Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 39 Heimsferðir í fyrsta sinn á skíði: Fjölbreytt afþreying í Austurríki Zell am See þykir eitt besta skíðasvæði Austurríkis. DV-mynd GVA Ferðaskrifstofan Heimsferðir býð- ur nú i fyrsta sinn upp á skíðaferðir. Áfangastaðirnir verða tveir, báðir í Austurríki, Zell am See og Saalbach Hinterglemm og munu ferðirnar standa frá janúar og fram í mars. „Það er gjama talað um Zell am See og bæinn Kaprun i sömu andrá en saman mynda þeir eitt fegursta skíðasvæði í Austurríki. Á þessum slóðum er skíðamönnum tryggður nægur snjór þannig að ef náttúran er skíðamönnum ekki hliðholl þá taka öflugar snjóvélar við að framleiða snjó á allar helstu brautirnar. Ná- lægð jökulsins Kitzsteinhorn tryggir etnnig að skíðaiðkun er möguleg allt árið um kring. Það er rík hefð fyrir skíðaiðkun í Zell am See en undir lok síðustu aldar breyttist bærinn úr litlu klaustursamfélagi í ferða- mannastað sem hefur síðan vaxið. Þarna má sjá fyrsta skíðakláf lands- ins sem settur var upp árið 1927 svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hildur Gylfadóttir hjá Heimsferðum. í Zell am See er að finna allt sem skíðamenn vanhagar um. Skíðaskól- ar eru margir og fólk getur leitað að- stoðar við að finna út hvaða skíða- brautir henta best. Þá eru snjóbrett- in að ryðja sér mjög til rúms og á svæðinu er að finna góða aðstöðu fyrir brettafólk. Kennarar eru einnig til taks, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gönguskíðabrautir eru alls um 300 kílómetrar að lengd og mjög vin- sælt er að fara hringinn í kringum Zell am See vatnið. „Það eru mjög góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk og í Kaprun er til dæmis að finna mjög skemmtilega upplýsta braut. Þá er hægt að prófa aðra tegund skíða en bæði Telemark- og Monoskíði eru mjög að ryðja sér til rúms,“ segir Hildur. Skíðastaðir eru víðast hvar farnir að bjóða upp á margs konar afþrey- ingu enda litið á skíðaiðkunina að- eins sem hluta leyfisins. Áfangastað- ir Heimsferða, Zell am See og Saal- bach Hinterglemm, bjóða báðir upp á fjölbreytta afþreyingu, svo sem skauta, tennis, keilu, sund, svif- dreka, söfn, fjölbreytta flóru veit- ingastaða og fjörugt næturlif. um. Fékk svo að skoða veski þeirra til þess að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Þegar heim á hótel var komið uppgötvaði fólkið að „lögregl- an“ hafði losað þau við allt reiðufé sem geymt var í veskinu. Þriðja atvikið átti sér síðan stað í neðanjarðarlest. Fjórir menn um- kringdu hjónin, byrjuðu að hrinda þeim til og frá og þreifa á vösum þeirra. Eftir reynslu undangenginna daga höfðu hjónin hins vegar komið verðmætum sínum í trygga geymslu og vasaþjófamir riðu ekki feitum hesti frá hrindingunum. -þhs/Times Svindlað í Prag Prag þykir ein fegursta borg Evr- ópu en eitthvað mun hafa borið á því að ferðamenn gangi ekki óhultir um götur hennar. Ferðablaði New York Times barst á dögunum les- endabréf frá hjónum sem dvöldu sex daga í Prag en urðu þrisvar fyrir ágangi óprúttinna glæpamanna. Með því að segja sögu sína vildu þau brýna fyrir öðrum ferðamönn- um að vera á varðbergi i borginni fógru. Leigubílstjórar eru víst sérlega varasamir í Prag. Kunnugir segja að þeir bíði utan við alkunna ferða- mannastaði og bjóði fólki far en heimti svo svimandi háar upphæðir að akstri loknum. Þannig lentu hjónin sem um ræðir í því að mælir- inn sýndi 80 kórónur (um 170 kr. ís- lenskar) eftir stutta bílferð en bíl- stjórinn bætti hreinlega 7 fyrir framan og krafði þau um 780 kórónur, eða 1700 kr. ís- lenskar. Eftir þref sagðist bílstjórinn sætta sig við 200 kórónur. Ekki vildi parið una því og gerði sig líklegt til að kalla á lögreglu. Þá hunskaðist bílstjórinn burt án þess að þiggja nokkra greiðslu fyrir aksturinn. í rólegu hverfl um há- bjartan dag hittu hjónin svo kurteisan og snyrtilegan mann sem spurði þau til vegar. Varla höfðu þau snúið sér við þegar annar maður kom aðvífandi og sýndi þeim lögregluskilríki. Hann fulllyrti að maðurinn sem spurði til vegar hefði annaðhvort ætlað að selja þeim svartamarkaðs- góss eða eiturlyf og brýndi fyrir hjónunum að passa sig á svona kón- Hneykslisferð um Washington: Watergate var misskilningur - segir „Nixon" við ferðamenn Ýmislegt hneykslanlegt hefur gerst í þessu húsi. Ekkert jafnast á við óviðurkvæmi- legt samband í Hvíta húsinu ef vekja á áhuga fólks á hneykslisferð um höf- uðborgina Washington. Það segja að minnsta kosti forsvarsmenn Hneykslisferða sem fara með ferða- menn um borgina og leika fyrir þá valda kafla úr hneykslum sem þar hafa átt sér stað. Um þessar mundir er þar góður grundvöllur fyrir ferð sem á hápunkta í lægstu hvötum pólitikusa. Stjórnmálamenn í höfuðborginni hafa í gegnum tíðina verið duglegir að leggja til efni handa leikhópnum sem stendur fyrir ferðunum. For- svarsmenn Hneykslisferða segja að þeir hafi haldið að Clinton væri frek- ar óspennandi, en „shortari" í Hvita húsinu var allt sem þurfti til þess að kippa þvi í lag. „Þegar við héldum að rólegt sum- ar væri fram undan og maður fengi loksins að slappa af, hvað gerist? - Óviðurkvæmilegt samband í Hvíta húsinu." Leikhópurinn gerir vitaskuld stólpagrín að öllu saman og nefna má sem dæmi að einn af leiðsögu- mönnunum er Hillary Clinton, eða raunar leikarinn Christine Thomp- son. Hún byrjar á því að segja að altt sé þetta samsæri um að sverta eigin- mann sinn, það sé ekkert nýtt að frjálslegt kynlíf sé stundað í Hvíta húsinu. Kennedy hafi meira að segja næstum breytt þvi í ódýrt mótel. Leikkonur túlka Paulu Jones og Monicu Lewinsky og skipta ört um búninga. Linda Tripp tekur við og talar fjálglega um eiginkonu Abra- hams Lincolns og bága geðheilsu hennar og enn fremur um þá stað- reynd að George Washington var ófrjór. Það eru þó ekki einungis kynlífs- hneyksli sem tekið er á í hneykslis- ferðinni. Gamla skrifstofubyggingin þar sem Fawn Hall og Oliver North dunduðu sér um nætur við að tæta skjöl sem tengdust Íran-Kontra- hneykslinu fer líka undir stækkun- argler. Varaforsetinn A1 Gore reikar um sali sem trédrumbur og leggur til að stórfyrirtæki fari að styrkja stjórnmálamenn. Auðvitað er engin hneykslisferð um Washington fullkomnuð nema komið sé við á Watergatehótelinu og í höfuðstöðvum demókrata þar sem innbrot árið 1972 leiddi til af- sagnar Richards Nixons. Rúta stoppar við hótelið og stæld útgáfa af Nixon útskýrir að allt hafi þetta verið tómur misskilningur. Inn- brotameistarinn G.Gordon Liddy hafl ekki ætlað að stela neinum skjölum heldur hafi hann verið að leita að lyklunum sínum. Reuter ■>* Rauða spjaldið! Flugfélagið British Airways hef- ur ákveðið að taka reglur knatt- spyrnudómara sér til fyrirmyndar og gefa fólki viðvaran- ir ef það hegðar sér illa um borð í flugvél- um þess. Borið hefur á því að farþegar láti illa á flugi og má þar oft kenna um frekju, fylliríi og nikótínskorti. Mörkin eru dregin þar sem farþeg- ar hafa verulega truflandi áhrif á aðra með ólátum og við slíkt eru Íhinir hávaðasömu farþegar að- varaðir í orðum. Ef þeir láta sér ekki segjast við tiltal og halda áfram sinni iðju, hvort sem þeir eru að stelast tU þess að fá sér sígarettu inni á klósetti eða að slást við áhöfnina, þá getur verið að flug- freyjan sýni gula spjaldið. Gula spjaldið þýðir það sama og á katt- ' spyrnuvellinum, alvarleg viðvörun, auk þess sem ófriðarseggnum er bannað að drekka áfengi það sem eftir er ferðarinnar. En ef ólátunum er haldið áfram gæti það haft mun alvarlegri afleið- ingar en að vera sendur snemma í sturtu. Rauða spjaldið hjá British Airways getur þýtt að óþekktar- ormurinn verði bundinn í sæti sínu og flugmaðurinn kalli tU áfanga- staðarins og biðji löggæslumenn að taka á móti honum, ef hann hefur þá fyrir því að fljúga með hann á áfangastaö. Flugmaðurinn hefur nefnUega líka leyfi tU þess að lenda á næsta flugveUi og henda buUunni 5 út, og ef svo viU tU að það er á óheppUegum tíma og farþegarnir þurfa að gista á miUUendingar- staðnum, þá þarf bullan að borga gistmgu og uppihald fyrir aUa. Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það er með múður í flugvél um British Airways. Ekki sama hvernig brauðið snýr Hjátrúin er mismunandi eftir löndum og það getur verið gott fyr- ir ferðamenn aö þekkja helstu I kreddur þess lands sem þeir heim- i sækja. Það vita sjálfsagt ekki margir að Sví- ar hafa mikla ótrú á því að leggja lykla á borð. Það er því | betra fyrir ferðamenn að geyma : hóteUyklana í vasanum. VUji menn • aftur hræða líftóruna úr frönskum þjónum þá þurfa þeir ekki annað en ; leggja brauðið á borðið þannig að Hati endinn snúi niður. í Rússlandi er stórhættulegt að heUsa fólki í dyragætt og þá dugar ekkert annað en að stíga innfyrir með viðkom- andi og síðan út aftur, vUji menn af- stýra ólukkunni. Tölumar 4 og 9 eru eitur í beinum Japana og þeir I forðast jafnvel að nefna þær í sam- ræðum. Rétt eins og Evrópubúar : sleppa gjaman 13. hæðinni á hótel- um þá sleppa Japanir þeirri fjórðu I og níundu. Ástæðan er að tölurnar hljóma víst afar líkt og orðin dauði og sársauki á japönsku. Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 6000 og sótt hann í afgreiðslu okkar á 2. hæð í Leifsstöð. Landsbankinn | (Jpið frá 9 til 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.