Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 18
* *
*
18 ★.
★
heygarðshornið
'k *------------
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 I
Kannski er það rammnorðlensk-
ur framburðurinn, sem lætur
alltaf svolítið dómharður í eyrum
- kannski er það sjálfur radd-
hreimurinn sem dimmist ögn af
ósagðri óbeit svo að maður heyrir
næstum munnvipramar kringum
orðið - kannski er það eitthvað
enn annað sem ekki verður fært í
orð - en þegar Steingrímur J. Sig-
fússon tekur sér í munn orðið
krati þá drýpur óvildin af orðinu.
„Þessi nýi krataflokkur" segir
hann þegar talið berst að samfylk-
ingu A-flokka og Kvennalista „að
fara í samkrall með krötum" „að
vera í slagtogi með krötum" -
hann tönnlast á þessu og talar eins
og efnilegur unglingur sé að ganga
til liðs við Hell’s Angels upp úr
þurra. Það er eins og hann haldi á
orðinu krati með fingurgómum
þumals og vísifingurs. Hann segir
þetta eins og krati sé klúryrði.
Hann segir þetta eins og krati sé
óþverri.
Hann segir krati og það er end-
anleg einkunn, aflt er þar með sagt
sem segja þarf, afhjúpaður hefur
verið óheyrilegur löstur.
******
Krati. Getur verið að ísland sé
eitt landa um þessa glósu? Sossar
eru þeir kaflaðir i nágrannalönd-
unum, kratar hér. Sjálfir era þeir
hróðugir yfir slíkri nafngift en
þegar gamlir kreppukommar taka
sér orðið í munn er það skammar-
yrði. Hvað þýðir þetta? Orðið er
ósköp einfaldlega stytting á „sósí-
aldemókrati". Og demókrati þýðir
„lýðræðissinni" - skyldi orðið lýð-
ræðissinni vera víða um Norður-
álfu notað sem smánaryrði af fyrr-
verandi ráðherrum?
Steingrímur J. og Guðrún
Helgadóttir - sem segir aflt tal um
samstarf við krata vera „óbærilegt
bull“ - nota þannig orðið lýðræðis-
sinni sem skammaryrði: við verð-
um að vona að þau hafi ekki áttað
sig á því að þau hafa tamið sér
orðbragð og þar með hugsunarhátt
Guðmundur Andri Thorsson
manna sem voru andstæðingar
lýðræðis og stuðningsmenn alræð-
is, andstæðingar málfrelsis og
stuðningsmenn ritskoðunar, and-
stæðingar einstaklingsfrelsis og
stuðningsmenn flokkslegrar und-
irgefni. Þau tala eins og leninistar.
Era þau lenínistar? Að sjálfsögðu
ekki: Þótt Guðrún Helgadóttir sé
góður rithöfundur og skemmtileg
manneskja þá verður að segjast að
þegar hún fordæmir það svo harð-
lega að lýðræðissinnaðir jafnaðar-
menn taki höndum saman, því hér
séu séríslenskar aðstæður sem
kalli sérstaklega á klofna og veik-
burða vinstri hreyfingu, þá finnst
manni að hún ætti kannski að
ígrunda hetur orð sín áður en hún
fer að tala eins og lenínisti.
Nema náttúrlega hún sé
lenínisti.
******
Ég held að hún sé krati - ég held
að Guðrún Helgadóttir aðhyllist
aðgerðir almannavaldsins til að
jafna sem mest lífskjörin og búa í
haginn fyrir möguleika fólks til
mannsæmandi lífs á sínum eigin
forsendum án þess að ráðin séu
tekin af fólki með ofbeldi eða fram-
leiðslutækin tekin af einstakling-
um og flutt til ríkisins. Ég held
hún sé meira að segja hálfgerður
hægri krati sem á bágt með að
þola að einhver sé að skipta sér af
því að hún fái sér rettu. Ég held að
lenínískur orðaforði hennar sé
eins og gömul kápa sem hún tímir
ekki að henda vegna þess að henni
þótti vænt um manneskjuna sem
gaf henni kápuna. Því að það var
gott fólk sem aðhylltist lenínis-
mann hér á árunum, unnvörpum.
En nú era aðrir tímar. Og þeir
sem stýrðu öllu góða fólkinu í
kommúnistahreyfingunum voru
sjálfir ekki gott fólk.
Það er mikilvægt fyrir okkur að
horfast í eitt skipti fyrir öll i augu
við það að kommamir höfðu rangt
fyrir sér en kratamir höfðu rétt
fyrir sér í því að aðhyllast lýð-
ræði.
******
Rússland okkar tíma er máttug-
asta málsvömin fyrir hinu mann-
úðlega blandaða hagkerfi sem
kratar komu viðast hvar á í Norð-
urálfu, hvað sem göflum á velferð-
arkerfinu kann að líða. Rússland
færði okkur heim sanninn um að
kommúnisminn var hatursstefna
sem leiddi til miskunnarlausra
hrannmorða og skipulegrar fá-
tæktar aflra. Og Rússland hefur
undanfarin sjö ár fært okkur - svo
ekki verður um viflst - heim sann-
inn um að ómengaður kapítalismi
er glæpastefna sem leiðir til alls-
herjar örbirgðar, afsiðunar og að
lokum hrans, og það eina sem get-
ur bjargað Rússum er að þeir fari
nú á elleftu stund að þverskallast
við ráðum vestrænna hagfræðinga
og snúi af braut umbótanna, sem
Morgunblaðið kallar einatt svo: en
var rán aldarinnar.
******
Ég held hún sé nefnilega krati.
Ég er hins vegar ekki viss um
að Steingrímur J. Sigfússon geti
talist nógu vinstri
sinnaður til að kall-
ast krati. Hann er
fyrst og fremst
nokkurs konar
Kristján
Ragnars-
son með
skegg.
Hann er
málsvari
útvegs-
kannski öflu heldur kvótaeigenda,
en það gerist eins og kunnugt er æ
sjaldgæfara að síðarnefndi hópur-
inn komi nálægt útgerð eða sjávar-
útvegi yfirleitt að öðru leyti en því
að hirða afraksturinn til að kaupa
sér búð í Kringlunni fyrir. Þetta er
það kerfi sem Steingrímur J. Sig-
fússon treystir sér ekki til að and-
æfa, hvað sem líður þeirri „rót-
tæku vinstri stefnu“ sem hann
segist standa vörð um.
Og óttinn við að þessu kerfi
kunni að verða hrandið með nýj-
um valdhöfum veld-
ur óbeit hans á
krötum - ótt-
inn við
breyting-
ar á ríkj-
andi
ástandi.
manna,
eða
(dagur í lífi
*---------
Frægðardagur í Þýskalandi í lífi Auðuns Atlasonar stjórnmálafræðings:
Með Andy Warhol í Schwetzingen
lllugi, 6 ára sonur Auðuns Atlasonar, var feginn að fá pabba heim frá
Þýskalandi. DV-mynd JAK
„Einhvem tíma heyrt um
Schwetzingen? Ekki ég heldur, enda
leið mér hálfankannalega þegar ég
vaknaði árla morguns á hótelher-
bergi í þessum þýska smábæ
skammt frá Frankfurt á laugardag-
inn var. í gestamóttöku hótelsins
blöstu við mér innrammmaðar ljós-
myndir af stoltum hóteleigandanum
með Helmut Kohl, kanslara Þýska-
lands. Uppáklæddur starfsmaður
Adler Hotel Schwetzingen sagði
mér í óspurðum fréttum að við vær-
um staddir í sjálfu kjördæmi
kanslarans og kinkaði glaðhlakka-
lega kolli. Ekkert að því, hugsaði ég
með mér og fór í morgunmat. Yfir
árbítnum greip mig aftur þessi til-
finning óraunveruleika þegar ég las
í stórblaðinu Schwetzinger Morgen-
post að sjónvarpsdagskrá kvöldsins
státaði meðal annars af spurninga-
keppni í beinni útsendingu, með
keppendum frá átta Evrópulöndum.
Búist var við rúmlega sjö til átta
milljónum áhorfenda. Það er u.þ.b.
milljón á mann.
Óþarfi að velja mig
Af hverju ég? Þessi spurning kom
upp í huga mér þegar ég lokaði
blaðinu og hugsaði til kvöldsins
með kvíðablandinni spennu. Svarið
riíjaðist upp fyrir mér. Þýska sjón-
varpið hafði í vor samband við
Germaníu á íslandi, í leit að kepp-
anda í þýskan sjónvarpsþátt sem
átti að endurlífga eftir nokkurra ára
hlé. Stjóm Germaníu hafði svo sam-
band við hóp þýskumælandi íslend-
inga og eftir viðtöl hér heima völdu
stjómendur þáttarins einn til þátt-
töku.
Sennilega hef ég passað inn í eitt-
hvert ákveðið hugmyndafræðilegt
keppendamunstur, sbr. karl og
kona, stór og lítifl, dökkur og ljós.
Allir ólíkir en samt vinir. Einheit
in der Vielfalt kalla Þjóðverjar það
á tyllidögum. Samt óþarfi að velja
mig, hugsaði ég með mér, en ýtti
því svo frá mér, minnugur óbæri-
legs léttleika tilvemnnar og þeirrar
vinnureglu að slá afltaf til, reki
furðuleg tilboð á fjörur manns. Ann-
ars er hætta á að tilveran verði
óbærilega leiðinleg.
Mannlegt Skeiðarárhlaup
Hvemig leið svo dagurinn? Kepp-
endunum var smalað upp í rútu og í
skoðunarferð til Heidelberg. Þar
blasti við höllin í Heidelberg en það
sem vakti athygli mína var nokkurs
konar iðandi stórfljót eldri borgara
sem streymdi fram og aftur um borg-
ina í skoðunarferð, nánast eins og
mannlegt Skeiðarárhlaup, bara að-
eins hægara I ferðum, og aðrir
túristar áttu engra annarra kosta völ
en að víkja úr vegi fyrir einbeittum
ellilífeyrisþegum. Þessi upplifun
sagði mér ýmislegt um ald-
urspíramídann í Þýskalandi þar sem
stundum er sagt að séu yngstu ellilíf-
eyrisþegamir og elstu stúdentamir.
Því næst lá leiðin á þýska knæpu
þar sem keppendur snæddu Núrn-
berger Bratwurst með Bratkar-
toffeln. Þá var haldið með hópinn til
Ludwigshafen, þar sem útsending
átti að fara fram, keppendur smink-
aðir, klæddir í sparifótin og látnir
bíða og bíða. Þá komst ég að því að í
keppendahópnum var m.a. að finna
spænskan lögfræðing, maltneskan
sjóliðsforingja, sænskan stúdent og
skoskan barþjón í skotapilsi. (Rétt
fyrir átta hringdi ég heim og frétti að
KR hefði unnið Skagamenn. Nú
vantar aðeins eitt stig upp á Evrópu-
sæti.)
Skyndilega birtist mamma
En hvað um þáttinn sjálfan? Hann
heitir Einer wird gewinnen og er nk.
sambland af þrautakóng og spum-
ingakeppni, með skemmtiatriðum
inn á milli (t.d. kom Art Garfunkel
fram með gamlan slagara - möguleg
vísbending um ákveðin blankheit). í
fyrstu þraut kvöldsins áttumst við ég
og sjóliðsforinginn frá Möltu. Við
áttum að útskýra fyrir tveimur þýsk-
um sjónvarpsstjömum ákveðna
hluti á okkar móðurmáli og með lát-
bragði sem þeir áttu svo að finna.
Þar var hins vegar brella á ferðinni
því hlutimir reyndust úr okkar eigu
og bróður sjóliðsforingjans og móður
minni hafði verið boðið í útsending-
una sem leynigestum! Ég vissi þvi
ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar
mamma gekk skyndilega inn á svið-
ið, skælbrosandi. Við fóðmuðumst
náttúrlega og skellihlógum að þess-
ari vitleysu. Seinna heyrði ég að fjöl-
skyldan hefði verið í krampakasti af
hlátri heima á íslandi, enda hall-
æriselementið ótvírætt (sbr. amer-
íska spjafl- og vandamálaþætti þar
sem skyndilega kemur í ljós týnda,
þybbna tvíburasystirin, tárin
streyma eftir þrjátíu ára aðskilnað
og þær ákveða að fara saman á Her-
balife), og skemmtagildið sömuleiðis
(fyrir okkur a.m.k.).
Svíinn fær sex
Jæja, mamma sest úti í sal, ég hef
heppnina með mér og Maltverjinn
er úr leik. Til að gera langa sögu
stutta þá helmingast hópurinn, fjór-
ir keppendur mynda tvö tveggja
manna lið sem keppa sín á milli en
hinir eru úr leik. Liðin skiptast á að
hafa forystu og loks ræður hlutkesti
hvort liðanna ber sigur úr býtum og
keppir innbyrðis um verðlaun
kvöldsins. Ungverskur liðsmaður
minn fær fimm í fyrsta kasti og
áhorfendur tryllast. Spænski and-
stæðingurinn kastar því næst og
fær líka fimm og þakið ætlar að
rifna af húsinu. Ég kasta, fæ fjóra
og líkindareikningur segir mér að
þetta sé í höfn. En viti menn, Svíinn
fær sex í næsta kasti, vinnur svo
síðustu þrautina og þar með var
heimsfrægð mín í Schwetzingen úr
sögunni. En í anda Warhols má
segja að ég hafi fengið mínar fimmt-
án mínútur. Með mömmu. Það er
varla hægt að biðja um meira.“