Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Síða 47
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 55 I I I I I I ( I I ( I I ( J í Menningarhátíðin á Vagninum sló í gegn: Héraðslæknirinn dragdrottning - og hótaði að hætta útgáfu lyfseðla ef ekki yrði þögn að hann og félagar hans myndu um- svifalaust slíta skemmtvminni fengist ekki sú þögn sem nauðsynleg væri til að hægt væri að fLytja efnið. Augljóst var að gestir báru virðingu fyrir menningarframtaki læknis síns því Hér er útlit. Flestir Flateyringar mættu á Vagn- inn sl. laugardagskvöld þar sem Lýð- ur Árnason héraðslæknir, Ólafur „poppari" Ragnarsson og Jón Rós- mann Mýrdal óperusöngvari stóðu fyrir menningarhátíðinni Byggðaefl- ingu. Hátíðin var vel auglýst og með- al annars ók læknirinn um plássið, vopnaður gjaUarhomi, og hvatti alla til að mæta og meðtaka þá menningu sem boðið væri upp á. Til að tryggja að enginn færi á mis við atburðinn var svo flugeldasýning skömmu áður en hátíðin hófst. Boðið var upp á tón- listarflutning þar sem læknirinn, Ólafur „poppari“ og Rósmann fluttu eigin lög með stórsveit sem skipuð var þremenningunum, auk heima- manna. Hópurinn gengur sameigin- lega undir nafninu Kartöflumýsnar og hluti þeirra sem þarna komu fram gaf út geisladisk fyrir tveimur árum undir merkjum músanna. Ailt efhi var frumsamið og gerði gífurlega lukku, bæði meðal þorpsbúa og þeirra sem voru komnir lengra að. í bland við hefðbundinn tónlistarflutning var ljóðalestur Bergrósar Kjartansdóttur, blaðamanns á Mogga. Þá var sviðsett þjóðlagarokkóperan Jón og séra Jón sem var hádramatískt verk um bónda sem missti bam sitt. Séra Baldur Vil- helmsson, sá kunni prófastur í Vatns- firði, var meðal gesta og það mátti heyra hann segja amen í lágum hljóð- um í lok þess verks. Lýður Árnason hér- aðslæknir tók sig vel út í draginu.Óhætt er að segja að salurinn hafi tekið andköf þeg- ar hann var búinn að henda af sér læknasloppnum og kominn í neongrænan kjól. DV-myndir Reynir Traustason Séra Baldur Vilhelms- son í Vatnsfirði sagði amen á eftir laginu um séra Jón. Heilinn léttist Það sem vakti þó einna mestan fögnuð var þegar héraðslæknirinn mætti á svið sem dragdrottning. Það sló að vísu á mestu hrifninguna þegar hann upplýsti að við umskiptin fyndi hann sig allan miklu léttari. Hann kvað sig hafa staðfestan grun um að kominn í kvengervið væri heili hans a.m.k. 50 grömmum léttari. Þögn sló á nokkrar kvennanna í salnum sem töldu þarna vera á ferð enn eina aðfór karla að heiðri kvenna. Á móti mátti heyra háværan hlátur i nokkrum helstu karlrembum. staðarins. Brandarar doksa féllu í heildina séð í góðan jarð- veg og ekki síður þau lög sem „drottningin" flutti með viðeig- andi rödd. Lýður læknir stjómaði hátíðinni með harðri hendi og þaggaði umsvifa- laust niður allt drykkjuskvaldur með þeirri hótun læknirinn með hefðbundið Er heili kvenna mun léttari? Svo segir hér- aðslæknirinn en konum var misvel skemmt undir þeim yfirlýsingum þó ekki fari neinum sögum af afstöðu þeirra sem hér sjást. Ólafur „poppari" Ragnarsson minnti óneitanlega á Eric Clapton á sviðinu. að heyra mátti saumnál detta eftir yfirlýsingar hans. Þegar skvaldur tók sig upp á ný nokkru seinna greip læknirinn og dragdrottningin til þess ráðs að hóta að hætta að skrifa út lyf fyrir skjólstæðinga sina. Þá sló enn þögn á salinn og hátíð- in hélt áfram. „Ég verð seint talinn besti læknir á íslandi en það er al- veg klárt að ég er ekki sá óvin- sælasti. Fólk hefur tekið þessu framtaki okkar mjög vel,“ sagði Lýður læknir við DV eft- ir hátíðina. Hann sagðist ekki gera upp á milli listamannsins og læknisins í sér og þeir tveir karakterar þrifust ágætlega saman. „Ég get alveg hugsað mér að snúa mér alfarið að tónlistinni og kvik- myndagerðinni. Það er alltaf hægt að snúa sér að lækningunum aftur,“ seg- ir Lýðm-. Hann segir hópinn stefna á upptök- ur í haust og á næsta ári sé að vænta geisladisks. Þá segir hann Flateyringa mega vænta þess að fleiri uppákomur verði á næstunni. -rt Spennan er í hámarki Hvexjix vexda íslandsmeistarax? Hvexjix ná sæti i Evxópukeppni félagslida? Hvaða lið falla úx landssímadeildinni? 17. UMFERÐ 20.9 sun. kl. 14 Akranesvöllur ÍA - ÞRÓTTUR R. 20.9 sun. kl. 14 Vestmannaeyjavöllur ÍBV - LEIFTUR kl. 14 Keflavíkurvöllur 20.9 sun. KEFLAVÍK - KR kl. 14 LaugardalsvöUur 20.9 sun. FRAM-ÍR 20.9 sun. kl. 14 Valsvöllur VALUR - GRINDAVÍK Fáðu úrslitin send í GSM símann þinn með SMS. Skráðu þig á heimasíðu Símans www.simi.is eða hjá Þjónustumiðstöð Símans í síma 0037000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.