel á Serta! Kauptu dýnu þar sem þú færð réttar upplýsingar, góða þjónustu, hámarks vörugæði, 15 ára ábyrgð og greiðsluskilmála sem hentar þér. Millistíf Mjúk Queen 49.98Í 54.89Í ),- King 69.89Í 79.89Í ),- 14 daga skiptiréttur • • iri HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000 Raðgreiðslur f allt að 36 mánuði .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.