Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 10
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
i» hillary
.. —
Hillary Clinton hefur staðið sem klettur við hlið eiginmanns síns. Spurning er hvort hegðan Bills hafi sorfið bergið
sem allt hvíiir á. Þessi mynd er frá síðari embættistöku Bills 20. janúar 1997.
Clintonskar ástir
Ef væri ég
Hillary...
f Nokkrar íslenskar valkyrjur
á ýmsum svióum þjóófélagsins
voru fengnar til að setja sig í
spor forsetafrúarinnar í Hvíta
I húsinu. Koma samviskusöm
svör þeirra hér á eftir:
Skælbrosandi með risa-
stóran vindil!
Guðrún Gunnarsdóttir,
dagskrárgerðarmaður á
Bylgjtmni og söngkona:
„Mitt fyrsta verk væri að
| standa þétt við hlið Bills næst
þegar við kom-
um fram opin-
berlega. Eigin-
lega myndi ég
halda á honum
í fanginu. Ég
myndi að sjálf-
sögðu láta Bill
vera með stóra
j slaufu um hálsinn í stað bindis
og þama myndi ég standa skæl-
brosandi með risastóran vindil í
I munnvikinu."
j „The show must go on"
Sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir, formaður Prestafélags-
ins:
„Ég myndi fara ein í fjögurra
vikna frí á friðsælan stað, t.d. á
Heilsuhælið í
Hveragerði á
íslandi, og
leggja það nið-
ur fyrir mér
hvort ég ætl-
aði að halda
áfram að vera
aöalleikkonan
í leikritinu: „The show must go
on.“
Myndi standa með mínu lífi
Súsanna Svavarsdóttir,
blaðamaður og rithöfundur:
„Ég myndi gera nákvæmlega
það sama og Hillary er að gera
núna. Eitt er
að framhjá-
hald manns-
ins hennar
eru útbiuð um
allan heim,
annað er að
hún láti
þeirra upp-
gjör og átök fylgja í kjölfarið. Ég
myndi standa með mínu lífi eins
og ég hefði valið að lifa því, sem
mér sýnist hún vera að gera.“
Væri skilin fyrir löngu
Guðrún
Jónsdóttir,
félagsráð-
gjafi og fyrr-
um forstöðu-
kona Stíga-
móta:
„Ég væri
skilin við
Clinton fyrir löngu síðan.“
KR-mottóið!
Ragna Lóa Stefánsdóttir,
knattspymukona í KR:
„Hillary er greinUega klett-
urinn í sambandinu og forset-
1 inn er ekki neitt án hennar. Ég
hugsa að ég
myndi leysa
þetta eins og
hún er að
gera núna. Ég
myndi miðla
af reynslu
okkar KR-
inga. Að láta
andstæðinginn aldrei komast
að veikleika okkar, þjappa okk-
ur saman og leysa málin í ró og
næði innan hópsins. Ég myndi
gera þaö sama í minu einka-
lífl.“
-bjb
Mikið hefur gengið á í fjölmiðlum
heimsins síðustu misseri vegna
kynorku Bills Clintons sem hann hef-
ur beislað með hjálp hverrar undir-
tyllunnar á fætur annarri. Bill hefur
af mörgum verið úrskurðaður flagari
og settur á stall með ekki ómerkari
kynlífsflklum en David Duchovny og
Michael Douglas. í allri þessari um-
ræðu hafa augu heimsins beinst að
Hillary Rodham Clinton, klettinum
við hlið hans, og stöðu hennar og þýð-
ingu á pólitískum ferli Bills.
Erfiður faðir
Hillary Diane Rodham er fædd 26.
október 1947 í Chicago í Illinois. For-
eldrar hennar hétu Dorothy og Hugh
og bræður hennar tveir Hugh og
Tony, báðir yngri. Hugh, faðir henn-
ar, var hermaður, skapvondur, mjög
strangur og með fullkomnunaráráttu.
Dorothy, móðir hennar, hefur sagt að
Hillary hafl mátt sitja uppi með hann.
„Ég er stolt af hjónabandi mínu.
Eg á vinkonur sem hafa kosið að
giftast ekki; giftu sig og ákváðu
að eignast ekki börn; giftust og
skildu; eignuðust böm utan
hjónabands. Það er allt í lagi, það
er þeirra val. Þetta er mitt val.
Þannig skilgreini ág persónu
mína - hún er Bill og Chelsea."
Eitt sinn þegar Hillary kom heim með
einkunnabókina sína, sem var A út í
gegn, þá brást Hugh gamli við með
þvi að segja að þetta hlyti að vera
óskaplega auðveldur skóli.
Hugh hafði líka þann sið að taka
allan hita af húsinu á kvöldin þannig
að nætur og morgunn voru sem dvöl í
kæliskáp. Geðlæknirinn Paul Lowin-
ger leiðir líkur að því að sú ráðstöfun
hafi verið til þess að slökkva lostafull-
ar hugsanir og langanir. í seinni tíð
„Ákveðnar skoðanir mínar á
skilnaði og áhrif hans á börn hef-
ur orðið til þess að ég hef
nokkrum sinnum í hjónabandi
mínu ekki sagt það sem ág hef
hugsað og þess í stað hugað að
því hvernig ág gæti orðið betri
eiginkona og félagi."
hefur Hillary verið gagnrýnd mjög
fyrir kalt viðmót og jafnvel verið
ásökuð um að kynkuldi hennar hafl
ýtt Bill i „faðm“ ástkvenna sinna.
Besti vinur allra
Segja má að Hillary sé andstæða
Monicu Lewinsky. Hillary er ekki sú
sem ber tilfinningar sínar á torg og
hefur aldrei verið eftirsótt vegna kyn-
þokka. Skólabróðir hennar frá Yale,
þar sem Hillary stundaði nám í lög-
fræði, segir í bók sem hann gaf út að
Hiilary hafl aldrei verið strákabeita.
„Hún var ekki glamúrgella að neinu
leyti. Hún var besti vinur allra." Svip-
aða sögu segir gamall kærasti hennar:
„Það sem ég man best eftir frá sam-
bandi okkar eru samtölin." Annar
kærasti líkir henni við persónu
Minnie Driver í kvikmyndinni Circle
of Friends og persónu Janeane
Garofalo í The Truth about Cats and
Dogs. Þar voru á ferðinni sögur um
venjulegar stúlkur sem áttu líka rétt á
því að láta sig dreyma. Lýsingar Bills
á fyrstu kynnum þeirra eru aftur á
móti mjög rómantískar og dramatisk-
ar.
Frami Hillary floginn
Sem ung kona var Hillary gifur-
lega metnaðargjörn og var talið að
hún ætti vísan frama. Slíkir draumar
eru nú flognir. Hún hefur fórnað lifi
sinu algjörlega fyrir mann sinn sem
væri eflaust ekki staddur þar sem
hann er i dag án konu sinnar.
Dæmisaga segir frá því að Bifl og
Hillary voru á ferðinni á heimaslóð-
um Hillary og aka þar upp að bensín-
stöð. Eigandi bensínstöðvarinnar er
gamall kærasti Hillary og á leiðinni
frá bensínstöðinni segir Bill við Hill-
ary: „Hugsaðu þér. Ef þú hefðir gifst
honum þá værir þú kona bensín-
stöðvareiganda!" Þá svarar Hillary:
„Nei, ég væri kona forseta Bandarikj-
anna.“
„Eins og flestar mæður þá er það
ég sem ber áhyggjur
fjölskyldunnar."
Margir telja að Hillary Clinton,
líkt og fyrri forsetafrúr Bandaríkj-
anna, hafl mikil völd bak við tjöldin.
Langt er í að kona setjist að í Hvíta
húsinu sem forseti og því verða þær
að stjórna með eða í gegnum menn
sína. Ef hæfileikar Hillary hafa nýst
Bill Clinton mjög í gegnum stjórn-
málaferil sinn þá er spurning hvort
hann sé ekki búinn að glata þeim
stuðningi með síðasta framhjáhaldi.
Fjölskyldulíf Clintonanna er varla
beysið nú og vart hægt að ímynda sér
hrókasamræður þeirra hjóna.
Svo er bara að sjá hvað gerist þeg-
ar kjörtímabilið rennur út.
Byggt á George, The First
Lady’s Biography og The Psycho-
biography of Hillary Rodham
Clinton.
Ef væri ég
Hillary...
Tak sæng þína og gakk
Sunna Borg leikari:
| „Ef ég væri Hillary þá hefði
| hann ekki þurft að taka þessi
hliðarspor sín
og væntan-
lega staðist
freistingarn-
ar. En þar
sem ég er
ekki Hillary
þá myndi ég
segja við
þína og gakk!“
Senda hann á hæli
Kogga myndlistarkona:
„Ég myndi
senda kallinn
á hæli eða
einhverja
hjálparstofn-
un. Setjast
svo sjálf á for-
setastólinn og
sýna honum
hvernig á að gera þetta.“
Hefði ekki sparkað í hann
Regína Thorarensen, frétta-
ritari DV:
„Ég myndi bregðast alveg eins
við. Henni hef-
ur áreiðanlega
sárnað innst
inni en ég
hefði ekki
sparkað í
hann. Það
hefði verið
ábyrgðarleysi
| af konu í þessari ábyrgðarstöðu.
■ Annars er Clinton ágætur að
| mörgu leyti. Enginn er nú fúll-
■ kominn."
Hlýtur að vera einhvers virði
Lísa Pálsdóttir, dagskrár-
gerðarmaður á Rás 2:
„Hún verður líklega aö spyrja
sjálfa sig,
hvort hún
kjósi áfram að
vera ein valda-
mesta kona
Bandaríkj-
anna og vera í
sviðsljósinu,
eða eiga rólegt
líf í Martha's Wineyard með
dóttur sinni? Svarið er náttúr-
lega augljóst, hún velur fyrri
kostinn. Hvort ég svo veldi hann
er mitt einkamál. En einhvers
virði hlýtur Clinton gamli að
vera í rúminu, því hann getur
bæði talað í síma og gert ýmis-
legt annað á meðan! Það hlýtur
að gefa einhverja punkta."
Væri flutt
Silja Aðalsteinsdóttir,
menningarritstjóri DV:
„Ég væri
flutt út úr
Hvíta húsinu
fyrir ári og
orðin sjálf-
stætt starfandi
lögfræðingur,
t.d. í Conn-
ecticut.“
Svipaðist um eftir elskhuga
Kolbrún Bergþórsdóttir,
blaðamaður á Degi:
„Opinberlega myndi ég gera
það sem Hill-
ary gerir:
brosa og sýna
hugrekki sem
vekja myndi
aðdáun um-
heimsins. Þeg-
ar við værum
ein myndi ég
hins vegar láta hann finna fyrir
því og láta háðsglósurnar dynja á
honum við hvert tækifæri. Síðan
myndi ég svipast um eftir álitleg-
um elskhuga." -bjb/-sm
hann: Tak sæng
-sm