Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 33
AZTEC 3 "f- I 4* I 345.268 stgr. . LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 ★ ~k — ~k tttymm ★ -k Efnafræðingurinn Ágúst Kvaran er vel þekktur meðal islenskra lang- hlaupara og hefur vakið athygli fyr- ir þátttöku sína í ofurmaraþon- hlaupum á síðustu árum. Skemmst er að minnast afreks hans þegar hann tók þátt í 90 km ofurmaraþoni í Suður-Afriku fyrir nokkrum árum með góðum árangri. Ágúst er hvergi nærri hættur þátttöku í slíkum þrekraunum og var einnig meðal þátttakenda í ofurmaraþoni í bæn- um Winschoten í Hollandi síðastlið- inn laugardag (12. september). „Það er varla hægt að segja að þessi tvö hlaup eigi neitt sameiginlegt. í Winschoten var vegalengdin 100 km, farin í tíu hringjum sem hver um sig var 10 km langur. Að auki var lítið um brekkur á leiðinni en nóg var af þeim í hlaupinu í S-Afríku,“ sagði Ágúst. „Ég kom til Winschoten fóstudag- inn 11. september og þá var veðrið ágætt. Hins vegar voru það nokkur vonbrigði að það rigndi allan hlaupadaginn en á móti kom að það var nánast logn. Rigningin gerði það aö verkum að ég fékk mjög slæmar blöðrur á fæturna en það vandamál hef ég ekki glímt við lengi. Það myndaðist núningur við fætuma hjá mér þegar skómir blotnuðu. Að öðru leyti var ég ágætlega á mig kominn eftir hlaupið, var nánast ekkert stirður. Það var allt önnur reynsla en ég hafði frá S-Afríku en eftir hlaupið þar var ég mjög stirður um allan skrokkinn." Þeir sem tóku þátt í hlaupinu í Winschoten voru eitthvað á þriðja þúsundið en meg- inhluti þeirra var að Ágúst Kvaran hafnaði í 35. sæti af 96 hlaupurum sem kláruðu á innan við 14 klukkustundir. Þeir sem hófu hlaupið voru í upphafi 176. 5:18 mín. Vegna þess hve lítið var um brekkur í hlaupinu í Hollandi náði ég að halda jafnari hraða og það hefur ef- laust hjálpað mér til að ná betri meðal- hraða. Ég hljóp hraðar fyrri hluta hlaups- ins, var á 48 mínútum fyrstu 10 km, en síðustu 10 kílómetrana hljóp ég á 55 mínútum." Hlaupið í myrkri „Það var nokkuð farið að draga af mér síðari hluta hlaups- ins enda skail á myrkur þeg- ar ég var bú- inn með 80 km (8 hringi af 10). Það er ekkert sérstak- lega upp- örvandi að hlaupa í rigningu og myrkri, sömu leið- ina 10 sinnum. Annars beitti ég sjáifan mig ákveðinni sálfræði í hlaupinu og taldi mig niður á leiðinni. Ég sagði við sjálfan mig að nú ætti ég eftir hálft maraþon, aðeins 10 km eftir, 7 km og svo framvegis. Hollendingar stóðu mjög vel að framkvæmd móts- ins. Drykkjar- stöðvar voru með jöfnu milli- bili (2,5 km fresti) þar sem boðið var upp á orkudrykki, bæði veika og sterka, vatn og goslaust kók. Einnig var hægt að fá súpu en ég hélt mig að mestu við orku- drykkina. Til að byrja með drakk ég að mestu leyti veiku drykkina en píndi sterkari tegundina ofan í mig í síðari hluta hlaupsins. Ég get ekki neitað því að mér klígjaði við þykkri sykurdrull- því að ég væri að rekast á „vegg- ínn“, að orkan væri að klárast. Það var mjög uppörvandí af fá góða hvatningu frá áhorfendum. Bæjarbúar Winschoten sem fylgdust með hlaupinu voru flestir með lista þátttakenda. Það kom mér sífellt á óvart þegar fólk sem ég þekktí ekk- ert hvatti mig með nafiii. Tónlist var spiiuð allan tímann fyrir hlauparana og fylgst var með hlaup- inu í beinni útsendingu í útvarpi. Hvatningin var því mun meiri en maður á að venjast heima á ís- landi.“ Ágúst segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í ofurmara- þoni. „Ég myndi þó kjósa að hlaupa skemmtilegri leiö í næsta skiptið," sagði Ágúst að lokum. -ÍS Meðalhraðinn hjá Agústi Kvaran í 100 km hlaupinu í Winschoten var 5 mínútur og 13 sekúndur á hvern kfló- metra. unni en ég vissi að hún kom mér að gagni. Ée fann allaveea aldrei fvrir Varahlutir í sjálfskiptingar í flestar gerðir bifreiða Sími 535 9000 • Fax 535 9040 www.bilanaust.is naust Durberville - nýjung frá Englandi Fram undan 19. september: Götuhlaup FH, Búnaðarbankans og Hafnarfjarð- arbæjar Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Suð- urbæjarlaug, Hafnarfirði. Vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn: 10 ára og yngri (600 m), 11-14 ára (1,3 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (10 km). Allir sem ljúka keppni fá verðlaun. Allir þátttakendur fá frítt í sund. Upplýs- ingar gefur Sigurður Haraldsson í síma , 565 1114. 26. september: Öskjuhlíðarhlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 11.00 við Perluna. Vegalengd: 5 km með timatöku. Flokkaskipting, bæöi kyn: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Skráning frá klukkan 9.30-10.45. Upplýs- ingar gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 3. október: Sparisjóðshlaup UMSB 30 km boðhlaup. Hver sveit skal skipuð 10 hlaupm-um, þar af skulu vera a.m.k. 4 konur. Hver hlaupari hleypur 3 x 1 km (1 km í senn þrisvar sinnum). Skráningar skulu berast skrifstofú UMSB, Borgar- braut 61, Borgamesi, sími 437 1411. 10. október: r Víðavangshlaup Islands Keppnin fer fram á Akureyri og hefst klukkan 14.00 i yngstu aldursflokkunum. Vegalengdir: Tímataka á öllum vega- jj lengdum og flokkaskipting: strákar og stelpur, 12 ára og yngri, piltar og telpur, ii 13-14 ára (1 km), meyjar 15-16 ára (1,5 ; km), sveinar 15-16 ára, drengir 17-18 ára, i konur 17 ára og eldri (3 km), karlar 19-39 ára, öldungaflokkur, 40 ára og eldri (8 km). Fjögurra manna sveitakeppni í öll- um aldursflokkum nema þriggja mairna í öldungaflokki. Skráningar ásamt þátt- tökugjöldum þurfa að hafa borist skrif- stofu UMSE fyrir 7. okt. nk. Upplýsingar á skrifstofu UMSE í símurn 462 4011 og 462 4477. 11. október: Sri Chinmoy friðarkeppnishlaup Hlaupið hefst klukkan 14.00 við Ráð- hús Reykjavíkur. Vegalengd: 2 milur (3,2 km). Flokkaskipting ákveðin síðar. Verð- laun fyrir fyrstu í mark, einnig verða þeim veitt verölaun er ná bestum ár- angri á heimsvisu í þessu alþjóðlega hlaupi. Upplýsingar gefur Sri Chinmoy maraþonliöið í sima 553 9282. 14. nóvember: Stjörnuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13.00 við íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnarfirði. Vegalengdir: Tímataka á öllum vega- lengdum og flokkaskipting bæði kyn: 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). AUir sem ljúka keppni fá verðlaun. Upplýsingar gefur Sigurður Haraldsson i sima 565 1114. 31. desember: Gamlárshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13.00 og skrán- ing er frá klukkan 11.00. Vegalengd: 10 krn með tímatöku. Flokkaskipting, bæöi kyn; 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefur Kjartan Áma- son í sima 587 2361, Hafsteinn Óskarsson i sima 557 2373 og Gunnar PáU Jóakims- son í sima 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12.00 við Dyn- heima og skráning er frá kl. 11.00-11.45. ' Vegalengdir: 4 km og 10 km með tíma- töku. Flokkaskipting bæði kyn: 13-15 ára (4 km), 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar hjá UFA, póst- hólf 385, 602 Akureyri. 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Akra- torg, Akranesi. Vegalengdir: 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar gefUr Kristinn Reimarsson í síma 431 2643. 100 km ofurmaraþon í Winschoten í Hollandi: Ágúst Kvaran náði góðum árangri taka þátt í 10 x 10 km boðhlaupi. Þar kepptu 200 sveitir. Þeir sem reyndu við ofurmaraþonið voru 176 talsins. Af þeim voru 142 sem kláruðu hlaup- ið. „Af þessum 142 voru 96 manns sem hlupu innan við 14 klukku- stunda markið en mótshaldarar mældu ekki tíma hjá þeim sem hlupu á lengri tíma. Sigurvegarinn var Pólverjinn Andrzej Magier (f. 1962) sem hljóp á tímanum 6:59:50. Hann „hringaði" mig einu sinni á leiðinni og þegar hann fór fram úr mér fannst mér hraðinn á honum verá ótrúlegur. Ég hafnaöi i 35. sæti þeirra sem kláruðu hlaupið á tímanum 8:43:08. Ég var í tíunda sæti í mínum aldursflokki (45-50 ára, fjölmennasti aldursflokk- urinn) og get ekki veriö annað en ánægður með árangurinn. Meðal- hraðinn á hvern kílómetra hjá mér var 5 mínútur og 13 sekúndur. Til samanburðar má nefha að meðalhraðinn hjá mér í S-Afríku var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.