Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 22 sérstæð sakamál -------------- Hefndin „Komdu nú, Thorsten, og hafðu hraðan á. Þetta verður brátt af- staðið.“ Þetta sagði Petra Falb, þrjátíu og eins árs, hárri röddu við starfsfélaga sinn, Thorsten Mumm. Um stund horfði Petra á Thorsten þar sem hann skokkaði eftir þröngum skógarstígnum. Svo fór hún að hlæja. En það var ekki venjulegur hlátur. Thorsten var farinn að svitna, en ekki af skokkinu, enda var hann ungur, aðeins tuttugu og þriggja ára, hraustur og sterkur. Og það var heldur ekki sólarhitinn sem kall- aði fram svitann í logninu í skjóli trjánna. Nei, hann sveið í augum því hann vissi að konan sem var yfirmaður hans var geðveik og þannig á sig komin að hún var líkleg til þess að gera hvað sem var. ný að hlæja. En hláturinn stend- ur aðeins í stutta stund. Skyndi- lega verður hún grafalvarleg. „Reyndu svo að taka til hend- inni, vesalingurinn þinn. Grafðu þína eigin gröf.“ Svo snýr hún sér að bílstjóranum og skipar honum að rétta Thorsten skófluna. Síðan heldur hún áfram að tala við Thorsten. „Nú deyrðu," segir hún. „Þú ert til einskis nýtur, en kostar mig mikla peninga. Að auki ferðu í taugarnar á mér. Þess vegna verð ég að losa mig við þig. Þú skilur það vel, er það ekki?“ Thorsten skilur ekki hvað hún á við, en gerir sér fulla grein fyr- ir því að hann stendur frammi fyrir hættulegri konu. Þess vegna fer hann að grafa. Á meðan situr Petra á trjábútnum og borðar súkkulaði. „Já, sjáum hvort hann þolir dá- lítinn sársauka," segir Petra Falb. Deborah rekur nú hnífinn í sitjandann á honum, en ristir síð- an í bakið svo eftir verða sár sem mikið blæðir úr. Thorsten æpir. „Það er ekki hægt að hlusta á þetta,“ segir Petra og treður klút upp í munninn á honum. Síðan hrindir hún unga manninum nið- vu“ í gröfina sem hann var að grafa. „Niður í með þig. Sjáum hvort hún er orðin nógu djúp.“ Hún reynist of grunn og Thorsten er skipað að halda áfram að grafa. Á meðan sitja hin þrjú glottandi og horfa á hann. Deborah heldur enn á kveikjar- anum í vinstri hendi. Skyndilega stendur hún upp, gengur aftur fyrir Thorsten og ber logandi kveikjarann inn á milli fóta hans. Hann rekur upp ægilegt óp þegar hárið á kynfærum hans sviðn- ar. Frásögn Deborah Petra Falb hlær svo mikið að hún nær vart andanum. Svo stöðvar hún misþyrmingamar á vesalings unga manninum. „Nú skaltu binda hendur hans fyrir aftan bak,“ segir hún við vinkonu sínar, Deborah. „Og rektu svo hníf í hjartað á honum.“ Að svo sögðu tekur hún fram kasthnífana flugbeittu sem hún hafði keypt á leiðinni út í skóg- inn. Þannig lýsti Deborah Ott morðinu á hinum tuttugu og þriggja ára Thorsten Mumm í skóginum þennan dag, fyrir réttinum í Ellwangen í Þýska- landi. í raim var hann tekinn af lifi. Unga, laglega konan talar lágt og tilbreytingarlaust. Þögnin í réttarsalnum er svo algjör með- an hún segir frá að hún hefði get- að látið sér nægja að hvísla. „Petra sýndi mér hvar í brjóst Thorstens ég átti að stinga," sagði hún, „og það gerði ég. Hnífurinn gekk á hol og ég ýtti Thorsten niður í gröfina. En hann hreyfði sig enn þá og gaf frá sér undarleg hljóð, svo Petra sagði að ég skyldi slá hann í höfuðið með skóflunni. Og það gerði ég. Á eftir köstuðmn við moldarkögglum, greinum og mosa yfir hann og fórum. Við fleygðum fötunum af honum í gám og skófl- una skildum við eftir á byggingarsvæði." Þegar lík Thorstens var krufið kom í ljós að höfuðleðrið hafði losn- að frá að hluta af því unga konan hafði slegið svo fast með skóflunni. Kærastinn Næsta morð var framið sex vikum síðar. Fyrir það var ákært um leið og hið fyrra, og enn sem fyrr var það Deborah Ott sem skýrði réttinum frá því sem gerðist. Vinnuveitandi hennar, hin lesbíska vinkona hennar, Petra Falb, sagði ekki eitt ein- asta orð meðan réttar- höldin fóru fram. Undarleg innkaup Petra Falb hafði átt hug- myndina að skógarferðinni, en hafði talað um hana á vægast sagt dularfullan hátt. Er lagt var af stað í hana hafði hún, bílstjórinn hennar, Jörg, og hin lesbíska vinkona hennar, Deborah, komið við í verslun sem seldi ánamaðka. Nokkurt magn af þeim var keypt, rétt eins og til stæði að fara í veiði- ferð. Síðan var ekið í aðra verslun þar sem Petra hafði keypt fjóra flugbeitta kast- hnífa, reipi og skóflu. Er sest var upp í bílinn til að halda ferðinni áfram hafði hún sett hundinn sinn milli fóta sér og æst hann upp. Hann var gríð- arstór, um eitt hundrað og fimm kilógrömm að þyngd og næstum því eins metra hár á axlimar. Thorsten fannst hann ógnvænlegur. „Stans! Þetta er góður staður,“ hrópar Petra loks þegar þau eru komin alllangt inn í skóginn.“ Svo sest hún á trjábút með hund- inn við hlið sér. Augnabliki síðar tekur hún fram skammbyssu, los- ar um öryggið og veifar til vin- konu sinnar, Deborah. Hún tekur þá fram hvítan disk og hellir möðkunum á hann. Síðan tekur hún fram hníf og gaffal, leggur á diskinn og réttir Thorsten hann. „Þetta er þín síðasta máltíð," segir hún. Thorsten Mumm. Hnífur tekinn fram „Mikið leiðist mér,“ segir Petra skyndilega. „Reynum að hafa dá- lítið gaman af honum.“ Vinkona hennar, Deborah Ott, tekur strax við sér. Hún er tuttugu og eins árs. Hún skipar Thorsten að af- klæðast. Ungi maðurinn er nú orðinn svo skelfdur að hann gerir allt sem honmn er sagt. Á meðan hann afklæðist stendur Deborah fyrir aftan hann. Hún tekur fram hníf og vindlingakveikjara og fer að hita hnífsblaðið. „Grafðu J)ína eigin gröf" Thorsten lítur með viðbjóði á iðandi maðkana á diskinum. „Þú sleppur ekki, svo það er eins gott fyrir þig að koma þessu af. Borðaðu tvo og tvo í einu. Þá geng- ur það hraðar fyrir sig því þá þarftu ekki að tyggja þá,“ segir Petra. Aftur hlær hún undarlega. Thorsten verður illa við, en skyndilega ber hann diskinn að munnin- um og fer að skófla möðkunum í sig. Hann reynir að renna sem flestum niður í einu, en það gengur ekki vel og Petra fer á Deborah færð í dómhúsið. Er síðara morðið var framið höfðu þær vinkonurnar ákveðið að gamall unnusti Deborah, hinn fjörutíu og sjö ára gamli Volkmar Granz, skyldi deyja. Ástæðan var sú að það var líklega hann sem hafði smitað Petru af alnæmi. Þær Deborah höfðu sofið hjá hon- um til skiptis. Petra vissi að hún myndi deyja. Hún hafði smitast af karlmanni og karlmönnum skyldi refsað fyrir að hennar biðu þessi örlög. Fram kom að Deborah var ekki í hefndarhug eins og Petra. Hún vildi hins vegar á ný komast yflr skartgripi sem Volkmar hafði keypt handa henni meðan þau voru enn trú- lofuð. Þá hafði hún ekki feng- ið að taka með sér þegar upp úr sambandi þeirra slitnaði. „Ég hringdi til hans og sagði að mig langaði til að líta inn til hans,“ sagði Deborah. „Hann varð mjög ánægður og sagði að það skipti engu þótt ég kæmi eftir að áliðið Deborah °tt- væri orðið.“ Heimsóknin Og það var komið fram yfir miðnætti þegar Deborah hringdi bjöllunni á íbúð Granz. Undir kjólnum baka til hafði hún falið púða. í vasanum var hún með skammbyssu með hljóðdeyfi. Þeg- ar Volkmar sneri í hana bakinu til þess að bjóða henni inn i stof- una tók hún fram skammbyss- una, brá púðanum fyrir hljóð- deyfinn og skaut tveim skotum. Volkmar féll fram á gólfið. Deborah virti fómarlambið fyr- ir sér í smástund, en fannst ekki nóg að gert. Hún gekk því fram í eldhús, opnaði skúffur og leitaði þar til hún fann hníf sem henni fannst henta. Síðan gekk hún fram í stofuna og stak Volkmar þrisvar í brjóstið. Loks brá hún hnífnum á hálsinn og skar þvert á hann. „Ég vildi vera alveg viss um að hann væri dauður,“ sagði hún ró- lega. Dómsniðurstaðan Það var ekki minnstu svip- brigði að sjá á ungu konunni þeg- ar hún lýsti því hvemig hún lék Volkmar Granz. Á meðan var al- ger þögn i réttarsalnum, en þegar hún hafði lokið frásögninni fór lágur kliður um salinn, rétt eins og fólk ætti erfitt með að skilja hvernig slíkt gæti gerst. Frá upphafi var ljóst af öll- um málatil- búnaði að sak- borningarnir gætu ekki komist hjá sakfellingu. Fyrir hendi vom líkin tvö, beinar og óbeinar sann- anir og loks komu til frá- sagnir Deborah Ott sem Petra Falb bar ekki brigður á. Spurn- ingin hafði því í raun aðeins ver- ið hve þungan dóm konurnar tvær fengju. Engin svipbrigði var að sjá á Deborah Ott þegar dómarinn til- kynnti að hún hefði verið sek fundin og fengi lífstíðarfangelsi. Hin alnæmissjúka Petra Falb hló hins vegar móðursýkislegum hlátri þegar hún fékk sama dóm. Svo leit hún á dómarann og hróp- aði: „Ég verð dáin áður en ykkur tekst að koma mér í fangelsið. Og ég er fegin yfir því.“ Margir viðstaddir kinkuðu kolli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.