Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 föþlgarviðtal 37 I „Ég vildi að þarna hefði tekist öðruvisi til en ég er líka viss um að ákvörðunin irni að skipta um lið var rétt,“ segir Rikki. Sumarið 1996 varð hann marka- kóngur með KR. „Þá leið mér vel.“ Hann hlær að tilhugsuninni. „Mér leið svo vel að það gæti enginn trúað því. Ég hafði alltaf ætlað mér að ná árangri og nú var ég búinn að sanna mig.“ Glatað sumar með KR Framhaldið í KR var ekki eins ánægjulegt því sumarið 1997 gekk þar allt með ósköpum. Lúkas Kostic var ráðinn þjálfari en svo látinn hætta eftir nokkra leiki. „Einfaldlega röng ákvörðun,“ segir Rikki um brottrekstur þjálfarans og sumarið fór fyrir lítið. Rikki hélt ekki sæti stnu í liðinu og um haustið hætti hann hjá KR. Hann var á leiðinni út í lönd í atvinnumennsku - og gat bara státað af afrekum sem hann hafði unnið sumarið áður. Fyrst sýndi grískt lið áhuga á að fá Rikka í sínar raðir. Hon- um var boðinn þriggja ára samningur og hann fór til reynslu í þrjá mánuði. Lengri varð dvölin ekki í Grikklandi enda virtist félagið eiga i erfiðleikum með að standa við gefin loforð. Rikki heldur að það hafi stafað af því að Grikk- ir koma engu í verk og hann hlær að tilhugsuninni um seinaganginn þar suður frá. Metnaðurinn Næst var að leita fyrir sér á Norðurlöndunum, i Svíþjóð og Noregi. Norsk lið höfðu áhuga og Rikki fór og skoðaði aðstæður hjá þremur félögum. Viking i Stafangri bauð best og þar ætlar Rikki að vera í það minnsta út næsta sumar - nema einhver verði svo vitlaus að bjóða 300 milljónir í hann. „300 milljónir! Þetta er bara vit- leysa.“ Rikki á ekki orð. „Já, en þú ert stjarnan í lands- liðinu eftir að hafa skorað gegn Frökkunum,“ hrekkur út úr blaðamanni. „Nei, það er ég ekki. Það er fráleitt enda eru margir betri og reyndari leikmenn í liðinu en ég,“ svarar hann að bragði. Metnaðurinn til að verða bestur er þó ekki langt undan. Verkefni fyrir Kára Stefánsson „Eg hef alltaf ætlað mér að verða eitthvað meira en bara efnilegur. Það eru margir sem aldrei hafa náð lengra, verið ungir og efhilegir og svo ekki meir.“ Það er þetta sem slagur- inn hefur staðið um hjá Rikka eftir að hann ákvað að leggja allt í sölurnar fyrir knatt- spymuna þegar Fram féll í aðra deild haustið 1995. Ættin skiptir þarna máli. Það skiptir máli að eiga afa sem heitir Ríkharður Jónsson. Knattspyrnuætt af Skaganum, sem leggur til fjóra leikmenn og þjálfara fyrir landsliðið, skiptir máli. „Skórnir hans afa eru enn allt of stórir fyrir mig. En hann hefur alltaf verið mér mikil hvatning eins og öll fjölskyldan," segir Rikki og við erum sammála um að það sé verðugt verkefni fyrir Kára Stefánsson og íslenska erföa- greiningu að fara upp á Skaga og finna knattspyrnu- genið þar. Rikki er reyndar viss um að genið það arna sé ekki til. Skaphundar „Við þessir frændur erum ekkert líkir knattspyrnumenn," segir hann þegar við byrjum að velta fyrir okkur arfgengum fóta- burði. „Það sem við eigum allir sameiginlegt er skapið, og þó eru sumir í ættinni meiri skapmenn en ég án þess að ég nefni nokkur nöfn.“ Það er arfgengt að þola ekki að tapa. Að sparka bolta er ekki arf- gengt. „Mér sárnar alveg ofboðslega að tapa. Ég þoli það ekki,“ segir Rikki. „Það kom oft fyrir meðan ég var á íslandi að ég varð að keyra hálfa leiðina til Þingvalla eftir tapleiki til að ná mér niður og sætta mig við orðin hlut.“ Reiðist illa á leikvellinum Inni á leikvellinum í hita leiksins er ástandið ekkert skárra. „Ég verð vondur inni á vellinum. Reiðist illa og verð að einbeita mér til að missa ekki stjóm á mér,“ held- ur Rikki áfram. „Skapið getur háð mönnum en það er líka drifkraftur- inn ef menn ná að beita því rétt.“ En þetta er ættgengt og Rikki seg- ir að afi hans hafi ekki verið mönn- um sinnandi eftir tapleiki. Minnisstæðasta markið „Sigurtilfinningin er líka alveg einstök," heldur hann áfram til að minna á að fótboltinn er ekki bara reiði og illska. „Það er mikilvægt að setja sér markmið og keppa að því,“ segir Rikki. „Metnaðurinn er að slaka ekki á fyrr en markmiðinu er náð. Þá kemur sigurtilfmningin, tilfmn- ingin sem fylgir því að hafa sannað fyrir sjálfum sér að maður geti eitt- hvað.“ Þannig leið Rikka eftir að hafa skorað gegn heimsmeisturunum og segir að markið sé það eftirminni- legasta á ferlinum til þessa. „Leiknum hefði auðvitað getað lokið 0-0 og ísland náð stigi af heimsmeisturunum „og það er auð- vitað mikilvægast - en það er ekki það sama og að skora,“ segir Rikki og trúir ekki að hann gleymi leikn- um við Frakka. Eitthvað gerðist á pöllunum „Það var þessi stemning sem myndaðist á vellinum og áhorf- endapöllunum. Síðustu mínútumar fann ég hvernig hún magnaðist og fólk fann að við gætum í raun og veru staðið uppi í hárinu á heims- meisturunum. Þarna gerðist eitt- hvað alveg sérstakt á pöllunum sem er ógleymanlegt," segir hann. í Nor- egi hefur Rikki líka oft getað hrósað sigri en þó ekki alltaf. Það eru gerð- ar kröfur til liðsins og leikmann- anna og í bæ eins og Stafangri er fótboltaliðið stolt allra bæjarbúa. „Enginn liflr á fornri frægð. Það er bara að standa sig,“ segir Rikki. Undir eftirliti Kröfur bæjarbúa koma m.a. fram í að það er fylgst með leikmönnun- um í einkalífmu líka. Atvinnumað- ur getur ekki verið of mikið úti á líf- inu og bara drukkið og djammað. Þrátt fyrir vökul augu bæjarbúa eru leikmenn ekkert feimnir að fara út og skemmta sér - ef allt er innan hóflegra marka. Aftur til íslands „Það er leiðinlegast þegar ein- hverjir náungar verða bara að láta álit sitt í ljós á liðinu og hafa vit á öllu. Það getur verið uppáþrengj- andi,“ segir Rikki. „Sumir virðast líka halda að við höfum bara áhuga á fótbolta og tölum aldrei um annað. Lífið er meira en bara fótbolti." En líflð er líka fótbolti og næstu árin verður fótboltinn atvinna Rikka. Að öllu óbreyttu og ef ekkert kemur fyrir getur hann haldið áfram í atvinnumennskunni sex-átta ár til viðbótar og eftir það - ja, heim til íslands. „Ég ætla að búa á íslandi en ég geri ráð fyrir að halda áfram að ferðast þótt ég setjist þar að,“ segir Rikki. „Ég kunni samt afskaplega vel við mig í New York en ég enda örugglega á íslandi. Mér líður alltaf jafn vel þegar ég lendi í Keflavík - jafnvel þótt þar séu 14 vindstig og snjókoma!" Og ekki má gleyma að á íslandi bíður draumadísin - hver sem hún nú er. -Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.