Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
13
Það lóðar
ábetri tímum!
Velferð okkar íslendinga stjómast af fiskveiðum. Okkur hefur því lengi verið
ljóst að fiskurinn í sjónum er takmarkaður og að lífnki hafsins er viðkvæmt.
Óheft sókn með öflugum veiðitækjum myndi fljótlega tefla fiskistofnum í voða.
Ef fiskistofnamir eiga að vaxa þurfum við samkomulag um hve mikið er
heppilegt að veiða á hverju ári. Fiskifræðingar hafa um árabil fylgst náið með
lifríki hafsins og veita þjóðinni ómetanlegar upplýsingar um æskilegan
hámarksafla. íslendingar hafa sýnt áræði og úthald við mótun ábyrgrar
fiskveiðistefhu.
Skynsamleg nýting okkar á helstu fiskistofhum hefúr skilað árangri og fslendingar
em nú fyrirmynd þjóða sem vilja hindra ofveiði og láta sjávarútveg skila
raunvemlegum arði.
Meðan ósætti ríkti um stjóm
veiða voru fiskifræðingar
oft boðberar válegra tíðinda. Nú
benda seiðamælingar þeirra hins
vegar til þess að yngstu árgangar
þorskstofnsins séu þeir stærstu í
langan tíma. Ef við höldum áfram
skynsamlegri fiskveiðistjómun
skila þeir sér í afla upp
úr aldamótum, öllum
landsmönnum til hagsbóta.
3000 -
Þorskur: Seiðavísitala 1990-1998
2500
2000
1000
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
Heimildir. Kaupmáttun Morgunblaðið 27. ág. 1998 og Þjóðhagsstofnun. Miðað er við vísitölur launa og neysluverðs ffá Hagstofú íslands.
Seiðavísitala: Haffannsóknastofnunin. Mælingar á fjölda þorskseiða í kringum landið í ágúst ár hvert segja til um hvemig klak hafi heppnast.
Síðustu mælingar benda til að nýliðun í þorskstofhinum geti orðið góð effir 3-4 ár.
Á myndinni sést dýptarmælir sem m.a. er notaður við fiskileit. Mælirinn sendir hljóðbylgjur í átt að hafsbotninum og mælir úmann sem
það tekur hljóðið að koma aftur upp á yfirborðið. Dýptarmælar eru svo nákvæmir að með þeim má greina tegundir fiska, gerð botnsins
og jafnvel hitaskil í sjónum. Þegar skipstjómarmenn greina fiskitorfu á skjá dýptarmælisins er sagt að það lóði á físki. Hér er línurit yfir
kaupmátt launa 1990-1998 (júlí) útfært eins og mynd á dýptarmæli. Þessi auglýsing er liður í átaki Landssambands íslenskra útvegsmanna,
hin fyrsta í röð fræðsluauglýsinga sem munu birtast næstu helgar.
Fyrstu vísbendingar um þróun
kaupmáttar á íslandi
sjáum við alltaf í haf inu.
Til eru þeir sem vilja að landsmenn fái að keppa um það hver geti fyrstur
krækt í þann físk sem er heppilegt að veiða. Reynslan sýnir að við slíkar
aðstæður leggja of margir út í of miklar fjárfestingar. Öflug veiðitæki eru dýr
í rekstri og það getur aldrei borgað sig að láta aragrúa skipa keppast um að
veiða of fáa fiska.
Skynsamleg stjóm fiskveiða felur því ekki aðeins í sér ákveðinn hámarksafla,
hún felur einnig í sér hagkvæman rekstur. Þannig getum við tryggt að
fjárfestingar í sjávarútvegi borgi sig og að veiðamar skili arði út í samfélagið.
Vel rekin útvegsfyrirtæki auka almenna hagsæld á íslandi. Þau hleypa lífi
í verslun og þjónustu og skapa fjölda atvinnutækifæra. Með því að treysta
núverandi fiskveiðistjómunarkerfi í sessi bætum við kjör okkar allra í
framtíðinni.
i'
\
VEGSMENN
tthbh ií
Fræðsluátak á ári hafsins