Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Page 12
12 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 fyrir l!i árum Getspök á baunirnar frá ORA á iðnsýningunni 1983: Verðlaunin „Sló sextún þúsund „tölfrœöing- um“ við - og er í fimmta bekk forn- máladeildar Menntaskólans í Reykjavík" Þannig hljóð- aði fyrirsögn á frétt sem birtist í DV miðvikudag- inn 14. september 1983. Þar var sagt frá verðlaunaaf- hendingu í bás Nið- ursuðuverksmiðj u ORA en fyrirtækið efndi til getraunar um hversu marg- ar baunir væru í stórri glerkúlu. Getspökust allra varð Melkorka Gunnarsdóttir, þá 18 ára „blómarós“, eins og sagði i frétt- inni, og nemi i fommáladeild MR. Melkorka skaut á að 39861 baun væri í kúlunni og var aðeins 23 baun- um frá réttu magni. Næstur í getraun- inni var 38 baunum frá því að hreppa 6 þúsund króna vöruúttekt hjá ORA. Sex þúsund krónur jafngilda um 30 þúsund krónum í dag þannig að þetta var dágóður vinningur, jafnvirði 180-200 dósa frá ORA, gróft reiknað! Til að rifla upp skemmtilegu uppákomu höfðum við samband við Melkorku í vik- unni. Hún starfar á aðal- skrifstofu Flúgleiða í bókunar- kerfinu gjöf til sölumanna. „Þetta er nú svo langt síðan að maður man varla eftir þessu,“ var það fyrsta sem Melkorku kom tii hugar að segja. „Þetta var mjög skemmti- legt. Ég fór með foreldrum mínum og systkinum á sýn- inguna og við höfðrnn talsvert fyrir því að spá í fjölda bauna í kúlunni. Ég man að við áætluðum hvað margar baunir kæmust í litla sprautu og reiknuðum út frá því,“ sagði Melkorka en þrátt fyrir sam- starf skilaði hver fjölskyldumeðlimur inn sinni tölu og Melkorka komst næst því - og næst allra þeirra 16 þús- und sýningargesta sem tóku þátt í leiknum. Verðlaunin voru 6 þúsund króna vöruúttekt, eins og áður kom fram, og Melkorka sagði það hafa komið fjöl- skyldunni mjög vel. Niðursuðuvörur frá ORA, s.s. baunir, búðingar og boll- ur, hefðu dugað næsta árið eða svo. „Nei, nei, það eru enn þá ráð Sló sextán þúsund tölfræðingum” við — og erífimmta bekk fommáladeildar Menntaskólans (Reykjavfk Úrklippa af fréttinni í DV14. september 1983 þar sem Melkorka Gunnarsdótt- ir tekur við verðlaununum úr hendi þáverandi forstjóra Niðursuðuverksmiðj- unnar Ora, Magnúsar Tryggvasonar. Fimmtán árum síðar er Melkorka komin með myndarlega fjölskyldu; sambýlismann- inn Björn Má Jónsson og börnin Katinku Ýr og Jón Gunnar. DV-mynd S. fíinm breytingar keyptar ORA-baunir til heimilisins," sagði Melkorka og brosti þegar hún var spurð hvort fjölskyldan hafi feng- ið sig fullsadda af baunum. Þetta hefði verið búbót fyrir sex manna fjöl- skyldu. Melkorka er elst fjögurra barna þeirra Gunnars Þórs Jónssonar læknis og Ragnheið- ar Júlíusdóttur, sem starfar á upplýsingaþjónustu Ráð- húss Reykjavíkur. Systkini hennar eru Júlíus Þór, hagfræðingur og hand- boltakappi í Val, Úlfar Öm nemi og Þóra Katrín nemi. Málamanneskja Melkorka lauk stúdents- prófi frá fornmáladeild MR árið 1985. Að því loknu starf- aði hún m.a. sem au-pair í Nice í Frakklandi og skráði sig síðan til náms í Háskóla íslands. Lauk þaðan BA-prófi í sænsku með frönsku sem aukagrein. Hún sagðist alltaf hafa haft mikinn áhuga á tungumálum, þau hefðu heillað meira en tölfræð- in. Á síðasta ári skellti hún sér í Ferðaskóla Flugleiða og kláraði hann sl. vor. Fékk vinnu stuttu síð- ar hjá félaginu, fyrst á söluskrifstof- unni við Laugaveg og nýlega byrj- aði hún á aðalskrifstofunni. „Mér líkar starfið mjög vel,“ sagði Mel- korka sem á síðustu árum hefur komið sér upp íjölskyldu. Sambýlis- maður hennar er Bjöm Már Jóns- son, starfsmaður Neyðarlínunnar, og saman eiga þau tvö börn, hana Katinku Ýr, sem verður 4 ára í nóv- ember, og Jón Gunnar, tæplega 2 ára. Katinka er skírð í höfuðið á langömmu Björns, sem var íslensk í móðurættina en faðir hennar var af dönskum og þýskum ættum. Mel- korka sagði það hafa tekið dágóðan tima að fá samþykki mannanafna- nefndar en það hefði tekist á endan- um. -bjb Myndirnar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri ’nefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðn- um birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3-490- 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verð- mæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Wit- hrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkid umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breyting- ai?481 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 481 Listasafn Landsbankans er ekki svipur hjá sjón síðan Sverrir hætti. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 479 eru: l.verðlaun: Ólafía Salvarsdóttir, Vatnsfirði, 401 ísafirði. 2. verðlaun: Aðalheiður Hafliðadóttir, Bólstaðarhlíð 46, 105 Reykjavík. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Louis de Berniéres: Captains Corelli’s Mandolin. 2. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 3. Irvine Welsh: Rith. 4. Jane Green: Jemima J. 5. Arundhati Roy: The God of Small Things. 6. Catherine Cookson: The Desert Crop. 7. Charlotte Blngham: Love Song. 8. Wilbur Smith: Birds of Prey. 9. laln Banks: A Song of Stone. 10. Helen Relding: Bridget Jones’s Diary. Rit alm. eðlis - Kiljur: 1. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 2. Stephen Fry: Moab Is My Washpot. 3. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 4. Dava Sobel: Longitude. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Frank Mccourt: Angela’s Ashes. 7. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 9. Claire Tomalin: Jane Austen: A Life. 10. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Maeve Binchy: Tara Road. 2. Dick Francis: Field of Thirteen. 3. Tom Clancy: Rainbow Six. 4. Sebastian Faulks: Charlotte Gray. 5. Stephen King: Bag of Bones. 6. Catherine Cookson: Riley. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Lenny McLean: The Guv'nor. 2. Glenn Hoddle & Davld Davles: My 1998 World Cup Diary. 3. Davld Ewlng Duncan: The Calendar. 4. Pete Goss: Close to the Wind. 5. Simon Armitage: All Points North. 6. Michael Wood: In the Footsteps of Alexander the Great. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Rebecca Wells: Divine Secrets og the Ya-Ya Sisterhood. 2. Charles Frazler: Cold Mountain. 3. Dick Francls: Ten Pound Penalty. 4. Carl Hiaasen: Lucky You. 5. Richard Preston: The Cobra Event. 6. Diane Mott Davidson: The Grilling Season. 7. John Lescroart: Guilt. 8. Rebecca Wells: Little Altars Everywhere. 9. Wally Lamb: She’s Come Undone. 10. Nlcholas Sparks: The Notebook. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 2. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 3. Jon Krakauer: Into Thin Air. 4. David Cooper: God Is a Verb. 5. Anatoll Boukreew & G.W. Dewalt: Climb. 6. Scott Adams: Journey to Cubeviile. 7. Katharine Graham: Personal History. 8. Stephen E. Ambrose: Citizen Soldiers. 9. Janwillem Van De Weterlng: Robert Van Gulik. 10. Stephen Ambrose: D-Day June 6, 1944. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Tlm O’Brlen: Tomcat in Love. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Tony Hillerman: The Rrst Eagle. 4. Judy Blume: Summer Sisters. 5. Arthur Golden: Memories of a Geisha. 6. Jewel: A Night Without Armor. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 2. Christopher Andersen: The Day Diana Died. 3. William J. Bennett: The Death of Outrage. 4. H. Leighton Steward: Sugar Bustersl 5. Daniel Boorstln: Seekers: A History of Man's Search for Meaning. 6. Blll Bryson: A Walk in the Woods. (Byggt á The Washington Post).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.